Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 20
UODVIUINN Sunnudagur 9. mai 1976. GJÖRBREYTT AÐSTAÐA TIL KENNSLU í BIFVÉLAVIRKJUN Ljósaskoðun er starf sem bif- vélavirkjar sjá um. Úr húsakynnum fyrrihluta- deildarinnar. Ennþá taka margir nemar meistarakerfið fram yfir þriggja ára námið i Iðnskólan- um. Er bað vegna þess, að i fyrra tilfellinu fá þeir dálitil laun meðan á námstima stendur, en i þvi síðara er ein- göngu um laun yfir sumar- mánuði að ræða. Arinu styttra nám er þó mikilvægt þegar litið erá fjárhagsiegu hliðina,en ekki eru allir sem sjá svo langt fram á veginn eða eru færir um að vera tekjulausir að mestu i þrjú ár. Námslán til iðnnema eru engin. Að sögn þeirra félaga uppi i Iðnskóla er heldur að rofa til aftur hvað snertir áhuga á bif- vélavirkjun. Þokkalegur fjöldi nema er útskrifaður á hverju vori.en aðeins hluti þeirra legg- ur stund á iðnina að loknu námi. Ekki er þó hörgull á vinnu fyrir bifvélavirkja. Hugsanleg skýring á þvi, að starfið freisti manna ekki, er m.a. slæmur aðbúnaður á sum- um vinnustööum. Átak hefur þó verið gert i þeim efnum siðustu árin og viða má finna bfla- verkstæði sem gefa öðrum fyrirtækjum ekkert eftir hvað hreinlæti og góöa vinnuaðstöðu í vor mun Iðnskólinn í Reykjavík útskrifa í fyrsta sinn bifvélavirkja, sem ekki hafa gengið í gegnum meistarakerfið, sem iðnnemar deila svo hart á þessa dagana. Skólinn hef ur tekið i notk- un bif reiðaverkstæði með fullkomnum tækjabúnað- i, sem rekið er í húsa- kynnunum í Skólavörðu- holtinu. Þar fá nemar í bifvélavirkjun alla þá starf sþjálf un sem af þeim er krafist, og auk þess sem talið er unnt að mennta þar upp bifvéla- virkja mun betur en á al- mennum verkstæðum, spara nemarnir sér eitt ár á því að læra fagið ut- an meistarakerf isins. Þeir níu nemar, sem i vor munu útskrifast, hafa að vísu ekki allir fengið tilskilda starfs- þjálfun, þar eð verk- stæðið var tekið í notkun í fyrsta sinn skömmu eftir siðustu áramót. Þjóðvilj- inn heimsótti bifvéla- virkjana f yrir skömmu til þess að líta á húsnæðið og forvitnast um námstil- högun og námsleiðir í þessari grein iðnnámsins. Eftirfarandi upplýsingar gáfu þeir Sveinn Sigurðs- son, skólastjóri, Ingi- bergur Elíasson kermari, Sigfús Sigurðsson kennari og Guðmundur Hilmarsson, sem á sæti í fræðslunefnd bifvéla- virkja Nemar spara sér eitt ár og þurfa ekki í meistara- kerfiö snertir. A móti koma svo önnur verkstæði sem liggja algjörlega eftirog eru iitt girnileg á að lita. Væntanlega draga peninga- máiin einnig úr mörgum. Þeir sem komast i mikla uppgripa- vinnu, þótt utan þeirra menntunarsviðs sé, sleppa henni ógjarnan á meðan hart er i ári eins og um þessar mundir. En það eru mörg ljón i vegi ungs manns, sem hyggst stunda nám i bifvélavirkjun, rétt eins og i öðrum námsgreinum. Eink- um þykir gamla meistarakerfið hættulegt og hefur það raunar gert litið úr áformum margra. Viðmælendur Þjv. bentu á þá algengu misnotkun á nemum þegar þeir eru látnir sópa á verkstæðum allan daginn, eöa gera við pústkerfi bila ein- göngu. Onnur ámóta einhliða störf eru til á verkstæðum, t.d. vinna við smurningu bila daginn út og inn, sem fljótt getur drepið niður allan áhuga á þvi að læra þær listir, sem nauðsynlegar eru til bilaviðgerða. Á verkstæði Iðnskólans er þess vandlega gætt, að hver nemi fái að spreyta sig i öllum þeim verkefnum, sem bifvéla- virki þarf aö kunna skil á. Fylgst er með þvi, að allir fái sinn ákveðna „skammt” af pústkerfaviögerðum, blönd- ungsviðgerðum, ventlaslipun, rafkerfisviðgerðum o.s.frv. All- ir vinna þar jafn réttháir að hverju verkefni og geta óhindrað gengið i fullkominn verkfæralager, sem hangir á opnum spjöldum um allan sal- inn. Frjáls aðgangur að verkfær- um er nefnilega töluverður lúxus, jafnvel þótt á bifreiða- verkstæði sé. A venjulegum verkstæðum má viða sjá harð- læsta verkfæraskápa sem eng- inn kemst i nema með leyfi verkstjóra.en um slikt er ekki að ræða i þessu tilfelli. Ekki vildu menn reikna út i krónutölu hve miklu dýrari út- skrift hvers nema yrði með þessari vinnu á verkstæðinu i Iönskólanum. Á móti auknum kostnaði skólans á hvern nema kemur mun betri kennsluár- angur en ella, bifvélavirkinn verður hæfari og nær fljótt góðum árangri i starfi. Slikt örvar áhugann og er ekki lengi að smita út frá sér. Margir-nemar, sem eru á samningi hjá ákveðnum meistara, gefast upp. Áður hef- ur verið getið annarrar ástæðunnar, þ.e. einhæfra verk- efna, en hitt er llka til, — nefni- lega alltof þung verkefni. Margurhefur brotnað við það að valda ekki þvi, sem hann er beðinn um, og einnig þetta er komið i veg fyrir hjá þeim sem kjósa sér Iðnskóiann sem vinnu- stað meöan á námi stendur. En hvernig má svo spara sér heilt ár i námi? í framtiðinni verður þess krafist að allir þeir, sem inngöngu æskja i Iðnskól- ann hafi lokið grunnskólaprófi, Sigfús Sigurösson kennari á allra manna mestan heiður af þeirri aö- stööu, sem komin er upp fyrir nema í bifvéiavirkjun. Hér er hann lengst til vinstri ásamt skólastjóranum Sveini Sigurössyni fyrir miðju og Ingibergi Eliassyni kennara. eina vélina sem svarar til núverandi gagn- fræðaprófs. Þeir sem renna hýru auga til bifvélavirkjunar, geta siðan hafið nám i verk- námsskóla málmiðnaðarins, sem tekur niu mánuði, þar af 4.5 mánuöi i bóklegu námi og annaö eins i verklegu. Þar með er fyrsta árinu i Iðn- skólanum lokið og til þess að öðlast starfsþjálfun getur nem- inn fengið sér vinnu á verkstæði yfir sumarmánuðina fram að næsta hausti, en þá sest hann i svokallaða fyrrihlutadeild bif- vélavirkjunar og vinnur siðan jöfnum höndum i bóklegu og verklegu námi næstu tvo veturna uns hann útskrifast. Gert er þó ráð fyrir mánaðar- löngu upprifjunarnámskeiði áður en farið er út i sjálft sveinsprófið. Á verkstæði Iðnskólans er nemunum kennt að lesa sér til i fagbókum, sem allir bilafram- leiðendur gefa nú orðið út. Bækurnar eru gjarnan griðar- miklir doðrantar og hægt er að slá upp i þeim og leita sér upp- lýsinga um smæstu sem stærstu einingar bilsins. Málakunnáttan veldur ennþá nokkrum erfiðleikum. Að sögn Sveins Sigurðssonar skólastjóra þarf að leggja aukna áherslu á að tengja almennar námsgrein- ar eins og t.d. málakennslu, meira við hið verklega nám. Enskar bókmenntir innihalda þannig litið af tækniorðum bila- viðgerðanna og koma bifvéla- virkjum að litlu gagni hvað framtiðarvinnu þeirra snertir. 1 öllum iðngreinum hefur enda gengið illa að kenna sumar af hinum hefðbundnu náms- greinum. Námsgreinar eins og efnafræði, stærðfræði, eðlis- fræði o.fl. tengjast iðnnáminu of litið, og sagði skólastjórinn að þar þyrfti vissulega að gera bragarbót á. Erfitt væri þó um vik vegna ýmissa ástæðna, t.d. skorts á kennslubókum. Iðnnemar fá ekki nein náms- lán enn sem komið er þrátt fyrir itrekaðar kröfur, og ekki er að efa að það dregur enn frekar úr mönnum að hagnýta sér þá möguleika, sem eru til iðnnáms án þess að meistarakerfið þurfi að koma til. Það eru fleiri grein- ar en bifvélavirkjunin ein, sem núna eru kenndar til fullnustu i Iðnskólanum, og er ekki að efa að aukin sókn i þá átt er mjög til bóta. —gsp Iðnskólinn í Reykjavík hefur tekið í notkun bifreiðaverkstæði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.