Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 11. mai 1976—41. árg. 10jl tbl. Látið skrá ykkur í Keflavikur- gönguna strax í dag. Því fyrr því betra, Simarnir eru 1-79-66 og 2-51-21, Svar Morgun- blaðsins við morð- árásum breta t slöustu viku bar upp á sama sólarhringinn tvo at- buröi. sem miklu hljóta að raða um þróun landhelgis- máls okkar Islendinga og deiluna við breta. A fundi Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjoðanna i New York var birtur samkomu- lagstexti, sem staðfestir endanlega óskoraðan rétt strandrikja til 200 mflna auðlindalögsögu, svo ekki verður lengur um villst, að við islendingar stöndum á al- þj óða v ett v an gi með palmann I höndunum, hvað landhelgismál varðar. Nokkrum klukkustundum áður en þessi sigur okkar is- lendinga var staðfestur i New York gerði breski NATO-flotinn grimmdar- legri árásir á varðskip okkar að skyldustörfum en nokkru sinni fyrr. Bókstaflega engu munaði, að hópur islenskra sjóinanua týndi Ilf i I striðinu við bresku NATO-herskipin. Auðvitað urðu þessir at- burðir tveir til þess, að nær allir islendingar telja samninga við breta nú, um okkar landhelgismal, frá- leitari en nokkru sinni fyrr. Eðlileg viðbrögð gegn harðnandi ofbeldi breta, sem nú vita sig hafa verri mál- stað en nokkru sinni fyrr eru þau, og þau ein, að gera bretum ljóst að með slikum ofbeldisaðgerðum loki þau siðasta möguleikanum til samninga hafi hann einhver verið áður. t Morgunblaðinu, „blaði allra landsmanna" standa mál hins vegac með allt öðrum hætti. Daginn eftir að landsmenn fengu fréttir af morðárásum bresku her- skipanna úti fyrir Austur- landi og fundi Hafréttarráð- stefnunnar lauk, þá sá leiðarahöfundur Morgun- blaðsins sérstaka ástæðu til að flytja okkur þann boð- skap, að einmitt nú væri sjálfsagt að semja við breta — „skynsamlegasta leiðin er friðsamleg lausn til skamms tima" segir þar. Halda menn, að það sé amalegt fyrir sjóliðsforingja NATO um borð I bresku frei- gátunum, að fá svona undir- tektir hjá helsta málgagni is- lensku rikisstjórnarinnar við morðárásum sinum. Getur ályktun þeirra verið nokkur önnur en sú, að það eina sem þurfi til að ná samningum sé að gera full- komlega út af við eitt eða tvö varðskip og áhafnir þeirra. Flaðrandi rakka hafa of- beldismenn löngum iðkað að berja. Þjóðviljinn leggur til að hver einasti islendingur beri saman ummæli Guðmundar Kjærnested skipherra og ummæli Morgunblaðsins I tilefni nýjustu árasar breta, og geri sér ljóst með hvorum aðilanum hann stendur. Erla Bolladóttir sambýliskona Sœvars Ciesielski: Játar að haf a skotið Geirfinn Einarsson Þessi kliun pur, sem Sófus Alexandcrson, einn skipsmanna á Tý, hainpar hér á myndinni, cr hluti úi' stefni Falmoutb, sem á málí varðskipsmanna heitir „Big mouth" (stóri kjaftur) eftir asiglingainar áTý.Þykjaþessarmenjar árekstursins álitlegt herfang. „Munaði hársbreidd að við drukknuðum allir þrir" sögðu skipverjar á Tý, sem voru hœtt komnir í ásiglingunum SJÁ9.SÍÐU Undirbúningur Keflavíkursönsu 300 hafa skráð sig Um hegina var unnið af fullum krafti að undirbún- ingi fyrir Keflavikurgöng- una. Fólst starfið einkum í skráningu göngumanna og dreifingu á dreifimiða. Ásmundur Ásmundsson starfsmaður við gönguna skýrði blaðinu svo frá að skráningin hefði gengið mjög vel um helgina. Hefðu undirtektir fólks verið góoar og ekki spillti „Bein lina" til Einars Ágústssonar sem útvarpað var á sunnudagskvöld fyrir. Unnið er að skráningunni á skrifstofu Miðnefndar herstöðva- andstæðinga að Skólavörðustig 45 en einnig i skólum og viðar á höfuðborgarsvæðinu, Hafnar- firði, Kópavogi og Keflavik. HERINNBUhT Seinnipartinn i gær höfðu 260-70 mannslátið skrá sig i Reykjavik. Asmundur vissi ekki nákvæmlega hve margir hefðu skráð sig annars staðar, en giskað á að talan væri i heild ekki undir 300. — betta er allt á uppleið en við setjum markið hátt, sagði As- mundur. Hann nefndi sem dæmi um áhuga fólks að hringt hafi verið frá Neskaupstað og fólk látið skrá sig i gönguna. Einnig væri von á hópi frá Akranesi og þær fréttir bárust frá Fáskrúðsfirði að fyrir- huguð ganga hefði ýtt við her- stöðvaandstæðingum þar og væri nú i bigerð að stofna deild á Fá- skrúðsfirði. Eins og áður segir var dreift dreifimiða með upplýsingum um gönguna og fundinn á Lækjar- torgi i Reykjavik, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Keflavik og Akranesi. Um miðja viku kemur Dagfari, málgagn herstöðvaand- stæðinga, út og verður honum dreift ókeypis i sem flest hús á sömu stöðum. —ÞH Fjórum mönnum sleppt úr gœslu- varðhaldi en gert að sœta eftirliti lögreglu og takmörkun á ferðafrelsi — málinu er alls ekki lokið I fréttatilkynningu frá rannsóknarlögreglunni sem send var út í gær seg- ir, að Erla Bolladóttir, sambýliskona Sævars Ciesielskis, þess sem játað hefur á sig morðið á Guð- mundi Einarssyni, hafi játað að hafa skotið Geir- finn Einarsson til bana með rifli sem Sævar rétti að henni við Dráttarbraut- ina i Keflavik 19. nóv, 1974 og sagt henni að skjóta Geirfinn, sem þá var nær dauða en lifi eftir meðferð sem hann fékk hjá hópi manna þarna í fjörunni. Eftir að þessi játning kom fram, var þeim fjórum mönnum, sem setið hafa i gæsluvarðhaldi vegna þessa máls, þeim Einari Bollasyni, Sigurbirni .Eirikssyni, Valdemar Olsen og Magnúsi Leopoldssyni, sleppt úr gæslu- varðhaldi i gærmorgun, en þeim er samt gert að sæta eftirliti lög- reglu og ferðafrelsi þeirra er tak- markað i þágu rannsóknar máls- ins. Fréttatilkynning lögreglunnar er birt i heild á bls. 9 i Þjóðviljan- um i dag. Sjá 9. síöu SJÁ VIÐTÖL Á 3. OG 6. Rannsókn á Tima- ummœlum Rikissaksóknari hefur að kröfu Kristjáns Péturssonar deildarstjóra, og Hauks Guð- mundssonar, rannsóknar- lögreglumanns, farið þess á leit að opinber rannsókn verði látin fara fram á rétt- mæti sakargifta á hendur þeim um margs konar brot i opinberu starfi, en þessara ásakanir komu fram i grein i Timanum frá 14, fyrra mánaðar. Greinin het ,,Dýr- lingur og James Bond Is- lands" og var auðkennd með stofunum S.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.