Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 17
, Sunnudagur 9. maí 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Sköpun vatnanna flóða'lda — Hann heldur ekki að sér höndunum! — Heyrðu, það er kvistur á sjávarborðinu! — Gerir ekkert til, nóttin heflar hann burt. STROMBOLI — Héitt og salt fótabað... til aö draga úr höfuð- verknum SITT AF HVERJU TAGI Múmíur til lækninga Bandariski fornleifafræðing- urinn Brian Fagan heldur þvi fram, að nú væri miklu meira til af egypskum múmium ef þær hefðu ekki langt fram á miðaldir verið hafðar i allskonar lyf, sem menn voru að reyna að sulla saman. Fornleifafræðingurinn heldur þvi fram, að enn i dag megi kaupa ekta múmiukjöt i ýmsum versl- unum i New York, og kosti það allt að 600 þúsund krónum únsan. Kaupendurnir eru úr hópi þeirra manna sem trúa á svarta-galdur en þeir eru furðu margir enn þann dag i dag. Sérkennileg ástamál Dick Harris heitir tjalli nokkur, sem var yfir sig ástfanginn af stúlku sem Penny Lesson heitir: nema hvað Dick karlinn lét ást sina i ljós með mjög fyrirgangs- miklum hætti. Fyrst tæmdi hann bjórkollu yfir hausinn á hinni heittelskuðu. Þessu næst elti hann hana á bil sinum og keyrði reyndar á bil hennar. t ofanálag skaut hann svo á 6"il élskunnar úr haglabyssu. Fyrir þessi umsvif var Dick Harris dæmdur i tukthús og sekt. En Penny Leeson var svo snortin af þessu ástaræði, að hún hefur ákveðið að giftast Dick. Svona er pósturinn Þegar tollþjónninn Marcel Rol- land kom heim til sin i Rue Fortune i Marseille tók kona hans á móti honum með mikilli skammahrinu. Þegar hún hafði skammast nægju sina henti hún póstkorti i haustinn á manni sin- um elskulegum. Póstkort þetta var frá einhverri Yvonne og fullt með hlýleg ástarorð. Þegar Marcel Rolland hafði skoðað póstkortið betur sá hann að það hafði lagt af stað til hans fyrir réttum 28 árum. Og það var reyndar frá eiginkonu Hans sem hann þá var trúlofaður. Eitt heimsmetið enn Nýlega fór fram i borginni Gundaroo i Ástraliu suðurhvels- meistaramót i sniglahlaupi. Snigill með númerinu 806 varð hlutskarpastur; hann skreið 182 sm ianga braut á nákvæmlega nitján minútum. Hjónaskilnuöum fjölgar stööugt í Bandaríkjunum I fyrra komst tala hjóna- skilnaða i fyrsta sinn upp fyrir eina miijón i Bandarikjunum samkvæmt upplvsingum frá manntalsyfirvöldum. Aukningin er meira en tvöföld frá árinu 1965 þegar 479 þúsund skildu. Hjónaskilnuðum fór fyrst að fjölga verulega i Bandarikjunum árið 1962, og 1973 var hlutfallið orðið 4,4 á hverja þúsund ibúa. Var þá farið fram ur metinu frá 1946 sem var 4,3 á þúsund. Samtimis þessari fjölgun hjónaskilnaða, fækkar hjóna- vigslum. Talið er að miðað við tölur siðastliðins árs endi þriðj- ungur hjónabanda með skilnaði þar vestra. Til samanburðar má gefa þess að hér á landi eru aðeins 1,5 hjónaskilnaðir á ári á þúsund ibúa, og aðeins um fimmtúngi hjónabanda lýkur með skilnaði. Myndaleiðarvisir Shell reynist oft nytsamlegur til að menn geti að minnsta kosti ávarpað helstu dýrin. (úr Ferðahandbók um Austur-Afriku) ADOLF J. PETERSEN: VISNAMÁL Hýrnar geð við hörpuklið Sumarið er komið og kald rana vetur liðinn. Vetrarveðrin hafa oft orðið mönnum yrkis- efni.Þorsteinn Jóhannsson bóndi á Svinafelli i öræfum kv.eður þau: Húmið þokast nær og nær nepjur doka i blænum, augum lokar lindin tær, „loftur” mokar snænum. En hann finnur vorið nálgast: Hýrnar geð við hörpuklið hörfar kaldur vetur. Sjálfur breðinn viknar við, vatni ei haldið getur. A dögum Einars Andréssonar i Bólu hafa krapahriðarnar gnauðað um byggðir, en orðið undan að láta þegar voraði: Hörð þótt smiði höldum gjöld, harma striði sægur, öll um siöir kvöida köld krapahriðardægur. Það hefur verið vorið sem guðaði á gluggann hjá Guð- mundi Gunnarssyni á Tindum i Saurbæ: Bráðum garpa burt er þraut, blóm i varpa glitrar. Vetur snarpur vikur braut, vorsins harpa titrar. Vorið og sumarið hefur magnandiáhrif á sveitasæluna i hugum manna, þvi um alda- mótin kveður Emil Petersen þá á Akureyri svo: Þó að viða vindahljóð vilji lýði þreyta, oft er bliðan undur góð inn um hliöar sveita. Straumvötnin vekja jafnan á sérathygli, en lækirnir gera það lika; það kvað Baldvin Hall- dórsson skáldi: Straumur reynir sterkan mátt, stiflum einatt ryður. Lækur hreini kvakar kátt kaldan steininn viður. A erlendri grund hugsar margur islendingurinn heim, og það gerði Jón Þórðarson frá Borgarholti er hann kvað þessa visu: Næturdjúpsins litla Ijós, iáttu geisla þina bláum fjöllum, brekkurós bera kveðju mina. Landinu sinu lýsir Höskuldur Einarsson svo: Landið mitt er lítið breytt, lit ég upp til fjalla. Ég kannast við það kalt og heitt, kosti þess og galla. Kostir landsins eru auð- fundnir. Arnleif Lýðsdóttir er var húsfreyja á Eiriksbakka i Biskupstungum, varð þeirra að- njótandi þá er hún var eittsinn á ferð og hreifst af fegurð náttúrunnar ogkvað til hennar: Lofgjörð hátt frá allri átt, æðstum máttarbrunni, heyri dátt um hörpuslátt hljóm frá náttúrunni. Yfir byggð og bárulög bjartar lýsa glóðir. Efld þin titra æðaslög, elds og jökla móðir. Sumars andar suðri frá sælu blandinn máttur. Nærir land og loftin blá lifsins andardráttur. Hviidin vart mér verður strið vafin skar.ti þinu. Attu.bjarta birkihlið, bros frá hjarta minu. Gyllir sundin geisladis. Grös i lundum anga. Hérna blund ég blíðan kýs, blóm hef undir vanga. Björg Sveinsdóttir fyrr hús- freyja i KQakoti i Kelduhverfi, var alsystir Guðnýjar móður Kristján Jónssonar Fjalla skálds. Hún átti bleikan hest, gæðagrip sem þjónaði henni vel um langan aldur, en svo kom aðþvi að hann varð að falla; þá kvað Björg eftirmæli: Eins og reykur fjúki um fold, fjör á leikur þræði, húðar-bleikur hné að mold haltur og veikur bæði. Aldrei hnotið hófamar hafði á snotru skeiði, en sem þrotin ævin var i hel skotinn deyði Ellin liallar öllum leik, ættum varla að státa, hún mun alla eins og Bleik eitt sinn falla láta. Helju frá sem alla á engin náir snúa; en ég fái hann aftur að sjá ekki má ég trúa. Endurminningarnar geta gefið góðan arð, eða svo finnst Bjarna M. Gislasyni, og kveöur þannig: Þó löngum bæri lítinn arð leit að fögrum vonum, á ég fagran aldingarð I endurminningonum. Ellin horfir oft á það æskan framhjá sneiðir, hlynnir þvi af alúð að sem enginn veginn greiðir. Það var ekki háttur alþýðu- skáldanna að sækjast eftir launum úr rikissjóði fyrir hug- verk sin; um skáldalaunin kvað Emil Petersen fyrr á Akureyri: Auraleysi þreytir þraut, það er gömul saga. Ég hef aldrei ort fyrir graut alla mina daga. Menntaskólaneminn Björn Bjarnason Hrauntungu 17 Kópavogi virðist gera sér grein fyrir að skáldalaunin bæti ekki mikið úr, sist skáldskapnum sjálfum, og yrkir um þau ófengin: Oft ég fæ, er auður þver, eins og skáldin forðum, að reyna hvilikt ráð það er að raða saman orðum. Björn veit lika.þó ungur sé, að visan var og getur enn verið biturt orðvopn: Þó liði orð um bragabraut, blið á vindum þýðum, af niði margur harða hlaut hríð i ljóða striðum. Kannski hafa fleiri ungir hag- yrðingar svipaðar skoðanir á þessu; gaman væri að frétta af þvi. Þegar skáldastyrkurinn var til umræðu á alþingi 1913 þá orti Þorsteinn Gislason um hann litið ljóð er byrjar svo: Ég vil að skáldin séu svöng, mér sýnist, að hljóðakraftinn magni hin tómu garnagöng, I en gömul reynsla að enginn söng fagurt með fullan kjaftinn. Verði svo skáldastyrkurinn þeim að góðu er hljóta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.