Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 9. mal 1976.
FYRSTI
LANGHUNDUR
FRÁ
Búdda mikill og ljótur og gengiö inn I hann aftan veröan.
Tiger Balm garöar; glæfraleg glysgirni
úr þvi fór aö koma los á bresk
yfirráð þar.
Arið 1959 fékk eyjan sjálfstjórn
i öllum innanlandsmálum og i
kosningum þá náði flokkurinn
Peoples ActionParty, PAP, undir
forystu Li Kúan Jú, 54% atkvæða
og 43 þingsætum af 51. Þessi
flokkur var þá talinn mjög
vinstrisinnaður, en hvað um
það, hann sveiaði kommúnisma
og gekk i alþjóðasamband sósial-
demókrata. Arið 1962 var sam-
þykkt að Singapore gerðist aðili
að sambandsrikinu Malasiu, en
árið 1965 skildust leiðir aftur og
hefur landið verið sjálfstætt lýð-
veldi. Siðan 1965 hefur PAP
reyndar haft öll þingsæti i
Singapore og stjórnarandstaðan
hefur sætt ýmsum kárinum: hér
höfum við semsagt enn eina þver-
stæðuna: Singapore er i reynd
sósialdemókratiskt (margir
mundu heldur segja tæknikrat
iskt) einsflokksriki. Hvaö um
það: þessi tiu ár sjálfstæðis hafa
verið efnahagslegir uppgangs-
timar: hagvöxtur einatt 13—15%
og 1974 voru þjóðartekjur um 2500
bandarikjadalir á mann, sem er
miklu meira en i flestum löndum
Asiu öðrum ( i Malasiu voru
þjóðartekjur þá 730 dalir i
Indónesiu 130). Við skulum svo
fjalla um það siðar, hvaöa verði
þetta hagvaxtarstökk er keypt.
Þjóöa kokkteill
tbúar eru 2,3 miljónir sem fyrr
segir, það eru tæplega 4000 ibúar
á ferkHómetra og gerast ekki
mörg svæði önnur þéttbýli. Þaö er
Buslaö í kynlegri blöndu
A gráum hretatima þegar öll
tildragelsi sýnast óralangt i
burtu, þá er ekki nema von að
taugakerfið taki rösklegan kipp
þegar stungið er upp á þvi að
skjótast alla leiðtil Singapore. En
þetta gerði SAS frændi i tilefni
þess að hann var að taka i notkun
þotu af DC-10 gerð á leiðinni frá
Höfn þangað. Maður verður blátt
áfram feginn og hugsar eins og
litil stelpa, sem ók i vörukerru i
Glæsibæ og kallaði, sannlega fri
við pólitiska gagnrýni: Silli og
Valdi erugóöir! Herra minn sæll
og trúr: i svoddan tilviki er full-
trúi SAS á íslandi ekki neinn
hversdagslegur auglýsinga-
meistari, hann er dularfullur leið-
sögumaður, lamaklerkur, sem
ætlar að ræna þér og senda upp i
einhvern Shangri-La úr gömlum
rómantiskum reyfara (eitt helsta
hótel i Singapore ber reyndar
nafn þessasæludalslifsflóttans úr
skáldsögu James Hiltons).
Úr lofti
Og maður freistast til að setja
saman gamaldags ferðasögu með
öllum persónulegum smá-
atriðum, eins og tiðkaðist i blað-
inu Faxa i Keflavik hér á árunum
ef einhver fór lengra en til Hafn-
ar. 1 stilnum: og svo kom flug-
freyja fram og mér fannst hún
endilega geta veriö islensk. Og ég
tók hana tali og hún sagði... Þó er
rétt að vara sig á þessu. Jafnvel
þó að tólf stunda flug i samfeliu
alla leiö til Suðaustur-Asiu séu
mikil reynsla, a.m.k. i fyrsta
sinn. Ekki vegna þess að boöið er
upp á sex rása músikprógram eða
biómynd, heldur vegna þess að
það er mikil sjón að sjá Asiu
Anskoti sem Tyrkland er til-
komumikið land úr lofti, einkum
norðausturhlutinn með grimmum
fjöllum, hvitum snjó,
einangruðum þorpum i grábrún-
um dölum og allt i einu blasir viö
grænblátt Vanvatnið: hér bjuggu
þeir greindu menn armenar áður
en þeir voru drepnir.
Og Indland er iskyggileg sjón
úr lofti, endalaust og sprungið af
þorsta, alsett örsmáum
tituprjónshausum mannabyggða.
Frá þessu sjónóu’horni dofnar
eitthvað andúðin á Indiru Gandhi,
sem hefur fangelsað margan
góðan dreng. Ætlar hún lika að
setja i tukthús þá sem ekki nema
staðar við þrjú böm? Það var
eitthvað um það i blöðunum.og ef
þetta er rétt þá er það, hvað sem
öðru liður, upphaf mikilla tfðinda
i þessari mannmörgu og
hungruðu álfu.
Þrengsli
og þverstæður
En hvernig skyldi vera
ástandið hjá þeim i Singapore,
þar sem 2,3 miljónir manna hafa
þyrpst saman fyrir sakir umsvifa
breska heimsveldisins á aðeins
580 ferkilómetra eyju?
En þaö var varla mikið annaö
sem maður vissi um þetta eyriki
áöur en viö Friða Björnsdóttir frá
Timanum lögðum upp þangaö.
Ekki man ég lengur hvað Phileas
Fogg útréttaöi þar i Attatiu dög-
um umhverfis jörðina. En það
var sagt aö japanir hefðu tekiö
þessa mikilvægu stöð i striðinu
vegna þess aö fallbyssurnar
sneru til sjávar og enginn bjóst
viö þeim frá meginlandinu, yfir
■w I N
Stamford Kaffles kom hér 1819 og
sá að vel bar i veiði. Stytta hans
cr þar scm hann steig á land.
hið mjóa sund sem aðskilur
Singaporeeyju frá Malasiu.
Og þar meö ertu, löngu áður en
sálin hefur náð þér, að sofna á
einu af þeim lúxushótelum sem
risið hafa i Singapore á siðustu
árum. Háhýsin kubba sundur
lágar linur kinversku hverfanna
meðan sólin sest. Söngl út um op-
inn glugga á þrisettum kinversk-
um gagnfræðaskóla blandast
saman við klukknahljóm og
bumbuslátt frá indverska
musterinufyrirneðan hæðina. Og
svo heyrist alit i einu mikil skot-
hrið. Það eru ekki gangsterar i
ópiumhasar sem þar plaffa af
miklum móð. Skothriðin berst úr
þjóðleikhúsinu: þar eru amerik-
anar að sýna söngleik um Buffalo
Bill. You are my sunshine seytlar
út i kyrrðina.
Fróöleiksmolar
En áður en lengra er haldið i að
telja upp furður og þverstæður
Singapore er rétt að tina saman
nokkra nauðsynlega fróðleiks-
mola.
Singapura er sanskritarsam-
setning og þýðir Ljónsborg. Hér á
eynni voru áður venjuleg fiski-
þorp malaja. En árið 1819 kom
Stamford Raffles frá Breska
Austurindiafélaginu auga á
mikilvæga legu þessa staðar og
lagði þar grundvöll að borg. Vöxt-
ur borgarinnar hefur verið ör á
okkar öld: þarna var þýðingar-
mikil bresk herstöð, mikil höfn,
miðstöö útflutnings á mikilvægu
tini og gúmi frá Malakkaskaga
(nú Vestur-Malasiu). A striös-
árunum var eyjan hernumin af
japönum sem fyrr segir, og upp
ekki nema von að Breiöholtin hér
teygi fingur ansi hátt upp i loftið
og að takmörkun barneigna sé
vigorð dagsins. 76% ibúanna eru
kinverjar, 15% malajar, 7% ind-
verjar og afgangurinn eru
evrópskrar ættar. En ráðamenn i
Singapore gera sér bersýnilega
far um að láta lita svo út sem þeir
séu alls ekki „þriðja Kina” (á
eftir Alþýðuveldinu og Tævan),
heldur sé Singapore margþjóða-
riki. Af kurteisi við nágrannana
er látið sem malajamál sé þjóð-
tunga, en i reynd er einhverskon-
ar enska samgöngumál ibúa.
Þessi þjóðahristingur er reyndar
mikili lykill að pólitik i Singapore
og verður nánar vikið að þvi
siðar. En sem litið dæmi um hann
skal nefnt að á þessu ári (ári
drekans að kinverskum sið) eru
tiu almennir fridagar tengdir
kristnum dómi, kinverska nýja
árinu, buddasið, hindúisima og
múðhameðstrú.
Þríhjól
og krókódílar
En af þvi sem sagt hefur verið
er ljóst, að lengi má upp telja
þverstæður ólikustu ættar. Singa-
porehöfn en hin fjórða stærsta i
heimi og þar eru velbúnar
bryggjur til afgreiðslu á gámu-
skipum stórum — en við mynni
Singaporearinnar þar sem
Raffles steig á land er enn verið
að skipa upp úr flatbotna kin-
verskum prömmum með fornleg-
um aðferðum. Beinaberir karlar
á yfirbyggðum þrihjólum (af-
komendum riksjunnar sem dreg-
in var um götur allra austur-
landasagna áður fyrr) keppa enn
við ökufanta þá sem stýra leigu-
EFTIR ARNA BERGMANN
Uppskipunarbátar við mynni Singaporeárinnar. Hér steig agent á land 1819...
bilum japanskrar ættar — en
hvorir tveggja eiga þaö til að
bjóöa ferðalangi upp á „nice
girl”. Þú gengur fram hjá loft-
kældum veitingastaö á hóteli
þinu, þar sem boðið er upp á
franska steik og vinarvalsa, og
við nasta horn standa sveittir
kinverskir eða malajakokkar og
brasa smokkfisk eða satay. A
austurhluta eyjarinnar gefur að
lita krókódilabú, þarliggja þessir
forljótu andskotar þröngt i þróm
niðri þar til þeir eru flegnir
(sumir segja lifandi) og skinni
þeirra breytt i dýra tiskuvöru. En
atvinnurekstur af þessari tegund
heldur undan fyrir firnamiklum
oliuiðnaði sem ris á eyjunum
fyrirsunnan borgina,eða þá á þvi
landi sem búið er til við
strendurnar úr rusli sem til fellur
og uppgreftri úr húsagrunnum.
Kínverskir gyöingar
Við Rae Course Road má sjá i
einu musteri firnastóran Búdda,
sem nær upp í rjáfur, og má
ganga inn i hann aftanverðan sér
til upplyftingar. Niðri i bæ risa
virðulegar enskar kirkjur og hafa
hljótt um sig. Mestur hávaði er
frá musterunum indversku,
þegar liður að sólsetri er þar
barið i bumbur og bjöllum hringt
meðan stórlega friðir menn og
hörkulegir fara með heilagan eld
og liklegt að viöstaddir kasti sér
á grúfu þegar mest er barið: Þá
sigur þrihyrningur logandi niður
frammi fyrir mynd guðsins. Til
aðsem flestu væritil skila haldið I
þessari trúarbragðafjölbreytni
brá ég mér i samkunduhúsið á
föstudagskvöldi það var mikil
freisting að sjáikinverska gyðinga
róa fram í gráöið og ákalla guð
ísraels á hebresku: adonai elo-
henu, adonai ekhod. Þar var mér
ágæta vel tekiö, enda munaði
minnstu að það væri ég sem fyllti
rétta tölu i „minjan” til guðsþjón-
ustu. Einn hálfkmverskur gyð-
ingur náði i bænabók fyrir mig og
sýndi mér hvar þeir voru staddir
og var ekki vitund hissa á þvi að
kominn var maður frá Islandi.
Hinsvegar tók hann eftir þvi, að
eitthvað var kunnáttu minni i
bænalestri ábótavant, ég sé, sagði
hann, aö þú kannt ekki mikið.
Ekki frekar en ég, ég er nú ekki
vel sterkur heldur. En þú ættir að
tala við rabbiann okkar, hann er
ansi fróður...
Gerfiperlur
Það sem er skemmtilegt við
„menningarlegt andrúmsloft”
slikrar borgar, það er sjálf bland-
an, blanda trúarbragða, tungu-
mála, þjóða, menningarstrauma.
Indverskur musterisdans og reyk-
háfar stóriðjunnar i baksýn
En fyrirbærin hvert um sig eru
einskonar undanrenna, eftir-
likingar, glerperlur. Þarna eru
klúbbar ýmiskonar sem að inn-
réttingu og viðfangsefnum eru
stælingar á breskum hliðstæðum.
Musterin og garðarnir eru
stælingar á þvi sem gert var i
Madras eöa Kanton. o'g gripir i
fffflll
M ' WXM L f
Kinversk gata I Singapore
Sunnudagur 9. mai Í976. • ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11
Þegar byggt er þá er byggt hátt
þeim bera þvi vott, að smekkur
og sannfæring hafi þynnst og
ruglasUá leiðinni. Eitthvað svipaö
má segja um stutta blöndu af
dönsum kinverja og malaja og
indverja sem túrhestum er boðið
upp á og heitir réttilega „Instant
Culture Show.” En spaugilegasta
dæmið um glannalega glysgirni
með þjóðlegu yfirbragði eru svo-
nefndir Tiger Balm garðar.
Tveir kínverskir bræður frá
Birma urðu rikir á smyrslum sem
kölluðust Tigrabalsam og voru
allra meina bót. Þeir gáfu Singa-
pore „garða”, sem áttu öörum
þræði að auglýsa krem þetta.
Standa i görðunum drellar háir
bræðrum þessum til heiðurs og
eru á myndir af þeim. En
garðarnir eru furðulegasta sam-
safn af sterkmáluðum stand-
myndum af froskum stórum og
drekum og öpum og vitringum og
margskonar figurum úr kin-
verskum sögum. Efst i görðunum
eru figúruhópar sem segja
siöferðilega uppbyggilega dæmi-
sögu: um tvo skólabræður.og var
annar duglegur og hinn hyskinn,
um það hvernig fór fyrir iðju-
lausu börnunum rika fólksins og
þar fram eftir götum.
Við Clemenceauveg ris sér-
kennileg bygging þjóðleikhússins,
en heimamenn virtust ekki hafa
neitt við það aö gera sjálfir: þar
sungu ameriskir gestir You are
my sunshine og von var á Shake-
speare frá Englandi, Kaupmánn-
inum i Feneyjum. Kvikmynda-
húsin voru ekki sérlega freistandi,
i þeim fór mest fyrir kynlausum
en blóðþyrstum myndum úr
draumaverksmiðjunni i Hong-
kong, sem prjónar endalaust upp
gamlan kinverskan sagnasokk.
Glæpir og refsing
Þeir i Singapore hafa staðið i
þvi að kveða niður ránskap á göt-
um, skipulagt vændi, eiturlyfja-
brask Fylgir þessu starfi sið-
ferðilegur harðlifssvipur, harðar
refsingar og lögregludýrkun.
Fangelsi mikið á austurhluta
eyjarinnar er eitt af þvi sem
túristum er sýnt og fylgja út-
skýringar á þvi, að það sé notað
til að endurbæta unga gangstera
með vinnu. Fái þeir t.d. tveggja
ára dóm með ströngum vinnuaga,
siðan er þeim sleppt heim með
þvi fororði, að þeir verði að halda
sig innandyra eftir að dimmir
næstu tvö árin — ef þeir hins-
vegar eru gripnir úti við að kvöld-
lagi eru þeir án alla miskunn sett-
ir inn aftur, ég held i þr jú ár. Það
er allt að 500 dollara sekt við þvi
að kasta rusli á götur — og það
verður aö segja aö Singapore er
mjög hrein borg, miklu hreinni en
margar evrópskar höfuðborgir.
Dauðarefsingar eru við lýði og
það var allalgengt að blaöið Strait
Times skýrði frá dómum þar sem
menn fengu 3—7 ára fangelsi fyrir
rán og voru þar aö auki barðir
með einhverskonar niu rófna
ketti. Þvi var haldið fram, aö
Singapore væri orðin hættulitil
borg að ganga um og feröamenn
veru bersýnilega hvergi smeykir.
En glæpir voru áberandi hluti af
tali manna og blaða: skartgripa-
innbroti villur,hótun glæpaflokks
um að kveikja i tilteknum kvik-
myndahúsum ef hann fengi ekki
200 þúsund dollara (singapore-
dalur er um 75 krónur) Mál mála
var þaö, að breskur kæliskápa-
maður hafði játað á banabeði að
hafa höggvið konu sina seylonska
i spaö i herbergi 1417 á Hilton-
hóteli fyrir nokkrum árum.
Geymthana siðan heima hjá sér I
píasti og sementi. Engan haföi
grunað neitt. Og kinverjar sem
eru sagðir firnalega áhugasamir
um veðmál oghappdrætti, spurðu
svo mikiö eftir herbergisnúmer-
inu 1417 að ég held það hafi verið
búið að banna númer þetta á
skeiövellinum.
Ekkert klám hér,
en . . .
Yfirvöldin eru á móti siðu hári
og „klámi” — og þar með eru
engar myndir af berum stelpum i
blöðum og timaritum sem seld
eru á staðnum. En þeir klóku
tæknikratar sem stjórna borginni
hafa haldið opnum einum
öryggisventli syndarinnar. Hann
heitir Búkistreet. Þar mynda
götur tvær T og er þar hægt að
drekka til morguns bjór eða viski
(en næturklúbbar hætta kl. 3). Og
um þessa götu strunsa ekki
vændiskonur, heldur strákar meö
hormónarass og frauðbjóst, mjög
málaðir og taka sig vel út. Og
túristarnir koma upp úr miðnætti
og horfa á þessa skrýtnu fugla
sem eru orðnir löghelgaður part-
ur af ferðamannastrauminum.
Og veit ég nú ekki lengur hvort er
merkilegra, að horfa á svip-
brigðin á gestunum eða á þessa
skrautlegu heimamenn, sem
kallast Billy boys.
Hvaö skyldi Maó formaöur
hugsa um að tarna? hugsaði ég.
(1 næstu grein sem birtist á
miðvikudag verður sagt frá vel-
megun i Singapore og hverju
veröi hún hefur veriö keypt)