Þjóðviljinn - 06.08.1976, Side 4

Þjóðviljinn - 06.08.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJ(ÍÐVILJINN Föstudagur 6. ágúst 1976. DIOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. „HREINLÆTISMÁL” Formaður stjórnar Lánasjóðs islenskra námsmanna hefur látið hafa það eftir sér i blaðaviðtali að ekki þýði annað en að leggja starfsemi sjóðsins niður það sem eftir er þessa árs. Ástæða: Engir peningar eru til i sjóðnum. Til þess að standa i skilum með vorlánin segir formaðurinn að vanti 221 miljón króna, en þegar eru „liðnir tveir mánuðir frá greiðslutima þeirra lána.” Þá hefur komið fram að haustlán til islenskra námsmanna eigi að fjármagna með 600 miljóna króna láni. Þessi lántökuheimild er ,,bara sóðaskap- ur” að sögn formannsins ,,og flokkast undir hreinlætismál en ekki fjármál.” ,,í raun og veru ætti Lánasjóðurinn alls ekki að fá að taka lán, þar sem hlutverk hans er að veita lán.” Vegna þessa alvarlega ástands i lána- málum islenskra námsmanna og einnig vegna þess að nýlega hafa verið settar reglur sem gera aðstöðu námsmanna erfiðari til lánagreiðslna er nú svo komið að þó nokkur hópur hefur i huga að hætta námi. Háskólarektor, Guðlaugi Þorvalds- syni, er vel ljós þessi vandi sem vonlegt er og i viðtali við rikisútvarpið hefur hann nefnt þann möguleika að námstimi ár hvert verði styttur til þess að námsmenn hafi lengri tima til að afla sér tekna. En um leið lagði háskólarektor áherslu á að þá yrði jafnframt að tryggja náms- mönnum sumarvinnu, en á það hefur mjög skort á þessu sumri. Þessi vandi islenskra námsmanna er afleiðing af stefnu núverandi rikis- stjórnar. Stefna hennar kemur niður á námsmönnum eins og á launafólki svo sem rakið hefur verið i leiðurum blaðsins siðustu tvo dagana og oft áður. Þess vegna er það stærsta „hreinlætismál” islenskra námsmanna og launamanna að losna við núverandi rikisstjórn: stefna hennar er pólitiskur „sóðaskapur”. —s. TAKMARKALAUST Að undanförnu hafa verið nokkur blaða- skrif um dufl þau sem bandarikjamenn hafa lagt hér um allan sjó. Þessi skrif eru flest aðeins staðfesting á fyrri skrifum Þjóðviljans um þessi efni, einkum þeim skrifum sem komu fram hér i blaðinu i fyrra og hitteðfyrrasumar. Það sem nýtt er i skrifum þessum er grein eftir ungan blaðamann Halldór Halldórsson. 1 blaða- brein i vikunni sýndi Halldór fram á hvernig bandariski herinn hefði notað Morgunblaðið til þess að birta lygafrétt um mannslát i bandariska sjóhernum fyrir nokkrum árum. Þannig var, að bandariski herinn vann að lagningu sjó- kapals út frá Stafnesi. Kapallinn var lagður i skurð sem grafinn var á vegum hermangsfyrirtækisins Islenskra aðal- verktaka. Þegar bandarikjamenn tóku við og lögðu kapal i skurðinn lést einn banda- rikjamannanna. En þar sem hér var um hernaðarlegt leyndarmál að ræða mátti ekki vitnast að sjóliðinn hefði látist með þessum hætti — þess i stað var búin til saga. Hún fólst i þvi að bandariskur sjóliði hefði látist i skemmtisiglingu út frá Garð- skaga. Morgunblaðið var eitt islenskra blaða látið birta þessa lygafrétt, eins og Halldór sýndi fram á i grein sinni. Siðan grein Halldórs birtist eru liðnir nokkrir dagar og engin svör hafa borist. Bendir þvi allt til þess að hinn ungi blaða- maður hafi farið rétt með: að islenska Morgunblaðið hafi verið notað til þess af bandarisku herstjórninni að dreifa lyga- frétt um banaslys á bandariskum sjóliða. Það var að visu löngum vitað að Morgun- blaðið skorti alla sjálfsvirðingu — að nú ekki sé minnst á þjóðlega reisn þegar bandariski herinn er annars vegar. Það var einnig lengi ljóst að Morgunblaðið hefur gengið lengst allra islenskra stofn- ana i að þjóna undir bandarisk megin- sjónarmið: þar stendur Morgunblaðið sist að baki fyrirtækinu „íslenskir aðalverk- takar”. En það kann þó að koma ýmsum á óvart, að stærsta dagblaðið á Islandi sé notað af bandariska hernum til þess að koma á framfæri lygafréttum um bana- slys i bandariska hernum. Lengi getur vont versnað — en hingað til hafa margir haldið að það væru takmörk fyrir þjóns- lund Morgunblaðsins við bandariska her- námsliðið. Nú er ljóst að henni eru engin takmörk sett. —s. Ólœknandi atvinnuleysi t fréttum frá Sameinuöu þjóö- unum lesum viö upplýsingar úr nýlegri skýrslu Alþjóöa vinnu- málastofnunarinnar, ILO, aö um 19 miljónir manna i iön- væddu rikjunum séu nú at- vinnuláusar. t skýrslu til ILO segir Robert NcNamara aö leita þurfi meira en mannsaldur aftur i timann til aö finna hliö- stæöu viö þaö ástand, sem nú riki. Athugun sem tölfræöi- stofnun ILO hefur beitt sér fyrir fjallar um atvinnuleysi i 23 rikjum. Þar er um aö ræöa 18 Evrópulönd og auk þess Banda- rikin, Kanada, Japan, Nýja Sjá- land og Ástraliu. í desember i fyrra voru 18 miljónir manna atvinnulausar i þessum löndum og leita veröur aö minnsta kosti 40 ár aftur i timann til að finna hliöstæöu. Ef þetta er boriö saman viö ástandiö ’74, kemur i ljós aö atvinnuleysi hefur farið ört vaxandi, en það var þá 13.3 miljónir skráöir atvinnuleys- ingjar. Tveir þriðju af aukn- ingunni áttu sér staö I Evrópu. 1 Bandarikjunum og Kanada var aukningin 25 prósent, en 7 prósent i Japan, Ástraliu og Nýja Sjálandi. Samhliöa atvinnuleysinu er veröbólguástandiö. Og þótt heföbundnar leiöir hafi ekki gefist vel til þess að ráöa bót á vandanum, hefur efling opin- berra framkvæmda á Noröur- löndunum gefist betur heldur en skattalækkun 1 Bandarikj- unum. Hér sjáum viö i verki eina helstu þverstæöu kapitalísks hagkerfis á krepputima og þótt einhver bati sé talinn fram- undan, eru menn sammála um aö seint veröi unnin bót á at- vinnuleysinu. Og þaö mættu menn muna, aö i sósialisku rikj- unum 15 hefur þessum vanda verið útrýmt. þróunarlöndunum stööug viö- skiptakjör á hráefnum og öðrum helstu framleiösluvörum þeirra. Þörfin á stefnubreytingu af þessu tagi er auösæ. Spurn- ingin er hvort framkvæmdin veröur i samræmi viö þaö sem hjalaö er á alþjóöaráöstefnum. Takmarkalaus örbirgð Nú er talaö um gjörbreytta stefnu I þróunarmálum og vanda þróunarlandanna. I staö þess aö keppa aö þvi aö auka hagvöxtinn, og fjárfestingu i há- þróaöri nútimatækni, er nú rætt um aö beina þróunaraðstoö að hefðbundnum atvinnugreinum, aöallega landbúnaöi og hand- verki ýmiskonar, sem skapar mikla atvinnu og bætir hlut þorra manna, en ekki aöeins fá- menns hóps. Samhliöa þessu hlýtur svo að verða rifist áfram um nýtt efnahags- og viöskipta- kerfi i heiminum, sem tryggi Eftirfarandi tölur úr fréttum frá Sameinuðu þjóðunum tala skýrustu máli um hvað viö er að etja: Nú er talið að um 700 miljónir manna I veröldinni búi viö sára fátækt. Um 500 miljónir manna búa viö stööugt hungur. 'Miljónatugir þjást af ýmiss- konar sjúkdómum, sem ekki aðeins veikja mótstööuafl fólks- ins, heldur og valda þvi, að meðalaldur er langtum lægri i fátækustu löndunum en annars- staöar. Margt af þessu fólki á engan kost á læknishjálp. A áratugnum frá 1960 til 1970 fjölgaöi ólæsu fullorönu fólki i veröldinni úr 700 miljónum i 760 miljónir. Svona er hægt aö halda áfram aö rekja tölur næstum i þaö óendanlega. Viö skulum halda okkur viö ástandiö eins og þaö er I þrrtunarlöndunum, og þar má bæta þvi viö, að þau tiu pró- sent ibúa þessara landa, sem best hafa það, hafa i tekjur fjörutiu prósent af heildartekj- unum.en i hlut þeirra 40 prósent, sem lægst launin hafa koma aöeins fimmtán prósent heildarteknanna, eöa jafnvel ennþá minna. Litum til Kina Atvinnuleysi I iðnrikjum hins kapitaliska heims og hungur og ólæsi i mörgum þróunarlanda viröast vera óleysanleg vanda- mál.a.m.k. er þeim lýst þannig i ritum Sameinuöu þjóöanna. En viö þurfum ekki annaö en lita tii Kina til þess aö sannfærast um að helstu frumþörfum manns- ins, mat heilbrigði og menntun, er hægt aö fullnægja meö sæmi- legu skipulagi og samtakamætti þjóöar. Önnur vandamál Aö auönum er misskipt, það vissum viö fyrir. transkeisari, sem hefur tekiö aö sér aö sjá um varnir fyrir Bandarikin á Persaflóa, og er sérstakur góð- vinur Fords, stendur lika i ströngu og á viö sinn vanda að striöa. Eins og getur aö lita i Dagblaöinu: Keisarinn i Persiu er ákaflega gjafmildur maöur. Hann sendi Sorayu fyrrverandi drottningu sinni nýlega demantshálsmen aö gjöf: Þaö barst henni i hendur einmitt daginn sem þau hefðu átt silfurbrúökaup. Nýr siðbótarflokkur Fyrst var þaö land- búnaöurinn, og nú eru það þing- menn. Jónas Kristjánsson, rit- stjóri Dagþlaösins, hefur hafiö leiðaraherferö gegn þeim. „Andrúmsloftið á Alþingi er eins og i finum breskum karla- klúbbi”. Þingmenn hafa ein- angrað sig frá þjóöinni sem finn hagsmunaklúbbur. Allir stefni þessi félagar i „fjárplógs- klúbbnum” aö þvi aö þenja út rikisbákniö og úthluta aurum eftir hreppapólitik og vina- tengslum. Ekkert þýöi fyrir þá aö halda þvi fram, að vondir strákar séu aðgrafa undan virð- ingu Alþingis með skrifum og ummælum, þeir hafi séö fyrir þvi sjálfir með þvi að gera Alþingi aö hagsmunaklúbbi sem vinna aö þvi að efla völd og fjár- ráö klúbbfélaganna. Og i næsta leiðara upplýsir Jónas að allir flokkar séu eins og þeir ráöi alltof miklu. Niöur meö þingmenn og niöur meö flokkana, hrópar Jónas, þegar allir eru i flokkspólitisku sumarfrii. Skyldi nýr siðbótar- flokkur vera i undirbúningi? Ofan úr Breiöholti hafa Alþýðu- blaðinu aö minnsta kosti borist þær fréttir, að þar sé i undir- búningi óháö framboö til næstu borgarstjórnarkosninga. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.