Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. júll 1979. DIODVIIIINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag ÞjóBviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harbardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsbiaös: Ingólfur fvlargeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: R'únar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Gúöbjörnsson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. AfgreiösIa:Guömundur Steinsson, Kristln Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gúömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Rannsóknarœfingar um orkumálin • Enginn maður tekur sér oftar í munn hið vinsæla orð rannsóknarblaðamennska en Jónas Kristjánsson. Hann gæti sem best tekið sér í munn vígorð á við þetta: rann- sóknarblaðamennska upp á hvern dag kemur þjóðar- heilsunni í lag. # Nú er það svo, að ofangreind tegund blaðamennsku gerir strangar kröfur til blaðamanns um nákvæmni, próf un á heimildum og f ullyrðingum og vinnubrögð yf ir höf uð. Og þar með er Dagblaðsritstjórinn kominn í mik- inn vanda með þetta eftirlæti sitt. • Fróðlegtdæmi blasti við um daginn, þegar ritstjórinn skrifaði í blað sitt leiðara um „Orkukreppu eða greind- arkreppu?" Hann sýnir þar drjúgan áhuga á því að koma í skömm sem allra flestum: ráðherrum, embætt- ismönnum og stjórnarandstöðu, þeir sýnast allir vera í „greindarkreppu" í orkumálum, þeir eru heimskir og skammsýnir og maður heyrir að baki eins og enduróm af fornum texta: Drottinn ég þakka þér að ég er ekki eins og þessir tollheimtumenn.... # Ásakanir þessar eru kynleg blanda, sumt er rétt í þeim, annað alrangt. Jónas Kristjánsson hneykslast á því, að neitað hafi verið að fella niður aðflutningsgjöld af rafbíl í tilraunaskyni. Hann er of seinn með hneyksl- unina — það er búið að fella gjöld þessi niður. Hann hneykslast einnig á því, að landsfeður taki ekki á hinum stóra sínum í því að undirbúa f ramleiðslu innlends elds- neytis og minnir á nokkra ágæta vísindamenn. Enn er ritstjórinn seinheppinn: orkuráðherra hefur sýnt þess- um málum mikinn áhuga og er búinn að skipa nefnd til að gera rannsóknaráætlun um framleiðslu a' eldsneyti hérlendis. • Stærstu skeytin vill ritstjórinn reyndar senda orku- ráðherra fyrir að hann hafi frestað virkjun Hrauneyj- arfoss. Gg enn er rannsóknaritstjórinn úti að aka eins og það heitír. Hið rétta er, eins og löngu er fram komið, að vegna f járhagslegra erfiðleika ríkisins mæltist iðnaðar- ráðuneytið í fyrrahaust til endurskoðunar á fram- kvæmdaáætlun um Hrauneyjarfossvirkjun. Stjórn Landsvirkjunar féllst á slíka endurskoðun, sem þýðir tilfærslu á framkvæmdum milli ára og þar með minni f járfestingar í þessari virkjun á árinu 1979 — en alls ekki frestun á gangsetningu fyrstu vélasamstæðu virkjunar- innar. • Vel á minnst: fyrirhyggja. Það neitar því að sjálf- sögðu enginn, að við (slendingar eigum mikla orku ónot- aða og að við þurf um að halda áf ram miklum virkjunar- framkvæmdum. Nú um stundir er það að sjálfsögðu mest nauðsyn aðf lýta einmitt þeim orkuf ramkvæmdum sem skera sem allra mest niður notkun innflutts elds- neytis. En að því er varðar virkjun vatnsaf Is til stóriðju þá skulum við minnast þess, að við höf um þegar brennt okkur illa á óðagoti þeirra manna sem gleyptu hinn óhagstæða álverssamning á sínum tíma —vegna þess að þá var því á lofti haldið sem sönnum f ræðum, að nú væri hver síðastur að koma vatnsorku í eitthvað verð. # Hvað sem því líður: Jónas Kristjánsson heldur áfram hinum sérstæðu rannsóknaræfingum sínum í orkumálum í fyrradag. Þar finnur hann þau merkilegu tengsli, að breytingar á eignarhluta Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun baki borgarbúum hættu a" rafmagns- skömmtun á komandi vetri. Var þó mjög skýrt tekið fram í sama tölublaði málgagns ritstjórans, að hætta á rafmagnsskorti stafaði, sem áður, blátt áfram af þeim dyntum í veðurfari sem leiða til þess að vatnsborð í Þór- isvatni er mjög lágt. # Nú mætti af góðvild segja sem svo um viðleitni rit- stjórans, að honum sé nokkur vorkunn, enginn ætlist til dæmis til þess af balletgagnrýnanda, að hann kunni sjálf ur aðdansa Dauða svansins. En þaðer að sönnu lág- markskrafa að slikur gagnrýnir hafi áttað sig á því hvort dansarinn missteig sig eða ekki. - áb ,Menntun í molum” # segir Guðmundur Gilsson f tónlistardí útvarpsins um þá, sem ekki hiusta lassikina Forheimskan lagalausna Rekstur rikisútvarpsins hefur verið nokkuö i fréttum á þessu ári. Forkólfar þeirrar stofnun- ar börmuðu sér mikiö yfir þvi aö þeir fengu ekki aö hækka af- notagjöld sem skyldi og kváöust ekki geta haldiö uppi starfsemi fyrir þann litla skilding sem þeim væri ætlaöur. Ekki hefur oröiö vart viö verri dagskrá i út- varpi siöan, en reyndar ekki betri dagskrá heldur. Nú hefur veriö skipuö nefnd til aö fara i saumana á starfsemi stofnunarinnar og þvi er bara aö biöa og sjá hvaöa niöurstöður sú nefnd kemur meö. En nýlega birtist hlustenda- könnun, framkvæmd af fyrir- ■ Mannvitsþættir Hannesar ■ Hólmsteins nutu litlu meiri vin- J sælda en klassiska tónlistin, þó g ástæöurnar séu vafalaust ekki I þær sömu. ■ Itækinu Hagvangi fyrir Útvarp- iö, og kom þar margt merkilegt J[ i ljós. Þar fékkst m.a. staöfest I aö mjög litiö og jafnvel ekkert ■ er hlustaö á klassiska tónlist i I útvarpinu (enda er sú niður- Z staöa sjálfgefin þvi engir unn- Iendur klassiskrar tónlistar brúka þá músik sem „lögin viö Z vinnuna” en þannig sendir tón- I listardeildin hana m.a. út). ■ Aö sjálfsögöu eiga forkólfar | hinnar mislukkuöu tónlistar- ■ deildar erfitt meö aö skýra ■ könnun þessa en i Timanum J gerir Guömundur Gilsson i Itónlistardeild þó tilraun til þess. Aö hans mati er skýringin sú aö ■ lýöurinn sem á aö taka viö tón- | listinni er ekki nægilega ■ menntaöur og kann þvi ekki aö I meta þaö sem aö honum er rétt. J Sökin á litlum vinsældum efnis Ifrá tónlistardeild er þvi ekki deildinni aö kenna heldur þeim Z sem viö taka, eöa eigum viö I heldur aö segja ekki vilja viö j taka. I Vinsœldir i Hannesar ! Hlustendakönnunin leiddi | einnig i ljós aö góökunningi ■ blaösins okkar Hannes Hólm- | steinn Gissurarson er litlu vin- ■ sælli en klassiska tónlistin, á ■ þætti hans er einna minnst 2 hlustaö af öllu efni I útvarpinu. IEn þá kemur upp vandamál meö afsökun fyrir litlum vin- ■ sældum, þvi ekki er hægt aö | ætla aö menn hlusti frekar á ■ Hannes ef þeir hafa góöa menntun, þvert á móti. Ætli m Hannes veröi ekki aö koma meö Iskýringu þvert ofan i tónlistar- deildina og segja að hlustendur ■ séu allt of helviti menntaöir til | aö kunna aö meta tros þaö sem ■ hann ber á borö. L Eins og aö kaupa bíl Þaö er mikið undan þvi kvart- aö hve erfitt það sé aö reka fyrirtæki á íslandi og hve erfitt sé að fjárfesta i framleiöslu- tækjum. 1 Þjóöviljanum i gær er hinsvegar viðtal viö útgeröar- mann i Hafnarfiröi sem keypti sér togara án lána frá Fisk- veiöasjóði. Er hann var um þaö spuröur hvort ekki væri erfitt aö snara út fyrir togara kvaö hann nei viö: — Þetta er eins og aö kaupa bil —. Þorvaldur Guömundsson i Sild og fisk, sem er næst tekju- skattshæsti einstaklingur 1 Reykjavik þetta árið, hefur haft tæpar 80 miljónir i hagnaö, er ekki á þvi aö þaö sé erfitt aö reka fyrirtæki: ,,Ég get vel trúaö þessu, ég held mitt bókhald og vissi þetta fyrirfram. Þaö er enginn vandi aö reka fyrirtæki vel og þá kem- ur þetta svona út. Hiö opinbera gæti gert hið sama. Þetta er eins og vant er.” — segir Þorvaldur i samtali viö Dagblaöiö. En úr þvö þaö er „eins og aö kaupa bfl”aö fá sér skuttogara og þaö er „enginn vandi aö reka fyrir- tæki vel” þá gerast oss enn óskiljanlegri vandræöi islensks atvinnurekstrar. Nema þá aö ofangreindir séu ekki allir þar sem þeir eru séöir. Vinstri skattastefna En úr þvi skattarnir eru nú aö koma inn á borö skattgreiöenda er ekki úr vegi aö minna á aö þaö hefur jafnan verið á stefnu- skrá sósialista aö skattlagning á fyrirtæki skuli aukin, aö skatt- lagning á eignir skuli aukin og aö skattar á hátekjur skuli einn- ig auknir. Allt þetta er að finna I skattskrám þeim sem nú eru aö koma út. Þannig hækkuðu álögð gjöld á fyrirtæki um 100% i Reykjanes- umdæmi en um 68% hjá ein- staklingum. Mörgum þykir nú nóg um að skattar einstaklinga skuli hækka um 68%, eða meira en veröbólgunni nemur, en þá er þess að gæta aö nýju 50% skatt- þrepi hefur veriö bætt viö, þann- ig aö skatthækkunin hefur eink- um bitnað á hátekjufólki. Auk þess hefur með sköttum veriö aflaö fjár til aö standa undir niöurgreiöslum sem einkum koma barnafjölskyldum til góöa. Þá er þess einnig aö geta aö eignaskattar bæöi hjá fyrirtækj- um og einstaklingum hækka meira en nokkrir aðrir skattar. Þannig hækkuöu eignaskattar fyrirtækja á Reykjanesi um 181%, þ.e. þeir þrefölduöust. Þvi má nokkurnveginn full- yröa að skattastefna núverandi rikisstjórnar hefur einkum komið láglaunafólki til góða, en hefur verið á kostnaö atvinnu- rekstrar, eignamanna og há- tekjufólks. Semsé^ mjög verj- andi stefna frá sósialiskum sjónarhóli. eng Þaö er enginn vandi aö reka fyrirtæki vel — segir Þorvaldur i Sild og fisk — Þeim boöskap er hér meö komiö á framfæri viö barlómskónga Vinnuveitenda- sambandsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.