Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Hæstu heildargjöld félaga í Reykjavík SÍS efst á blaði Samband Isl. samvinnu- félaga er gert að greiða hæstu opinberu gjöldin i Reykjavík fyrir árið 1979 eða 598.9 miljónir króna. Þar af er aðstöðugjald 314.934 krónur. Næst i röðinni koma Flug- leiðir (287,3 milj.), Eimskip (247.354 milj.) og Oliufélagið (201.837 milj.) Hæstu landsútsvör greiða hins vegar ATVR 630 milj. kr., Oliufélagiö 227 milj., Skeljungur 166 milj. kr og Oliuverslun íslands 146 milj. kr. Hæstu greiðendur sölu- gjalds 1978 eru ATVR 3,4 miljarðar kr. Ollufélagið 1,6 miljarð, Póstur og simi 1,4 miljarð, Skeljungur 1,3 miljarður, Olluverslun íslands 1,1 miljaröur og SÍS 1 miljarður. Sjá nánar á bls .5. -GFr Stóreignamenn í Reykjavík: Þorvaldur í Síld og flsld og Sílla og Valda- fjölskyldan Eignaskattur er greiddur af hreinni eign en 22 gjald- endur I Reykjavlk greiða meira en 2 miljónir I eigna- skatt. Efstur á blaði er Þor- valdur Guðmundsson I Sild og fisk með 8,1 miljón en næsta koma I röðinni 3 börn Valdimars Þórðarsonar (Silli og Valdi) þau Sigurður bankaritari með 6.3 milj., Þorkell með 6 milj., og Sigriður með 5,8 milj. kr. Gunnar B. Jensson eigandi Selássins er fimmti I röðinni með 4,1 milj. kr. I eignaskatt, þá Emil Hjartarson (TM- húsgögn) með 4 miljónir en nr. 7 er Hannes Guðmunds- son sendiráðunautur i varnarmáladeild utanrikis- ráðuneytisins. Hann borgar rúmar 4 miljónir af eignum sinum. Nr.8 er Hjalti Geir Kristjánsson (Kristján Sig- geirsson) með 3,8 milj. kr., nr. 9 er Sveinn Valfells iðn- rekandi (Steypustöðin o.fl.) með 3,8 milj., nr 10 er Guðni Þórðarson fyrrverandi for- stjóri Sunnu meö 3,2 milj. kr.i eignaskatt. Sjá nánar á siðu 5. —GFr f stuttu máli Fréttabréf Kj ararannsóknamefndar: Kaupmáttur launa með hæsta móti Kaupmáttur launa var með þvi allra hæsta sem hann hefur nokk- urn tima verið á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. Þetta kemur fram i nýútkomnu fréttabréfi. Kjararannsóknar- nefndar. Abyrgöarma&ur þess er Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins. Kjararannsóknar- nefnd er skipuö fulltrúum Alþýðusambandsins og Vinnu- veitendasambandsins og er ætlað aö standa fyrir hlutlausum athug- unum á launum og launakjörum i landinu. Sem fyrr segir var kaupmáttur launa einhver hinn allra hæsti á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aðeins á fjórða ársfjóröungi sið- asta árs var hann herslumun hærri en eftir „sólstöðusamning- ana” árið 1977. Hjá verkamönnum sýndi kaup- máttarvisitala fyrir timakaup i dagvinnu 131,3 stig á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs og 131.9 stig á fjórða ársfjórðungi s.l. árs. Til samanburöar má nefna að á fyrsta ársfjórðungi 1977 var vlsi- tala þessi 112.5 stig, eða um 14% lægri. A sama tima stjórnar Geirs Hallgrimssonar komst hún hæst i 129.7 stig, en siðan fór hún lækk- andi vegna svonefndra „kaup- ránslaga” og hækkaði ekki að nýju fyrr en eftir kosningarnar á siðasta ári. Er þarna þvi hleypt stoðum undir þær fullyrðingar að kaup- mátturinn sé jafnan hæstur undir vinstri stjórn. Aðurnefndar tölur eru um timakaup verkamanna. Alveg sama verður uppi á teningnum ef skoðaðar eru upplýsingar um laun verkakvenna eöa iðnaðar- manna. eng. Gufuskortur hefur hamlað starfsemi Kisiliöjunnar við Mývatn. Hinsvegar mun verksmiðjan ekki hafa starfsleyfi sitt I lagi. Kísilidjan án starfsleyfis? Samkvæmt þeim fréttum er Þjóðviljinn hefur aflað sér er Kisiliðjan við Mývatn ekki með gilt starfsleyfi. Ekki tókst blaðinu að fá þetta staðfest hjá Heilbrigðiseftirliti rikisins. Sú stofnun er nú lokuð vegna sumarleyfa, enda mjög vanmönnuð eins og fram hefur komið áður. En þótt Kisiliðjan hafi getað starfað þrátt fyrir ekkert starfs- leyfi þá, hafa þau náttúruöfl sem starfsleyfinu er ætlað að taka til- lit til, gert sinar eigin ráðstafanir. Þannig hefur gufuskortur hamlað mjög framleiðslu verksmiðj- unnar. A stundum hafa þvi afköst verksmiðjunnar dottið niður fyrir helming afkastagetu. Það er rikið sem á aö sjá Kisil- iöjunni fyrir gufu, en eftir jarö- hræringarnar I Bjarnarflagi fyrir # Gufuskortur dregur mjög úr jramleiöslu % Borað er i Bjamarfiagi eftir meiri gufu tveimur árum hefur það ekki gengið ýkja vel. Nú er verið að hreinsa holu i Bjarnarflagi og I áætlunum iðnaðarráðherra um oliu- sparnaðaraögerðir er gert ráð fyrir aö boruð verði þar ein hola til viðbótar ef ekki fæst næg gufa við hreinsunina. Náttúruöflin hafa eyðilagt fleira en gufuholurnar. Hráefnis- þrær verksmiðjunnar hafa einnig farið mjög illa. Hafa þær sprung- ið svo illa að notkun þeirra hefur verið hætt með öllu. Var þess i stað byggð ný þró utan við jarð- skjálftasvæðið og það hátt að hraunflóö eiga ekki að geta náð til hennar. Hin nýja þró er mikið mann- virki og mun hafa kostað um 400 miljónir I byggingu. Hún tekur um 300 þúsund rúmmetra. Þyki mönnum það mikið er þess að gæta að vetrarbirgðir þurfa að vera fyrir hendi þvi ekki er hægt að afla hráefnis af botni Mývatns yfir veturinn. Við full afköst framleiðir verk- smiðjan um 24000 tonn á ári og við hana starfa um 60 manns. eng. Einka- flugvél týndist á leið til íslands Litil einshreyfilsvél frá Bandarikjunum á leið til Is- lands hefur verið týnd siðan i gær, en hún hafði aðeins flugþol til 21.22 I gærkvöldi. Vélin er eins hreyfils Cessna 172 og er eigandi hennar einn I vélinni. Samband við vélina rofnaði fljótlega eftir að hún lagði af stað frá Kanada i gær og hafa skip og flugvélar svipast eftir vélinni. Blaöið fékk þær upplýsingar hjá flugstjórn á Reykjavlkur- flugvelli aö vélarinnar hefði veriö leitað I gær frá Halifax, en án árangurs. þs Inn- og útláns- vextir hœkka ekki Einsog Þjóðviljinn greindi frá I gær, hefur lánskjara- visitalan fyrir ágústmánuð verið ákveðin 107 stig, en hún var 100 stig i júni. Þrátt fyrir þessá hækkun munu inn- og útlánsvextir ekki hækka, að sögn Bjarna Braga Jónssonar hjá Seðla- bankanum, þarsem slikir vextir eru óháðir lánskjara- visitölunni. Einu lánin sem munu verða fyrir áhrifum beinlinis vegna lánskjara- visitölunnar, eru þau lán, sem eru bundin henni við töku. —ÖS Fjárfestingarlána- sjóðirnir: Hluturlíf- eyrissjóða eykst Hlutdeild lifeyrissjóöanna I landinu I fjármögnun fjár- festingalánasjóða hefur fariö mjög ört vaxandi á undan- förnum árum. Um slðustu áramót námu lántökur fjárfestingalánasjóðanna hjá lifeyrissjóðunum alls um 22,5% af heildarlánum en i árslok 1973 var þetta hlutfall aðeins um 5%. Flugvél brotlenti á Hveravöllum ísfirskir sjómenn: Kærðu norskan hrefnubát fyrir landhelgisbrot Klukkan 22 i fyrrakvöld kom norskur hrefnubátur inn til tsa- fjarðar og veittu islenskir sjó- menn þvl athygli að nýskorið hrefnukjöt var á dekki sem virtist vera volgt viðkomu. Töldu þeir vlst að hrefnan væri veidd I land- helgi og jafnvel inni I Djúpinu og kærðu fyrir sýslumanni. Var haf- in formleg rannsókn á málinu og lauk réttarhöldum kl. 5 i fyrrinótt meö þvi að málinu var vlsaö frá á grundvelli ónógra sönnunar- gagna. Það var Guðmundur Sigurjóns- son fulltrúi sem hafði með rann- sókn málsins aö gera og sagði hann I samtali við Þjóðviljann i gær að skipstjórinn hefði borið fyrir rétti að hrefnan væri veidd langt utan landhelgi fyrir 3 sólar- hringum. Voru dómkvaddir menn til að kanna kjötið á dekkinu og eins niður I lest en eins og fyrr sagði var málinu visað frá I sam- ráði við rikissaksóknara. — GFr Eins hreyfils vél brotlenti I gærmorgun á Hveravöllum meö fjórum mönnum og slasaöist einn þeirra. Vélin er talin gerónýt, en menn frá loftfcrðaeftirlitinu fóru i gær upp á Hveravelli til að kanna slysstaöinn. Flugmaðurinn og þrlr útlendingar sem voru I vél- inni voru fluttir til Reykjavíkur eftir hádegið I gær og var einn útlendinganna fluttur á sjúkra- hús. Var það kona sem hafði skorist á fæti og átti að rannsaka meiðli hennar nánar, en þau voru þó ekki talin alvarleg. Hjálmar Diego Arnórsson á flugst jórnarmiðstööinni á Reykjavikurflugvelli sagði i við- tali við blaðiö i gær að flug- maðurinn hefði sagt sér aö hann hefði lent I snöggum misvindum, en útlendingarnir voru að taka ljósmyndir af Langjökli og Kili. Það var flugvél Flugmála- stjórnar sem fann vélina. þs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.