Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. mai 1976. ÞJóÐVILJINN — StÐA 7 Sjötugur á morgun Adolf J. E. Petersen verkstjóri Adolf J.E. Petersen aðalverk- stjóri hjá vegagerð rikisins er norðlendingur ,að ætt, fæddur i Hamarkoti á Akureyri. Þau voru 8 systkinin i Hamarholti sem misstu móður sina meðan þau voru enn á barnsaldri, og þarf ekki að lýsa þvi hvað miklum erfiðleikum það hefur valdið slik- um barnahóp á þeim árum. En það voru sterkar ættir sem stóðu að Adolf og hann sigraðist á öllum erfiðleikum af miklum dugnaði. A kreppuárunum vann hann ýmis störf á sjó og landi en 1935 gerðist hann aðstoðarverkstjóri hjá Vegagerð rikisins og aðalverk- stjóri 1941 og hefur gegnt þvi starfi siðan. Adolf er mikill félagshyggju- maður. Hann tók þátt i baráttu verkalýðshreyfingarinnar á kreppuárunum, átti sæti i stjórn Pöntunarfélags verkamanna og var mikill áhugamaður um stofnun Kaupfélags Reykjavikur og nágrennis. Mest starf hefur hann þó unnið fyrir sitt stéttar- félag Verkstjórasamband tslands, hefur átt sæti i stjórn þess um mörg ár og er nú forseti þess. Hann hefur ætið verið mikill áhugamaður um menntun stéttarinnar og var ritstjóri tima- ritsins Verkstjórinn i 8 ár. Þá er hann einnig áhugamaður um islenskan kveðskap enda góður hagyrðingur sjálfur. Hann hefur safnað miklu af lausavisum og annast fróðlega visnaþætti i útvarpi og hér i blaðinu. Adolf J.E. Petersen er einn af frumbyggjum Kópavogs. Þegar Nýbýlavegurinn var lagður á kreppuárunum þá fékk hann ræktunarland þar sem nú standa blokkirnar við Lundarbrekku. Reisti hann þar sumarbústaö og ræktaði landið og dvaldi þar i nokkur sumur. Aftur fluttist Adolf i Kópavog 1966 og byggði sér þá vandað hús að Hrauntungu 15. Ég kynntist ekki Adolf fyrr en hann fluttist hér i nágrennið en siðan höfum við átt gott samstarf að málefnum bæjarfélagsins og útgáfu blaðsins Kópavogur. Hann hefur átt sæti i umferðanefnd og náttúruverndarnefnd Kópavogs og er nú varafulltrúi i bæjar- stjörn. Adolf J.E. Petersen er enn við góða heilsu og hefur óbilað starf- þrek, en verður nú brátt að láta af störfum hjá vegageröinni svo sem aðrir opinberir starfsmenn þegar þeir ná þessum aldursmörkum. Er þá gott til þess að vita að hann á fjölmörg áhugamál til þess að vinna að þegar fristundirnar veröa fleiri. Ég þakka Adolfi ágætt samstarf að bæjarmálum og ljúfa viðkynningu og óksa honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju á þessum timamótum i ævi hans. ólafur Jónsson HAFNARFJÖRÐUR Innritun í 6 ára deildir Innritun i forskóladeildir skólanna næsta vetur (börn fædd 1970) fer fram i skólun- um miðvikudaginn 12. mai kl. 13.30—16.00. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. Sumardvöl Tekið verður á móti umsóknum um sum- ardvöl á barnaheimili sjómannadagsráðs að Hrauni i Grimsnesi. Umsóknum veitt móttaka hjá forstöðukonu i sima 23882 dagana 10.—14. mai nk. kl. 9—12. Nefndin LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - Sími 81960 e.e. cummings: Hviss hviss hiss hviss litlar draugaverur læðast á tánum litlar skrítnar nornir og glitrandi álfar hoppandi hoppandi litli hoppglaði froskur í flik flík litlar hvískrandi mýs með flöktandi augu krafsa og þjóta og fela-sig-f I jótt hvúss hvúss passaðu þig á gömlu konunni með vörtuna á nefinu enginn veit hvað fyrir henni vakir því hún þekkir skrattann úff skrattann óóó skrattann æææ stóra græna dansandi skrattann skrattann skrattann skrattann hvíííl' il Jón Ásgeir Sigurðsson þýddi fujcfélag LOFTLEIBIR /SLAMDS Félóg með beint flug frá Reykjavík og Egilsstöóum Færeyjafenð er oöruvisi ins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis, þá er það í Færeyjum. Færeyjaferð er skemmtileg fjölskylduferð, og hún er líka og ekki síður tilvalin ferð fyrir starfshópa og félagasamtök. Og nú er í fyrsta sinn hægt að fljúga til útlanda frá öðrum stað en suðvesturhorni landsins. Við fljúgum til Færeyja bæði frá Reykjavík og Egilsstöðum. Færeyjaferð er ódýrasta utanlandsferð sem völ er á. Fjöldi víðförulla íslendinga, sem heimsótt hafa Færeyjar, ferðast um eyjarnar og kynnst fólkinu, eru á einu máli um að ferð til Færeyja sé ööruvisi en aðrar utanlands- ferðir. Þeir eru lika á einu máli um að Færeyjaferð sé ógleymanlegt ævintýri. Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri, er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síðast en ekki sist hið vingje^rnlega viðmót fólks-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.