Þjóðviljinn - 05.03.1976, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 05.03.1976, Qupperneq 13
Föstudagur 5. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Eins og bjóðviljinn skýröi frá fyrir allnokkru hefur í vetur gengiö ákaflega illa að halda saman viö æfingar A-lands- liöinu í kvennahandbolta og hafa i rauninni aðcins þrjár stúlkur sýnt áhuga á þvi að æfa og leika með landsliðinu. Staðfesting á þessari frétt bjóðviljans sem á sinum tima var i senn umdeild og vefengd, hefur nú fengist. f fyrir- Landsliði unglinga teflt fram gegn USA Ekki hefur tekist aö halda saman A-landsliðinu í kvennahandbolta og margt er í óvissu fyrir vikið huguðum þremur leikjum gegn bandariska kvennalandsliðinu veröur teflt fram þvi landsliði, sem á að leika á Noröurlanda- móti unglinga i byrjun april. A— landsliðið starfar ekki lengur og stúlkurnar þrjár sem æft hafa í vetur af fuilu kappi, eru ckki nieð gegn bandarikjamiinnum, þar eð þær hafa náð 22ja ára aldri og koinast þvi ekki i ung- lingalandsliö. í fréttatilkynningu frá HSt segir aö nú sé teflt fram „ungu og upprcnnandi liði” og eins að „nokkur þáttaskil séu nú i landsliði kvenna”. Aðrar skýringar eru ekki gefnar. Ekki varð stjórn HSt við þeirri ósk bjv. að boðað yrði til blaða- mannafundar, þar sem skýrt yrði fyrir fjölmiðlum og is- lenskum handknattleiksunn- endum hvernig standi á þessum róttæku breytingum i landsliðs- málunum og hvers vegna til þeirra hafi þurft að gripa. Landsliðið er núna samansett af kornungum og litt eða ekkert reyndum leikmönnum að lang- mestu leyti. Fimm þeirra hafa aldrei leikiö landsleik áður og þrjár hafa aldrei leikið með unglingalandsliði áður. Aðeins ein stúlka liefur umtalsverða leikreynslu, Erla Sverrisdóttir úr Ármanni. Á hitt ber að lita, að á margan hátt hefur stjórn HSÍ brugðist hárrétt við þeirri aðstööu, sem komið hefur upp hjá kvenna- landsliðinu. Áhuga- eða kæru- leysi leikmanna á ekki að svara meö neinu öðru en brottrekstri og sjálfsagt er að yngja upp jafnharðan og leikmenn eldast eða þreytast. Hér er hins vegar tekið ansi stórt stökk og það sem verra er... engar skýringar eru gefnar. Fyrirhuguð ferð islenska landsliðsins til Evrópu f vor er nú i óvissu.Ekki er óliklegt að hælt verði við landsleikina sex sem þá átti að lcika, þar eð samið var um A-landsleiki en ekki unglingalandsliðsleiki. Spurning er hins vegar hve langl hægt er að teygja hugtakið að „yngja upp” og hvort hægt sé með réttu að kalla hið kornunga iandsliö okkar A-landslið. —gsp bessi skemmtilega mynd af þeim Irinu Rodninu og Alexander Zaitsev var tckin skömmu fyrir siðustu áramót þegar þau gengu i hjónaband. Ótrúlegir yfirburöir hjá Rodninu og Zaitsev Eins og við skýrðum frá I bjóð-i- viljanum i gær höfðu þau Irina Rodnina og Alexander Zaitsev mikla yfirburði i fyrri hluta keppninnar i listskautahlaupi á HM, sem nú stendur yfir i Gauta- borg, og I siðari hluta keppninnar I fyrrakvöld voru yfirburðir þeirra enn meiri, og þegar upp var staðið höfðu þau hlotið rúm- lega 4 stigum hærri einkunn en næsta par, sem eru ótrúlegir yfir- burðir i jafn harðri og jafnri keppni sem listskautahlaup er. Og jiar með tryggðu þau sér HM- litilinn i 4. sinn i röð, en Irina Rodnina hefur alls orðið 8 sinnum heimsmeistari, og það I röð, og tvisvar ÓL-meistari. úrslit para- keppninnar urðu sem hér segir: 1. Rodnina/Zaitsev, Sovétr. 140,94 st. 2. Kermer/ Oesterreich, A- Þýskal. 136,88 st. 3. Vorobejva/ Valsov, Sovétr. 136,36 st. 4. Gross/ Kagelmann, A-þýskal. 135,71 st. 5. Tai Babilonia/ Gardner, USA 132,16 st. 6. Gorshkova/ Shevalovski, Sovétr. 131,90 st. Mörg óhöpp áttu sér stað í keppninni að vanda. Til að mynda féll hin unga bandariska stúlka Babilonia tvisvar i siðari hluta keppninnar, hefur sjálfsagt ætlað sér um of i hinni hörðu keppni. Eins var um Romy Kermer, sem varð i 2. sæti, hún féll i tvöföldu spinni, sem kallað er, og hefur það oft komið fyrir hana, virðist vera ill-leysanlegt vandamál hjá henni. Þá átti Irina Rodnina i erfið- leikum vegna inflúensu sem hún var með þegar siðari hluti keppn- innar fór fram, en hún harkaði af sér og sigraði, en sem kunnugt er má iþróttafólk ekki einu sinni taka inn kódifintöflur, þá flokkast það undir lyf sem bönnuð eru á al- þjóöamótum. John Curry, sá sem sigraði i einstaklingskeppni karla I list- dansi á skautum i Innsbrucl^ leiðir keppnina eftir fyrri hluta hennar. Þrír landsleikir í kvennahandbolta Olympiulið Bandarikjanna i handknattleik kvenna er væntan- legt hingað nk. laugardag og mun dvelja i vikutima við keppni og æfingar. Þrir landsleikir verða leiknir auk leikja gegn islenskum 1. deildarliðum, og fara allir landsleikirnir fram utan Reykja- vikur. Sá fyrsti fer fram i iþróttahúsi hersetuliðsins á Keflavikurflug- velli nk. sunnudag og hefst klukkan 15.00. Sá næsti verður i Hafnarfirði föstudaginn 12. mars og sá þriðji á laugardeginum uppi á Akranesi. Á Akranesi fer þarna fram fyrsti landsleikurinn i nýja iþróttahúsinu og verður enda mikil viðhöfn. Skólahljómsveit Kópavogs leikur i hálfleik og fyrir Einn hjá hersetuliðinu, annar í Hafnarfirði og sá þriðji á Akranesi leikinn, en á undan aðalleiknum er forleikur. tslenska landsliðið er skipað eftirtöldum stúlkum: t/3 •o XJ c CTJ c a i J D 1 Alfheiður Emilsd. A 1 5 12 Gyða Clfarsdóttir F.H. 7 5 2 Jóna Margrét Brandsd. F.H. 0 0 3. Katrin Danivalsd. FH. 0 0 4. Sigurborg Daðad. Br.bl. 0 3 5 Jóhanna Halldórsd. Fram2 2 6 Jenný L. Magnúsdóttir Fram 0 0 7 Hrefna B. Bjarnad. Val fyrirl. 5 3 8 Hjördis Sigurjónsd. K.R. 4 11 9 Halldóra Magnúsd. Val 0 2 10 Erla Sverrisdóttir, A. 11 9 14 Harpa Guðmundsd. Val 1 3 Þjálfari liðsins er Pétur Bjarnason. Breytinga að vænta í hand- knattleiknum? Undanfarið hefur nokkuð verið ininnst á að breytinga væri þörf i sambandi við 1. deildar keppnina i handknatt- leik, og hafa menn i þvi sam- bandi beint augum til Sviþjóðar og V-Þýskalands um fyrir- koinulag á keppninni. t Sviþjóð er fyrirkoinulagið þannig að fjögur efstu liðin i 1. deild keppa, þegar keppni 1. deildar er lokið, uni Sviþjóðarmeistara- titilinn, en i V-Þýskalandi er keppnin i tveimur riðlum og keppa tvö efstu lið i hvorum riðli til úrslita um meistaratitilinn. Þjóðviljinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að innan stjórnar HSt séu nú há- værar raddir um breytingar, og þá helst að snúa sér að sænska fyrirkomulaginu. Um leið yrði þá sennilcga fjölgað um tvö lið i dcildinni. Hvort þetta fyrir- komulag verður tekið upp strax á næsta keppnistimabili er ekki vitað, en sjálfsagt verður þcss ekki langt að biða að breytingar verði gerðar. Aðalástæðan fyrir þessum hugmyndum manna um breytingar er fyrst og fremst minnkandi aðsókn að leikjum 1. deildar. Það kom svo hinsvegar i ljós að hálfgildingsúrslitaleikur milli FH og Fram fyllti Laugar- dalshöllina. Menn þykjastsjá að keppni fjögurra efstu liða í 1. deild um lslandsmeistaratitil- inn, eftir að venjulegri 1. deildar keppni lýkur, myndi draga að sér mikinn fjölda áhorfenda og hreinlega bjarga fjárhagslegri hlið mótsins, en sem stendur munu vera mikil peningavand- ræði hjá deildum félaganna vegna minnkandi aðsóknar að 1. deildar leikjunum i ár og i fyrra. Þing HSt verður haldið i júni n.k. og verður þetta mál eflaust ofarlega á baugi þar, og ekki óhugsandi að ákvarðanir um breytingaf verði teknar. —S.dór Fram-stúlkur halda forskotinu Stúlkurnar i Fram halda sinu striki i 1. deildarkeppninni i hand- knattleik kvenna. Á miðviku- dagskvöld sigruðu þær FH með 12:7 og þar með eru hafnfirsku stúikurnar úr leik hvað snertir toppbaráttuna. Toppliðin tvö sem berjast enn gegn Frömurum eru Armann og Valur og þau sigruðu bæði stórt i leikjum sinum á miðvikudags- kvöld. Armann vann KR 21:8 og Valur vann Viking 19:8. Tólf umferðir af fjórtán hafa þá verið leiknar i 1. deildinni, og er staðan þessi: Fram 12 10 1 1 185:110 21 Valur 12 10 0 1 196:110 20 Armann 12 9 1 2 175:128 19 FH 12 8 0 4 159:123 16 KR 12 4 1 7 123:157 9 Vikingur 12 2 1 9 102:163 5 Breiðablik 12 2 1 9 101:125 5 Keflavik 12 0 1 11 124:199 1 Næstu leikir fara fram i Laug- ardalshöllinni sunnudaginn 7. mars. Klukkan 19.50 leika Ar- mann og FH, siðan Fram-Valur og loks KR-Vikingur. Laugardag- inn 13. mars leika siðan Breiða- blik og Keflavik i Njarðvikum. —gsp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.