Þjóðviljinn - 20.07.1976, Side 14

Þjóðviljinn - 20.07.1976, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. júli 1976. Norrænt mót heyrnleysingja Ungmennafélag tslands og sam- en hún verður að þessu sinni i um- tök ungmennaféiaga annarra Norðurlanda hafa margvlsleg samskipti sin i milli og mynda i sameiningu Ungmennasamband norðurlanda, NSU. (Nordisk samarbedjsorganisation for ung- domsarbedje.) Margskonar námskeið, fræðsluráðstefnur, ungmenna- búðir starfsiþróttakeppni ofl. eru verkefni, sem NSU vinnur að og eru þessi verkefni framkvæmd til skiptis i löndunum fimm. Ungmennafélag íslands hefur verið virkur þátttakandi i þessu samstarfi, og bæði sent fólk og verið framkvæmdaaðili slikra verkefna á undanförnum árum. Norræna ungmennavikan er eitt af árlegum verkefnum NSU sjá UMFl og verður haldin dag- ana 26. júli til 1. ágúst að Flúðum i Hrunamannahreppi. A norrænu ungmennavikuna koma jafnan um 100 manns, en löndunum er ætlaður fastur kvóti 20 frá hverju landi og komast jafnan færri en vilja. Dagskrá ungmennavikunnar er i aðalatriðum með föstu sniði fólk skiptist i starfshópa eftir áhuga- málum, sem það vinnur að hluta dagins, en siðan eru á dagskrá iþróttir og leikir, ferðalög, kvöld- vökur ofl. Að þessu sinni eru eftir- taiin verkefni á dagskrá starfs- hópanna. Leiklist, þjóðdansar, visna- söngur, iþróttir og föndur. Aldur þátttakenda er frá 17 ár- um til 35 ára. Jafnan er vandað til leiðbeinenda i þessum verkefnum og eru þeir bæði heimamenn og erlendis frá. Aðstaða öll að Flúðum er hin ákjósanlegasta og staðurinn sér- staklega vel i sveit settur með til- liti til skoðunarferða. Það er von Ungmennafélags íslands að þvi takist að gera þessa viku sem ánægjulegasta og eftirmynnileg- asta fyrir hópinn. Bætur leiðréttast Frá og með ágúst hækka 3börn 19.350.- bótagreiðslur almannatrygg- 5. Ekkjubætur inga. Ailar almennar greiðsl- —6 mánaða — og 8 ára ur hækka um 9% en tekju- slysabætur 25.458.- trygging hækkar um 18%. 6. Ekkjubætur Frá 1. ágúst verða upphæðir —12mánaða— 19.119.- helstu tegunda bóta þessar á mánuði: 1. Elli-og Frá 1.7. 1976 hækkuðu fjár- hæðir annarra árstekna lif- örorkulifeyrir 20.318.- eyrisþega almannatrygginga 2. Tekjutrygging 17.832,- úr 46.380,- I 120.000,- fyrir 3. Barnalifeyrir 4. Mæðralaun: 10.398.- einstakling og úr 83.460,- i 168.000,- fyrir hjón, án þess að 1 barn 1.783.- tekjutrygging skerðist. 2 börn 9.675.- Skipstjórinn Framhald af bls. 16 + dómsins kvað upp dóminn. en meðdómendur voru skipstjórarn- irPétur Agústsson og Sigurður A. fíreiðarsson i Stykkishólmi. Dómurinnbyggistá nýjum lögum um veiðar i fiskveiðilandh. Is- lands er tóku gildi 1. júli sl., og mun þetta vera fyrsti dómur sem kveðinn er upp eftir þessum lög- um. Samkvæmt þessum lögum má dæma skipstjóra i fangelsi við fyrsta brot, en i þessu máli var raunar um itrekað brot að ræða, þvi skipstjórinn á Lárusi Sveins- syni hefur tvivegis áður verið dæmdur fyrir brot á fiskveiðilög- um i Sakadómi Snæfells- og Hnappadalssýslu. Samkvæmt þessum nýju lögum er einnig hert mjög á ákvæðum um innheimtu sekta og má ekki sleppa skipum fyrr en a.m.k. bankatrygging hefur verið sett fyrir greiðslu sektarinnar. Ekið verður um Mývatnsiveit og vloor. Sumarferð AB á Norðurlandi vestra 24.-25. júlí: V esturdalur Sprengisandur Bárðardalin*—Krafla öllum er heimil þátttaka I þessari sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi vestra. Farið verður frá Varmahlfð laugardaginn 24. júlf n.k. kl. 10. Þátttakendur koma til Varmahllðar að morgni laug- ardags,ýmist I einkabllum eða langferðabllum og verður það skipulagt, þegar meira er vitaö um þátttöku. Fyrsti áfangastaðurinn er eyðibýlið Þorljótsstaðlr I Vest- urdal, en þar veröur haldið upp á hálendið og ekið um Reyðar- ffell og Orravatnsrústir að sælu- húsi við Laugafelt og sfðaii norður SprengisandsSeið niöur I Bárðardal þar sem gist er I tjöldum aðfaran. sunnud. og efnt til kvöldv. i Halldörsst. sk. A sunnudag liggur leiðin um Mývatnssveit, þar sem margt er að skoða og þaðan til virkjun- ar og jaröeldasvæðis við Kröflu, en sfðan verður ekið um Akur- eyri til Varmahliðar, þar sem leiðir skilja á sunnudagskvöld. Atlir þátttakendur i ferðinni þurfa að hafa með sér viðlegu- búnar og nesti til tveggja daga. Þátttökugjald verður kr. 5.000,-, en þátttakendur yngri en 12 ára borga hálft gjald. Væntanlegir þátttakendur láta skrá sig og fá nánari upp- lýsingar hjá eftirtöldum: Hvammstangi: Þórður Skúlason, Hvamms- tangabraut 19, sfmi 1382. Blönduós: Örn Ragnarsson, kennarabú- stað Kvennaskólans, simi 4249. Skagaströnd: Eðvarð Hallgrimsson, Fella- braut 1, sfmi 4685. Varmahlfð: Hallveig Thorlacius, Mánaþúfu, simi 6128. Sauðárkrókur: Svava Hjaltadóttir, Ægisstfg 10, sfmi 5237. Hofsós: Gisli Kristjánsson, Kárastfg 16, slmi 6341. Siglufjöröur: Sigurður Hlöðversson, sfmi 71406. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á norðurlandi vestra. Gunnar Framhald af bls. 1. bændur maldi i móinn, þótt það dugi ef til vill skammt. Það er heldur ekki óliklegt að einhverj- ir dragi lánsumsóknir sinar til baka, þegar þetta liggur fyrir. En einkum mun þetta bitna á ungum bændum og koma hart niður á harðbýlli svæðum, þar sem menn hafa orðið á eftir i fjárfestingu, t.d. i þeim byggð- um, sem nú hafa verið gerðar framkvæmdaáætlanir um.” — ekh Allt stefnir Framhald af bls. 6. tölulega litlu máli hlutir eins og mánaðanöfn og 31. desember, og eða 1. janúar, áramot. Það skipti ekki verulegu máli fyrir þennan ágæta fisk, hvoru megin við þessa dagsetningu hann væri veiddur. — I sjálfu sér skiptir ekki máli hvort munar einum mánuði, en við erum að tala um meðaltal tveggja ára. Þarna munar um heils árs vöxt, sem er verulegur, sérstaklega á ungfiskinum. Þar að auki hrygna þeir fiskar ekki sem veiddireru fyrir vetrarvertlð nú I ár. Nú, út af þessu tali um áramót, þá er það kannski ráð að færa áramótin eins og gert var I frægu leikriti, Delerium Búbónis. Bara tekið mark á tillögum um aukinn afla. — Hér minnti Páll Heiðar á orð Matthiasar Bjarnasonar sjávar- útvegsráðherra, að fiskifræðing- ar væru að þvi leyti óllkir öðrum mönnum að þær kæmu mjög nið- urdregnir af ráðstefnum erlendis. I þessu sambandi var einnig drepið á „kolsvörtu skýrslu” Alþjóða hafrannsókna.- ráðsins þar sem lagt er til að há- marksaflinn á árinu verði ekki nema 150 þúsund lestir af þorski: Ég hef tekið eftir þvi að fólk á- litur að við komum með döprum huga af hinum og þessum ráð- stefnum og þessvegna séum við að slá fram mjög lágum tölum. Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við fundi á vegum Alþjóða hafrann- sóknaráðsins, en þar vifl svo til að erlendir sérfræðingar á þess- um sviðum hafa margstaðfest niðurstöður svörtu skýrslunnar. En á fundum hjá Alþjóðahafrann- sóknaráðinu kom greinilega fram, að enn meiri aflatak- markanir heldur en „svarta skýrslan” gerir ráð fyrir væru mjög æskilegar til að draga úr yf- irvofandi hættu á svokölluðum viðkomubresti. Það þýðir að hér yrði þorsklaust um langan tima, eða nokkuð mörg ár. Og eitt hundrað og fimmtiu þúsund tonnin voru þvl ekki nefnd vegna þess að einhver fiskifræðingur kom með döprum huga af ein- hverri ráðstefnu, heldur hrein- lega vegna þess að hér rikir geig vænlégt ástánd á Islandsmiðum. Svo vil ég fá að bæta þvi við, að mér finnst það mjög athyglisvert að i nokkrum tilvikum hafa fiski- fræðingar lagt til aukinn há- marksafla; sem dæmi nefni ég humar og síld. Þessar tillögur voru gerðar I samræmi við stofn- stærðarútreikninga á viðkomandi dýrastofnum. Stjórnvöld hafa á engan hátt vefengt þessar niður- stöður og tekið fullt tillit til tillagna okkar um aukinn afla. Þegar við hins vegar leggjum frám tillögur um nauðsyn þess að minnka afla vegna gegndar- lausrar ofveiði, er þvi lýst yfir, einmitt i þinum þáttum, Páll, að allir heimsins fiskifræðingar dugi ekki til að sannfæra islensk stjórnvöld. Þegar gerðar eru til- lögur um aukinn afla, þá sam- þykkja allir. En ef minnka þarf afla, þá eru útreikningar okkar kallaðir ágiskanir. Fram til þessa verð ég nú að Pípulagnir I.N'ylagnir, breytingar, [liitavpitutengingar. iSimi (nvilli kl. 12 og l og eftir kl. i 7 á kvöSdin). . • segja að íslendingar hafa reynt að skáka I þvi skjólinu, að þeir yrðu að keppa við útlendinga 'um fisk- inn i sjónum og þessvegna gætum við ekki staðið I róttækum verndaraðgerðum. Hér eftir höf- um við ekki við neina aðra en sjálfa okkur að sakast. Og svo að lokum, Páll, langar mig til að taka það fram að þær ráðstafanir sem þegar hafa verið gerðar I þessum efnum stefna i rétta átt og voru bráðnauðsynleg- ar, og eiga vafalaust eftir að skila miklum arði I þjóðarbúið. Þær ná þó alltof skammt meðan ekki hef- ur verið tekin raunsæ ákvörðun um aflatakmarkanir til þess að stöðva þá gegndarlausu otveiöi sem nú rikir á íslandsmiðum. Skjöl Framhald af 13. siðu. útgerðarmenn og svo framvegis — aö sameinast i þvi að leita lausnar á núverandi efnahags- vandamálum. Utanrikisráð- herrann heldur þvi fram að helsta ástæðan til hindrunar þvl að þessi leið sé farin, sé sú að nærri allir framámenn ókommúnisku (non-Communist) flokkanna van- treysti kommúnistum. Veröi hins vegar tekinn sá kostur að færa niður framleiðslukostnað með löggjöf yrði erfitt að koma henni I framkvæmd.... Þannig er spurning, hvort hægt væri að koma slikri löggjöf i framkvæmd ef verkalýössamtökin, sem kommúnistar ráða að nokkru leyti sne'rust gegn henni. Þar að auki eru sósialdemókratar (Al- þýðuflokkurinn, innsk. Þjv.) hræddir við að standa að slikri löggjöf meöan kommúnistar eru I stjórnarandstöðu, þar eð það myndi valda alvarlegri óánægju meðal stuðningsmanna sósial- demókrata. Að visu er fyrir hendi þriðji valkosturinn sem Benediktsson aðeinsvék iauslega að i dag. (Um þann valkost er fjallað nánar i orðsendingu frá sendiráðinu til bandariska utanríkisráðuneytis- sins, dagsettri 29. ágúst, en sú orðsending er ekki birt) Gagnvart þvi atriði er hann sem leiðtogi i- haldsmanna mjög á verði. (Athyglisvert að hinn bandariski sendiráðsmaður skilgreinir Sjálf- stæðisflokkinn hiklaust sem i- haldsflokk, aths. Þjv.) Hér er um að ræða myndun samsteypu- stjórnar Framsóknarflokksins, kommúnista og vinstri arms Alþýðuflokksins. Slfkri sam- steypu væri trúandi til þess að láta stefnu sinni I efnahags mál- um fylgja ráðstafanir um einokun alls mntlutnmgs undlr stjórn og eftirliti rikisins, en slikt mega innflytjendurnir og heildsalarnir, sem eru meðal tryggustu stuðningamanna ihaldsflokksins (Conservative Party) ekki heyra nefnt. Jafnskjótt og utanrikisráð- herrann hafði tokið máli sfiiu, sagði ég að ef kommúnistar yrðu teknir með i endurskipulagða rikisstjórn væri ekki hægt að komast hjá þvi að það hefði nei- kvæð áhrif á tilraunir okkar til að hjálpa Islandi efnahagslega, til dæmis með þvi að kaupa fisk á vegum hjálparstarfsemi og að ráöa Islendinga tfi starfa á Kefla- vikurflugveili. Þar að auki kvað ég það álit mitt að slik ráðstöfun yrði aðeins til þess að slá á frest og þar með gera erfiðara endan- legt uppgjör milli kommúníska minnihlutans og yfirgnæfandi meirihiuta islensku þjóðarinnar. Ég sagði að stjórnin virtist hafa ofmetiö styrk kommúnista í verk- aiýðshreyfingunni og að til þess benti ástæðulaus ótti stjórnarinn- ar við að alda samúðarvekfalla myndi fylgja vinnustöðvun Dags^ brúnar I júni s.l. Utanrikisráðherrann sagðist sjáað éghefði mikiðtilmins máls og athugasemdir mtaar væru ekki fjarri þvf að vera f samræmi við hans eigin sjónarmið. Ilann spurði hvort ég héldi að við myndum standa hjá aögerðar- lausirefsvo færi aðkommúnistar tækju völdin með stjórnar- byltingu. Ég svaraði þvi til að persónulegskoðun min værisúað við myndum ekki iáta þaö af- skiptalaust . Benediktsson lauk samtalinu meö þvi að segja, aö valkostir þeir, sem hann heföi gert stuttlega grein fyrir, gætu enn komið til greina, en aö allar breytingar á rikisstjórninni væru ákaflega óliklegar þangað til Al- þingi kæmi saman i byrjun cáctó- ber.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.