Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mal 1976. Nixon og Kissinger: sýniö honum ekkert flóknara en þaö Hiö sigursæla bros Jimmy Carters. gæti staöiö i Readers Digest (Úrvali). Að undanförnu hafa menn get- að lesið i blöðum um viða veröld misjafnlega ýtarlega úrdrætti úr bók sem þeir Bob Woodward og Carl Bernstein hafa saman sett og fjallar um siðustu daga Nixons i Hvita húsinu. Þessir tveir blaðamenn urðu frægir fyrir að koma Watergate- skriðunni af stað og hefur margan kollega þeiura fýst að fara i föt þeirra siðan. Þessi nýja bók er byggð á viðtölum við mikinn sæg af fólki sem starfaði hjá þeim Nixon og Kissinger, og hefur ver- ið talað við suma allt að sautján sinnum. Markmiðið viröist hafa verið „að velta við hverjum steini”. Og vist er bókin um margt fróðleg, af endursögnum að dæma. Og margt er undarlegt I þeim fróöleik. Viö fáum til að mynda að vita aö Nixon var full- hlaðinn af gyðingafjandskap, hafði oftar en ekki orð á samsær- um gyðinga gegn sér — engu að siður gerir hann Kissinger að utanrikisráðherra sinum. Við fáum náttúrlega margar staðfestingar á þvi að „kalt er undir rifjum konungsmönnum hjá”. Helstu ráðgjafar Nixons, Ehrlichman og Haldeman, elduöu grátt silfur við Kissinger og reyndu að koma þvi orði á hann að hann væri hommi, Kissinger svaraði með megnri fyrirlitningu á þessum „eðjótum og nasistum” sem hann kallaði svo. Við fáum rétt einu sinni enn heimildir um þá hræsni sem ræður rikjum i leikhúsum valdsins: i sviðsljósinu var Kissinger vanur að segja sem svo að ,,ég hefi ekkert til að byggja á nema traust forsetans”. En þegar tjaldið féll flýtti hann sér að biðja aðstoðarmenn slna um að þeir skrifuðu aldrei neitt fyrir það auma fifl, Nixon, sem væri flóknara en grein I Readers Digest (Orvali). Annars mundi hann ekkert skilja. Sváfu þau saman? Engu að slður er liklegt að þeir Woodward og Bernstein fái nokk- uð aðra einkunn fyrir þessa bók en fyrir framl. sitt til Watergate- málsins. I Watergatemálinu var hin áleitna, harða blaðamennska, sem á köflum líktist helst mögn- uðum reyfara, á réttum stað. Þá var spurt um viss grundvallarat- riði, um aðferðir við rekstur stjórnmála I voldugasta riki heims, um rétt fólks til að vita um þann skepnuskap sem Nixon og félagar hans höfðu haft i frammi gegn pólitiskum andstæðingum með tilstyrk leynilögreglu og annarra hæpinna aðila. En þessi nýja skýrsla virðist bera vott um hnignun, úrkynjun umræðunnar. Hin eiginlegu vandamál sem ættu aö piska menn til umhugsunar þoka fyrir dýrkun smáatriða og fyrir hat- rammri sókn inn á svið einkalifs- ins. Til dæmis: það er grafið upp, að Pat Nixon hafi trúað lækni fyr- ir þvi, aö þau hjón hafi ekki sofiö saman i ein tiu ár, og tiundað rækilega, að hún hafi verið að stelast til að fá sér viskiglas um miðjan dag þegar á leið Water- | gate. Og þarna sitja þau hjóna- Forsetinn grét forsetaefni brosir sunnudags piSffl tetrin yfir mat sinum og segja ekki orð hvort við annað. Lesand- inn fer að vorkenna aumingja fólkinu, enda ekki nema von. Köttur og kóngur Þarna hefur ráðið ferðinni sá þáttur sölumennsku á prenti sem leitast við aö yfirfæra öll tiðindi yfir á svið hins persónulega. Fyrr eða siðar eins og gufar það upp hvað frægöarfólk gerir eða vill, hvaða þýöinguathafnir þess hafa. Þess I stað er hrekklausum les- anda boðiö upp á fjölskyldu- drama, hjónabandserfiðleika, laumusyndir, allt i þeim dúr, að „þetta er nú fólk eins og við”. Og það er hætt við að oft glatist allt sem máli skiptir, vegna þess hve mjög þessari samsömun er haldið að mönnum. Aumingja Nixon rallhálfur og knékrjúpandi, biöj- andi guð um styrk. Aumingja Pat sem sefur ein með bjartsýnis- skáldsögum sinum. Eða eins og Richard Hoggart („Uses of Liter- acy”) segir um þessa tegund blaðamennsku: „Viö sökkvum dýpra inn i draum um einkamála- heim þar sem ekki aöeins kettin- um leyfist að lita á kónginn, held- ur er hver kóngur i raun köttur undir niðri, og allar stórvelda- figúrur ekki annað en venjulegir Jónar i hjarta sér”. Böðullinn í Salisbury Leggjum smálykkju á leið okk- ar. Anders Ehnmark, sem lengi var starfandi við Expressen, stærsta blað Sviþjóðar, hefur samið lykilskáldsögu um blaða- mennsku, sem undir yfirskini frjálslyndis, réttsýni og máls- varnar fyrir litilmagnann breyt- ir öllum málum i einkamáls- skýrslur. Aðalpersóna skáldsög- unnar (sem heitir Karamelkoket, Norstedt och Söner) er blaða- maður, sem er m.a. sendur til Ródesiu. Þar hafa sex blökku- menn verið dæmdir til hengingar. Það ætti að vera full ástæða til að skrifa pólitiska greinargerö. En allur áhuginn beinist að böölin- um, þessum merkilega manni, sem á að hengja þá dæmdu „Daily Mirror, Daily Express, France-Soir, Ekstra - Bladet, Verdens Gang, öll hin gula pressa Evrópu haföi komið og átt viðtal við bööulinn”. Og þá sviinn lika. Dæmigert sjónarhorn. Svona laéra menn að vilja gera það sem menn eiga aö gera á sliku blaði. Hið forvitnilega einstaka tilfelli. Einstaklingur i staöinn fyrir hug- mynd.... Hrollur En höldum áfram með siðustu daga Nixons. Þar er reyndar að finna margar þær upplýsingar, sem setja aö manni pólitiskan hroll. Þær setja óbeint fram spurningar um þær gifurlegu hættur sem fylgja þvi, að svo miklu valdi skuli safnað á eitt embætti, i þessu tilviki banda- rikjaforseta. Hér er ekki aðeins átt við það, að þessi mikli valdamaður heldur kengfullur hrókaræður frammi fyrir myndum fyrirrennara sina i Hvita húsinu. Heldur dæmi sem þetta hér: Árið 1970 sendir Kiss- inger Nixon skýrslu um aö Súv- anna Fúma, þáverandi forsætis- ráðherra Laos (fulltrúi hinna hlutlausu), sé að fara i heimsókn til Kina. Nixon skrifar i bræði á skýrsluna: Bombardériö þá. Hvort sem þarna eru bein tengsli á milli eða ekki: við vitum að La- os fékk yfir sig sprengjuskammt á við þann sem Þýskaland varð fyrir i heimsstyrjöldinni, og þá einnig, að sprengjuregn þetta mun hafa hert mjög andstæðing- ana, Pathet Lao, og fjölgað i liði þeirra. Og þótt Kissinger sé skelf- ingu lostinn yfir duttlungum Nix- ons og blátt áfram heimsku og hafi um hvorutveggja stór orö i sinn hóp, þá dansar hann með, sá útsmogni valdapókerspilari. Þeg- ar Nixon vill semja, þá vill Kiss- inger það lika. Þegar hann vill sprengja, þá er Kissinger með. Þar um má taka dæmi af innrás- inni i Kambodju, sem margir ráð- gjafar þeirra kumpána töldu mesta óráð og hafa betur skiliö en þeir hvern endir það ævintýri kynni að fá. Þegar allmargir þeirra sögðu af sér i mótmæla- skyni hæddi Kissinger þá fyrir hugleysi og sagði: „Við erum all- ir forsetans menn og verðum að haga okkur eftir þvi”. Brosið hans Jimmy Samþjöppun valds er að sjálf- sögðu ekkert einkavandamál Bandarikjanna. En hún er þeim mun alvarlegri sem um er að ræða öflugasta riki heims. Og einnig vegna þess, hvernig kosn- ingaskákin er tefld i þvi landi. Al- menningur veit lygilega litiö hvers er að vænta af forsetaefn- unum. Hann þekkir aðeins mynd- ina af forsetaefninu, sem djúpsál- arfræðingar og auglýsingameist- arar hafa búið til. Hann þekkir hið æfða bros, hinar sigurvissu handasveiflur, aödáunarsvipinn á eiginkonunni. Ef að frambjóð- andinn þykir heldur stifur og formlegur er skotið inn nokkrum auglýsingamyndum, þar sem hann leikur við börn sin eða barnabörn. Skoðanasérfræðingar Framhald á 18. siðu. Blaöamennska Eftir Anders Ehnmark Við verðum að f esta hana við eitthvað við verðum að finna átyllu þetta gengur ekki fyrirhafnarlaust. Það er ekki nóg að útskýra mál við verðum einnig að selja það það verður að komast inn á heimilin Fólk ræður ekki við þetta Maður þarf ekki alltaf að vera svona alvarlegur Setningarnar eru of langar Þetta er of þungt Þetta passar ekki Fólk ræður ekki við þetta Grein á að vera eins og handartak Eða hvað skal segja — lifandi Það er ekkert fólk í þessu Fólk vill lesa um manneskjur Það hrifur Reyndu að hafa mörg nöfn með Menn hafa unun af að lesa um sjáifa sig Þú getur skrifað um hvað sem er ef þú hefur fólk með Hversvegna þarf allt að vera leiðinlegt? Þurfa menn alltaf að vera svona alvarlegir? Fólk ræður ekki við þetta Það hefur ekki áhuga Það nennir ekki Fólk vill ekki vita af þessu Fólk vill slappa af. Stelpa mun lífga upp eitthvað að horfa á Séu stelpur með les fólk næstum því hvað sem er. Þetta með kettina er góð hugmynd Oll dýr hitta í mark Fólkið er alveg gaga. Þetta er ekki okkur að kenna Við vitum hvað fólkið vill Ef ekki væru lesendurnir gætum við búið til gott blað...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.