Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. mal 1976. ÞJöÐVILJINN — SIÐA 3
Það verður æ þrengra
umsardínurnar í dósinni
Hundruö þúsunda flýja
stórborgirnar — en halda áfram
aö vinna þar ...
Á hverjum degi blasir
sama mynd við í stór-
borgum hins iðnvædda
heims: Á morgnana
streyma hundruð þúsunda
manna til vinnu með lest,
strætisvagni eða á einkabíl
og á kvöldin halda þeir
aftur út í sveit eða svefn-
bæi þar sem þeir búa. Oft
Þessir daglegu þjóðflutningar
hafa i för meö sér firnamörg
persónuleg og félagsleg vanda-
mál, og það bendir fátt til þess að
þeim fækki eða aö úr þeim dragi.
Hér á eftir verður einkum tekið
mið af Vestur-Þýskalandi, enda
eru upplýsingar dtkar úr viku-
blaðinu Stern. Þar segir til dæmis
að á siöustu tiu árum hafi 300
þúsund manns flúið iðnaðar-
risann Hamborg. Þeir hafa sest
að i Holstein eða i nálægum
sveitum i Neðra-Saxlandi. En
þaðan aka 180 þúsund vinnandi
menn daglega til borgarinnar. Af
þeim 540 þúsundum sem starfa i
Frankfurt er um helmingurinn
búsettur utan við borgarmörkin.
Það er algengt að þeir þurfi að
fara hundrað kilómetra til að
komast i vinnu.
Tími, taugar,
peningar
Það kostar bæði tima, taugar
og peninga að búa i dreifbýli, en
vinna i borg. Tekið er dæmi af
embættismanni i trygginga-
kerfinu, sem eyði sem svarar um
ellefu þúsund krónum á mánuði i
fargjöld meðalmenningslestumaf
ýmsri tegund. Það má honum þó
vera nokkur fjárhagsleg huggun,
að hann getur dregið þessa
upphæð frá skatti sem „kostnað
vegna starfs” Ver mun þeim
vegna sem aka allt i eigin bil, þvi
að kostnaður sá sem opinberir
aðilar hafa reiknað út að fylgi
hverjum eknum kilómetra er ekki
virtur, nema að nokkru leyti i
skattaskýrslunum.
En fyrst og fremst verður
einkabilstjórinn að greiða fyrir
lifsmáta sinn með eigin heilsu.
Sálfróðir menn telja, að varla geti
hættulegra álag fyrir mannslik-
amann en að sitja undir stýri á
mesta umferöartima. Fáir eru
liklegri til að fá hjartaslag en þeir
langar leiöir. Þeir búa þar
sem húsaleiga eða lóöir eru
enn hvergi nærr eins dýr-
keyptar og í borgunum
sjálfum, og þar sem enn er
hægt að hafa all-rúmt um
sig, anda að sér fersku
lofti En þar er einnig fátt
um atvinnumöguleika og
tekjumöguleikar minni.
sem aka heim langan veg að
loknum vinnudegi.
Hvað sem hver
segir
Engu að siöur mun einkabil-
stjórinn „aldrei láta sér til hugar
koma” að fara I vinnuna með
almenningsfarartæki. Honum
finnst að hann sé „frjálsari” i
eigin bil, en „þarf ekki að hafa
hugann i sífellu við áætlanir
almenningsfarartækja” og hann
er „alltaf viss um að hann fái
sæti” i eigin vagni. Og þótt
bensinverð hækki og þrengsli
aukist á vegum og götum þá er
annarhver bill, sem skráður er i
landinu, notaður til að fara á
honum i vinnu.
Meðan á oliukreppunni stóð
reyndu borgaryfirvöld á nokkrum
stöðum að snúa þróuninni við,
meðal annars með þvi að gera
bilana brottræka úr sjálfri
miðborginni. Framkvæmdir urðu
allar mjög i skötuliki. Og ringul-
reiðin á götum borganna mun
halda áfram að vaxa, einkum á
þeim tima þegar menn eru á leið
úr og i vinnu. Þjóðverjar hafa
þegar reiknað það dæmi út. Það
er eitthvað á þessa leið:
1960 1972 1990
% % %
Ekið til vinnu i
almennings-
farartækjum 62 32 24
t einkabilum - 37 68 76
Borgarstjórnir og ráðuneyti
hafa að þvi er virðist hreinlega
gefist upp fyrir þessu verkefni.
Þau mæta reyndar þeim vita-
hring, að það þarf bæði fé og
viðskiptavini til að halda uppi
góðum almenningssamgöngum,
og þegar farþegum almennings-
farartækja fækkar verður út-
koman sú i samfélagi þar sem si-
fellt er spurt um hagnað og gróða,
aö þjónusta þeirra versnar — og
einkabillinn verður enn meiri
freisting en áður. Og þar við
bætist, að billinn er eftir langa
dýrkun orðinn mönnum það
fastur i huga, að það er jafnvel
vafasamt, að menn taki vel undir
það, að þeim sé boðið upp á meiri
biónustu almenningsfarartækia
fyrir minna verð eða jafnvel
ókeypis. Gerðar hafa verið til-
raunir með það á Italiu og Frakk-
landi að taka upp á vissum
stöðum ókeypis þjónustu
almenningsfarartækja, en það
hefur ekki haft áhrif á nema fáa
bilista. Liklega þyrfti annað og
meira að koma til.
Eitt er það öðru fremur sem
einkabilistar hafa sér til rétt-
lætingar. En þaö er blátt áfram
það, að á stórborgarsvæði eru það
ekki nema kannski fimmti hver
„sveitamaður” sem býr i sæmi-
legri nálægð við brautarstöðvar
þeirra hraðlesta, sem aka i
bæinn. Byggðin er of dreifð. Það
er ekki nema þar sem nokkuð þétt
byggðir „fingur” teygja sig út frá
stórborginni, að það tekst að
halda uppi allgóðum vinsældum
almenningsfarartækja.
Má ég bjóöa
þér far?
Á teiknistofun bila- og véla-
verksmiðja liggja hundruðum
saman tillögur um farkosti sem i
framtiöinni eiga að skila mönnum
til vinnu og annarra erinda ,,i
bæinn”. Litlir rafknúnir bilar
sem ýmist geta ekið einir sér eða
farið á spor, sjálfvirkar rúllu-
brautir og margt fleira sem ekki
verður talið upp hér. En þvi
miður er ekki að sjá að þær hug-
myndir sem enn eru þekktar
muni i náinni framtið leysa þann
vanda sem tengdur er „dingul-
umferð” fram og til baka, úr og i
vinnu.
Til eru nokkrir sem festa von,
þótt ekki sé hún sterk, við þá
reynslu sem sumstaðar fékkst
þegar oliukreppan skall á: menn
fóru i auknum mæli að aka hver
öðrum til vinnu. Tveir, þrir eða
fjórir sátu i einum bil. Tebbe
heitir umferðarsérfræðingur einn
i Bremen sem vill stofna svonefnd
FSB — Félög um skynsamlega
bilanotkun, og miðar að þvi, að
menn sem eiga samleið aki hver
öðrum. Sá sem vill skilja bil sinn
eftir heima, gengur sig út og
heldur á lofti merki sem gefur
með einföldum hætti til kynna
hvert hann er að fara. Og hann
stöðvar annan félagsmann, sem
hefur samskonar merki á fram-
rúðunni hjá sér.
í 1
-uJL.
Lestarstöö klukkan sjö að morgni.
Og þegar klukkan er orðin fimm...
Framkvæmdastjóri
Félagsstofnun stúdenta auglýsir lausa
stöðu framkvæmdastjóra stofnunarinnar
frá og með 1. sept. n.k.
Launakjör fara eftir eðli starfsins,
menntun og fyrri störfum umsækjenda.
Frekari upplýsingar um starfið veitir
framkvæmdastjóri stofnunarinnar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um launa-
kröfur, menntun og fyrri störf þurfa að
berast stofnuninni fyrir 30. mai n.k.
Félagsstofnun stúdenta,
Pósthólf 21,
simi 16482
FLUGLEIÐIR H.F.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Flugleiða h.f. verður haldinn
að Hótel Loftleiðum, i Reykjavik, Kristal-
sal, fimmtudginn 10. júni 1976 og hefst kl.
13:30.
DAGSKRÁ
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 10. grein
samþykkta félagsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum
félagsins samkvæmt 18. grein sam-
þykktanna.
3. önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent-
ir hluthöfum á aðalskrifstofu Flugleiða
h.f., Reykjavik frá og með 1. júni n.k.
Reykjavik, 7. mai 1976
Stjórnin