Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 6
6 StDA — ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 11. maí 1976 Ráðstefna um stjórnun fiskveiða Stjórnunarfélagið og Verkfrœðingafé lagið gangast fyrir tveggja daga umrœðum á Hótel Loftleiðum Stjórnunarfélag tslands og Verkfræöingafélag tslands gang- ast fyrir ráðstefnu um stjórnun fiskveiöanna aö Hótel Loftleiöum og hefst hún á föstudag nk. Ráð- stefnan stendur i tvo daga. Til- gangur SFt og VFÍ með þessu rábstefnuhaldi er ao ræða vanda- mál sjávarútvegs og fiskvinnslu á grundvelli nýjustu upplýsinga um nauðsyn á takmarkaðri sókn á fiskimiðin og efna til málefna- legra umræðna um stefnu stjórn- valda i málum er varða stjórn fiskveiða. A ráðstefnunni mun Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, Hytja ræðu um stefnu stjórnvalda i stjórn fisk- veiða og dr. Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar fjalla um fiskifræðilega þekkingu sem grundvöll fiskveiðistjórnun- ar. Þá munu lýsa viðhorfum út- vegsmanna og sjómanna þeir Ólafur Björnsson útvegsmaður i Keflavik. Marteinn Jónasson for- stjóri Bæjarútgerðar Reykjavik- ur og Páll Guömundsson skip- stjóri, Reykjavik, en Eyjólfur Is- feld Eyjólfsson forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihtisanna mun lýsa sjónarmiðum fiskvinnslu- stöðvanna. Eggert Jónsson hag- fræðingur fiytur ræðu um al- mennar afleiðingar aukinnar stjórnunar og Davið Ólafsson seðlabankastjóri fjallar um f jár- festinga- og verðjöfnunarsjóði sem stjórntæki i sjávarútvegi. Umræðuhópar starfa á ráð- stefnunni, og að lokum verða panelumræður undir stjórn Kjartans Jóhannssonar verk- fræðings. Keflavíkurgangan Herstöðvaandstaða og verklýðsbarátta verða að tengjast betur saman Rœtt við Tryggva Þór Aðalsteinsson, húsgagnasmið, en hann œtlar að ganga á laugardaginn Tryggvi Þór Aðalsteinsson húsgagnasmiður er einn þeirra sem ekki ætla að láta sig vanta i Keflavikurgönguna á laugar- daginn. Þjóðviljinn ræddi við Tryggva og bað hann að segja lesendum hvað sér fyndist brýn- asta verkefnið i baráttu her- stöðvaandstæðinga um þessar mundir. — 1 upphafi baráttunnar gegn nernum og Nató hér á landi var verkalýðshreyfingin mjög skel- ;ggur þátttakandi i henni. Það stafaði af þvi að menn gerðu sér grein fyrir þvi að vera banda- riska hersins hér og aðild lands- ins að Nató var fyrst og fremst sett til höfuðs grundvallarhags- munum verkalýðsstéttarinnar. Einnig kom það til að hreyfingin hefur alltaf haft rfkan metnað fyrir þvi að „halda landinu hreinu" af erlendum itökum ef svo má að orði komast. A hinn bóginn má halda þvi fram að rödd verkalýðshreyf- ingarinnar hafi ekki hljómað eins sterkt i baráttunni siðustu árin eins og fyrir 25—30 árum. Menn mega samt ekki efast um að irinan hreyfingarinnar eru stórir hópar einlægra andstæð- inga hersetunnar og aðildarinn- ar að Nató. Einmitt þess vegna er það brýn nauðsyn að tengja starf herstöðvaandstæðinga verkalýðshreyfingunni og fá hana til liðs við aðra herstöðva- andstæðinga. Ef menn hafa gert sér grein fyrir þvi fyrir 25 árum að erlendur hér var settur hér niður gegn hagsmunum verka- lýðshreyfingarinnar, þe. gegn kröfunni um breytt þjóðfélag, þá gera menn sér ekki 'siður grein fyrir þvi nú. En starf herstöðvaandstæðinga ber aldrei þann árangur sem við vonumst til ef við tengjum það ekki verkalýðshreyfingunni. Eins má benda á hitt að sam- vinna menntamanna og félags- Tryggvi Þór Aðalsteinsson. manna veralýðshreyfingarinn- ar er einmitt tilvalin á þessum vettvangi og væri vel til þess fallin að auka skilning milli þessara hópa en hann skortir oft. Ég er þvi þeirrar skoðunar að ekkert i heiminum sé eðlilegra en að vinnandi fólk á íslandi taki þátt i skipulögðu starfi her- stöðvaandstæðinga og gangi i Keflavikurgöngunni. Ég fyrir mitt leiti vil hvetja alla til að fylkja sér undir þau merki sefn þar verða borin. —ÞH Fleiri róttækar fjöldaaðgerðir — segir Snjólaug Stefánsdóttir, sem œtlar að ganga Snjólaug Stefánsdóttir starfs- maður á upptökuheimilinu I Kópavogi er ein þeirra sem ætla að ganga alla leiö frá Keflavík með öðrum herstöðvaandstæft- ingum á laugardaginn. Þjóftvilj- inn hitti Snjólaugu aft máli og innti hana eftir ástæftunni fyrir þvi aft hún ákvað aft ganga. — Eg geng til að mótmæla hersetunni og leggja áherslu a gildi fjöldaaðgerða i baráttunni gegn henni. Þessi ganga verður vonandi hvatning til frekari aðgerða og opnar augu manna fyrir þvl að herstööin og vera okkar I Nató styrkir heims- valdastefnu Bandarikjanna og stuðlar að þvl að viðhalda heimsyfirráðum þeirra. — Hvernig vilt þú aft her- stöftvaandstæðingar hagi bar- áttu sinni i framtiftinni? — Ég er á því að efla samtök herstöðvaandstæðinga og gera þau að frjálsum liðsmannasam- tökum, óháð flokkapólitik. Snjólaug Stefánsdóttir Baráttan ætti að vera sem mest I formi róttækra fjöldaaðgerða þvl þær auka þrótt f ólksins til aö vinna sameiginlega að þessu máli. -^»H Skemmtun arsms Eins og undanfarin ár munu Starfsmannafélag Sinfóniuhljóm- sveitar tslands og Félag íslenskra leikara gangast fyrir fjölbreyttri skemmtun i Háskólabiói til styrktar slysasjóði, sem venja er að halda á lokadag eða sem næst honum og aft þessu sinni fer skemmtunin fram n.k. föstudags- kvöld, 14. mai kl. 23.30. A þessari skemmtun koma fram margir leikarar, söngvarar, Sinfóniu- hljömsveitin, Þjóðleikhúskórinn o.m.fl. Allir listamenn og aðstand- endur skemmtunarinnar láta vinnu sína i té endurgjaldslaust og rennur allur ágóði I slysasjóð, en hann var stofnaður fyrri nokkrum árum og; hefur þaö mark- mið að rétta hjálparhönd þvi fólki, sem orðið hefur fyrir slysi eða á I erfiðleikum vegna slysa, sem aöstandendur þeirra eða fyrirvinna hefur lent i. Einkum eru þeir hafðir I huga, sem ein- hverra hluta vegna njóta ekki trygginga hjá tryggingastofn- unum. Sjóður þessi er í vörslu Slysavarnafélags íslands, en hann aflar tekna meö þessari árlegu skemmtun og einnig hafa honum borist áheit og gjafir. Skemmtanir undanfarinna ára hafa ævinlega tekist mjög vel og safnað þó nokkru fé til sjóösins, en þegar hefur verið veitt úr honum nokkrum sinnum. Meðal atriða á skemmtuninni að þessu sinni má nefna, að flutt verða atriði og söngvar úr reviunni „Islendingaspjöll", Einsöngvarakvartettinn syngur, Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari leikur á fiðlu með Arna Elvari planóleikara „ragtime" lög eftir Scott Joplin, fluttur verður þáttur og söngvar úr Einn mesti píanó- snillingur samtímans í heimsókn hér á landi Frá skemmluninni I fyrra: Ballettdansararnir eru: Guðmundur Páls- son, Jón Júliusson GIsli Alfreftsson og Arni Tryggvason. „Ertu nú ánægð, kerling?" Erlingur Vigfússon syngur ein- söng. Þjóðleikhúskórinn flytur nokkur lög, Arni Tryggvason, GIsli Halldórsson og Valdemar Helgason flytja hver um sig for- vitnilegt efni, Sinfóniuhljóm-. sveitin spilar og islenski dans- flokkurinn dansar. Tekið skal fram, að skemmt- unin verður ekki endurtekin. Aðgöngumiöar eru til sölu í bóka- búðum Lárusar Blöndals og I Háskólabiói. Mikill tónlistarviðburður er nú i vændum fyrir unnendur klassiskrar tónlistar. Hingað til lands kemur einn mesti pianó- snillingur samtimans, sovét- maðurinn Emil Gilels, og leikur með Sinfóniuhljómsveitinni á lokatónleikum vetrarins á fimmtudagskvöldið og á tónleik- um lijá Tónlistarfélaginu i Reykjavik á laugardaginn. A tónleikum Sinfóniuhluómsveitar- innar i Háskólabiói leikur hann fimmta pianókonsert Beethovens, Keisarakonsertinn. Emil Gilels er fæddur I Odessa Svartahafsströnd Sovétrikjanna eins og svo margir aörir rúss- neskir tónsnillingar, svo sem David Oistrach, Nathan Milstein og Svjatoslav Richter. A unga aldri vakti Gilels mikla hrifningu meðal hinna frægustu pianó- teikara, og er Arthur Rubinstein hafði heyrt hann leika, þá 13 ára gamlan nemanda i tónlistar- Vetrarmóti Mjólnis lokið Vetrarmóti skákfélagsins Mjölnis er nýlokið. t A-riðli sigraði Björgvin Vlglundsson. Hann fékk 11 vinninga af 12 mögulegum og gerði afteins tvö jafntefli. t öðru til þriðja sæti urðu Ingvar Asmundsson og Bragi Halldórsson með 9.5 vinninga hvor. Magnús Söi- mundarson varð fjórfti með 8 vinninga og fimmti Jónas Þor- valdsson meft 7 vinninga. t B-riðli sigrafti Hrafn Arnarson og fékk átta og hálf- an vinning af tiu mögulegum. t öðru sæti varO skák- drottningin Guðlaug Þor- steinsdóttir með 8 vinninga og þriðjiKári A.Kárason með sjö og hálfan vinning. Emil Gilels. skólanum I Odessa, þá á Rubin- stein að hafa sagt: „Þegar þessi strákur fer að fara I tónleika- ferðir um heiminn, þá er best fyrirmigað leggja upp laupana." Þegar þetta gerðist var Rubin- stein á hátindi frægðar sinnar. Arið 1938 hlaut Gilels fyrstu verðlaun I hinni þekktu planó- samkeppni I Brössel og hefur æ slðan verið einn dáðasti pianó- leikari vorra tima. Menn greinir á um snilli pianó- leikara eigi slöur en margt annað, en ef nefna á mestu núlifandi snillinga slaghörpunnar, koma upp I hugann nöfn eins og Richter, Horowitz, Rubinstein, Ashkenazy og Emil Gilels.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.