Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. júlí 1979. ÞJÓDVILJINN — SIDA Ú íþróttir ffl íþróttir @ íþróttir J B Umsjón: Ingólfur Hannesson B If Jafntefli hjá Þrótti og Víkingi Víkingar og Þróttarar deildu mcö sér stigunum I fyrstu deild fótboltans i gærkvöld. BæOi liöin skoruöu eitt mark. t hálfleik var staöan 1-0 fyrir Þrótti. Hún var ekki sérlega glæsileg knattspyrnan, sem liöin sýndu á Laugardalsvellinum i bllöskapar- veöri, þó brá einstaka sinnum fyrir laglegum leikköflum, en þeir voru þvi miöur alltof fáir. í fyrri hálfleik voru Þróttarar snöggtum betri og þeir fengu mörg góö tækifæri sem þó ekki nýttust. Vikingar voru mjög dauf- ir i fyrri hálfleiknum, og ekki bætti úr skák, aö leikmenn rifust hver viö annan i tima og ótima, auk þess sem rússneski þjálfar- inn geröi þeim lifiö leitt meö si- felldum köllum inn á leikvöllinn. Fyrsta mark leiksins kom á 35. min. Sverrir Brynjólfsson var þá meö boltann lengst út i kanti um þaö bil 40 metra frá markinu. Hugöist hann gefa fyrir markiö, en betur tókst til, þvi boltinn fór alla leiö inn i markiö. 1-0. Þarna voru varnarmenn Vikings illa á veröi, og Diörik frosinn I mark- inu. Var einkennilegt aö sjá hversu óöruggur Diörik var i markinu allan leikinn. Fyrir markiö höföu Þróttarar sótt grimmt aö marki Vikings, og héldu uppteknum hætti þaö sem eftir liföi hálfleiksins, en fleiri uröu mörkin ekki. Þjálfari Vikinga hefur senni- lega flutt beim brumuræöu i hléinu þvi þeir voru allt annaö liö aö sjá i siöari hálfleik og léku mun betur en i þeim fyrri, og náöu öllum tökum á leiknum. Þaö haföilika sin áhrif á Þróttara, aö þeir misstu einn sinn besta leik- mann, Sverri Brynjólfsson, útaf meiddan snemma i siöari hálf- leik. Geröu Vikingar haröa hriö aö Þróttaramarkinu, og þeir uppskáru eftir þvi á 66. min. Gefið var fyrir Þróttarmarkiö, og þar var fyrir Óskar Þorsteins- son, sem hafði komiö inn á i siöari hálfleik sem varamaður, og hann renndi boltanum i netiö af mjög stuttu færi. l-l. Eftir mark sitt héldu Vikingar áfram aö sækja, og áttu þeir mörg góö færi, og björguöu Þróttarar t.d. einu sinni á linu. Ekki tókst Vikingum þó aö skora fleiri mörk, og endaði leikurinn þvi meö jafntefli 1-1. Geta Þróttarar vel unaö viö þau úrslit úr þvi sem komiö var, en ekki voru Víkingar ánægöir, þvi þeir þurftu nauösynlega tvö stig úr leiknum til aö blanda sér i topp- baráttuna af alvöru. Lárus Guðmundsson var best- ur þeirra Vikinga, sem söknuöu illilega Sigurláss Þorleifssonar, sem var i keppnisbanni. Bestir hjá Þrótti voru þeir Olfar Hróarson og Páll ólafsson, sem oft geröi mikinn usla I Vikingsvörninni meö krafti sin- um. Kjartan Ólafsson var slakur I 'dómgæslunni. -----------------^ | Skíðagöngugarp- iar æfa á jöklum uppi nú 1 sumar Undirbúningur Norðmanna fyrir Ol. í Lake Placid í fullum gangi Kjell Jackob Sollie á fullri ferö, en f keppni fyrir skömmu varö hann fyrstur og setti m.a. aftur fyrir sig hinn fræga Oddvar Bra. Nú eru um 200 dagar þangaö til vetrarolýmpiuleikarnir I Lake Placid hefjast. Norskir skiöagöngumenn hyggja á mikil afrek þar og i sumar hefur göngulandsliöiö æft af kappi á jökli nokkrum i Noregi, sem nefnist Tystig- breen og er i 600 m yfir sjávar- máli. Þarna uppi á jöklinum eru einnig margir af frægustu og bestu skiðagöngumönnum Noröurlanda s.s. Sviarnir Thomas Wassber, Sven-Ake Lundback og Juha Mieto frá Finnlandi. Þessir kappar keppa allir aö þvi aö næla i verðlaun á olympiuleikunum og þvi er hvergi slegið af viö æfingarnar og er nú oröiö nán- ast útilokaö aö ná árangri á alþjóölegum mótum i skiöa- göngunemaaö æftséallt áriö. Til þess aö halda sér I formi yfir sumarmánuöina æfa göngumennirnir mikiö á hjólaskíöum og þykja þau ótvirætt hafa sannaö gildi sitt. Landsliösgarparnir eru til skiptis upp á jöklinum og á hjólaskiöum niöri á þjóö- veginum. Þeir fara u.þ.b. 25 km. á dag og eru auk þess i þrekþjálfun. Nokkuö hefúr brugöiö viö aö islenskir skiðagöngumenn hafi notaö hjólaskiöi og eru þaö aðallega hinir fræknu Ólafsfirðingar sem þaö gera. í sumar hefur mátt sjá gönguiúenn þeirra hendast I vinnuna eða út i kauðfélag á hjólaskföunum. Ekki er okkur kunnugtum aö þeir hafi haldið til jökla I sumar, en hver veit nema þaö veröi næst á dag- skránni. —ingH <51? Þessi skemmtilega mynd var tekin á leik tA og Feyenoord og er þaö Jan Peters sem mistekst aö skora i sannkölluðu dauöafæri eftir aö Pétur Pétursson haföi skallaö til hans. Boltinn fór I þverslána og yfir. Feyenoord vann IBV 4:0 í Eyjum Þeir fengu mikiö fyrir aurana sina áhorfendurnir, sem troö- fylltu leikvöll Vestmannaeyinga i gærkvöld, þegar hiö fræga hol- lenska liö Feyenoord mætti ÍBV. Var um mjög skemmtiiegan leik aö ræöa, sem bauö uppá mikinn hraöa, góöa knattspyrnu, og mörg mörk auk margra mark- tækifæra. Þaö var allt annaö aö sjá til Hollendinganna i gærkvöld en gegn Skagamönnum á þriöjudag. Nú léku þeir glæsilega knatt- spyrnu, og var Pétur Pétursson potturinn og pannan i flestum sóknarlotum þeirra. Strax á 6. min. kemst hann inn- fyrir vörn IBV, og gefur fyrir, en Eyjamönnum tókst að foröa marki. Einni min. siöar gefur Tómas á Asgeir Sigurvinsson, sem er i góöu færi, en markvöröur Feyenoord bjargar meistaralega meö góöu úthlaupi. A 11. min. gefur Pétur góöa sendingu á Peters, sem var ekki i nokkrum vandræöum meö aö renna knettinum i netiö. 1-0 Fjórum minútum siöar eiga sér slæm varnarmistök hjá Eyja- mönnum, sem leiöa til þess, aö Pétur fær boltann á auðum sjó og skorar 2-0. A 24. min. fær Pétur enn eitt gott færi, en skot hans fór yfir. Þrettán minútum siöar er Pét- ur enn á ferö, en honum er brugö- iö innan vitateigs, og vitaspyrna dæmd. úr henni skoraði Pétur sjálfur. 3-0. Vestmannaeyingar fengu oft ágætis færi, sem þeim tókst ekki aö nýta. Engu aö siöur léku þeir prýðilega knattspyrnu, en áttu viö ofurefli aö etja. Staöan I hálf- leik var 3-0. A 73. min. er boltinn gefinn fyr- ir mark IBV, og Páll Pálmason, sem komiö haföi inná sem vara- maöur, átti misheppnaö úthlaup, og Hollendingarnir voru ekki I vandræðum meö aö skora sitt fjóröa mark. Eftir þetta dofnaöi verulega yf- ir leiknum, enda leikmenn þreytt- ir eftir hinn geysilega hraöa, sem var I leiknum. Voru ekki fleiri mörk skoruö, og lauk honum meö 4-0 sigri Feyenoord. Eins og áöur segir léku Hol- lendingarnir nú mun betur en gegn Skagamönnum, einkum Pétur Pétursson, sem var sér- deilis frábær i leiknum. Vestmannaeyingar eiga hrós skiliö fyrir mjög góöan leik, en hann er sá besti, sem þeir hafa sýnt lengi. Asgeir Sigurvinsson lék sem lánsmaöur meö IBV, en hann náöi sér ekki verulega á strik. Hann var þó besti maöur liðsins, en Sigþór, óskar, Arsæll og Páll áttu einnig ágætan leik. IngH/B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.