Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mal 1976. MOWIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. EINING ALÞYÐUNNAR GEGN LANDFLOTTAFLOKKNUM Það er verslunarauðmagnið sem ræður núverandi rikisstjórn. Það sést með þvi einu að skoða samsetningu hennar. Þar eru fulltrúar SíS-valdsins annars vegar og heildsalastéttarinnar hins vegar. Forustumaður rikisstjórnarinnar er Geir Hallgrimsson, heildsali. Þegar slik rikisstjórn tekst á við efna- hagsleg vandamál hugsar hún fyrst um sina, milliliði og braskara. Áþreifan- legasta og nýjasta dæmið um þetta er fjáröflunin til landhelgisgæslunnar með hækkuðum vörugjöldum, sem færa kaup- mannastéttinni 400-500 miljónir króna aukalega i sina sjóði. Rikisstjórn eins og sú sem nú situr tekur jafnan afstöðu með fjármagninu, gegn fólkinu. Rikisstjórnin er þvi handbendi minnihluta þjóðarinnar, gegn meiri- hlutanum, þeim tugum þúsunda launa- manna, sem skapa allan þann auð sem þjóðlifið tekur mátt sinn af. Slik rikisstjórn skilur að sjálfsögðu ekki landhelgismálið né þýðingu þess. Þess vegna er hún eins og drusla i landhelgis- málinu. Slik rikisstjórn skilur að sjálfsögðu ekki þýðingu þess að efla innlenda atvinnuvegi. Þess vegna vanrækir hún vandamál sjávarútvegsins og hundsar iðnaðinn. Þess vegna skipuleggur hún samdrátt i atvinnulifinu. Slik rikisstjórn skilur að sjálfsögðu ekki nauðsyn þess að lifskjör launamanna séu tryggð með bærilegum launakjörum og sæmilegu félagslegu öryggi. Þess vegna beitir hún sér hvað eftir annað fyrir hefndarárásum á verkalýðssamtökin og launamenn með verðhækkunum, gengis- lækkunum og lygaáróðri samanlagðs blaðakosts sins. Slik rikisstjórn skilur auðvitað ekki nauðsyn félagslegra aðgerða. Þess vegna skerðir hún fjárveitingar til skóla, dag- heimila, elliheimila o.s.frv. Slik rikisstjórn skilur að sjálfsögðu ekkert annað en lögmál gróðans. Það er i samræmi við lögmál gróðans að slik rikisstjórn skuli leggjast á eitt með auðstéttunum við að halda laununum niðri. Með þvi slá stjórnarvöld tvær flugur i einu höggi: Annars vegar tryggja þau hámarksgróða auðstéttanna, hins vegar gera þær landið girnilegt fyrir erlend auð- félög. Þess vegna hljómar það eins og vonin um fyrirheitna landið þegar það spyrst að ísland sé orðið með lægri laun en nokkurt nágrannalandanna, þvi að draumur verslunarauðvaldsins er að verða þægur og feitur þjónn útlendinga. Það var af þeim ástæðum sem viðreisnar- stjórnin lækkaði launin á sinum tima. Stjórnarmálgögnin og ráðherrarnir telja fólki trú um að kaupránið sé eins konar ó- hjákvæmileg afleiðing erlendra ástæðna. En slikt er vissulega mikil firra. Það er lika fjarstæða að afstaða rikisstjórnar- innar i efnahagsmálum beri vott um stefnuleysi hennar. Það er þvert á móti. Stefna rikisstjórnarinnar er sú að lækka kaupið i landinu. Og árangurinn er nú að koma i ljós. At- vinnuleysisvofan er viðsvegar um landið að láta á sér bæra og nú hefur Þjóðviljinn skýrt frá þvi að tugir islendinga velta þvi fyrir sér að flýja land. Landflóttinn er aftur að verða hlutskipti islenskra launa- manna. Gegn stefnu núverandi rikisstjórnar stendur stjórnarandstaðan og islenskir launamenn. í vaxandi mæli gera þeir sér ljóst að hið pólitiska vald skortir. Þess vegna var þess krafist i ræðum manna og ávörpum land allt 1. mai að i stað auð- valds kæmu alþýðuvöld. Núverandi rikisstjórn er ekki aðeins háskaleg kjörum alþýðunnar i bráð, hún er einnig háskaleg sjálfstæði islensku þjóðarinnar i lengd. Þess vegna fléttast saman i órofa heild baráttan fyrir alþýðuvöldum og sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður að koma i veg fyrir að verslunarauðmagnið sligi þjóðina, lami sjálfstæðisþrek hennar og ofurselji landið erlendum lánastofnunum. Launamenn eru yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar: þeir þurfa nú að fella smærri ágreiningsefni, en taka höndum saman. Því miður hefur verslunarflokkunum tekist að villa svo á sér heimildir að tugir þúsunda aiþýðumanna hafa stutt þá i al- mennum kosningum. Slikt má ekki gerast framar. Þá er voðinn vís kjörum al- þýðunnar og sjálfstæði þjóðarinnar i senn. Það þarf að sigra landfíóttafíokkana. — s. Þess vegna göngum við Rætt við Sigurð Magnússon rafvélavirkja sem sæti á í Miðnefnd herstöðvaandstæðinga Sigurður Magnússon rafvélavirki hefur lengi tekið þátt í störfum ís- lenskra herstöðvaandstæð- inga og á nú sæti í mið- nefnd þeirra. Þjóðviljinn hafði tal af Sigurði og bað hann að segja hvað honum er efst í huga varðandi þá Keflavíkurgöngu sem far- in verður um næstu helgi. — Við i miðnefndinni ræddum i vetur hvernig þeirra timamóta sem veröa i sögu hernámsins i ver yrði best minnst. Viö vorum sam- mála um að ekki mætti láta vorið liða hjá án þess að herstöðvaand- stæöingar sýndu sér og öðrum að barátta þeirra á mikinn hljóm- ' grunn meðal þjóöarinnar. Þetta er sérstaklega brýnt vegna þess að baráttan hefur ekki verið eins öflug siðustu ár og oft áður. Það hefur ekki verið farið út i aðgerð sem þessa i tæpan áratug. Að sjálfsögðu hafa margir her- stöðvaandstæðingar verið virkir að undanförnu en starfið hefur gengið i bylgjum. Það þarf að reisa starfið i æðra veldi. Kenningar sósialista staöfestar Þess vegna ákváðum viö að ganga. Það gaf okkur einnig byr að hér hafa að undanförnu gerst atburðir sem staðfesta eðli her- námsins, hvernig þvi var með fölsunum neytt upp á þjóðina og hver tilgangur þess hefur verið allan timann. Ég minni i þessu sambandi á bandariskar leyni- skýrslur sem nokkuð hafa verið til umræðu hér siðustu vikur. Þær sanna kenningar okkar sósialista um tilgang og eðli bandariska hernámsins og afvopna um leið Sigurður Magnússon hernámssinna öllum rökum.Um þetta mál þýðir ekki að deila lengur nema menn vilji endilega berja hausnum við steininn. Það kemur fleira til. Atökin á miðunum við landið þar sem bresk Nató-herskip hafa enn einu sinni ráðist til atlögu við islensk gæsluskip án þess að Nató hafi komið i veg fyrir það — og þvi síð- ur bandariski herinn sem sagður er okkur til verndar. Landhelgismáliö hefur opnað augu margra íslenskir sósialistar hafa beitt margskonar rökum i baráttunni gegn hernum og veru okkar i Nató. Meðal annars höfum við oft undirstrikað þjóðernisleg rök. En siðast en ekki sist höfum við bent á alþjóðlegt samhengi hernáms- ins, eðli og tilgang Nató og hern- aðarbandalaga yfir höfuð. Hann er sá að tryggja áframhaldandi völd auðmagnsins yfir auðlindum heimsins. Bandariska heims- valdastefnan hefur birst okkur i Vietnam, i stuðningi hennar við fasistastjórnina i Suður-Ameriku og til skamms tima nýlendu- stefnu portúgala i Afriku. Þessi heimsyfirráðastefna birt- ist okkur islendingum nú i barátt- unni á miðunum þar sem eitt stærsta riki Vestur-Evrópu og eitt af forysturikjum Nató þar neitar að virða rétt islendinga til auð- lindanna i hafinu umhverfis land- ið. A sama hátt og alþýða þriðja heimsins á rétt á að nýta sinar auðlindir i eigin þágu og slita af sér arðránsbönd iðnaðarstórveld- anna, — á sama hátt eiga islend- ingar rétt á að nýta fiskimiðin við landið sér og öðrum til handa. Min skoðun er sú að hin öfluga umræða um landhelgismálið sem átt hefur sér stað i landinu hafi opnað augu margra fyrir eðli og tilgangi hersetunnar. Þeir sem litið hafa á þessi tvö mál sem að- skilin og óskyld sjá nú hvernig þau eru samofin i frelsis- og sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Kveikja að nýrri sókn Við i Miðnefndinni vonurn þvi að ályktun okkar hafi verið rétt, að timabært sé að efna til göngu og að hún verði okkur kveikja að nýrri sókn i baráttunni gegn her- stöðvunum og Nató. Við megum ekki láta staðar numið þegar þessari göngu lýkur með fundi á Lækjartorgi sem vonandi verður fjölmennur heldur verðum við að strengja þess heit að slaka ekki á i baráttunni fyrr en bandariskur her er á brott af íslandi og Island hefur sagt sig úr Atlantshafs-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.