Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐMLJINN Þriðjudagur 6. april 1976.
NM pilta í handknattleik:
Danirnir í
sérflokki
íslenska liöiö olli vonbrigðum
og hafnaði í 3. sæti
Danir báru höfuð og herðar yfir andstæðinga sína og
sigruðu með yfirburðum á Norðurlandamóti pilta sem
fram fór hér á landi um síðustu helgi. íslenska liðið sem
miklar vonir voru bundnar við olli vonbrigðum. Það náði
aðeins 3. sæti eftir stór tap fyrir dönum i síðasta leik
mótsins, 8:17. Segja má að íslenska liðið hafi ekki náð
sér á strik nema í einum leik, gegn norðmönnum, þvi
naumur sigur yfir finnum og tap fyrir svíum og dönum
er slakur árangur á heimavelli. Það sem mest háði liðinu
var skyttuleysi, öll hin liðin voru með betri langskyttur.
Hinsvegar var sóknarleikur þess oft skemmtilegur á að
horfa en ekki mjög árangursríkur vegna skorts á skytt-
um. Þá var markvarslan ekki uppá það besta.
Danska liðið hafði aftur á móti
mjög góðan markvörð, frábæra
vörn og skemmtiiega útfærðan
sóknarleik og það var engin til-
viljun að það voru danskir leik-
menn sem hirtu öll einstaklings-
verðlaun mótsins. En litum þá á
úrslit leikja mótsins:
tsland—Noregur
Danmörk—Svíþjóð
Finnland—Noregur
tsland—Sviþjóð
Panmörk—Noregur
island—Finnland
Danmörk—Finnland
Noregur—Sviþjóð
Finnland—Sviþjóð
tsland—Danmörk
18:11 (6:5)
10:9 (4:3)
8:9 (4:3)
13:15 (6:6)
14:13 (7:9)
17:15 (8:7)
21:12 (10:3)
9:15 (5:6)
13:21 (13:5)
8:17 (4:8)
Og lokastaða mótsins varð þvi
þessi:
Panmörk 4 0 0 62:42 8
Sviþjóð 3 0 1 60:45 6
ísland 2 0 2 56:58 4
Noregur 1 0 3 42:55 2
Finnland 0 0 4 48:68 0
Markhæstu menn
S. Sjögren S 18
A.HalmeF, 16
C. Zatterström S, 15
M. Christensen D, 15
Jón Hauksson 1, 14
Henrik Hansen D, 13
T. Barhaugen N, 12
H.B. Nielsen P 11
Keld Nieisen D, 11
Brottvisanir af leikvelli
Sviþjóð 19min
Finnland 18min
Noregur 16min
Danmörk lOmin
tsiand 8 min
Tapið gegn svíum
fór með okkur
sagði Viðar Símonarson landsliðsþ.
— Tapið fyrir svium olli
mér miklum vonbrigðum, og
það fer ekki á miRimála að
það gerði útum málin Hjá okk-
ur. Mér fannst alltaf við vera
með þann leik i höndunum og
það var vel hægt að vinna
hann ef strákarnir hefðu leikið
aðeins skynsamlega, þeir
gerðu sig seka um of mikið
bráðlæti, gerðu of margar vill-
ur til þess að hægt væri að
vinna leikinn, sagði Viðar
Sfmonarson, landsliðsþjálfari
er við ræddum við hann að
loknu NM pilta.
— Tapið fyrir dönum var
auðvitað allt of stórt en eins og
ég sagði áðan, eftir tapið fyrir
svium var eins og menn
misstu móðinn. Ég er ekki i
nokkrum vafa um að cf okkur
hefði tekist að sigra sviana, þá
hefði leikurinn við dani farið
öðru visi.
— Ég neita þvi ekki að
maður gerði sér nokkrar vonir
um sigur i þessu móti, en
svona er þetta i iþróttum, það
geta ekki allir sigrað. — S.dór
Ný filmeika-
stjarna í
Sovétríkjum
Natalya Shaposhnikova heitir
14 ára sovésk skólastúlka sem er
enn ein nýuppgötvuð fimleika-
stjarna sovétmanna. Hún vann
glæsilegan tvöfaldan sigur á
alþjóðlegu fimieikamóti i Moskvu
i gær.
Sovétmenn hafa á undanförn-
um árum komið fram með þessar
kornungu stúlkur hverja á fætur
annarri og ckki er talið óliklegt að
Natalya verði arftaki stærstu
stjarnanna á sovéska fimleika-
sviðinu.
Dönsku meistararnir i handknattleik pilta
iWæ 5 -JL .j&y&Æ
»vlfwÍBI jrp ■ h#é1
Sigurinn kom
mér þægilega
á óvart
sagði danski
þjálfarinn Leif
Mikkelsen
— Nei, ég átti ekki von á þvi
að við myndum sigra, ég bjóst
við sigri svianna, sem hafa
verið vikum saman i æfinga-
búðum fyrir þetta mót og ég
býst við að flestir hafi búist við
sigri þeirra, þess vegna kom
þessi sigur okkar mér þægi-
íega á óvart. Að vísu höfðum
við leikið tvo leiki við v-þjóð-
verja og unnið báða og það gaf
manni vissar vonir, en samt
bjóst ég ekki viö sigri, sagði
danski þjálfarinn Leif Mikkel-
sen er við ræddum við hann að
loknu Norðurlandameistara-
móti pilta i handknattleik.
— Þetta er lang sterkasta og
jafnasta Norðurlandamót
pilta sem ég hef verið með lið
i, sagði Leif, það lá ekki ljóst
fyrir hver yrði sigurvegari
fyrr en eftir siðasta leikinn.
— Móttökur allar hér hafa
vcrið til fyrirmyndar svo og
framkvæmd mótsins og við
höfum ekki yfir neinu að
kvarta, siður en svo.
— Næsta NM verður i
Noregi að ári og þá verða eftir
i danska liöinu einir 5 piltar
sem nú léku og vissulega geri
ég mér góðar vonir um að okk-
úr takist að halda titiinum þá,
sagði Leif Mikkelsen að lok-
um. — S.dór
Danir hlutu
öll verölaun
mótsins
Þrenn verðlaun voru veitt
einstaklingum á Norðurlanda-
móti pilta i handknattleik, —
besti markvörður mótsins,
sóknarleikmaður og varnar-
leikmaður. öll þessi verðlaun
féllu i hlut danskra leik-
manna. Það voru islenskir
iþróttafréttamenn sem völdu
leikmennina. Besti mark-
vörðurinn var kjörinn Jöregn
lleit/.sprung, Danmörku,
varnarmaður mótsins var
kjörinn Henrik Petersen,
Panm. og sóknarmaður Keld
Nilsen Panm.
Verðlaunahafarnir eru hér á
myndinni til hliðar.
Horvat og félagar
á leiö til íslands
koma hingað í boði Vals og leika nokkra leiki
Allar likur eru á þvl að i næstu
viku muni islenskir handknatt-
leiksunnendur fá góða heimsókn.
Ilingaö er von.á Hrvoje Horvat og
félögum lians úr júgóslavenska
liöinu Parti/.an Bjelovar, marg-
földum júgóslavncskuin meistur-
um og afreksmönnum.
Það er handknattlciksdeild
Vals sem siðustu dagana liefur
staðið i skeyta- og bréfasambandi
við júgóslava og gera má ráð
fyrir því, að ef samningar takast
muni gestirnir leika a.m.k. þrjá
leiki. — gsp