Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞHÖjudagur 11. maí 1976 Vonandi beita Vesturlönd valdi sínu Julius Nyerere forseti Tansaníu er fyrir margra hluta sakir einn merkasti þjóöarleiötogi sem nú "er uppi. Fyrir utan frægar og forvitni- legar tilraunir hans meö að skapa afrískan sósíal- isma er hann í farar- broddi fyrir baráttu blökkumanna gegn stjórnum hvítra kynþátta- hatara í sunnanveröri Af ríku — baráttu sem nú er í algleymingi meö pólitískum, hernaöar- legum og sálfræðilegum stríðsrekstri gegn stjórn lans Smiths i Ródesíu sem á máli innfæddra nefnist Zimbabwe. Nýlega birtist i Information viðfal sem norski blaða- maðurinn Tore " Linné Eriksen átti við Nyerere i tilefni af heimsókn forsetans til Norðurlanda. Þar ræðir Nyerere um afskipti sovét- manna og kúbana af striðinu i Angólu og um framtiðarhorfur i málefnum Zimbabwe og Nami- biu sem Suður-Afrika heldur i fjötrum þrátt fyrir mótmæli Sameinuðu þjóðanna. Viðtalið fór fram áður en þeir Nyerere og Kissinger ræddust við. Mjög þakklátur sovétmönnum TLE: Viöa á Vesturlöndum hafa Sovétríkin og Kúba verið fordæmd fyrir að veita stjórn MPLA i Angólu hernaðarlegan stuðning. Hvert er þitt álit á þessum stuðningi og hverjar verða afleiðingar hans i Afriku? JN: Ég er mjög þakklátur sovétmönnum og kúbönum fyrir þann stuðning. sem þeir hafa veitt i hinni tviþættu frelsis- baráttu Angólu. Meðan MPLA barðist gegn nýlendustjórn portúgala voru Sovétrikin og Kúba meðal þeirra kommún- isku rikja sem studdu okkur allt þar til portúgalarnir voru sigraðir i Gineu-Bissau, Mosambik og Angólu. Eininar- samtök Afriku (OAU) sendu sendinefndir til Sovétrikjanna, annarra Austur-Evrópurfkja, Kina og Kúbu til að þakka þeim fyrir aðstoðina. Ég vil itreka þetta: ég þakka þessum þjóðum stuðning þeirra viö baráttuna gegn nýlendustjórn portúgala. An hans hefðum við tæplega sigrað og það felur i sér að þá væri Portúgal sjálft ekki komið eins langt á frelsisbrautinni sem raun ber vitni. Portúgalir byggju ekki við jafn mikið frelsi og þeir gera i dag ef stuðningur kommúnistarikjanna við frelsisbaráttu Mósambik, Angólu og Gineu-Bissau hefði ekki komið til. Það sem sfðan gerðist var að Suður-Afrika ákvað að taka að sér hlutverk portúgala i Angólu. Ég veit ekki hver fékk þa hugmynd. Þegar staðan var þannig komu sovétmenn og kúbanir MPLA til hjálpar við að stöðva her Suður-Afriku og hrinda árásinni. Ef einhverjir vilja álita þetta strið banda- rikjamanna og sovétmanna er það þeirra mál. En það er stað- reynd aö frelsisbaráttan i Angólu hafði þá þegar staðið lengi yfir. Það var ekkert nýtt i þessu. Það bar hins vegar nýrra við þegar Suður-Afrika beitti her- afla sínum gegn sjálfstæðu afrisku riki. Þetta riki varð að sjálfsögðu að verja sig. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem riki' I þessari stöðu kallar á gamla vini sina til hjálpar. Ef einhver hamast á þvi að hér séu einhver nýmæli á ferðinni verkar það bara hlægilega og fjarstæðu- kennt. Kúbönsk aðstoð gegn voldugum óvinum TLE: Að þinu -áliti er það semsé Suður-Afríka og þau lönd sem styðja hana með fjár- festingum og vopnum sem eru hin raunverulega ógnun við al- þýðu landanna I sunnanverðri Afriku, en ekki Sovétríkin og Kúba? JN: Eg hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ógnunin stafi af nýlendustjórn portúgala og minnihlutastjórnum Ródesiu og Suður-Afriku. Um árabil höfum við ieitað eftir aöstoð i baráttunni gegn þessum ógnum, og þá sem veittu okkur hana hljótum við að lita á sem vini. TLE: Á Norðurlöndum (einkum i Noregi) heyrast þær raddir að stööva beri þróunar- aðstoð við Kúbu vegna stuðnings kúbana við stjórn MPLA. Hvað viltu segja um þetta? Julius Nyerere forseti Tansaniu. JN: Það eina sem ég hef að segja um þetta er að aöstoð Kúbu við frelsishreyfingarnar hófst ekki i Angólu, hún hefur veriö lengi við lýöi. Af tveimur ástæöum var aðstoö þeirra viö Angólu blásin út. 1 fyrsta lagi vegna viðtækrar áróðursher- feröar bandaríkjamanna og i öðru lagi vegna þess að aðstoð kúbana var miklu umfangs- meiri en áður. Það var hún ein- faldlega vegna þess að Angóla var I mikilli hættu. Hersveitir Namiblu sé óiöglegt. SÞ hafa skipað lands- stjóra til að taka við stjórninni af Suður-Afriku og skipuleggja kosningar svo ibúarnir geti sjálfir kosið sér stjórn. Þeir sem i raun halda verndarhendi yfir SuðurAfriku eru Bandarikin og bandamenn þeirra i Evrópu. Það eru þeir sem hafa völdin, einkum eftir það sem geröist i Angólu. Bandarikin og vest- rænir bandamenn þeirra geta sagt við Suöur-Afriku: Hafið Viötal viö Julius Nyerere Suður-Afriku höfðu hertekið suðurhluta Angólu þegar áöur en landið var lýst sjálfstætt, þe. fyrir 11. nóvember, og landið var i mikilli hættu sem þvi stafaði af Suður-Afriku og Bandarikjunum. Þessir óvinir eru mjög voldugir. Fyrst bandarikjamenn ákváðu að stimpla MPLA sem óvin sinn hafði hreyfingin þá ekki fulla ástæðu til að óttast um hag sinn? MPLA hafði miklar áhyggjur af bandalagi Suður- Afriku ðg Bandarlkjánna. Hvao áttu þeir aö gera? En hvort Kúba hafi nú fyrirgert rétti sinum til aðstoðar vegna þess að hún hjálpaði alþýðu Angólu við aö bjarga sér sjálfri, það læt ég öðrum eftir að svara'. Stórkostlegt tækifæri TLE: Hvernig meturðu likurnar á þvi að Namfbla verði frelsuö eftir aö Angóia hefur hlotið sjálfstæði? JN: Ef hinn vestræni heimur hefur i raun áhyggjur af aðstoö sovétmanna, en heldur ekki uppi innihaldslausu málskrúði, þá á Namibla stórkostlega mögu- leika, hreint dásamlegt tæki- færi. Þaö liggur jú fyrir sam- þykkt SÞ sem allir styðja, bæði sovétmenn, kinverjar og banda- rikjamenn.Þaðeraöeins Suður- Afrika sem ekki styður hana vegna þess að I henni segir að hernám Suður-Afrlku á ykkur á brott frá Namibiu, burt með ykkur! Þá neyðist Suður- Afrika að hafa sig á brott. Eg bfö spenntur eftir þvLað' þessum þrýstingi verði beitt. Namibia verður að öðlast þjóðlegt sjálfstæði og það gerist annaö hvort með þrýstingi á Suður-Afriku eða vopnaðri baráttu. Og nú geta Bandarikin og bandamenn þeirra sagt við suður-afrikana: Heimurinn getur ekki liöið suður-afriskt hernám, við erum þeir einu sem sty.ðja ykkur og nú kref jumst við þess að þið látið af hernáminu vegna þess að við viljum ekki að rússinn flækist i málið. Þetta eiga þeir að gera. En hvað gerist ef þeir hafast ekki að? Frelsisnefnd OAU heldur áfram að starfa, þvi frelsisbaráttan i Afriku heldur áfram. Þjóðfrelsissamtökin SWAPO eru til staðar og við höldum áfram að útvega þeim vopn til að landið geti öðlast sjálfstæði. Þau vopn faum við ekki frá Washington, Paris, London eða Bonn. Við fáum þau frá kommúnistarikjunum. En það er á valdi vesturveldana að fá Suöur-Afriku til að hafa sig á brott.og Suöur-Afrika getur ekki sett sig upp á móti þeim. Ég vona að þessu valdi veröi beitt. Þá sest Smith upp í flugvél... TLE: Svo við vikjum að Ródesiu þá varst þú I hópi þeirra afrisku leiðtoga sem fyrir ári vildu enn reyna samningaleiðina til þrautar. Hver var ástæðan og hvernig metur þú stöðuna I dag? JN: Fyrir ári eygðu margir möguleika á þvl, að að- stæður kynnu aö breytast eftir að nýlendur portúgala hlytu sjálfstæði og að sú þróun hefði breytt viðhorfum i Ródesiu og Suður-Afriku. Við urðum að kanna hvort þetta væri tilfellið þvi það besta væri að komá á afriskri meirihlutastjórn án blóðsúthellinga. Hvað mig sjálfan varðar þá komst ég þegar i júli i fyrra aö þeirri niðurstöðu að samningaum- léitanir væru gagnslausar. Greinilegt var að Ian Smith myndi aldrei samþykkja meiri- hlutastjórn nema hann neyddist til þess. Smith sagöi I fyrra- sumar að Suður-Afrika gæti ekki beitt Ródesiu meiri þrýstingi og að ANC væri klof io. Smith hafði tekist að kljúfa hreyfinguna. Meira að segja á þessum tima, þegar hann var beittur ýtrasta þrýstingi lét Smith ekki undan. Það fæst engin niður- staöa fyrr en Smith er ljóst að afrlkanar munu taka völdin með vopnaðri baráttu. Þá mun hann setjast upp I flugvél og halda til samningaviðræðna f London. Smith er gáfaður maður og honum hefur tekist aö halda sinum leik gangandi sfðan 1965. Hann mun ekki lðta undan neinu nema þrýstingi og nú verður að skapa hann. Þiggjum alla aðstoð TLE: 1 hvaða mæli er frelsis- hreyfingin I Ródesiu reiðubúin til vopnaðrar baráttu eins og málin standa nú, og hvers konar aðstoð getur Tansania og rfki utan Afriku veitt henni? JN: Skæruhernaðurinn er hafinn fyrir löngu og það er Ian Smith fullljóst. Fjölmiðlar i Ródesiu skýra frá alvarlegum árekstrum (stjórnarhersins) við svonefnda „hermdarverka- menn". Það stendur þvi yfir opin barátta. og frelsisnefnd OAU tekur við vopnum og öðrum stuðningi. Við höfum ávallt sett stefnu okkar skýrt fram. og við vonumst til að jafnt vinir sem fjandmenn trúi okkur. Okkur er full alvara þegar við segjumst vilja koma á sjálfstæði og meirihlutastjórn án blóösút- hellinga. Við sýndum eins ljós- lega fram á það og hægt var þegar viö reyndum að ná samningum og Kaunda mas. svo langt að hitta Vorster for- sætisráðherra (Suður-Afriku) að máli. En við viljuin að okkur sé ekki siður trúaö þegar við segjum að fyrst samningaleiðin reyndist ófær og alþýða Zimbabwe er fús til að berjast þá styðjum við hana þar til yfir lýkur. Við munum taka við vopnum hvaðan sem þau berast og koma þeim áleiðis til þeirra sem standa I eldlinunni. Við munum sjálfir veita þá aðstoð sem við getum. Það er orðiö fullljóst núna að alþýðan I Ródesiu hyggst ekki sætta sig lengur við minnihlutastjórn. Og fyrst hún hefur gripið til vopna verða þau ekki lögð til hliðar fyrr en náðst hafa ótvl ræðir og skýrir samningar um meiri- hlutastjórn. — ÞH þýddi. NÝJASTA TÆKNI í ÞJÓNUSTU VEÐURSTOFUNNAR Veðurbauja sett upp 200 mílur frá landi islendingar munu I suraar fá veðurskeyti á þriggja tima fresti frá veðurbauju, sem sett verður upp á milli Reykjaness og suðurhorns Grænlands um 200 mflur frá landi. Engin sér- stök veöurskip hafa verið á þessum slóðum siðustu mánuðina og mun þvi aðstaða til veðurfréttaöflunar af þessum slóðum gjörbreytast. Baujan er fengin að láni frá norðmönnum en mikill áhugi er fyrir þvi hjá veðurfræðingum að fá svona tæki i þjónustu islendinga allt árið um kring. Bauja norð- manna verður sett I gang eftir helgi og tekin upp af tur eftir sex mánuði og mun hún þá hverfa úr þjónustu islendinga. Baujan sendir með sérstöku merkjamáli upplýsingar um vindátt, vindhraða, loft- þrýsting, lofthita og sjávarhita nálægt yfirboröi. Ekki ræður þessi gerð að veurbauju við há- loftamælingar eða sjávar- straumamælingar né heldur úr- komumælingar eins og eðlilegt verður að teljast. A blm.fundi sem haldinn var I gær kom fram að óðum fækkar sérstökum veðurathugunar- skipum. Þau hafa verið rekin af mörgum þjóðum undir eftirliti Alþjóða flugmálastofnunarinn- ar en þykja afar dýr og óhentug I rekstri. Ekki sist þykja þau óhagkvæm þegar háloftaat- huganir eru farnar að hafa tak- markaða þyöingu þar eð flestar flugvélar fljúga nú orðið langt yfir veðurhæð. Kostnaður við gerð einnar bauju á borð við þá, sem norð- menn og íslendingar ætla aö nota saman i sumar, er um 8-10 miljónir Islenskra króna. Þykir það ekki mikiö fé miðað við inn- kaup og rekstur veðurskipa, sem skila þo öllu meiri fréttum en baujan ræður við. Ekki er enn vitaö hvernig baujan reynist I vondum veðrum undan Islandsströndum en takist þessi tilraun vel verður reynt af alefli að fá svona tæki til frambúðar- þjónustu I þágu islenskra veður- athugana. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.