Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. mal 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 SVERRIR HOLMARSSON SKRIFAR LEIKHUSPISTIL Allt þetta mun ég gefa þér Leikfélög Selfoss og Hveragerðis sýna Atómstööina. Leikstjóri: Steinunn Jóhannesdóttir. Leikmynd: Gylfi Gíslason. Lokaatriði Atómstöðvarinnar I uppfærslu Leikfélaganna á Selfossi og Hverageröi. Astmögur þjóoar- innar borin til grafar. Ugla (Sigriöur Karlsdóttir) horfir á og gerir sér endanlega ljóst að Búi Arland (fremstur likburðarmanna — Valgarð Hunólfsson) er ekki hennar maður. Þetta er að ég hygg fjórða upp- færsla leikgerðar Sveins Einars- sonar og Þorsteins Gunnarssonar af Amtómstöðinni. Hún var upp- haflega sýnd af Leikfélagi Reykjavikur, en hefur nýlega verið sett upp i Skagafirði og af menntaskólanemum á Akureyri. Vinsældirhennar byggjast sjálf- sagt fyrst og fremst á skáldsögu Halldórs Laxness og þeirri ánægju sem fylgir þvi að sjá gamalkunnar persónur á sviði. Sem leikhúsverk er Atómstöðun brotkennd og vantar eiginlega allt sköpulag fyrir sviö. Eins og Gylfi Gislason bendir réttilega á i leikskrá er verkið „nánast kvik- myndahandrit", og væri vissu- lega ómaksins vert að kanna þann möguleika. Verkið lifnar i einstökum atriðum og glæðist anda af návist persónanna & sviðinu. Reyndar hefur Steinunni tekist að láta það renna furöu- lipurlega áfram: hraðar skipting- ar og smellin tónlist milli atriða gera mikið til að liðka um. Þrjátiu ár eru nil liðin frá gerð Keflavikursamningsins, sem var aðalkveikja Atómstöðvarinnar. Þvi miður er hinn pólitiski ádeilu- þáttur verksins jafntimabær nú og hann var þá. Einmitt þess vegna ber að harma að i þessari leikgerð er gert sem minnst úr þeim þætti, og er þar sjálfsagt á ferðinni hinn alkunni pólitiski pempíuháttur. Dæmi um þetta: Hvergi sést örla fyrir ameriskum hermanni, og hápunkti hinna pólitisku svikaferla, opinberum svardaga forsætisráðherra, er al- gerlega sleppt. Þrátt fyrir þetta er nægjanlega mikið ádeiluefni eftir til að hrista upp i fólki. Það ætti t.d. að vera lýðum ljósara nú en það var þegar bókin var skrifuð, hve ægilegur sannleikur er fólgin i gylliboði freistarans tungulipra, Búa Arlands, til stúlkunnar að norðan: Allt þetta mun ég gefa þér. Ugla stóðst freistinguna, en hvað eru mörg okkar nú sem geta með sanni sagt: Ekki ég. Sýning leikfélaganna á Selfossi og i Hveragerði er vandað verk og heildarsvipur hennar furðanlega jafn og góður miðað við hversu viðamikil og margmenn áhuga- mannasýning er hér á ferð. Þetta staðfestir að visu þá almennu reynslu að áhugaleikflokkar vaxa að þrótti og listrænni hæfni i réttu hlutfalli við kröfur þeirra verk- efna sem þeir velja sér. En þá er auðvitað mest undir leikstjóra komið, bæði hvað snertir hlut- verkaskipan og það að ofgera ekki getu manna. Hvort tveggja hefur Steinunni Jóhannesdóttur tekist af mikilli prýði. Það yrði of langt mál að telja upp alla leikara i þessari sýningu en segja má að þeir hafi allir fylll úf i persónur sinar, þótt leikhæfn: sé auðvitað misjöfn, og hverg var verulega veikur hlekkur Nokkurra skal getið: Sigriðui Karlsdóttir er góð leikkona, of hún skilaði vandasömu hlutverk Uglu af traustri hófstilli'ngu: Sigurgeir H. Friðjónsson náð töluverðri upphafningu i organ istann og gerfi hans var frábært: Valgarð Runólfsson dró vel frair. þreytulegan heimsmannssjarmE Búa Arlands. Ýmsir smáhlutvert urbu eftirminnileg. t.d. Hreinn S Hákonarson sem piltur i brauð sölubúð og Kristin Steinþórsdóttii sem Kleópatra. Olitinn hlut að ágætu yfirbragð sýningarinnar átti leikmync Gylfa Gislasonar, haganlegt oj smekklegt verk. "SftS? IF) IIÍDFfní ........ : y.¦..:.;.-./: ' ;.":...:".""..:" '..¦; ¦: :: :¦;¦¦ .\ >~ ¦: '"' ''^ '¦ ~"'J . ;'"":¦¦:" Boöskapur meðreiðarsveinsins Formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, hefur undan- farnar vikur verið á viðreisnar- ferð um landið. Markmiðið hefur verið að blása liíi I leifarnar af flokknum sem verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn stofnuðu á öðrum áratug aldarinnar. Fréttir af fundum formannsins herma að ræður hans hafi verið i hinum hefðbundna stil sem verið hefur einkenni Benedikts Gröndal i nær aldarfjórðung. Hins vegar hafi formaðurinn haft með sér vigreifan svein, sem brugðið hafi ljósi á framtiðarerindi hins aldna flokks. Sveinn þessi er af hreinræktuðu alþyðuflokkskyni, ber nafn einnar helstu baráttuhetju flokksins á krepputimunum, Vilmundar Jónssonar, og hefur i helstrlði flokksins á siðustu árum staðið dyggilega við hlið föður sins, Gylfa Þ. Gislasonar. Vil-. mundur Gylfason hefur veriö glansnúmerið i herferð Bene- dikts Gröndal, hinn holli með- reiðarsveinn. „Falskur tónn" A föstudaginn birti svo með- reiðarsveinninn boðskap sinn i málgagni bilaheildsalanna. Að vanda var hann skýrmæltur og beinhvass. Þaö skyldi engum efa orpið hvert væri erindi þessa óskabarns Alþýðuflokks- forystunnar. Meöreiðarsveinn Benedikts Gröndal lýsir þvi yfir i upphafi greinarinnar, að honum þyki „skritin lykt" af orðinu alþýbu- völd. Það hefur liklegast ekki borið oft á góma i þeim heil- ræðum sem Vilmundur hlaut i Vilmundur Gylfason: Björn Jónsson, — Nei, takk. föðurgarði, enda hnykkir hann á og tilkynnir að i slikum hug- tökum sé „einhver falskur tónn". Þá vita menn þaö. Þessi "upprennandi áhrifamaður i Alþýðuflokknum, sem m.a. á sæti i stefnuskrárnefnd flokksins, ætlar ekki að smiða framtiðarsinfóniuna úr tónum eins og alþýðuvöld. -> „Alþýöuvöld? — Nei takk" Að loknum þessum inngangi beinir Vilmundur Gylfason meðreiðarsveinn Benedikts Gröndal, spjótum sinum að aðalskotspæni greinarinnar: verkalýðshreyfingunni og forystu hennar, einkum og sérí- lagi Birni Jónssyni, f orseta ASl. Alþýðusamtökin hafa eins og kunnugt er háð á þessum vetri harða baráttu fyrir hagsmunum Vilmundur Gylfason i fólksins i landinu. Þessi barátta hefur knúið fram háværar kröfur um nauðsyn þess að verkalýöshreyfingin eignaðist stjórnmálalegt afl. Björn Jónsson, forseti ASl, lauk 1. mai ræðu sinni þannig: „Fylkjum liði með verkalýð heimsins undir fánum þjóðfrelsis og al- þýðuvalda — gegn kúgun og arðráni auðvaldsins" Vilmundur Gylfason ræðst heiftarlega á þessa stefnu og hafnar henni algerlega. Hug- myndafræðingur Alþýðuflokks- ins afgreiðir stefnu Björns Jónssonar á afdráttarlausan hátt: „Alþýðuvöld? — Nei takk". Naprar kveöjur Eftirfarandi dæmi úr grein Vilmundar Gylfasonar sýna hug hinnar ungu kynslóöar Al- þýðuflokksins og meðreiðar- sveina flokksforystunnar til verkalýðshreyfingarinnar og forystumanna hennar: 1. „Ég held að verkalýðs- forustan sé ab mörgu leyti þreyttog ihaldssöm, og umfram afft úrræðalitil. Hana vanlar móral til að byggja á." 2. „En vandinn er óvart einnig sá, að verkalýösforustan leggur ekkert til i staðinn, hún leggur engar kerfisbreytingar til, býður ekki upp á neina raun- verulega valkosti. Aðeins þessar venjulegu kröfur um meira öllum til handa, þessar 19du aldar baráttuáðferðir frumskógarins." 3. „En á þessum vettvangi virðist verkalýösforustan ein- göngu skruma framan i fólkið i landinu, hún vill hækka laun allra (og hver vill það ekki?) en hún vill engin laun lækka, hún virðist engu kerfi vilja breyta. Þess háttar verkalýðsbarátta er einasta skrumskæling á heilag- leika kreppuáranna." 4. „Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þvi að alþýðu- samtökin i dag hafa á engan hátt svo heilagan málstað sem þau höfðu á frumbýlisárum sinum. Og enda held ég að fleiri en ég séu þessarar skoðunar." Dæmin gætu veriö mun fleiri. En þessi nægja til at sýna tón- inn. Eftir er þó naprasta kveðjan. HUn er send beint til Björns Jónssonar. Vil- mundur setur forseta ASI á vogarskálar Álþýðuflokksins og Cirskuðar hann léttvægan: „Ég minni á að i siðustu Al- þingiskosningum voru forseti ASÍ og formaður BSRB, tveggja langöflugustu launþegasam- taka landsins i framboði til þings. Saman hlutu listar þeirra i Reykjavik um 5500 atkvæði. Einhvern lærdóm h'ýtur að mega draga af þessu." Lærdómurinn Og hvaða lærdóm skyldi með- reiðarsveinn Alþýðuflokks- forystunnar hafa i huga? Jú, Björn Jónsson og stefna hans er ekki haldgóð beita til atkvæða- veiða og yrðu Alþýðuflokknum þvi til litils ávinnings. Krafan um alþýðuvöld á ekkert erindi i hina nýju stefnuskrá Alþýðu- flokksins. „Verkalýðsforustan er þreytt , alþýðusamtökin vantar móral" „verkalýðsforustan skrumar framan i fólkiö i landinu", — þannig er boðskapur mannsins sem þing- menn Alþýöuflokksins hafa sér til fulltingis i hinum nýju við reisnarferðum. Grein Vilmundar Gylfasonar er samfelld arás á forseta ASI og aðra forystumenn launþega- samtakanna. Björn Jónsson hefur nú dvalið i Alþýðu- flokknum i tvö ár. Hann birtist á elleftu stundu i kosninga- baráttunni 1974. Aðgeröir hans á siðustu mánuðum hafa greini- lega leitt til hatrammra deilna innan flokksins. Ýmsir eru greinilega að vakna upp við vondan draum. Hinn frái með- reiöarsveinn hefur orðið einna fyrstur til að taka af skarið. Hann tilkynnir i málgagni bila- heildsalanna: „Björn Jónsson? — Nei takk." — A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.