Þjóðviljinn - 09.05.1976, Page 5

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Page 5
Sunnudagur 9. mai 1976. ÞJÓÐVII.JINN — SÍÐA 5 Sonnenfeldt-kenningin svonefnda: Mitt er mitt, og þitt er þitt Allir vita, að hin austur- evrópsku aðildarríki Var- siárbandalaqsins lúta póli- tískri og hernaðarlegri for- ystu Sovétríkjanna, og þá líka af forystuhlutverki Bandaríkjanna í Nató. Það er jafn sjálfsagður hlutur að viðurkenna að pólitískar sviptingar og vígbúnaðar- kapphlaup milli þessara tveggja blakka hafa ráðið sögu Evrópu eftir stríð. Þanmg veröa þeir æ i'leiri sem rekja upphaf og framvindu kalda striðsins til þess, að Bandarikin töldu, að Sovétrikin hefðu fengið of riflega sneið af Evrópu I sinn hluta eftir strið, og hefðu viljað nota yfirburði Vesturvelda i kjarnorkuvigbúnaði til að „vinda upp á” kommúnismann i álfunni austanverðri. Jafnteflisstaða En nú er nokkuð siðan einskon- ar hernaðarlegt jafnvægi komst á milli blakkanna, ekki síst vegna þess að báðir aðilar ráða yfir atómvopnum sem duga til að leggja álfuna alla i rúst marg- sinnis, gott ef ekki heiminn allan. En þá vaknar sú spurning, hvaða pólitisk áhrif slik hernaðarleg jafnteflisstaða hefur þegar til lengdar lætur. Og svörin geta orðið einkennileg, ekki sist þeim sem vel muna vigorð kalda striðsins. Menn hafa til þessa vanist þeirri hugmynd, að Sovétrikin teldu það sér mjög i hag, ef að los kemst á einhverja aðila innan Nato. Sömuleiðis fagni Bandarik- in þvi, ef að tilhneigingar til auk- ins sjálfræðis eða „öðruvisi sósialisma” komi Sovétrikjunum i pólitiska úlfakreppu um austan- verða álfuna. Og vafalaust munu þessi stórveldi enn fagna slikum erfiðleikum hjá andstæðingnum — en vel á minnst, ekki nema að vissu marki.Mjög margir frétta- skýrendur sameinast um þá skoðun, að bandariskir og sov- éskir geti að þvi leyti verið sam- mála, að þeir vilji ekki að einhver pólitisk sérviska meðal skjól- stæðinga þeirra trufli þeirra eigið tafl, taki af þeim frumkvæði. Af þessum sökum geti þessi geróliku stórveldi orðið samferða i þvi, að viðleitni til að „fara eigin leiðir” — hvort sem væri i Frakklandi eða Póllandi — megi ekki „ganga og langt.” Kommúnistar V-Evrópu Við höfum nú um hrið heyrt margendurteknar yfirlýsingar Kissingers utanrikisráðherra og annarra bandariskra forystu- manna, um að þeir geti alls ekki sætt sig við að kommúnistar fái aðild að rikisstjórnum ítaliu eða Frakkiands. Vegna þess að þar með verði stofnað til keðjuverk- ana sem dragi mátt úr Nató og raski valdajafnvæginu. Þessu fylgja svo vangaveltur, sem margir eiga erfitt með að trúa, um að Sovétrikin kæri sig kannski ekki alltof mikið um slikar vinstristjórnir i Vestur-Evrópu heldur. Vegna þess að þær kynnu m.a. að valda pólitiskri ókyrrð i Austur-Evrópu, skapa þar freistingar þeim sem vilja breyta til og þá draga nokkuð úr hinu sovéska forræði. Að sjálfsögðu er erfitt að færa sönnur á þetta sem nú var nefnt meðal annars vegna þess að sovétmenn munu aldrei reifa slika hluti opinberlega. Hitt er svo ljóst, að eftir þvi sem likur aukast á þvi að franskir eða italskir kommúnistar setjist i ráðherrastóla, þeim mun stirðari gerist sambúð þeirra við ráða- menn i Moskvu. Austur-Evrópa Kappræðan um aðild kommún- ista að rikisstjórnum Vestur- Evrópu blandast mjög saman við ástand i alþýðuveldum Austur- Evrópu, eins og þegar hefur verið minnst á. Að sjálfsögðu eru sovétmenn mjög andvigir öllum þeim hræringum i þessum lönd- um sem þeir telja vera andstætt eigin fyrirmyndum og hagsmun- um. Og nú siðast hefur það komið aligreinilega fram, að bandarisk stjórnvöld sýna hinum soyésku hagsmunum i austurhluta Evrópu a.m.k. góðan skilning. Hér er um að ræða svonefnda Sonnenfeldt-kenningu. Sú er saga þess máls, að i desember var haldinn fundur bandariskra sendiherra i Vestur- og Austur-Evrópu. Fórhann fram i London. Kissinger flutti enn eina skýrslu um nauðsyn þess að vinna gegn áhrifum vesturevrópskra kommúnista. Siðan tók til máls einn helsti aðstoðarmaður banda- riska utanrikisráðherrans, Helmut Sonnenfeldt, og talaði mest um málefni Austur-Evrópu. „Lífræntsamband” Samkvæmt frásögnum sem lekið hafa út um þennan fund sagði Sonnenfeldt sem svo: Var- sjárbandalagið hangir saman, ekki á sameiginlegum hagsmun- um aðila.heldur á hervaldi Sovét- rikjanna. Þvi geti það alltaf komið upp, að eitthvert aðildar- riki reyni að losa sig úr þeirri spennitreyju. Hann taldi að þessi þvingaða sambúð Sovétrikjanna og Austur-Evrópu gæti falið i sér jafnvel enn meiri hættu en átök austurs og vesturs. Þvi gæti það verið Bandarikjunum i hag, ekki að ýta undir slikar sjálfræðistil- hneigingar i Austur-Evrópu heldur að hjálpa til við að koma á þvi sem hann kallaði með mjög óljósu orðalagi „lifrænu” sam- bandi Sovétrikjanna við Austur- Evrópu. Hugsanagangur þessi er eitt- hvað á þessa leið: Sovétrikin eru orðin hernaðarlegt risaveldi á þeim tima, þegar efnahagslegir og aðrir pólitiskir örðugleikar Vesturlanda gætu orðið enn al- varlegri ef að kommúnistar næðu fótfestu i stjórn einhvers Nató- lands. Þessi þróun fer saman við vaxandi efasemdir innan kommúnistahreyfingarinnar, einnig i sumum Austur-Evrópu- löndum.um áhrifavalda og forystu Sovétrikjanpa. Blanda þessara áhrifavalda gæti leitt til varnar- viðbragða af hálfu Moskvu, sem Vesturlönd gætu haft litil áhrif á. Þessi viðbrögð gætu stigmagnast allt til þess að styrjöld brytist út. Tekið var dæmi af Júgóslaviu, en þar gæti hættuástand skapast ef Tito félli frá. í framhaldi af þessari skil- greiningu hafa bandarisk stjórn- völd svo ákveðið að gera allt sem hægt er til að hindra myndun vinstristjórna i Vestur-Evrópu og vara Moskvu sem mest við þvi að reyna að notfæra sér veikleika Vesturvelda um þessar .mundir til að bæta stöðu sina i Evrópu. í staðinn eiga Vesturveldin svo ekki aö gera neitt til að örva kommúnistaflokka Austur: Evrópu til aukins sjálfsforræðis. Hjálpar Kissinger Moskvu? Þannig litur Sonnenfeldt- kenningin út eins og hún hefur að undanförnu verið rakin i Herald Tribune, Guardian og viðar. Að sjálfsögðu hafa þessar upplýsing ar valdið mikiu fjaðrafoki, ekki sist vegna þess að þær blandast inn i kosningabaráttu þá sem háð er i Bandarikjunum. Þar hafa „haukar” (eins og Reagan.Jack- son og fleiri) tekið þessar fregnir sem sönnun á að Ford og Kissing- er vilji lýsa blessun yfir áhrifa- svæði sovéskra i Evrópu, og jafn- vel séu þeir að gefa þeim grænt ljós með að þeir megi i friði efla tök sin á Austur-Evrópurikjum. Ford og Kissinger hafa svarað á þá leið, að fréttaskýrendur hafi freistast til að oftúlka frásagnir af ummælum Sonnenfeldts, og i raun sé ekki um neitt nýtt að ræða. Muni Bandarikin aldrei viðurkenna einhvern sérstakan rétt sovéskra i Austur-Evrópu, enda þótt raunsæi bjóði, að tekið sé mark á þeim raunverulegu áhorfum sem þau þar hafa. Forlagatrú Eins og oft áður er margt óljóst og loðið i orðaskaki um meginlin- ur þærsem stórveldi fylgja i sam- búð sinni hvort við annað og við skjólstæðinga sina. Margt af þvi sem fer á milli i yfirlýsingum og getgátum verður ekki prófað fyrr en einhver ný og flókin staða kemur upp; margir benda ein- mitt á það, að dauði Titos og sovésk viðleitni til að breyta júgóslavneskum stjórnmálum sér i hag yrði prófraun mikil á allt það sem kallað hefur verið frið- samleg sambúð. Svo mikið er vist, að mái eins og Sonnenfeldt- ræðan bregður skarpri birtu á vanda allra þeirra sem ekki vilja sætta sig við það með örlagatrúarundirgefni, að skipt- ing Evrópu i tvær blakkir hafi fyrir fullt og allt skapað þjóðum álfunnar örlög, sem þær sjálfar fá siðan litlu sem engu ráðið um. A.B. (Þessi grein var saman tekin fyrir um það bil hálfum mánuði, en mistök urðu til þess að hún birtist ekki fyrr en nú. Þótt að ýmislegur fróðleikur um þessa hluti hafi komið fram siðar — sbr. samantekt Þ.H. hér i blaðinu þann 27. april — er ekki að sjá að hann haggi neinu sem máli skipt- ir i þeim vangaveltum sem að of an eru raktar. Til viðbótar má geta þess að i helstu dagblöðum Rúmeniu og Júgóslaviu, þeirra rikja i Austur-Evrópu, sem hvort með sinum hætti hafa lagt mesta aherslu á rétt til að fara eigin leiðir, hafa þau viðhorf sem Sonnenfeldt og svo Kissinger hafa reifað i misjafnlega hreinskilnu formi vakið mikla reiði. Fyrir nokkrum dögum var Ceausescu Rúmeniuforseti að árétta þessa reiði i ræðu þar sem hann stóð mjög fast á þvi að „þjóðlegt sjálfstæði og sjálfsákvörðunar- réttur” væri forsenda allrar al- þjóðahyggju. Hann vék að þeim sem öðruvisi hugsa og var þá svo klókur að bregða fyrir sig tilvitn- un i Lenin: „Það er ekki hægt að ásaka neinn fyrir að hann er fæddur i þrældómi, en þræll sem ekki berst fyrir frelsi sinu og reynir jafnvel að réttlæta okið sem á hann er lagt, hann er höfðingjasleikja, sem vekur mönnum réttmæta andstyggð, reiði og fyrirlitningu”) Sannenfeldt les Prövdu; hvað er átt við með „lifrænu sambandi”?. Finland Norway _ Balgium /Vr .uxembourg Switzerland Auatria; Portugal Ylugoalaviév EUROPE’S BLOCS lcaiand Black Sea Turkey Mediterranean Sea SNEUTRAL ■pro-china Cyprua □ NATO ■ WARSAW PACT Blakkir Evrópu: Nató er hvitt.en Varsjárbandaiagið svart, þeir hlut- lausu eru gráir.og röndóttir eru aibanir, hallir undir Kina. ■Brésjnéf og Ceausecuj forsetinn reiddist Yantar yður starfsfólk? Höfum vinnufúst fólk vant marg- vislegustu störfum. Atvinnumiðlun stúdenta, simi 15959

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.