Þjóðviljinn - 05.05.1976, Page 13
Miövikudagur 5. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
ÚTVARP í KVÖLD:
KVOLDVAKA
Guömundur Böövarsson
Svala Nielsen
Slöast á sjónvarpsdagskránni veröur endursýnd mynd um Kletta-
fjöllin I Noröur-Ameriku. Er þar lýst náttúrufari og auöæfum fjall-
anna, landslagi og leiöum um þau.
Kvöldvaka útvarpsins er vin-
sælt efni hjá mörgum, einkum
þeim sem teljast til eldri kyn-
slóðarinnar. Hún er alltgf
nokkuð fjölbreytileg að efni, en
innan ákveöins ramma þó.
Þannig er tiðast á henni bæöi
einsöngur og kórsöngur, einn til
tveir frásöguþættir, ljóöalestur
og spjall um islenska þjóöhætti.
t kvöld hefst kvöldvakan með
söng Svölu Nielsen, sem syngur
t—---------------
Útvarp í dag:
LAGIÐ
MITT
Óskalög barna
yngri en tólf ára
Óskalagaþáttur barna er á
dagskrá útvarpsins kl. 17.00 i
dag. Berglind Bjarnadóttir les
kveðjurnar og kynnir lögin.
Lagaval ungu kynslóðarinnar er
ekki svo frábrugðið þvi sem
heyrist i lögum unga fólksins, en
hin aukna hljómplötuútgáfa
með barnaefni fær þó mikið rúm
i þáttum þessum.
Páll lsólfsson
lög eftir Skúla Halldórsson við
undirleik höfundar. Þórarinn
Haraldsson bóndi i Laufási i
Kelduhverfi segir sögu sem
hann nefnir: Máttur viður-
kenningarinnar, og Agúst Vig-
fússon flytur frásöguþátt: Seint
fyrnast fornar ástir.
Þá les Bryndis Sigurðardóttir
nokkur ljóð eftir Guðmund
Böðvarsson og Halldór
Pétursson segir frá Þorleifi
Þórðarsyni i spjalli um is-
lenskar þjóðsagnir. Þá talar
Arni Böðvarsson um islenska .
þjóðhætti og loks syngur ton-
listarfélagskórinn lög eftir Ólaf
Þorgrimsson undir stjórn Páls
Isólfssonar.
Siguröur A. Magnússon Kristinn Björnsson
ÚTVARP í KVÖLD:
Síðasta freistingin
Nú fer að siga á seinni hluta
útvarpssögunnar, en i kvöld les
Sigurður A. Magnússon 24.
lestur sögu Kazantzakiss, sem i
islenskri þýðingu Kristins
Björnssonar ber nafniö „Siöasta
freistingin”.
Þeir sem hlusta minúast
vafalitið annarrar sögu sama
höfundar „Grikkjans Zorba”
sem Þorgeir Þorgeirsson las
fyrir 12-15 árum við miklar vin-
sældir. Siðasta freistingin hefur
ekki hlotið jafn mikla frægð,
enda engin kvikmynd verið eftir
henni gerð, en hún er engu að
siður gott verk hins griska höf-
undar sins.
útvarp
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfitni kl. 7.15
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og .
10.00. Morgunbæn kl. 7.55
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðrún Birna Hannes-
dóttir heldur áfram lestri
sögunnar af „Stóru gæsinni
og litlu hvitu öndinni” eftir
Meindert DeJong (3).
Lands- og gagnfræöapróf I
dönskuki. 9.05 Tilkynningar
kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli atriða. Kirkju-
tónlist kl. 10.25: Meta
Hanchen og Ekkehard
Richter flytja tvö verk:
„Vakna, Sions verðir kalla”
eftir Hugo Distler og
„Bibliuljóð” op. 99 eftir An-
tonin Dvorák. Morguntón-
Icikar ki. 11.00: Sinfóniu-
hljómsveit Lundúna leikur
„England á dögum Ellsa-
betar drottningar”, mynd-
rænt tónverk i þremur þátt-
um eftir Vaughan Williams;
André Previn stjórnar/
Concert Arts hljómsveitin
leikur Svftu frá Provence
eftir Darius Milhaud;
höfundur stjórnar/ Anna
Moffo syngur söngva frá
Auvergne i útsetningu
Canteloube. Hljómsveit
undir stjórn Leopolds Stoko-
wskis leikur meö.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Til umhugsunar, þáttur
um áfengismál i umsjá
Sveins H. Skúlasonar.
13.30 Viö vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan; „Þess
bcra mcnn sár” eftir Guö-
rúnu Lárusdóttur. Olga
Siguröardóttir les (21).
15.00 Miðdegistónleikar. Fil-
harmoniusveitin I Los
Angeles leikur „Hátið i
Róm”, sinfóniskt ljóð eftir
Respighi; Zubin Mehta
stjórnar/ Sinfóniuhljóm-
sveitin i Filadelfiu ieikur
Sinfóniu nr. 1 op. 10 eftir
Sjostakovitsj; Eugene Or-
mandy stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.00 Lagiö mitt. Berglind
Bjarnadóttir sér um óska-
lagaþátt fyrir börn yngri en
tólf ára.
17.30 Mannlif i mótun. Sæ-
mundur G. Jóhannesson rit-
stjóri á Akureyri rekur
minningar sinar frá
. kennaraskólaárunum i
Reykjavik (1).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Or atvinnulifinu.Bergþór
Konráösson og Brynjólfur
Bjarnason rekstrarhag-
fræðingar sjá um þáttinn.
20.00 Kvöldvaka.a. Einsöngur.
Svala Nielsen syngur lög
eftir Skúla Halldórsson.
Höfundurinn leikur á pianó.
b. Máttur viöurkcnningar-
innar.Þórarinn Haraldsson i
Laufási segir sögu. c. Seint
fyrnast fornar ástir. Agúst
Vigfússon flytur frásögu-
þátt. d. Kvæöi cftir Guð-
mund Böövarsson. Bryndis
Sigurðardóttir les. e. ís-
lenskar þjóösagnir Halldór
Pétursson segir frá Þorleifi
Þórðarsyni. f. Um Isienska
þjóöhætti Arni Björnsson
cand. mag. flytur þáttinn. g.
Kórsöngur. Félagar i Tón-
listarfélagskórnum syngja
lög eftir Ölaf Þorgrimsson,
dr. Páll tsólfsson stjórnar.
21.30 Utvarpssagan: „Siöasta
freistingin” eftir Nikos
Kazantz.akis. Sigurður A.
Magnússon les þýðingu
Kristins Björnssonar (24).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an; „Sá svarti scnuþjófur”,
ævisaga liaralds Björns-
sonar.Höfundurinn, Njörður
P. Njarðvik, les (17).
22.40 Nútimatóniist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
# sjönvarp
18.00 Björninn Jógi.Bandarisk
teikmmyndasyrpa. Þýðandi
Jón Skaptason.
18.25 Robinson-f jölskyldan
breskur myndaflokkur
byggöur á sögu eftir Johann
Wyss. 13. þáttur. Björgunin
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.45 Gluggar. Breskur
fræðslumyndaflokkur.
GÖmul vopn. Sparneytiö
farartæki. Hvalvciöar.
Hundalif Þýðandi og þulur
Jón O. Edwald.
Hlé
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Nýjasta tækni og vlsindi.
Umsjónarmaöur örnólfur
Thorlacius.
21.05 Bilaleigan. Þýskur
myndaflokkur. Nýjasta
tiska.Þvðandi Briet Héðins-
dóttir.
21.30 i kjaliaranum. Janis
Carol syngur. Er-
lendur Svavarsson, Ingvar
Areliusson, Nikulás Ró-
bertsson, Ilúnar Georgsson
og Vignir Bergmann leika
undir. „
Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson.
21.50 Fjöliin blá. Bandarisk
mynd um Klettafjöll i Norö-
ur-Ameriku. Lýst er iands-
lagi og leiðum, náttúrufari
og náttúruauðæfum. Þýö-k
andi Jón Thor Haraldsson '
Þulur Ingi Karl Jóhannes-
son. Aður á dagskrá 16.
september 1972.
22.40 Dagskrárlok.
Myndir
r
Osvaldar
sýndar á
hverjum
degi
i sumar
Vilhjálmur Knudsen kvik-
myndagerðarmaður hefur opna
vinnustofu fööur sins, Ósvalds
heitins Knudsen, almenningi i
sumar. Svndar veröa enskar út-
gáfur kvikmyndanna: Surtur fer
sunnan, Heyriö vella á heiöum
hveri og .JEldur i Heimaey. Allar
hafa þessar kvikmyndir verið
sýndar viða um heim á undan-
förnum árum og hlotið fjölda
verðlauna.
Kvikmyndin Surtur fer
. sunnan lýsir aðalgosinu i Surtsey
á árunum 1963 til 1965.
Hún hlaut sérstakar viöur-
kenningará Edinborgarhátiðinni, -
á hátiðinni i Cork, i Leipzig og
henni var sérstaklega boðið á
kvikmyndahátíðina i London 1965
sem einni af bestu myndum árs-
ins. Hún hlaut gullverðlaunin 1
Tarento á Italiu og var valin
besta fræðslukvikmynd ársins á
kvikmyndaviku Evrópuráðsins.
Kvikmyndin Heyriö vella á
heiöum hveri lýsir hinni marg-
háttuðu nýtingu jaröhita á Is-
landi.
Hún var kjörin ein af tiu bestu
fræðslukvikmyndum ársins á
kvikmyndaviku Evrópuráösins
1%7 og hlaut sérstaka viöurkenn-
ingu I Tarento Italiu sama ár.
Kvikmyndin Eldur i Heimaey
var fullgerð haustið 1974 og sýnd
þá við mikla aösókn á Kjarvals-
stööum. Hún hefur siðan veriö
sýnd viða um heim.
A alþjóðlegri kvikmyndahátið i
Tarento ttaliu hlaut hún gullverð-
launin og Grand Prix verðlaunin I
Cracow i Póllandi.
Einnig var henni sérstaklega
boðið til sýningar á London Film
Festival, sem kölluö hefur verið
„hátið kvikmyndahátiðanna”,
þar sem einungis er sýnt úrval
bestu kvikmynda, sem komið
hafa fram á öðrum hátiöum. For-
ráöamennirnir töldu hana meðal \
bestu mynda ársins. \
\
I Brussel i Belgiu hlaut hún \
sérstök verðlaun belgiska
menntamálaröuneytisins sem
besta heimildarkvikmyndin á al
þjóðlegri kvikmyndaviku þar i
borg. I Teheran, Iran, i desember
siðastliðnum hlaut hún silfur-
verölaunin á 12. alþjóölegu
heimildarkvikmyndahátiðinni þar.
Ariö áður vann Ósvaldur til
gullverölauna þar með kvik-
myndina : Jörö úr ægi.
Texta allra kvikmyndanna
samdi dr. Siguröur Þórarinsson
og tónlist Magnús Blöndal Jó-
hannsson.
Kvikmyndina Eld i Heimaey
gerðu þeir saman feðgarnir Vil
hjálmur og Ósvaldur Knudsen.
Tónupptöku annaöist Lynn
Costello og tónsetningu Sigfús
Guðmundsson. Aðrir kvikmynda-
tökumenn en þeir feðgar voru:
Guðjón Ólafsson, Heiðar
Marteinsson, Sigurgeir Jónasson
og Sigurður Kr. Arnason.
Myndirnar verða sýndar með
ensku tali, sem fyrr segir, á
hverjum degi kl. 3 I kvikmynda-
vinnustofu Osvalds, i Hellusundi
6 a Reykjavik.
Miöasalan opnar kl. 2 og tekið
er á móti sætapöntunum i simum
13230 og 22539. Verö aðgöngumiða
erkr. 350 fyrirfullorðna og kr. 150
fyrir börn. Sýningin tekur röska
klukkustund.
Sýningar hófust laugardaginn
1. mai.