Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. april 1976. þjöDVILJINN — StÐA 3 Þóra Friðriksdóttir sem Blanche, i baksýn Bryndis Pétursdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Hreppsnefnd Búlandshrepps: Djúpivogur sitji fyrir með rækjuvinnslu Már Karlsson, fréttaritari Þjóð- viljans á Djúpavogi: Ilreppsnefnd Búlandshrepps hefur gert ályktun i tilefni þeirr- ar tillögu sem borin hcfur verið fram á alþingi um tilraunaveið- ar á rækju fyrir Austurlandi. Hrep'psnefndin minnrr alveg sérstaklega á þá aðstöðu seni fyrir hendi er til rækjuvinnslu á Djúpavogi og það frumkvæði sem heimamenn hafa átt í sam- bandi við rækjuleit. Alyktun hreppsnefndarinnar er svo- hljóðandi: „Hreppsnefnd Búlandshrepps fagnar framkominni þings- ályktunartillögu þarsem skorað er á rikisstjórnina að hlutast til um að hafnar verði nú þegar til- raunaveiðar á rækju á djúpslóð úti fyrir Austurlandi. Hún bendir jafnframt á að rækjuverksmiðja með full- komnum vélum hefur verið starfrækt á Djúpavogi siðan 1968. Hráefni til verksmiðjunn- ar er rækja sem veiðst hefur i Berufirði. Heimilaðar hafa ver- >ð veiðar á 80 til 90 tonnum á ári. Tilraunaveiðar hafa verið reyndar af bátum frá Djúpavogi með góðum árangri i Beru- fjarðarlóni og Breiðamerkur- djúpi. Af fenginni reynslu er bent á að vanda verður sérstak- lega val þeirra skipa sem fengin yrðu til tilraunáveiðanna. Hreppsnefndin telur að meðan á tilraunaveiðunum stendur eigi að landa aflanum á Djúpavogi en ekki dreifa honum á fleiri staði fyrr en fyrirsjáanlegt verður að nægur afli verði fyrir hendi til starfrækslu fleiri slikra verksmiðja á Austurlandi. Er bent á að Djúpivogur er eini staðurinn á Austurlandi sem ekki hefur fengið fyrirgreiðslu til skuttogarakaupa. Þessvegna er rækjuvinnsla mjög mikilvæg fyrir atvinnulif byggðarlagsins”. Helgi Seljan: Rækjuvinnsla á Austurlandi Stutt athugasemd við eigin orð Ættleið- ingar standa í stað „Sporvagninn” í síðasta sinn Annað kvöld (miðvikudags- kvöld 7. april) eru allra siðustu forvöð að sjá hið vinsæla leikrit Tennessee Williams SPOR- VAGNINN GIRND, sem sýnt Framsókn Aðalfundur Verkakvenna- félagsins Framsóknar sem hatdinn var 28. mars s.I. mótmælti harðlega þeim gifur- legu verðhækkunum sem orðið hefur verið frá þvi i haust við miklar vinsældir. Sýningar eru nú orðnar 30 talsins.. Islenskir leikhúsgestir virðast kunna vel að meta þetta verk og hafa lokið miklu lofsorði á sýninguna og leikarana i aðalhlutverkunum: Þóra Friðriksdóttir leikur hið erfiða hlutverk Blanche, Erlingur Gislason er Stanley Kowalski, Margrét Guðmundsdóttir Stella, kona hans og Róbert Arnfinnsson leikur Mitch. Leikstjóri sýning- arinnar er Gisli Alfreðsson. hafa að undanförnu. Fundurinn lýsti i einu og öllu yfir stuðningi við mótmæli miðstjórnar ASÍ. Við stjórnarkjör varð sú breyting að Ingibjörg Bjarna- I þingsjánni á föstudaginn var mun ég hafa sagt, að á Djúpavogi „hafi á sinum tima verið aðstaða til rækjuvinnslu”. Hér hafa mér hreinlega orðið á slæm mistök, hreint mismæli, þvi auðvitað hefur þar verið og er á- gæt aðstaða til rækjuvinnslu, enda var þar siðast unnið veru- legt magn af rækju i fyrra. Raunar er það eini staðurinn á Austfjörðum, þar sem rækju- vinnsla hefur verið stunduð að dóttir varaformaður, lét af störfum og Ragna Bergmann Guðmundsdóttir var kjörinn varaformaður i hennar stað. marki, en þar var vitanlega um að ræða innfjarðarrækju, þ.e. úr Berufirði, eins og fram var tekið i framsögu hjá mér. Ég fjölyrði ekki um þetta að öðru leyti en þvi, að tillaga min var flutt að sérstakri beiðni frá minum heimastað vegna árang- ursins út af Vattarnesi i fyrra og þvi var sérstaklega að Reyðar- firði vikið i greinargerð. Úthafsrækjan er að mestu ó- kannað verkefni og eflaust ekki siður möguleikar á veiðum i Beruf jarðarál og á Lónsdýpi en út af Vattarnesi og þá kæmi aðstað- an á Djúpavogi sannarlega i góð- ar þarfir eins og raunar yrði, hvar sem verulegt magn veiddist fyrir Austurlandi. En ég bið vini mina á Djúpa- vogi afsökunar á hreinu mismæli iútvarpinu, sem hér með leiðrétt- ist. A sl. ári var veitt 91 leyfi til ætt- leiðingar hér á landi, og er það hæsta tala ættleiðinga á einu ári um 15ára skeið. Ættleiðingar fóru mjög i vöxt eftir lok siðari heims- styrjaldar og allt til 1960. Eftir það hefir fjöldi ættleiðinga staðið i stað og raunar farið lækkandi. Þetta kemur fram i greinar- gerð með nýju lagafrumvarpi um ættleiðingar sem lagt hefur verið fyrir alþingi. Ekki er gert ráð fyr- ir neinum verulegum brevtingum á lagareglum um þessi málefni. Þegar mest kvað að ættleiðing- um á íslandi, á árabilinu 1957—61. var rösklega 2% lifandi fæddra barna ráðstafað til ættleiðingar. en hlutfallsleg lækkun hefir orðið siðar, allt niður i 1.5%. Mun láta nærri að ættleiðingar séu ámóta tiðar hér á landi og i Sviþjóð. hlut- fallslega, nokkru tiðari en i Nor- egi og nokkru fátiðari en i Dan- mörku. mótmœlir hœkkunum Ferill James Callaghans James Callaghan, sem i gær var kosinn foringi Verka- mannaflokksins og forsætisráð- lierra i stað Harolds Wilsons, sem sagði af sér öllum aö óvörum, er talinn reyndur stjórnmálamaður og rótfastur i verklýðshrcyfingu landsins. Callaghan hefur verið ráð- herra i alls átta ár, en hann hefur setið á þingi siðan 1945. Hann er að þvi leyti talinn likur Wilson, að hann kunni þá list að sætta andstæða hagsmuni innan flokks sins. En hann er hinsvegar ekki talinn hafa ræðumennskuhæfileika til að bera á við Wilson né heldur vera eins beinskeyttur i umræðum. Andstæðingar bans hafa haldið þvi fram að flokkurinn þurfi rösklegri og litrikari mann til að ná til nýrra kjósenda. James Callaghan er fæddur i hafanrborginni Portsmouth árið 1912. Hann staríaði i skatta- kerfinu þar til hann var kallaður i flotann 1941, og náði hann liðs- foringjatign i striðinu. 1945 var hann kosinn á þing fyrir Cardiff i Wales. Þegar ihaldsstjórn tók við af stjórn Atlees 1951 varð Callag- han meðlimur skuggaráðu- neytis Verkamannaflokksins sem talsmaður hans i nýlendu- málum. Hann var einn af þeim sem komu til greina sem flokks- foringi eftir dauða Hughs Gait- skells 1963, en lenti i þriðja sæti á eftir Harold Wilson og George Brown. Fyrstu þrjú árin eftir að Wilson myndaði stjórn 1964 var Callaghan fjármálaráðherra. Sterlingspundið varð á þeim tima fyrir miklu álagi, en Callaghan setti metnað sinn i að verja það falli. Þegar stjórnin neyddist samt sem áður til gengisfellingar árið 1967 sagði Callaghan af sér sem fjármála- ráðherra, en tók þess i stað við af Roy Jenkins sem innanrikis- ráðherra. 1 ágúst 1969 kom til meiri- hátlar átaka milli mótmælenda og kaþólskra á Norður-trlandi og Callaghan sendi þá breska hermenn til Ulster, til að ganga á milli. Hann fór tvisvar til Norður-lrlands og lckk stjórn mótmælenda þar til að samþykkja ýmsar umbætur sem áttu að bæta hag kaþólskra. Wilson gægist inn um dyrnar og spyr keppinauta um mannaforráð lians: Eruð þið ekki búnir að þessu strákar. Fyrir miðju cru þcir Callaghan (annar frá hægri) og Michael Foot, sem veitti honum liarða samkeppni. cn i reynd hefur engu þokað til lausnar mála á þeim slóðum. Callghan var aðalskipu- leggjandi kosningabaráttu Verkamannaflokksins 1974. en þá vann hann sigur með knöppum meirihluta. Wilson tók aftur við embætti forsætis- ráðherra og skipaði Callaghan utanrikisráðherra. Mesti pólitiski sigur Callag- hans til þessa er sagður sá. að i fyrravor tóksl honum að fá örinur aðildarriki Efnahags- bandalagsins til að veita Bret- landi betri skilmála fyrir aðild að EBE en ihaldsstjórn Edwards Heaths hafði náð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.