Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur fi. april 1976. TOGARAKAUP RÆDD í BOR Frystihús BÚR við Grandagarð. Sigurjón Pétursson Kristján Beriediktsson VAR HÆGT AÐ NÁ HAGSTÆÐARI SKIPAKAUPUM? Eins og frá var skýrt i blaöinu fyrir liclgi samþykkti borgar- stjórn á siðasta fundi sinum að kaupa skuttogarann Freyju RE 38 fyrir 350 miljónir króna til handa Bæjarútgerð Reykjavikur. Um máiið sköpuðust a 11 nokkrar umræður og verða þær lauslega raktar1 hér á eftir. Formaður stjórnar BÚR. Ragnar Júliusson (D), fylgdi úr hlaði samþykkt frá utgerðarráði og borgarráði um kaup þessi. Sagði Ragnar. að vfða hefði verið leitað eftir skipum en ekki fengist. Tilboð hefðu þó komið erlendis frá. sem hljóðuðu upp á þaö. að skip væri fáanlegt fyrir 200 - 6000 miljónir. Hins vegar heföi skýrt komið fram í viðtali hans við sjávarútvegsráðherra, að ekki vrði leyft að kaupa nýjan né notaðan skuttogara til landsins eins og ástatt væri i útgerðar- og fiskiveiðimálum. Skuttogarinn Freyja er smiðaðuri Frakklandi 1972. Hann var hingað keyptur i nóv. 1975 af Gunnari Hafsteinssyni. Ragnar sagði að útborgun af skipinu væri 30 miljónir á árinu, afborganir af 23ja miljón króna láni væru 15miljónir i ár og næsta ár. 7 míljónir þetta árið og 8 miljónir hið næsta. Erlend lán á togaranum, bundin tryggingu á gengi isl. krónu gagnvart banda- rikjadollar eru 268 miljónir króna. Skipið á aðafhendast íull- búið *il veiða, og á að hafa farið i slipp og vera úttekið af fulltrúa Lloyds tryggingafélagsins, áður en formleg afhending þess fer fram — Ó1 agkvæm kaup? Kristján Benediktsson (B) sagöi, að ekki væn íorsenua fyrir þvi i dag að taka ákvörðun um þessi skipakaup. Taldi hann kaupin ekki hagkvæm fyrir BÚR og að önnur verkefni væru brýnni nú hjá fyrirtækinu en þetta. Kristján sagði, að þetta væri gert á sama tima og BÚR lefði ekki fjárráð til þess að flytja löndunaraðstöðu togara sinna og þeirra, sem hjá BÚR leggja upp, úr austurhöfninni i vesturhöfnina til þess að lækka löndunar- kostnað, sem væri sá hæsti, sem nokkurt fiskverkunarhús þarf að risa undir á öllu landinu. Sagði hann að ekki væri heldur til fé, 50 miljónir, til þess að gera kæligeymslu i Bakkaskemmunni þannig að togararnir gætu landað meiri kassafiski, sem hann taldi brýna nauðsyn bera til vegna þess, að lægra hlutfall afla BÚR-togara færi i fyrsta flokk en nokkurra annarra togara á landinu. Siðan sagði Kristján: ”Ég tel, að þau verkefni, sem ég hef hér drepið á, séu mun brýnni þessa stundina en togara- kaup, sem ég i sjálfu sér er ekki andvigur. En ég held, að þrátt fyrir hástemmd loforð, verði önnur verkefni látin sitja á hakanum vegna þessara kaupa. Auk þess tel ég þessi kaup ekki sérlega hagkvæm fyrir BÚR. Ef til vill eru hagstæðari kaup i vænduni, ef beðið væri.” Siðan flutti Kristján frestunar- tillögu við ákvörðunartektina um um togarakaupin, og segir þar að kaupunum skuli fresta vegna þess, að málið sé ekki nægilega vel undir búið. - - Ekki rétt röð á verkefnum Sigurjón Pétursson(G) vitnaði til bókunar, sem hann hafði gert i útgerðarráði. Þar segir: ”Þar sem upplýst er, að ekki er mögulegt að fá leyfi til að kaupa notuð skip erlendis frá, þrátt fyrir að þau séu mikið ódýrari, og á innlendum markaði er ekki um önnur sambærileg skip að ræða, styð ég tillögu um kaup á B.v. Freyju. Jafnframt itreka ég þá skoðun mina, að togarakaupin megi ekki draga úr framkvæmdum við að bæta að- stöðu útgerðarinnar i landi, sem ég tel brýnasta hagsmunamál B.Ú.R..,, Sigurjón sagði siðan að það hefði ekki verið bjargföst vissa hans að verið væri að kaupa skipið á þvi hagstæðasta verði, sem unnt væri, en heldur hefði hann enga vissu fyrir að svo væri ekki verið að gera. Skýrði Sigurjón þvi næst frá þvi, að fulltrúi Framsóknarflokksins i útgerðarráði, Páll Guðmundsson, hefði verið hlynntur þessum skipakaupum með þeim fyrir- vara þó, að þau yrðu ekki til þess að draga Ur framkvæmdum BÚR i landi. Sagði Sigurjón, að það væri ekki alsendis rétt hjá Kristjáni Benediktssyni að ekki fengist fé til þess að gera kæligeymslu i Bakkaskemmunni. A það hefði alls ekki reynt, þvi þrátt fýrir itrekaðar ályktanir borgarstjórnar bólaði ekkert á þvi, að yfirráð yfir skemmunni fengjust. Að lokum benti Sigurjón á, að sitt mat á verkefnum þeim, sem fyrir liggur að BÚR ráðist i væri það, að fyrst væri æskilegast að ráðast i framkvæmdir til endurbóta á aðstöðu i landi og siðan i togarakaup. ”Samt sem áður stend ég ekki á móti kaupunum á þessum forsendum”, sagði Sigurjón. --Bókun Þess u næst var frestunartillaga Kristjáns borin undir atkvæði. Hlaut hún aðeins atkvæði tveggja framsóknarmanna, en þrettán borgarfulltrúar stóðu að þvi að fella hana. Kristján Benediktsson gerði bókunog þar greindi hann frá þvi, að togarinn hefði verið keyptur til landsins fyrir 289,8 miljónir þann 7. nóvember sl. Til 1. mars, sem fyrstu skilmálar um kaupin voru undirritaðir af BÚR, hefði gengi isl. krónunnar gagnvart banda- rikjadal orðið óhagstæðara um kringum 7 %, en gengistrygging togarakaupanna erlendis frá er bundin gengi isl. krónunnar gagn- vart vegnu meðaltali bandarikja- dals og v-þýska marksins. Siðan hefði það gerst, að seljandi togarans, Gunnar Hafsteinsson, hefði fallið frá þvi að miða sölu sina á skipinu við 1. mars, og jafngilti það 9 miljón króna lækkun á verði skipsins og sýndi slik lækkun á einum degi, að áreiðanlega mætti ná hagstæðari kaupum. Þá sagði i bókun Kristjáns, að fyrir dyrum stæði 4 ára flokkunarviðgerð á togaranum, og óvist væri hversu kostnaðar- söm sUviðgerð yrði. Övist væri og um aðrar brýnar framkvæmdir hjá BÚR þessa vegna, fram- kvæmdir, sem ættu að hafa forgang. Vegna þessa sagðist Kristján ekki geta verið með togara- kaupunum svo og vegna óeðlilega hás kaupverðs að sinu mati. -----Eftirhreytur. Vegna þessarar bókunar Kristjáns fann form. stjórnar BÚR sig tilknúinn að taka til máls, siðan Kristján aftur og þá brann formaðurinn i skinninu, en forseti, sem i forföllum varAlbert Guðmundsson, taldi ekki ráðlegt að hleypa honum i stólinn. Að viðhöfðu nafnakalli var siðan samþykkt að gera þessi kaup með 13 atkvæðum, en framsóknar- mennirnir greiddu ekki atkvæði. dúþ fitmil Þetta gerðist einnig Borgarstjórn samþykkti á siðasta fundi sinum að fela borgarráði að ganga endanlega frá kaupum á rafbúnaði i dreifi- stöðvar, en nýjar upplýsingar um hagkvæmni innkaupa virðast geta breytt fyrri ákvörðunum um þau innkaup. Ný samþykkt Borgarstjórn samþykkti nýja starfsskrá fyrir Innkaupastofnun Reykjavikur. Nokkrar umræður urðu um málið i borgarstjórn. Albert Guðmundsson (D) sagðist vilja láta athuga það af fullri alvöru hvort ekki væri timabært að leggja Innkaupastofnunina niður. Sigurjón Pétursson (G) sagðist vera fylgjandi hinum nýju starfs- drögum aö þvi þó undanskildu, að ekki skuli kveðið á um að hinir fimm stjórnarmenn stofnunar- innar skuli skilyrðislaust vera úr rööum borgarfulltrúa eins og ákvæði væri um i hingað til gildandi samþykkt fyrir stofnun- ina. Nú væri einvörðungu gert ráð fyrir þvi, að formaður stjórnarinnar væri kjörinn borgarfulltrúi. Taldi Sigurjón ó- eðlilegt að tengsli hinna kjörnu fulltrúa við svo valdamikla stofnun sem Innkaupastofnunina væru rofin með þeim hætti sem gert væri ráð fyrir; stofnun, hverja miljónatugir króna af skattpeningum borgaranna rynnu i gegn um ár hvert. Hvergerðingar ákveða taxta Hitaveitu Reykjavikur! Borgarstjórnarfundur tók ákvörðun um það, að gjaldskrá fyrir gróðurhús, sem njóta heits vatns, skuli aðeins taka til gróðurhúsa, sem eingöngu, eða nær eingöngu, eru notuð til ræktunar, og skuli hún vera sú sama og hjá hitaveitu þeirra hvergerðinga. Þau gróðurhús, sem bæði eru notuð til ræktunar og sem söluskálar, skulu fá hita- orku á sama verði og önnur gróðurhús til ræktunarinnar en ekki til upphitunar i söluskálum sinum. Sigurjón Pétursson sagði, að mál þetta væri orðið hið skop- legasta allt saman. Þegar hann hefði lagt nánast þetta sama til fyrir nokkrum misserum i borgarstjórn hefði Sjálfstæðis- flokkurinn lagst gegn þvi og á þeim forsendum að svona væri ekki gert i Hveragerði. Nú kæmu fregnir af þvi að fyrri heimildir sjálfstæðismanna hefðu ekki verið réttar. Þá væri hlaupið upp til handa og fóta og nú væri rétt taliðað breyta til þess, sem hann hefði lagt til i upphafi, en ekki þess vegna, heldur vegna þess, að hvergerðingar hefðu þennan háttinn á! Samtök sveitarfélaga Borgarstjórn staðfesti fram- komin drög að stofnun sveitar- lélagasamvinnu á höfuðborgar- svæðinu. Drögum þessum voru gerð skil hér i blaðinu i siðustu viku i viðtali við forseta borgar- stjórnar, ólaf B. Thors. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.