Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „Það var aðeins sekúnduspursmál hvenær við slepptum takinu vegna skorts á súrefni," sögðu þeir Sigurjén og Sigurður (til hægri), en þeir voru á kafi I sjó f nær tvær mfn. eftir ásiglingu Falmouth. Þeir stóðu á opnu þyrluþilfarinu og munaði litlu að þeim skolaði út- byrðis. Mynd Ek. A myndinni sést þegar Falmouth geröi fyrstu atlöguna að Tý og slæmdi I hann skutnum. Mynd: Sófus. Gengið með skipverjum að kanna skemmdirnar á Tý „Éghékkþarnaeins ogfániástýrinumeð lappirnar upp í loft" Burðarbitar voru brotnir I sundur undir þyrluþilfarinu sem gekk mikið niður eins og sést á þessari mynd. Einnig má sjá loftrör, sem stóð upp úr þilfar- inu, kubbað i sundur. — ,,Nú rúllar hann yfir" var það eina sem ég sagði við Guð- mund Kjærnested skipherra pegar Falmouth sigldi á okkur þarna á miðunum, sagði Guðjón Karlsson háseti en hann stóð við stýrið i ölluin ásiglingunum þremur. — Ég var næstum al- veg viss um að skipið sykki i tveimur seinni ásiglingunum, þegar skipið hallaðist um 70 gráður og snerist um heilar 180 gráður... Jú, auðvitað var maður skithræddur, ég held að það hafi enginn haldið sálarró sinni óskertri þótt menn hafi kannski ekkj látið það f Ijós. — Það er enginn vafi á þvi að ef við hefðum verið fleiri á pyrluþilfarinu i annarri ásiglingunni hefði einhverjum skolað útbyröis, sögðu þeir Sigurður Bergmann og Sigurjón Jónsson, en þegar Falmouth keyrði á þyrluþilfarið i fyrra — sagði Guðjón Karlsson sem stóð við stýrið í öllum þremur ásiglingunum skiptið voru þeir tveir ásamt einum til að slaka út klippunum og undirbúa árás á togara. — Við náðum með herkjum að halda okkur meðan ósköpin gengu á en það hafa áreiöanlega verið einar tvær minútur sem liðu áður en við náðum að draga andann vegna þess að sjórinn flæddi stöðugt yfir okkur. Við vorum allir að gefast upp, sjórinn fossaði með miklum þunga og það var mikil þolraun að halda sér án þess að ná neinu lofti i lungun. Það hefðu ekki mátt liða nema nokkrar sekúndur til viðbótar áður en við hefðum sleppt tak- inu og við vorum allir farnir að súpa sjó að meiru eða minna leyti. Ef við hefðum verið fleiri við að slaka ut klippunum hefði ein- hver drukknað á þvi er enginn vafi. Við gátum tveir náð taki á hurð sem var lokuð og með nokkrum handföngum. Sá þriðji fann hins vegar ekkert annað en stórt kefli sem hann rétt náði ut- an um en fékk ekkert almenni- legttak á. Ef fleiri hefðu verið á þilfarinu hel'ði einhvern vantað handfestu og skolað útbyrðis, það er varla nokkur vafi a þvi, sögðu þeir Sigurður og Sigurjón. Sófus Alexandersson gekk með Þjv. mönnum um skiptð og sýndi skemmdirnar. Hann sagði að enginn hefði haft hugmynd Skemmdir kannaðar á Berufirði eftir átökin. Mynd Sófus. um að árekstur væri i bígerð hjá freigátumönnum fyrr en allt i einu að Falmouth sló skutnum i stefni Týs. Hún hafði þá siglt samsíða Tý I nokkrar klukku- stundir og kom þetta mjög skyndilega. Hið sama var að segja um næsta árekstur, menn voru óviðbúnir þessum ósköp- um og hin mesta mildi að slys eða dauösföll skyldu ekki hljót- ast af. — Jú, þetta var óskemmtileg lifsreynsla og allir vorum við hræddir að þessu sinni. En menneru harðiráþviaðgefa sig ekki og mér vitanlega hefur enginn maður orðað það að koma sér burt af varðskipinu. Við ætlum að ég held allir út aftur um leið og þess verður óskað. —gsp Yfirlýsing rannsóknarlögreglunnar vegna Geirfinnsmálsins Svo sem áður hefur verið frá greint hefir að undanförnu staðið yfir umfangsmikil rannsókn við sakadóm Reykjavfkur, sem eink- um hefir beinst að þvf aö upplýsa hver orðiö hafi afdrif tveggja horfinna manna, þeirra Guðmundar Einarssonar úr Reykjavik og Geirfinns Einars- sonar frá Keflavik. Rannsókn út af hvarfi Guðmundar Einarssonar hófst i siöari hluta desember sl. og hafa siðan setið I gæsluvarðhaldi þrlr menn, sem grunaöir eru um að hafa átt sök á dauða Guðmundar. Menn þessir heita Sævar Marinó Ciesielskí, Kristján Viðar Viðars- son og Tryggvi Rúnar Leif sson. 1 framburöi þeirra hefur komið fram, að Guðmundur hafi látist i átökum við þá að Hamarsbraut 11 I Hafnarfirði, og þeir slðan búið um lik hans og hvatt til kunningja sinn, Albert Klahn Skaftason, sem komið hafði I bifreið aö Hamarsbraut 11 og aðstoðað þá við að flytja lik Guömundar út I Hafnarfjarðarhraun. Albert Skaftason kannast við að hann hafi fariö ferð þessa en eigi vitað hvaö verið var aö flytja. Albert var I gæsluvarðhaldi frá 23. desember til 19. mars 1976. Þrátt fyrir leit hefur lik Guðmundar ekki fundist enn. Þá hefir rannsókn málsins á siðarastigi mjög beinst að því að upplýsa um tUdrög ökuferðar, sem fyrrnefndir Sævar Márinó og Kristján Viðar eru taldir hafa farið I ásamt Erlu Bolladóttur sambýliskonu Sævars Marinós, og f jóröa manni, þ.e. ökumanni, semekkierennljóst hvervar, til Keflavlkur og þar að Dráttar- braut Keflavikur, og að atferli þeirra þar. Ferð þessi var að öll- um likindum farin að kvöldi 19. nóvember 1974, en eftir þann tima var Geirfinns Einarssonar sakn- að. Samkvæmt frásögnum þeirra KristjánsViðarsogErluurðu þau vitni aö ágreiningi og átökum milli manna. Telur Kristján Viöar sig þar hafa séð til manna, sem eltu og umkringdu mann einn og þjörmuðu siðan aðhonum með höggum ogbarsmlðum og jafnvel eggvopnum. Hafi maður þessi verið orðinn mjög illa á sig kom- inn og blóðugur er hann sá hann siðast. Þá hafi einhverjir manna þessara hins vegar stuggað sér frá og Sævar Marinó farið með sig aö bifreið þeirra, Telur Kristján Viðar sig minnast þess, að er þeir voru komnir i bif- reiðina, haf ihann séð riffil I hönd- um Sævars Marinós, en Erlu sá hann þá ekki. Þá hefir Erla nú nýlega skýrt svo frá, að Sævar Marinó hafi er þetta gekk yfir verið með riffil I höndunum og haldið honum mjög að sér og nánast lagt hann I hendur hennar og sagt henni fyrir verkum um það hvernig hún skyldi beita honum gegn nær- stöddum manni, sem þá var þeg- ar mjög illa á sig kominn. Hafi hún siðan að fyrirmælum Sævars Marinós beint þessu vopni að manninum og hleypt af. Hafi henni þá sortnað fyrir augum, misst byssuna I hendur Sævars Marinós, sem stóð fast að baki hennar, en slðan lilaupið á brott og faliö sig, og slðan komist til Hafnarfjarðar og Reykjavfkur eins og áður hefir veriö frá skyrt. Eftir myndum að dæma telur Erla næsta sennilegt, að sá, sem fyrir þessu varð, hafi verið Geir- finnur Einarsson. Ekki er frekar upplýst um afdrif hans. Treglega hefir gengið aö fá fram hjá Sævari Marinó hvað gerst hafi þarna sem og um afdrif Guðmundar Einarssonar, og hefir hann oröiö margsaga i þeim efnum. Kristján Viðar og Erla töldu sig bera kennsl á nokkra þeirra, sem voru þarna staddir á athafnasvæöi Dráttarbrautarinn- ar, og voru þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson tilgreindir I því efni, en þeir hafa staðfastlega neitað þvi. Hafa þeir Einar Gunnar, Magnús, Valdimar og Sigurbjörn að undanförnu sætt gæsluvarðhaldi vegna þessarar rannsóknar, en hafa nú verið leystir úr þéirri gæslu, en að ákvörðun rannsókn- ardómara verið gert að sæta eftirliti lögreglu og takmörkunum á ferðafrelsi I þágu rannsóknar málsins. Rannsókn er haldið áfram bæði af hálfu rannsóknarlögreglu og fyrir dómi. Þau Sævar Marinó, Kristján Viðar, Erla og Tryggvi Rúnar eru öll i gæsluvarðahaldi vegna rannsóknar málsins og jafnframt gert að sæta sérfræði- legri rannsókn á lfkamlegu og andlegu heilbrigði, og er sú rannsókn hafin fyrir nokkru. Astæða er til að ætla að menn þeir sem staddir voru i Dráttar- braut Keflavikur umrætt sinn hafi skýrteinhverjum frá þvf. Þá er ástæða til þess að ætla aö þeir Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar og Kristján Viðar hafi skýrt ein- hverjum frá afdrifum Guðmund- ar Einarssonar. Er hér með skorað á þá sem slika vitneskju hafa að gefa sig þegar fram við rannsóknarlög- regluna. Frá sakadómi Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.