Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. mai 1976 MÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÞETTA TEKUR UT YFIR ALLAN ÞJÓFARÁLK Þegar talsmenn Sjálfstæðisflokksins voru að teíja þjóðinni trú um það fyrir tveimur árum siðan, að bráðnauðsynlegt væri að koma vinstri stjórninni frá völd- um, — þá var ein höfuðröksemdin sú, að vinstri stjórnin hafi þanið svo út rikis- báknið að með öllu væri óviðunandi. Að- kallandi væri að fá Sjálfstæðisflokknum völdin i hendur til að skera þetta bákn nið- ur við trog og tryggja frelsi einstaklings- ins! Á þessu var hamrað i málgögnum Sjálf- stæðisflokksins, dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Einn var þó sá i hópi liðsodda Sjálfstæðisflokksins, sem gekk lengra en allir aðrir i þessari baráttu frelsispostulanna gegn rikisbákninu, — það var Matthias Á. Mathiesen, þingmað- ur, nú fjármálaráðherra. Hann lagði til á alþingi fyrir tveimur ár- um, að rikisútgjöldin og þar með fjáröflun rikisins yrðu skorin niður með einu penna- striki um upphæð sem svarar til 8000—9000 miljóna króna á núgildandi verðlagi. Nú hefur Matthias Á. Mathiesen gegnt embætti fjármálaráðherra i nær tvö ár. Og hvað skyldi hafa orðið um öll stóru orðin frá honum og öðrum talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um niðurskurð rikis- útgjalda og samsvarandi afléttingu skatta á landslýðnum? Niðurstöður fyrsta heila árs Matthiasar Á. Mathiesen i starfi fjármálaráðherra, það er ársins 1975, liggja nú fyrir. Sjálfur skýrði hann svo frá i ræðu á alþingi i sið- ustu viku, að i stað þess að framkvæma stórkostlegan niðurskurð á rikisútgjöld- um, eins og fólki var talin trú um fyrir kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gera, þá dró rikið til sin stærri hluta af' þjóðarframleiðslunni en nokkru sinni fyrr. í stað þess að skera rikisútgjöldin niður um 8—9 miljarða eins og boðað hafði verið þá fór hlutfall rikisútgjalda af þjóðar- framleiðslunni i fyrsta skipti i sögunni yfir 30% undir fjármálastjórn Matthiasar A. Mathiesen, mannsins, sem ákafast hafði boðað blessun niðurskurðar rikisútgjald- anna i stórum stil fyrir kosningar. Og nú að samþykktum nýjum skattaá- lögum fyrir fáum dögum þá hljóðar út- • gjaldaáætlun fjárlaga þessa árs upp á hvorki meira né minna en 128% hækkun á tveimur árum frá fjárlagatölu ársins 1974, eða allmiklu meira en svarar til hinnar gifurlegu verðbólguaukningar á þessum tima, og eru þá reiknaðir með útgjaldalið- ir, sem færðir voru yfir á sveitarfélögin við kerfisbreytingu. Þjóðviljinn vekur ekki athygli á þessum staðreyndum hér vegna þess, að 'við séum þeirrar skoðunar að stórkostlegur al- mennur niðurskurður rikisútgjalda sé lausnarorðið, eins og Matthias Á Mathie- sen boðaði áður en hann varð ráðherra. Sú er ekki okkar skoðun, þó fjöldamargt mætti að sjálfsögðu spara i rikisútgjöld- unum með góðri stjórnun, ekki sist varð- andi rekstrarútgjöldin. En við vekjum athygli á þessum stað- reyndum til að beina sjónum manna að þeim ófyrirleitna loddaraleik, sem tals- menn Sjálfstæðisflokksins með Matthias Á. Mathiesen f jármálaráðherra i broddi fylkingar hafa verið staðnir að. Sá samanburður á orðum og efndum, sem hér hefur verið rakinn tekur út yfir allan þjófabálk. En það er ekki aðeins, að rikisútgjöldin hafi þanist út, og skattheimtan að sama skapi, i höndum fjármálaráðherra og fé- laga hans i rikisstjórninni, heldur hefur jafnframt átt sér stað gifurleg skuldasöfn- un hjá rikissjóði og er svo að sjá sem þeir er við stjórnvölinn sitja viti bókstaf- lega ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar vörugjaldið var lagt á i júli i fyrra áttu tekjurnar af þvi að tryggja hallalaus- an rikisbúskap á siðasta ári, og það að falla niður við árslok 1975. Nú liggur hins vegar fyrir, að hallinn á rikisbúskapnum á siðasta ári varð yfir 6000 miljónir króna. Um gang þessara mála sagði Geir Gunnarsson alþingis- maður m.a. i ræðu á alþingi i siðustu viku: Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram i fyrrahaust var talið i greinargerð þess, að þrátt fyrir álagningu vörugjalds- ins, sem i júli var talið að tryggði halla- lausan rekstur, þá yrði samt 770 miljón króna halli á rikissjóði. Um hálfum mán- uði siðar flutti fjármálaráðherra f járlaga- ræðuna og fannst þá vissara, að nær tvö- falda áætlunina um hallann og taldi að hann yrði 1270 miljónir kr. Um 50 dögum siðar, eða 18. des. sl. fór fram umræða um framlengingu vörugjaldsins, þá nefndi formaður meirihluta f járhagsnefndar töl- una 3500 miljónir i halla. Þá lifðu enn 12 dagar ársins, og skömmu eftir áramót gaf fjármálaráðuneytið út tilkynningu um af- komu rikissjóðs á árinu 1975 og taldi hall- ann hafa numið ekki 3500 miljónum, eins og 12 dögum áður, heldur 5000 miljónum kr. Þetta var hin skarpa mynd, sem Geir Gunnarsson dró upp af ráðleysi f jármála- ráðherrans og rikisstjórnarinnar, og sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðherra sjálfs varð endirinn svo sá, að hallinn á rik- isbúskapnum á siðasta ári fór yfir 6000 miljónir kr., þegar öll kurl voru komin til grafar, en var áætlaður 770 miljónir i októbermánuði!! Svo segir Jónas ritstjóri Dagblaðsins, að vinstri menn geti ekki stjórnað af þvi þeir hafi ekki vit á fjármálum! -k. Ekki samur og jafn Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráöherra fór fyrir nokkrum mánuðum i ferðalag til Sovét- rikjanna. Segir ekki mjög af þeim ferðum hér né heldur hafa birst um ferðina langar skýrslur i málgögnum ráðherrans. Þrátt fyrir þetta veit nú alþjóð að ferð þessi hefur sett óafmáanlegt mark á Matthias Bjarnason. Ekki þannig að hann sé sam- mála leiðtogum Sovétrikjanna, Brésnef nýbökuðum marskálki né Kosygin. Þess gat hann i sjónvarpsþætti á föstudaginn; kvaöst Matthias hafa sömu skoðun á stjórnarvöldum Sovét- rikjanna og fyrirferð þessa! En það var annað sem olli þvi að Matthias Bjarnason er vart samur maður siðan. Una glaðir við sitt i Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráðherra átti að ræða um neyðarástand fiskistofnanna i svokölluðu „kastljósi" sjón- varpsins á föstudagskvöidið. Það gerði hann lengi vel, þó furðumikiðá skjön við veruleik- ann, þar sem hann m.a. nefndi ekki að heitið gat það höfuð- vandamál sjávarútvegsins að útlendingar veiða hér með ráns- skap og óvinsælum samningum tugi þúsunda tonna á ári. Matthias Bjarnason: Barnsleg hrifning gagntók hann. En undir lokin mátti Matthias ekki lengur við bindast, hann var eins og truboði sem vildi nota hið einstæða tækifæri frammi fyrir alþjóð og yfir svip hans færðist mærðarleg sæld þegar hann sagði sjónvarpsá- horfendum frá lifsreynslu sinni, einskonar sovéskri niðurdýfing- arskirn. t Sovétrikjunum eru allir svo jákvæðir og þar eru all- ir svo ánægðir með það sem þeir hafa. I Sovétrikjunum eru menn ánægðir með sjúkrahús, sem ekki þýddi að bjóða nokkrum manni hér á landi hvorki til lækninga né starfs. En hér á landi eru f jölmiðlarnir alltaf svo neikvæðir, alltaf að hamra á þvi sem er vont. Ekki gat boðberinn þess berum orðum, en það mátti skilja, að það væri nú eitthvað annað en i Sovétrikjunum þar sem fjölmiðlarnir eru svo dæmalaust jákvæðir um allt og alla þar i landi: Af þvi gætu is- lenskir fjölmiðlar mikið lært. Til fjölmiðla- náms í Moskvu Rökrétt framhald af þessum skoðunum Matthiasar er að sjálfsögðu það að hann beiti sér fyrir þvi að koma nafna sinum Johannesen i fjölmiðlanám til Sovétrikjanna. Og vissulega getur undirritaður fyrirfram fullyrt að Matthias Johannesen yrði þar góður nemandi, blöð eins og Morgunblaðið eiga býsna mikið sameiginlegt með fjölmiðlum ritskoðunarland- anna, þó einkum það, að Morg- unblaðið treystir enn svo mjög á vald sitt að það skirrist ekki við að halla réttu máli i trausti þess að fólk lesi ekkert annað blað. Þannig er hugarfar Matthiasar Johannesens vafalaust sem op- inn og frjór jarðvegur fyrir fjöl- miðlafræðsiuna i Sovétrikjun- um. / Keflavíkur* gönguna Það vantáði ekki nema herslumuninn að Einar Ágústs- son samþykkti að fara i Kefla- vikurgönguna, þegar Vilborg Harðardóttir spurði hann i þætt- inum „Beinni linu" á sunnu- dagskvöldið. Ef Keflavikur- gangan krefðist aðeins brottfar- ar hersins yrði Einar Agústsson sennilega einn göngumanna. Væri óneitanlega gaman að verða samferða Einari Agústs- syni i Keflavikurgöngu, einkum meðan hann heldur embætti utanrikisráðherra. Hann þyrfti ekki að láta sér nægja að „mót- mæla með fótunum" eins og Morgunblaðið kallar það, hann gæti einfaldlega skipað hernum að fara i ræðu sem hann mætti gjarnan flytja strax suður við hlið. Þá yrði Keflavikurgangan á laugardaginn sigurganga ald- arinnar. En þvi miður. Jafnvel þótt Einar Agústsson gengi á laug- ardaginn með okkur herstöðva- andstæðingum er hætt við að samfylgdhans yrði til litils. Su varð reynslan af vinstristjórn- inni. Hann var allan þann tima eins og strá i vindi skekið undir ofurfargi ihaldsins; þegar Einar Agústsson birtist á rikisstjórn- arfundum til þess að ræða her- stöðvamálið var framganga hans öll hin dapurlegasta. Það var eins og hann væri að sligast undir fargi fjörutiu þúsunda eintaka af Morgunblaðinu. Og það farg yrði þungt i Keflavik- urgöngunni. Einar Agústss: t Keflavikurgöngu. Það versta er þó það að hætt er við að bandarikjamenn tækju aldrei mark á gönguferð Einars Agústssonar. Ef hann skipaði bandariska hernum burt við dagsbrún laugardagsins 15. mai er hætt við að hans fyrsta verk við komuna i bæinn yrði — ekki að taka þátt i sigurfundi — held- ur færi hann þvert á móti suður að hliði aftur — til þess að sækja brottfarartilkynninguna. Enginn má sker- ast þar úr leik Morgunblaðið vill bera til baka fréttir Þjóðviljans um að fólk sé enn að flýja land vegna samdráttar og atvinnuleysis. Þvi miður nægja ekki yfirlýs- ingar Morgunblaðsins til þess að snúa landflóttanum við, til þess þarf i fyrsta lagi athafnir, nýja efnahagsstefnu nýrrar rik- isstjórnar. Brottflutningur fólks er mikil blóðtaka fyrir okkar fá- mennu þjóð. Þess vegna er á- stæða til þess að skora á fólk að skoða hugsinn vel áður en það gripur til þess neyðarúrræðis að flýja land i atvinnuleit. Hér þarf á öllum vinnufærum höndum að halda, ef ekki nú strax, þá strax og búið er að koma rikisstjórn- inni frá. Til þess að steypa stjórninni þurfa allir islenskir launamenn að leggja sig fram. Það gera þeir ekki i Sviþjóð eða i Óanmörku, ættjörðin verður ekki frelsuð þaðan. —s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.