Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 1
Greiðendur hœstu gjalda í Reykjavík: . Fimmtudagur 26. júlí 1979 —169. tbl. 44. árg. Pálmí í Hagkaup greiðir 108 milj. Þorvaldur í Síld og fisk hejur 8-9 milj. kr. í mánaðarlaun skv. útsvari Fyrirtækin farin að bera byrðar • Eignaskatturinn hækkar langmest % Áhrif stefnubreytingar í skattamálum eru greinileg Pálmi Jónsson kaupmaóur i Hagkaup greiöir hvorki meira né minna en tæpar 108 miljónir króna i opinber gjöld skv. nýút- kominni skattskrá I Reykjavik. Næstur honum kemur Þorvaldur Guðmundsson i Sild og fisk meö 88 miljónir og eru þeir langhæstir. Pálmi borgar rúmar 33 miljónir i tekjuskatt, 7,5 milj. i útsvar, 48 milj. i aöstööugjald en Þorvaldur greiöir hins vegar 51 milj. i tekju- skatt, 11,4 milj. i útsvar, 11.4 milj. i aöstööugjald og rúmar 8 milj. i eignaskatt. Skv. þessu eru árslaun Þor- valds um 100 miljónir króna eöa 8- 9 miljónir i mánaöarlaun en árs- Gjöld einstaklinga i Reykjavik hækka mun minna en gjöld fyrir- tækja. Þarna kemur fram i skatt- skránni sú stefna rikisstjórnar- innar aö fyrirtækin skuli bera aukinn þunga skattbyröarinnar. Gjöld lögö á einstaklinga hækk- uðu um 61% skv. skattskrá en gjöld lögð á fyrirtæki hækkuöu um 88%. Þá kemur einnig i ljós hiö sama og úti á landi aö eignaskattur hækkar langmest allra skatt- stofna. Eignaskattur einstaklinga hækkar i Reykjavik um 128% en eignaskattur fyrirtækja hækkar um 184%, eöa nær þrefaldast. Tekjuskattar hækka hjá ein- staklingum um 75% en útsvarið Framhald á 14. siöu Sumar- ferð ABR á sunnu- daginn Sala miöa i sumarferð Alþýöu- bandalagsins i Reykjavik stendur nú yfir aö Grettisgötu 3 af fullum krafti. Siminn er 17500. Gott væri ef fólk léti skrá sig sem fyrst til aö auövelda allan undirbúning. Farið veröur um Kaldadal og Borgarfjörö og er aöalfararstjóri Páll Bergþórsson veöurfræöing- ur. úrvals leiösögumenn — glæsilegt feröahappdrætti. Sjá auglýsingu á bls. 10. Enn meiri sól Þeir eru bjartir á Veöurstof- unni þessa dagana og halda áfram aö gleöja fólk meö góöri spá. Aö visu var heldur kaldara i Reykjavik I gær en i fyrradag, en i staöinn er fariö aö hlýna fyrir noröan, þótt enn sé svalt viö ströndina. Og veöurspámenn telja allt eins liklegt aö þessi bliöa haldist fram á helgi. Þvi má bæta viö aö margir hafa fariö of geyst I sólinni, þvi brunasmyrsl seldust i stórum stil f apótekum i gær. Þaö eru sannkallaöir dýröardagar I ReykjavOk I sést á andlitum þessara ungu stúlkna sem voru aö núna. Sólin skin og fólk gengur um léttklætt og i hjálpa til viö aö afgreiða á útimarkaönum á’ góöu skapi. í miöbænum er mikil stemning svo sem | Lækjartorgi. (Ljósm.: Leifur). Skattskráin í Reykjavík: 46 miliarðar Stórar gerast veröbólgutölurn- ar. t nýútkominni skattskrá Reykjavikur náigast heildartölur 100 miljaröana. Meö söluskatti, launaskatti og öörum þeim liöum sem ekki eru i skattskrá veröa heildargjöld i Reykjavik 93.4 mii- jaröar á þessu ári. Heildargjöld á einstaklinga eru 33.5 miljarðar, þar af er tekju- skattur 15 miljaröar, útsvar 12.9 miljaröar, eignaskattur 1.1 miljaröur og sjúkratrygginga- gjald 1.9 miljaröar. A félög eru lagðir 12.5 miljarðar. Þar af er tekjuskattur 3.6 miljaröar, aöstöðugjald aörir 3.6 miljaröar, eignaskattur 1.4 miljaröar og lifeyristrygginga- gjald 1.7 miljaröar. Litil breyting er á fjölda gjald- enda i Reykjavik en t.d. á Reykjanesi er skýringin á gjalda- hækkun aö hluta til veruleg fjölg- un gjaldenda. eng. Vafalaust þurfa margir aö bera skattseðlana sina undir starfsmenn Sjá meira Um skatt- Skattstofunnar á næstu dögum. A svip þeirra tveggja á myndinni má ' 'i C ætla aö um mikilvægt mál sé aö ræöa. aiia a ó. Og D. SIOU Kaupmáttur launa með hæsta móti 1 nýútkomnu fréttabréfi Kjararannsóknanefndar er þaö staöfest aölaunakjör eru betri undir núverandi stjórn heldur en undir hægri stjórn Geirs Hallgrimssonar. Á fyrsta ársfjóröungi þessa árs var kaupmáttur launa litiliega minni en á siöasta ársfjóröungi 1978, en þá varö hann hærri en nokkru sinni fyrr. Kaupmáttur launa hefur veriö verulega hærri á tima núverandi stjórnar en á valdatima fyrri stjórnar. Sjá nánar á bls. 3. SJÁ SÍÐU 3 I i laun Pálma „ekki nema” um 70 miljónir króna. Þriöji hæsti gjaldandinn I Reykjavlk er Guömundur Þengilsson byggingameistari með 38,4 milj. króna en hann mun vera farinn á hausinn fyrir löngu siöan og eru þessi gjöld áætluö á hann. Sá fjóröi er Pétur Nikulás- son heildsali (netainnflutningur) meö 29.4 milj. kr. Fimmti er Siguröur Ólafsson apótekari meö 26 milj., sjötti Emil Hjartarson (TM-húsgögn) meö 24,4 milj.,sjö- undi Guöjón Böövarsson verslunarstjóri (SS) meö 23,4 milj., áttundi Eirlkur Ketilsson heildsali meö 22,5 milj., nlundi Ingólfur Guöbrandsson i Útsýn 21 milj., og tlundi Karl Lúðviksson apótekari meö 22,5 milj. kr. Listi yfir 39 hæstu greiöendur er á bls. 5 Aðeins eftir að veiða um 50 þús. tonn af þorski upp í aflakvótann Engar frekari aflatak- markanir fyrirhugadar segir Jón B. Jónasson i sjávarútvegs- ráðuneytinu „Mér líst vel á þessa miklu þorskveiöi sem sllka, þetta er mjög góöur afli sem fæst núna þarna fyrir Norövesturlandi á mjög stóru veiöisvæði. Hins veg- ar held ég aö þær þorskveiöitak- markanir sem nú þegar eru I gildi nægi nokkurn veginn til aö halda þorskafianum innan áöur settra marka” sagöi Jón B. Jónasson deildarstjóri I sjávarút- vegsráöuneytinu I samtali viö Þjóðviljann i gær. Jón sagöi aö fyrir lægi aö stór hluti togaranna sem veriö hefur á þorskveiöum fyrir Norö-vestur- landi færi fljótlega á „skrap” og myndi þaö hafa sin áhrif á þorsk- veiðina og eins væri vitaö aö þótt þorskaflinn væri sérstaklega góö- ur núna siöustu vikurnar þá minnkaöi alltaf aflamagniö þegar liöi aö vetri. Aöspuröur hvort þessi mikla aflahrota sannaöi ekki skoöun margra sjómanna aö þorskstofninn væri mun sterkari en fiskifræöingar vilja láta vera, sagöi Jón aö þessi mikla afla- hrota breytti ekki skoöunum og niöurstöðum fiskifræöinga um ástand þorskstofnsins. Eftirlits- menn frá ráðuneytinu væru nú um borö i togurum á þessum miö- um og ynnu þeir aö athugun á aflanum, en þaö sem af væri heföi veriö um mjög góöan þorsk aö ræöa á þessum miöum. Þá var Jón spurður út i þaö ástand sem skapast hefur hjá mörgum fiskverkunarhúsum i landinu, þar sem afkastageta húsanna hefur alls ekki dugaö til aö vinna allan þann afla sem á land hefur borist. Jón sagöi þetta vera mikið vandamál. Frystihús- in,sem oft gera út togarana lika, þyrftu aö skipuleggja betur sinar veiöar þannig aö allt yfirfylltist ekki, og einnig þyrftu togararnir aö hemja veiöigleöina þegar svo vel veiddist sem nú. -lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.