Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — StDA 9 Mikill fiskur og abgerð undir berum himni. Við erum búnir að fá 50 tonn á viku og erum alveg búin að fá nóg i bili, sagði einn úr hópnum. Mennirnir sem lita upp á myndinni eru Sigurður og Gunnlaugur á Sólrúnu. Hafþór og Sæþór við bryggju. Myndir og Álitleg saltfiskstæða. texti Guðjón Bjömsson Komið við á Litla-Arskógssandi Við Eyjafjörð/ svona næstum því á móti óheftu Norður-íshafinu, er út- gerðarstaðurinn Litli-Ár- skógssandur. Þaðan eru gerðir út fjórir dekkbátar og þar er líka blómakonan hún Ágústa sem selur blóm vítt um Eyjaf jörð og víð- ar. Fólkið á Litla-Arskógssandi vinnur fyrir brauði sinu hörðum höndum, en virðist jafnframt komast þokkalega af. Þessa fólks er sjaldan getið eins og svo margra á fámennum stöðum, en lif þess er engu ómerkara en hinna. Vinna þess beinist svo til öll að einu marki; að afla þjóðinni gjaldeyris með öflun og vinnslu sjávarafurða. Staðinn byggja hartnær 100 manns, og það mun ekki fjarri sanni að unnar og óunnar, sjávarafurðir seldar á árinu 1978 nema 205 til 210 miljón- um króna. Fréttamaður hafði samband við menn hjá dekkbátaútgerðun- um þremur á Litla-Arskógssandi og fer árangurinn hér á eftir. Arskógssandur er I Arskógs- hreppi og á Sandinum býr um þriöjungur hreppsbúa. Sólrún Sólrún sem er 2,7 tonna dekk- bátur, er gerð út af feðgunum Konráði Sigurðssyni og sonum hans Sigurði, og Gunnlaugi. En nú nýlega var einmitt viðtal við Sigurð skipstjórann á Sólrúnu I Þjóðviljanum. Var það um hrefnuveiðar sem þeir stunda á sumrin ásamt þorskveiðunum. Telur Sigurður að hrefnustofnin- um sé ekki hætta búin þótt tslend- ingar veiði 200 hrefnur innan 200 milnanna. A árum áður hafi ls- lendingar sennilega veitt ein 120 til 130 dýr við landið, en þá hafi Norðmenn lika stundaö þessar veiðarhér viö land. Þorskinn sem er meiri hlutinn I veiðum þeirra Sólrftnarmanna, salta þeir aö mestu en meiri hluti hrefnunnar er frystur á Japans-markað. Eig- endurnir og fjölskyldur þeirra anna þessu að mestu leyti sjálf. ,,Við höfum oft svona einn til tvo menn i vinnu” sagöi Sigurður. Sæþór og Arnþór Þessa báta gera út þeir Guö- mundur Benediktsson og Her- mann, Svavar og Ingvar synir hans. Einnig frændur þeirra, Hörður og Rafn Gunnarssynir. Blómakonan hún Agústa Jónsdóttir að afgreiða viöskiptavin. Hún sáir miklu af sumarblómum á hverju vori og hefur til sölu, einnig er hún með fjölærar jurtir. Þegar myndin var tekin 22. júnl var noröanstrekk- ingur og kalsarigning og helst hlýju að finna i gróöurhúsinu. iijÍWiKK:.: "i Staðinn byggja hartnær hundraö manns. Séð yfir höfnina á Litla-Arskógssandi. Næst eru fiskverkunarhús. Við bryggjuna liggja þeir Arnþór og Sæþór og utan á þeim er Heiðrún. Innst við bryggjuna er Hriseyjarferjan. Sæþór og Arnþór eru 45 lesta stálbátar. Þeir hafa veitt nær ein- göngu þorsk, en nú er Sæþór á rækju og að tiu dögum loknum hafði hann fengið 16 tonn. Þorsk- inn leggja bátarnir inn hjá fisk- verkunarstöð sem er I eigu sömu aðila, en rekin sem sérstakt fyrir- tæki. Þeir sóttu um aö fá að setja upp rækjuvinnslu, en var synjaö á þeim forsendum aö svo margar væru fyrir við Eyjafjörð. Þótt eigendurnir og fjölskyldur þeirra vinni að útgerðinni og fiskverkun- inni svo sem tök eru á, dugir það ekki til og þarf þvi jafnan að hafa nokkra ráðna menn I vinnu. Nú sem stendur vinna 20 til 23 menn við bátana og fiskverkunina. „Það barst óvenju mikill afli aö á vertiðinni i vetur”, sagði Her- mann skipstjóri á Sæþóri, „meiri nú en slðastliðin 15 ár sem ég þekki til”. Hermann sagði aö fiskurinn heföi verkast vel, mikið af honum færi til ttaliu. I mailok hafði fiskverkunarstööin tekið á móti 800 tonnum frá áramótum, þar af fóru 50 tonn i skreiö, annaö i salt. Heiðrún Yngsta útgerðin á Árskógssandi er I eigu bræöranna Gylfa og Brynjars Baldvinssona. Þeir eiga Heiðrúnu, 36 tonna eikarbát sem þeir fengu i september slðastliön- um. Þá var Heiörún þriggja ára en i mjög góðu standi eða sem ný. Þeir félagar eru ánægðir meö vertiðina I vetur, „en það þarf mikið, til að komast yfir svona bát,” sagði Gylfi „en ég held að það komi allt saman.” Þeir hafa landað öllum sinum afla I Hrisey og lét Gylfi hið besta af viðskipt- um sinum við Hnseyinga, þeir myndu áreiöanlega landa þar áfram. Ekki væri neitt farið að huga að þvi að verka fiskinn heima fyrir eins og hinar útgerð- irnar. Skóli-verslun- knattspyrna Börn af Sandinum, eins og staðurinn er titt nefndur i nágrannabyggðalögum, sækja menntun sina I Arskógarskóla og er ekiö þangaö daglega um 4 km leið. En þegar að áttunda bekk kemur verða þau að leita annað, þá tiðast til Dalvikur. Þar dveljast þau á heimavist, en er ekið heim um helgar. Arskógar- skóli er 50-60 nemenda skóli og fræðsluyfirvöld gefa nemendum þar, eins og viða i smærri skólum, ekki tækifæri til að ljúka skyldu- náminu heima fyrir. Otibú frá K.E.A. er á Hauga- nesi og þangað sækir fólkiö á Litla-Árskógssandi daglegar nauðsynjar en þaö er um 6 km leið. Ek!;i er hægt að skilja svo við Sandinn og ibúa hans, aö geta þess ekki að þeir hafa átt sina ötulu liðsmenn, i Knattspyrnu- félagi Reynis á ArskógsstrÖnd, sem þekkt er fyrir góða frammi- stöðu. Það mun ekki vera alveg út I hött að áhugi hafi veriö svo mikill að skipstjórar bátanna hafi siglt heim af miðunum svo að ein- hverjir skipverja gætu mætt til leiks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.