Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 6. april 1976. ÞJÓDVILJINN — StÐA 13 A Spáni eru hræringar mannlifsins annars staðar en á baðströndunum, sem islendingar þekkja best. Spánarfarar og aliir aðrir hefðu kannski gott af að kynnast gangi mála þar i landi. Þeir ættu þá að opna sjónvarpið kl. 22.50 I kvöld og sjá hcimildamynd um þróun mála þar i landi siðustu mánuði. Heimildamynd um ástandið á Spáni A dagskrá sjónvarps kl. 22.50 i kvöld er bresk (auðvitað) heim- ildarmynd um stjórnmála- og efnahagsástand á Spáni frá ára- mótum og fram undir marslok, þar sem myndin er alveg ný. Þýðandi myndarinnar er Stefán r Utvarp kl. 14,30: Noregs- spjall Ingólfur Margeirsson flytur spjail l'rá Noregi kl. Iiálf þrjú i dag. Þar sem lngólfur er staddur þar i landi tókst ekki að ná i liann til að spyrja um efnið, cn af fyrri kynn- um útvarpshlustenda af Ingótfi má fullyrða að það só forvitnilegt. Kr skemmst að minnast þátta þeirra er hann gerði ásamt Lár- usi Óskarssyni og nefndi ,,Hálf- tiniann”. Fleira hefur Ingólfur gcrt fyrir útvarp. cn hann er nú við nám i Noregi, og getur vafa- laust frætt okkur um margt sem cr að gerast þar i landi. Jökulsson. Hann sagði i gær, að i henni væri tekin fyrir barátta ýmissa hópa fyrir lýðræði á Spáni. Væru m.a. myndir frá mótmælaaðgerðum gegn rikjandi stjórnarfari, bæði á vegum ein- stakra stétta og þjóðernishópa. Þjóðernishópar á Spáni eru nokkrir, og krefjast þeir sjálfs- stjórnar, eða algers sjálfstæðis. Mest hefur heyrst frá baráttu baska að undanförnu, en katalóniumenn hafa lika uppi háværar sjálfstæðiskröfur. Er i myndinni rætt við leiðtoga þeirra, Jordi Pujol. I myndinni er einnig rætt við utanrikisráðherra Spánar, José Maria de Areilza, en hann mun vera einna skástur ráðherra stjórnarinnar, þótt vart muni hægt að bera honum frjálslyndi á brýn. Hann mun þar láta i ljósi þá skoðun sina að kröfugerð hóp- anna um umbæutr muni ekki flýta fyrir sliku, auk þess sem hún kunni að valda töfum á inngöngu Spánar i Efnahagsbandalagið, sem er draumur sem ráðamenn þar vilja sjá rætast i náinni framtið. Ekki er i myndinni rætt við neina leiðtoga hinna bönnuðu stjórnmálaflokka, en hins vegar gerð nokkur grein fyrir starfsemi stéttarfélaga i landinu, sem eru i höndum stjórnarinnar. Nokkur önnur sjálfstæð stéttarfélög eru starfandi, en ekki á yfirborðinu, þar sem leiðtogar þeirra, sem bendlaðir eru við kommúnisma, hafa verið teknir úr umferð og gista nú dyflissur Jóhanns Karls konungs. —eri Skólamál Visir menn um skólamál ræða þau i sjónvarpi að loknum fréttum i kvöld. Þeir éru Andri Isaksson prófessor, i uppeldisfræði, sem átt hef- ur stærstan hlut að skólarann- sóknum hérlendis. Er hann nú sérfræðilegur ráðunautur skóla- rannsóknadeildar menntamála- ráðuneytisins, en var þar áður deildarstjóri. Kári Arnórsson skólastjóri Fossvogsskóla, sem er opinn tilraunaskóli, er annar þátttakandi. Hefur hann vafa- laust frá mörgu athyglisverðu að segja úr sinum skóla. Þriðji þátt- takandinn er Skálholtsrektor, Heimir Steinsson, en fyrirkomu- lag i skóla hans er allt mjög frjálst, og m.a. engin próf. Ætti að vera fróðlegt að heyra um skoð- anir hans á þessum málum, ekki siður en öðrum sem meir hafa verið i sviðsljósinu. Fjórði mað- urinn er Páll V. Danielsson hag- deildarstjóri, og loks skal telja Helga Jónasson, fræðslustjóra i Hafnarfirði, sem stýrir umræðum. —erl Andri Kári Þeir ræða um skólamál i kvöld undir stjórn Helga Jónassonar fræðslu- stjóra. Páll Ileimir Sjónvarp í kvöld Nokkur orð - ekki dómur Það er ástæða að þakka Árna Johnsen og viðmælendum hans i sjónvarpinu á sunnudagskvöld- ið fyrir skemmtilegan þátt. Islenskt sveitafólk lætur ekki að sér hæða. heldur sest inn i sjónvarpssal frammi fyrir myndavélum og hegðar sér eins og það viti ekki af þeim. Ekkert „stress” engin þvingum og frá- sögnin liður hindrunarlaust áfram án tilgerðarorðskrúðs og upphafningar i andliti. Ég hef ekkert af þessu fólki hitt né heldur komið norður á Strándir. en kynni min af fólki þar hafa stórum aukist að mér finnst við að heyra þau Jörund og Svövu segja frá. Það var eins og að sitja við eldhúsborðið á Hrófbergi og heyra frásögn þeirra, almælt tiðindi úr byggðinni, skoðanir á mönnum og málefnum o.s.frv., allt sett fram á þann áreynslu- lausa hátt sem einkennir spjall fólks yfir kaffibolla. Oldungurinn lætur fjúka i hendingum og hús- Framhald á bls. 14. útvarp 6. april 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Eyvindur Eiriksson les söguna „Safnarana” eftir Mary Norton (12). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjallkl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur þáttinn. Hin gömlu kynnikl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntón- leikar kl. 11.00: Sinfóniu- hljómsveit breska útvarps- ins leikur „Beni Mora” austurlenska svitu op. 29 nr. 1 eftir Gustav Holst; Sir Malcolm Sargent stjórnar/Jacquiline du Pré og Konunglega filharmoniu- sveitin i Lundúnum leika Sellókonsert eftir Frederick Delius; Sir Malcolm Sargent stjórnar/Hljómsveit Tónlistarskólans i Paris leikur Spænska rapsódiu eftir Maurice Ravel; André Cluytens stjórnar. 12.00 Dagskrain. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Spjali frá Noregi. Ingólf- ur Margeirsson flytur. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatlminn.Sigrún Björnsdóttir sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla I spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Lfkamsrækt skólabarna. Jóhannes Sæmundsson iþróttakennari flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur ■ Arni Stefáns- son sér um þátt fyrir ung- linga. 21.30 „Dimmalimm kóngs- dóttir” ballettsvita nr. 1 eft- ir Skúla Halldórsson. Sinfóniuhljómsveit fslands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins. Dr. Jakob Jóns- son flytur tólfta erindi sitt: Spámaðurinn. 22,00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (42). 22.25 Kvöidsagan: „Sá svarti senuþjófur”, ævisaga Haralds Björnssenar leik- ara. Höfundurinn, Njöröur P. Njarðvik les (2). 22.40 Harmenikulög, Franski harmonikuleikarinn Aimable leikur ásamt félög- um sinum. 23.00 A hljóðbergi,,The Home- coming” (Heimkoman), leikrit eftir Harold Pinter; fyrri hluti. í aðalhlutverk- um eru Cyril Cusack, Ian Holm, Paul Rogers og Vivi- en Merchant. Leikstjóri: Peter Hall. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. #s|ónvarp J 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Skólamál Markmið og leiðir Umræðuþáttur. Þátl- takendur Anríri ísaksson. prófessor. Kári Arnórsson. s k ó 1 a s t j ó r i , H e i m i r Steinson. rektor lýðhá- skólans i Skálholti, Páll V. Danielsson, hagdeildar- stjóri, og Helgi Jónasson. fræðslustjóri, sem stýrir umræðum. Stjórn uppiöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.20 Grannvaxni maðurinn (The Thin Man) Bandarisk biómvnd frá árinu 1933. Aðalhlutverk William Powell og Myrna Lov. Kunnur visindamaður hverfur á ferðalagi. Dóttir hans fær fyrrverandi lög- reglumann, Nick Charles, til að leita hans. Þýð. Krist- mann Eiðsson. 22.50 A leið til lýðræðis? Heimildarmynd um stjórn- mála- og efnahagsástands á Spáni. Rætt við utanrikis- ráðherrann. Jose Maria de Areilza. og Jordi Pujol. leið- toga Katalóniumanna. sem berjast fvrir sjálfræði. Þyðandi og þulur Stefán Jökulsson. 23.15 Dagskrárlok

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.