Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. maí 1976 fcJóÐVILJINN — SIÐA 5 „Hafa bandarlkjamenn séö aö siftan yrði auðveldara að nota andrúmsloft ótta og tortryggni til að fá Islendinga til að hleypa erlendum her inn I landið." Mynd þessa tók Skafti Guðjónsson 30. mars 1949 og sýnir hún mannfjöldann I Austurstræti eftir að hafa hrökklast af Austurvelli undan táragassprengjum lögreglunnar og vopnaðra heimdellinga. Mökkur táragass stendur út úr Pósthússtræti. Eðli bandarískrar utanríkisstefnu og Alþýðubandalagið Úr rœðu Gils Guðmundssonar við utanríkismálaumrœður á Alþingi i siðustu viku Skýrslur þær, sem nú hafa verið birtar, bæði af bandariskri og Islenskri hálfu, um könnunar- viðræður ráðamanna þessara þjóða i marsmánuði 1949, bregða um sumt nýju ljósi á aðdragand- ann að inngöngu tslands I Atlantshafsbandalagið. Ætti það nú naumast að þurfa að vefjast fyrir neinum, sem vill vita hið rétta, hver var annar aðal- tilgangurinn með aðild fslands að bandalaginu og komu banda- rikjahers á Keflavikurflugvöll tveim árum siðar. Formælendur aðildar islands að Nató og banda- riskra herstöðva hérhafa löngum hamrað á þvi, að tilgangurinn hafi verið sá að tryggja tsland gegn hugsanlegri innrás rússa. Nú er engum blöðum um það að Hetta lengur, að i sambandi við væntanlega Natóaðild bollalögðu islenskir og ameriskir ráðamenn um „byltingaröfl f landinu sjálfu", að kommúnistar gætu hrifsað til sln völdin hvenær sem væri", að islenska lögreglan væri alltof fámenn og þar þyrfti úr að bæta. Það liggur nú fyrir skjal- lega sannað, að það var umræðu- og áhyggjuefni nafngreindra islenskra og bandariskra ráða- manna, hvernig alið yrði á tor- tryggni meðal islendinga, svo að þeir fengjust til að triia þvi, að ekki óverulegur hluti þjóðar- innar, islenskir sósialistar, ætlaði að svikja hana i hendur erlendu valdi. Hafa bandarikjamenn séð að slðan yrði auðveldara að nota andriimsloft ótta og tortryggni til að fá islendinga til að hleypa erlendum her inn i landið. ÖU eru þessi gögn býsna fróðleg, ekki aðeins séð I sögulegu Ijósi, heldur til' aft glæða skilning á eðli islenskrar natóaðildar og hersetu og kjarna bandariskrar utan- rfkisstefnu fyrr og siðar. Að lokum vil ég segja þetta. Alþýðubandalagið er engum háð, nema félagsmönnum slnum, islensku alþýðufólki, sem hefur öðlast þá llfsskooun, að sóslal- ismi, samfara lýðræði, sé það þjóðskipulag, sem vert sé að berjast fyrir. En Alþýðubanda- lagið viðurkennir einnig mikil- vægi þeirrar baráttu og telur hana mál dagsins — sem snýst um það að treysta stjórnarfars- legt, efnahagslegt og menningar- legt sjálfstæði tslands og islenskrar alþýðu. Það er af þessum sökum, sem Alþýðubandalagið hefur barist og mun berjast af alefli fyrir fullum sigri íslendinga i landhelgis- málinu. Það er af þessum sökum, sem Alþýðubandalagið spyrnir fast gegn vaxandi ftökum og áhrifum erlendra auðhringa á islenskt atvinnulif og hagnýtingu islenskra auðlinda. Það er af þessum sökum sem Alþýðubandalagið heldur.-.áfram af vaxandi þunga baráttunni fyrir úrsögn tslands úr Nató, brottför alls herliðs héðan og afnámi herstöðva. Ég hef þá bjargföstu sannfæringu, að þessi barátta verði árangursrik á komandi árum. Þá skoðun mina byggi ég ekki slst á þvf, að þessi stefna er hin eina, sem tryggt getur þjóð- frelsi og búið haginn fyrir alþýðu- völd i auðvalds stað á tslandi. A morgun, 12. maí, kemur út bókin „REFSKÁKIR OG RÉTTVÍSI" eftir eftir Ingveldi Gisladóttur. Bóksalar og aðrir, sem vilja fá bókina, gjöri svo vel að panta hana hjá höfundi í síma 17919 Ingveldur Gisladóttir. Lögtaksúrskurður Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýsla Lögtaksúrskurður vegna ógreiddrar en gjaldfallinnar fyrirframgreiðsíu þing- gjalda 1976 var uppkveðinn i dag, fimmtu- daginn 6. mai 1976. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Keflavik, 6. mai 1976 Bæjarfógetinn i Keflavik, Grindavik og Njarðvík, Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu Jón Eysteinsson Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Siglufjarðar óskar eftir hjúkrunarfræðingum til sumarafleysinga og i föst störf. Upplýsingar hjá forstöðukonu s. 96-71502 og framkvæmdastjóra s. 96-71669. I Einstakt tækifæri I I I I I I Fólksbíla VÖrubíla Dráttarvéla og Jeppa hjólbarðar á gamla verðinu, án hækkaðs vörugjalds - Takmarkaðar birgðir Sparið þúsundir - kaupið Barum í dag. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ ÁÍSLANDIHÆ AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 AKUREYRI: SKOOA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI H/F. OSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR. GARÐABÆR: NYBARÐI H/F GARÐABÆ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.