Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.04.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. april 1976. ÞJÖÐVILJINN — SIDA 9 Kynningá landhelgismálinu í Finnlandi og Svíþjóö Ýmsir leggja fram sinn skerf tilkynningar á málstað tslands i landhelgismálinu. Svo er t.d. um Borgþór Kjærnested, sem um þessar mundir vinnur fyrir sænska og finnska fjölmiðla hér á islandi. Hann er nýkominn heim úr þriggja vikna fyrir- lestrarferð um Sviþjóð og Finn- land. Þar flutti hann erindi á mörgum stöðum, sem hann nefndi „tsland, þorskurinn og bretinn”. Astæðan fyrir þessari för var sú samþykkt sem gerð var á þingi Norðurlandaráðs i Kaupmannahöfn, þar sem lýst varyfirstuðningivið islendinga i landhelgismálinu. Þjóðviljinn ræddi við Borgþór um ferðina. ---Ég fékk þá hugmynd að ef til vill væri best að smiða járnið meðan þar væri heitt, eins og sagt er. Ég hafði samband við utanrikisráðuneytið og Flug- leiðir og sagði frá hugmynd minni. Fyrirgreiðsla var góð á báðum stöðum og ég lagði af stað 7. mars til Helsingfors, þar sem ég skipulagði fyrirlestra- haldið. ---Sjálfa fyrirlestrana byrj- aði ég svo i Sviþjóð, fór i tvo menntaskóla, svo og i borgar- húsið i Eskilstuna, sem er um 100 þús. manna borg, og voru þar um 150 manns á fundinum. Þaðan fór ég á fund tslands- vinafélagsins i Stokkhólmi i Historiska Muséet. Fyrirlest- runum i Sviþjóð lauk á Biskops Arnö, sem er lýðháskóli norræna félagsins i Sviþjóð. Samtals komu um 400 manns á þessa fyrirlestra i Sviþjóð. — t Finnlandi byrjaði ég svo 23. mars og fór viða., m.a. upp til Vasa, sem er 55 þusund manna borg á vesturströndinni. Svo kom ég á staði svo sem Kauhava og Eken'ás. Þetta urðu alls niu fyrirlestrar i Finnlandi og komu á þá um 800 manns. Móttökurnar vorugóðar i Finn- landi, en eins og flestum er kunnugt eru finnar þeir einu á Norðurlöndum sem hafa stutt okkur opinberlega alveg frá 1972. Opinber stuðningur þeirra hófst með heimsókn forseta Islands til Finnlands. Það var i kvöldverðarræðu sinni sem Kekkonen, forseti Finnlands, lét svo um mælt að engin þjóð i heimi ætti svo skýlausan rétt á að vernda lifið i hafinu kringum land sitt og islendingar. Yfirlýsingar forystumanna annarsstaðar á Norðurlöndum hafa ekki verið nærri eins skeleggar og margir muna efa- laustennað eini erlendi fulltrU- inn sem óskaði okkur til ham- ingju með 50 milurnar á Þing- völlum á þjóðhátiðinni 1974, var finnski ráðherrann Pekka Tarjanna, sem þar að auki tal- aði á mjög góðri islensku. Borgþór tjáði blaðinu að lok- um að margir yndu þessu tóm- læti forystumanna Norðurlanda illa, og vildu þrýsta á að tslendingum væri veittur meiri stuðningur. Til dæmis væri sænska norrænafélagið að und- irbUa áróðursherferð til stuðn- ings islendingum i lok þessa mánaðar,- Kristvin Kristvinsson: Nýskipshöfn og samvinna viö hina vinnandi hönd Þann 17. febrUar 1976 skeði það að islenskur verkalýður varð að hefja enn eitt verkfallið til þess að hamla á móti þeirri ægilegu verð- bólgu sem herjað hefur á islenskt atvinnulif og komið hefur harðast niður á lægst launaða fólkinu i landinu. Það fór ekki á milli mála að þegar talað var við fólk fýrir verkfall, þá varð maður var við að fólk trUði þvi ekki að til verkfalls þyrfti að koma, fólkið sagði sem satt var, að kröfurnar sem samtök fólksins gerðu, væru ekki svo miklar að ekki væri hægt að ganga að þeim. Fólkið taldi, að með þeim væri aðeins verið að hamla á móti, en minnaværium að sækja fram um varanlegri lifs- kjör en oft áður; þessi staðreynd gerði það að verkum að fólkið trUði þvi ekki að til verkfalls þyrfti að koma, en hvað um það, þann 17. febrUar var verkfallið staðreynd. Fljótlega fóru áhrif verkfallsins aðkoma i ljós, hjól atvinnulifsins höfðu stöðvast og þegar það skeður, þá er voðinn vis. Kaup- mátturinn hafði rýrnað svo mjög siðustu mánuði að um peninga var ekki að ræða hjá láglauna- fólkinu nema sem komu vikulega i umslaginu, og þá verulega skertir, i flestum tilfellum hafði Gjaldheimtan farið höndum um launin og var eftir það oft á tiðum ekki mikið eftir til Utborgunar. Ég held að viðsemjendur okkar hafi treyst mjög mikið á þessa staðreynd og þess vegna verið svona harðir i sinni afstöðu til krafna okkar. Þeir töldu sig ekki hafa svigrUm til að bæta kjör okkar og töldu sig sanna það með sinni talnafræði og með þessa talnafræði sina að leiðarljósi fóru þeir i slaginn. NU skyldu þeir sýna þessum þjóðhættulegu samtökum, verkalýðsfélögunum, að kröfur okkar sem miðuðu eingöngu að þvi að halda i horfinu væru svo geigvænlega háar, að ef þær næðu fram að ganga þá myndi allt efnahagslif fara i rUst og þessu til áréttingar létu þeir dynja á öllum fréttir um slæma stöðu allra fyrirtækja, ég segi aftur allra fyrirtækja i landinu. Það fór ekki á milli mála að hugmyndafræðingar peninga- valdsins voru farnir i gang. Þeirra hlutverk skyldi vera að sanna að þeirra talnarök væru rétt. 1 þessum efnum skyldi ekkert sparað til að sýna okkur fram á að það væri hin vinnandi hönd sem væri að steypa þessu þjóðfélagi i glötun, en við sem höfum ekki til hnifs og skeiðar vitum að þetta er aðeins ein af þeim aðferðum sem peningaöflin beita til þess að vernda sina hags- muni. Við höfðum á borðinu staðreyndir sem eru óvéfengjan- legar, sem sagt þær, að launin okkar brUuðu ekki bilið á milli þess sem við þurftumog þess sem við höfðum. Við skulum huga ögn að þessari staðhæfingu minni. Tökum til dæmis þá staðreynd sem við höfum fyrir framan okkur. Það er sannað að 5 - 6 manna fjölskylda þarf til lifs- viðurværis um 110 þUsund kr. á mánuði til þess að lifa af en hafði fyrir þessa samninga 48 til 52 þUsund til ráðstöfunar. Hvað segja talnafræðingar peninga- valdsins um þessa staðreynd? Þurfum við að vera i vafa hvernig talnafræðingarnir hefðu matreitt þetta ef svona hefði hallað á fyrirtækin, haldið þið gott fólk, að það hefði ekki heyrst frá taina- fræðingunum tillögur um lokun á öllum fyrirtækjum ef ekki fyndist lausn á þessum vanda. Við þurf- um ekki að vera i vafa um svarið, við þessi kjör hefur láglaunafólk- ið þurft að bUa. En hvernig hefur fólkið getað Utstaðið þennan ægi- lega halla á heimilisrekstrinum? spyr fólk að vonum. Ég skal nU leitast við að svara þvi. Við höfum neytt allra ráða til þess að koma i veg fyrir að það yrði lokað á okkur, rafmagni, sima, hitaveitu, að ibUðir okkar verði seldar ofan af okkur, sam- fara þvi að við verðum að hafa mat til þess að næra okkur á;ti 1 þess að þetta megi takast þá höf- um við orðið að leggja á okkur mikla aukavinnu, svo mikla að margir hafa beðið af þvi óbætan- legt tjón á heilsu sinni, siðan höf- um við orðið að senda alla sem geta unnið, þar á meðal eiginkon- ur okkar til þess að afla tekna sem við notum til að brUa þetta bil. Við skulum gera okkur grein fyrir þvi strax, að þetta er ekki einhlit lausn á vandamálum okk- ar, þvi að eftir þvi sem krónutal- an eykst hjá okkur og taldar eru okkur til tekna þá koma skatt- arnir með sinar lagalegu hendur og taka stóran hlut af þessum aukatekjum til sin, þar sem lag- færing á skattamálum er.alltaf með seinni skipum og næst yfir- leitt ekki nema með hörku sam- taka okkar. En þetta er ekki öll sagan, ofan á þetta allt bætast þau lán og bankavixlar sem margir verða að fá til þess að brUa þetta stóra bil á milli tekna-og Utgjalda. Þessi lán og aðrar fyrirgreiðslur sem sum- ir geta aflað sér en ekki allir, kosta mikla peninga. Ollum er kunnugt hvað það kostar að fá lán, bankavextireru almennt 17% og það sjá allir hvað það kostar okkur að fá slikar fyrirgreiðslur, ekki sist vegna þeirra staðreynda sem ég nefndi i upphafi, að mis- munur á milli þess sem við höfum og þess sem við þurfum, er hvorki meira eða minna en rUm 50%. Þess vegna þarf enginn að undr- ast af hverju að samtök okkar sjá sig tilneydd að beita verk- fallsvopninu. Tilvist okkar i þessu samfélagi veitir okkurþann rétt að fá að sjá okkur farborða á mannsæmandi hátt. Þessi tilvist okkar gerir einnig þessum peningaöflum kleift að auðga sig meira og meira, þvi að ekki gætu þau þrif- ist nema að það sé til fólk með i dæminu, þvi að flestir af þessum peningafurstum hafa aldrei unnið ærlegt handtak. Þeir hafa alltaf orðið að fá okkur, þetta þjóðhættulega fólk, til þess að vinna fyrir sig og það furðu- legasta i þessu öllu saman er að ef þessir peningafurstar sjá fram á meiri gróða af vinnu okkar, þá er ekki hikað við að láta vinna tak- markalausa yfirvinnu, þá skiptir kaupið ekki máli, svona koma i ljós staðreyndir, sem við vitum að fyrir hendi eru hjá peningaöfl- unum um að kaupgjaldið er ekki bölvaldurinn i þessu landi og svo þykjast þessir aðiljar ekki hafa svigrUm til þess að láta okkur fá meira af þjóðarkökunni. Er nokk- ur furða þó að samtökum okkar ofbjóði tviskinnungshátturinn? Er nokkur furða þótt það sjáist betur og betur hvað stéttarskipt- ing er orðinn rikur þáttur i landi okkar? Þegar við höfum farið yfir þessar staðreyndir þá sjáum við að það er orðin nauðsyn á að finna aðrar leiðir til þess að allir þegn- ar þessa lands geti lifað i sátt og samlyndi. Það gengur ekki öllu lengur, að spenna bogann hærra. það kemur að þvi að hann brest- ur. Við þurfum að finna leiðir Ut Ur þeim ógöngum sem þetta þjóðfélag er i, en við skulum gera okkur ljóst, að til þess að lagfæra þessi mál er það ekki rétta leiðin að láta þá sem minnst hafa borga brUsann. það er að minu viti, að byrja á öfugum enda. Við skulum einnig gera okkur það ljóst að slikar lagfæringar verða ekki unnar nema i samráði við verka- lýsfélögin en ekki í andstöðu við þau. þvi eins og ég hefi sýnt fram á hér að framan. þá er það ekki hin vinnand hönd sem skiptir sköpum i þessu landi og aðeins i samráði við hana er árangurs að vænta i tilraunum til allra breyt- inga til hagsbóta fyrir þjóðfélagið i heild. Ég hef af ásettu ráði ekki veist aðneinum sérstökum aðila. hvers vegna að okkar málum er nU svona komið. Sjálfsagt eiga þeir allir nokkra sök á, þó get ég ekki stillt mig um svona i lokin að láta i ljós það álit mitt að nUverandi rikisstjórn á her mjög stóran hlut að, hUn hefur ekki stjórnað þessu landi á siðustu mánuðum, hUn hefur átt við þau innbyrðis vanda mál að striða, sem hafa gert það að verkum að þjóðarskUtan hefur flatrekið, allan timann sem hUn hefur verið við völd, mikillar sjó- veiki hefur gætt i brUnni. Sumir hafa orðið að fara i land um tima til þess að lagfæra heilsuna, en komið siðan aftur um borð illu heilli. Ég tel nU orðið rétt að skipstjór- inn manni sig nU upp i það að taka stefnuna að landi. endurráða nýja skipshöfn. sem valin verði með hliðsjón af almannaheill. en ekki með flokkspólitiska hagsmuni fyrir augum. Það ætti að vera fært að gera þetta i samráði við það fólk sem gerir land okkar byggilegt, fólk sem gerir annað en að þykjast, fólk sem sameigin- legra hagsmuna hefur að gæta. þvi ef samvinna er tekin upp við h:.ina vinnandi hönd, þá mun vel fara. Yfirlýsing frá Þóröi Guðbjartssyni Vegna ummæla i viðtali við mig i Þjóðviljanum i sambandi við afmæli Alþýðusambands Islands 12. mars sl. vil ég taka fram eftir- farandi: Það sem haft er eftir mér um Ólaf Jóhannesson og samtal okkar þegar vinnudeilur stóðu hér á árum áður (1932) var einka- samtal sem ég leyfði aldrei að yrði birt og hefi ég vitni að þvi. Mér fellur þetta illa vegna þess að þótt hart væri barist og Ólafur Jóhannesson hafi varið hagsmuni sina, sem við vorum að ráðast á, af þeirri hörku, sem var i stil við þáverandi tiðaranda og gerðist um allt land á fyrstu árum verka- lýðshreyfingarinnar, þá er við- talið i Þjóðviljanum mjög villandi sem mannlýsing á Ólafi sem var mikilhæfur atvinnurekandi og framfarasinnaður athafnamaður. En i Þjóðviljagreininni er aðeins sýnd á honum sU hliðin sem sneri að vinnudeilunum. En Ólafur var manna hjálpsamastur og þegar ró komst aftur á eftir mestu átökin þá sýndi hann hversu mikill drengskaparmaður hann var þvi að þá reyndist hann þeim jafnvel hvað best i i erfiðleikum, sem harðast höfðu við hann deilt, og það get ég vitnað um að mér persónulega sýndi hann mikla velvild og hjálpsemi enda mannkærleikamaður mikill. Ég geri ráð fyrir þvi að blaða- maðurinn. sem ég talaði við, hafi misskilið bann mitt við birtingu ummælanna um Ólaf Jóhannesson. Þvi vænti ég þess að honum sé ljUft að birta ofan- ritað þvi að það er sannleikur og ég vil ekki gera rangt til látnum sæmdarmanni með þvi að tiunda galla hans en minnast hvergi á marga og mikla kosti hans. Með vinsemdarkveðjum. Þórður Guöbjartsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.