Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. mal 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 ?^©ftGÖFg) Skúli Óskarsson Norðurl.meistari í kraftlyftingum Skúli Oskarsson lyfti samtals dugði honum til þess aö hreppa 650ktlóumáNorourlandamótinui Norðurlandameistaratitilinn i kraftlyftingum sem fór fram i millivigtoger þettabestiárangur Þrándheimi um helgina. Þaö sem Skúli hefur náð. Gloppa í illa smíðuðum varn- arvegg færði Haukunum Litla-bikarinn 2. deildarlið Hauka varð fyrst til þess að rjúfa óslitna sigurgöngu kef Ivík- inga og skagamanna í KR vann Þrótt 4-1 og þessi sömu lið opna íslandsmótiö á fimmtudaginn KR-ingar unnu Þrótt meö fjórum mörkum gegn einu á Melavelli um helgina og var sá leikur liður i Reykjavlkurmótinu. A fimmtudaginn munu þessi sömu lið opna tslandsmótið og veröur fróðlegt að sjá hvort yfir- buröur KR-inga verða þa eins miklir. Fyrir KR skoraði Arni Guðmundsson 2 mörk, Börkur 1 og Sverrir 1. -gsp Litlubikarkeppninni. Um helgina tryggðu þeir sér 1. sætið í keppninni með því að sigra FH-inga með einu marki gegn engu. Þaö var Loftur Eyjólfsson sem skoraði þetta eina og kærkomna mark. Aukaspyrna var dæmd á FH rétt fyrir utan vítateig þeirra og FH-ingar stilltu sér upp I varnarvegg. Loftur beið rólegur átekta þar til veggurinn var full- smiðaður og skaut hann siðan föstum jarðarbolta öörum megin við vegginn góða. Boltinn skaust rakleiðis i bláhornið fjær, veggur- inn hafði brugðist og bikarinn fór yfir til Hauka fyrir vikið. Enginn efast um að sigur Ilauka i keppninni er sanngjarn. Þeir eiga skemmtilegu og raunar svolitið sniðugu liði á að skipa. Strákarnir eru ungir og spila oft skemmtilega saman, eiga ómælda baráttugleði i fórum sin- um og á þessu hvorutveggja má alltaf komast nokkuð langt. I öðru og þriðja sæti keppninnar urðu lið Breiðabliks. og skaga- manna með 5 stig, en Haukar fengu 6 stig. ÞjálfariHauka hefur I vor verið Þráinn Karlsson. —gsp. Reykjavikurmeistarar Vikings I knattspyrnu 1976. Krafturinn færði Víkingum sigurinn — þegar þeir tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn með 2:1 sigri yfir Val í gærkveldi Kraftur og sigurvilji færði Víkingum 2:1 sigur yfir Val í gærkveldi og þar með sjálfan Reykjavikurmeistaratitilinn í knattspyrnu. Það var hifandi norð-austan rok og kuldi á Melavellinum í gærkveldi þegar leikurinn fór fram og vægt sagt mjög erfitt að leika knattspyrau. Víkingar tóku það til bragðs að láta kraft og dugnað vera í fyrirrumi og það tókst mjög'vel hjá þeim. Þeir voru mun ákveðnari en valsmenn, fIjótari á boltann og gáfu ekki eftir, fyrr en í fulla hnefana. Vals- rnenn, aftur á móti reyndu sífellt að leika saman eins og við eðlilegar aðstæður væri og útkoman varð hörmuleg, þeir voru heppnir að sleppa með eins marks tap. Það er ekki til mikils að ætla að reyna stuttan og nettan samleik við aðstæður eins og voru í gærkveldi og aldrei hugkvæmdist valsmönnum að breyta til. Víkingar réðu þvi lögum og lofum á vellinum, jafnt á móti rokinu í fyrri hálfleik sem undan því í þeim síðari „Úrslitin eru aukaatriöi ég vil sjá góðan leik' segir landsliðsþjálfarinn um pressuleikinn, sem fer fram í Kaplakrika í kvöld kl. 7,30 IBK, „Orslit þessa leiks eru aukaatriði, ég vil fá að sjá þessa stráka spila góðan fótbolta og sýna sitt besta," sagði Tony Knapp landsliðsþjálfari um pressuleikinn, sem fer fram í Kaplakrikan- um i kvöld klukkan hálf- átta. — Að leiknum lokn- um stillum við síðan upp liðinu sem mætir norð- mönnum í landsleiknum sem nú er framundan og þar er vel hugsanlegt að verulegar breytingar verði gerðará landsliðinu frá þeirri uppstillingu sem verður í pressuleikn- um. Strákarnir í pressu- liðinu eiga langflestir möguleika á því að spila sig inn í landsliðshópinn með góðri frammistöðu, sagði Knapp. Knapp sagði það valda sér miklum vonbrigðum að leikur- inn skyldi ekki leikinn á gras- velli, en eins og kunnugt er neit- aði Knattspyrnuráð Reykja- vikur að lána Laugardalsvöllinn undir þennan leik vegna ágrein- ings um skiptingu þeirra tekna, sem kæmu inn fyrir selda aðgöngumiða. Lið landsliðsnefndar er þann- ig skipað: Arni Stefánsson Fram, Sig- urður Dagsson Val, Olafur Sigurvinsson ÍBV, Vilhjálmur Kjartansson Val, Jón Pétursson Fram, Marteinn Geirson Fram, Gisli Torfason IBK, Asgeir Eliasson Fram, Teitur Þórðar- son 1A, Matthias Hallgrlmsson IA, Guðmundur Þorbjörnsson Val, Stefán Halldórsson ÍA, Jón Gunnlaugsson IA, Magnús Bergs Val, Ólafur Júliusson IBK, Steinar Jóhannsson örn Óskarsson IBK. Pressuliðinu verður stjórnað af Guðmundi Jónssyni sem þjálfar Fram ásamt Jóhannesi Atlasyni. Það er skipaö þessum leikmönnum: Lið pressunnar verður þannig skipað: Jón Þorbjörnsson Þrótti, Þorbergur Atlason Fram, Eirikur Þorsteinsson Viking, Simon Kristjánsson Fram, Janus Guðlaugsson FH, Róbert Agnarsson Viking, Sig- urður Björnsson IBK, Halldór Björnsson KR, Hörður Hilmars- son KR, Pétur Pétursson IA, Ingi Björn Albertsson Val, Öskar Tómasson Viking, Jóhann Jakobsson KA og Albert Guðmundsson Val, Pétur Orm- slev Fram, Kristinn Björnsson Val og Karl Þórðarson 1A. Byrjunin hjá Val var góð, það var varla liðin minUta af leiknum þegar boltinn lá i netinu i Vikings- markinu. Vikingar hófu leikinn en valsmenn náðu fljótlega bolt- anum, brunuðu upp og Ingi Björn Albertsson skoraði fyrsta markið. Valsmenn sóttu nokkuð fyrst eftir markið undan rokinu en smám saman náðu vikingar betri tökum á leiknum og tóku að sækja stift. I einni slikri sóknarlotu braut Grimur Sæmundsen, bak- vörður Vals, á óskari Tómassyni, sóknarmanni "Víkings og vita- spyrna var dæmd. Þótti mórgum þessi dómur strangur, en á það getur undirritaður ekki lagt dóm, ég sá ekki brotið nógu vel. Eirikur Þorsteinsson skoraöi úr vita- spyrnunni, og þar með hafði Vik- ingur jafnað 1:1 og þannig var staöan i leikhléi. Vikingar sóttu að heita má lát- laust allan siðari hálfleikinn, þegar þeir höfðu vindinn með sér. Þó tókst þeim ekki að skapa sér eins góð og marktækifæri þá og i þeim fyrri. Undantekning var það þó á 65. min. þegar Stefán Hall- dórson komst i opið færi og hann nýtti þaö til hins ýtrasta og skoraði þar með sigurmarkið. Stefán meiddist við þetta skot, tognun i læri tók sig upp og varð hann að yfirgefa leikvanginn. Framhald á bls. 14.,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.