Þjóðviljinn - 11.08.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.08.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur II. ágúst 1976 Utanhúss- handknatt- leikur áfram í kvöld i kvöld veröur haldiö áfram meö íslandsmótiö I hand- knattleik utanhúss, en þaö fer fram viö Austurbæjarskólann. í gærkvöldi fóru fyrstu tveir leikirnir i mfl. kvenna fram en I karlaflokki hefst keppnin ekki fyrr en nk. laugardag. Leikdagar hjá konunum eru þessir: ÞRIDJUDAGUR 10. AGCST KL. 18:30 A-riðiIl Haukar : FH B-riöill HSK : ARMANN MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST KL. 18:30 A-riöill Fram :Haukar B-riðilI Valur :HSK FIMMTUDAGUR 12. AGOST KL 18:30 B-riöiIl Armann : Valur A-riöill FH : Fram SUNNUDAGUR 22. AGOST KL. 15:15 Orslit, sigurvegarar riöla. 8-liðá úrslit bikarkeppninnar í kvöld: Athyglin beinist að skagamönnum og síðan að leik Fram og Vals íslandsmótið utanhúss: Ellefu lið taka þátt Islandsmótiö 1976 i útihand- knattleik karla hefst laugar- daginn 14. ágúst, en umsjónaraðili mótsins er handknattieiksdeild ÍR. Ellefu liö taka þátt i meistaraflokki og drógust þau þannig i riöla: A-RIÐILL: B-RIÐILL: 1. Haukar I. Armann 2. Vikingur 2. FH 3. Fram 3. KR 4. Grótta 4. Valur 5. IR 5. Þróttur 6. HK Akurnesingar hafa sjö sinnum á síðastliðnum 16 árum tapað úrslitaleik bikarkeppninnar og í fyrra töpuðu þeir 0-1 fyrir andstæðingum sínum í 8-liða úrslitunum í ár i kvöld fara fram 8-liða úrslit Bikarkeppni KSI. Oll 1. deildarliðin nema Þróttur frá Reykjavík og Víkingur eru enn í keppninni en með þeim er 3. deildarlið Þróttar frá Neskaupstað í 8-liða úrslit- unum. I Reykjavik mætast á Laugardalsvelli lið Fram og Vals. I Kópavogi mæt- ast Breiðablik og KR, á Akranesi leika heimamenn við keflvíkinga og í Hafnarfirði leika FH og Þróttur frá Neskaupstað. Allir leikirnir hefjast kl. 19. Fram — Valur Þaö var Ingi Björn Albertsson sem öörum fremur kom Vals- mönnum i 8-liöa úrslit bikar- keppninnar er hann skoraöi öll mörk Vals, íjögur talsins, 116-liöa úrslitunum á móti Haukum Trúlega reikna flestir meö þvi aö Valur vinni þennan leik gegn Fram en slikir spádómar ættu þó aö takast meö varúö. Valur hefur að visu náö fluginu aftur 11. deildarkeppninni og lék mjög vel um siðustu helgi gegn skaga- mönnum, en Framarar sýndu einnig ágæta tilburði gegn FH og eru nú eina liöiö sem ógnar veldi Vals i deildakeppninni. Vafalaust verður þetta hörkuskemmtileg viöureign, þarna mætast topp- liðin i islenska fótboltanum og lofar leikurinn þvi góöu. Breiðablik — KR Fremur viröast Blikarnir lik- legir sigurvegarar i þessum leik. Þeir hafa tekið stórstigum fram- förum i sumar og eftir glæsilega frammistööu i siðustu ieikjum hafa þeir skipaö sér á bekk með fjórum bestu knattspyrnuliðum landsins. KR-ingar eru aö visu til alls liklegir en hætt er viö að Breiðabliksmenn á heimavelli veröi þeim þungir i skauti. Akranes— Keflavík Skagamenn hafa hjátrúna i liöi meö sér i bikarkeppninni eftir að þeir lögöu Viking að velli (3-0) i 16-liöa úrslitunum I leik sem fór fram á Akranesi. Sú er trú manna og raunar viðtekin venja aö þaö líö sem slær Viking út verði sigurvegari keppninnar og ekki sist þess vegna má reikna meö aö keflvikingar riöi ekki feitu hrossi frá viðureign sinni i kvöld. Kefl- vikingar sigruðu eyjamenn 4-0 i 16-liða úrslitunum. I fyrra léku skagamenn úrslita- leikinn i Bikarkeppninni en töpuöu honum naumlega og hafa þeir aldrei náö að sigra i þesari keppni þrátt fyrir fjölmargar til- raunir. Óheppnin hefur elt þá leik eftir leik og sjö sinnum hafa þeir á siðustu 16 árum tapað úrslitaleik mótsins. 1 fyrra töpuðu þeir eins og áður segir og þaö voru einmitt and- stæöingar þeirra nú, keflvik- ingar, sem lögöu þá aö velli meö einu marki gegn engu. Skaga- menn eiga þvi harma aö hefna aö þessu sinni. Arni Stefánsson veröur vart svona áhyggjulaus þegar hann mætir ásamt félögum sinum úr Fram liði Valsmanna f kvöld. Myndin af landsiiösmarkveröinum okkar ásamt dóttur sinni er tekin á velli kópa- vogsmanna um helgina, en þá var hann á meðal áhorfenda er Breiöablik sigraöi ÍBK 3-1. FH Þróttur Nesk. unum eru til alls visir þótt telja Þaö er hægt að setja stórt veröi að FH-ingar séu liklegri til spurningamerki viö þennan ieik. að fara meö sigur af hólmi. Fulltrúar 3. deildar i 8-liöa úrslit- — gsp Frá Héraðssambandi Snæfellsness- otr Hnappadalssýslu: Snæfell sigraði með yfirburðum á Héraðsmóti HSH Frjálsíþróttamenn af Snæfellsnesi og nágrenni hafa sent íþróttasíðu Þjóðviljans úrslit í frjáls- iþróttamótum sínum í sumar. Hæst ber þar Héraðsmót HSH, sem fór fram að Breiðabliki í Miklaholtshreppi í síðasta mánuði. Til keppni mættu samtals 56 iþróttáiG.nn frá sjö félögum og var veður hið ágætasta og árangrar allir lögmætir. Orslit uröu þessi: Karlar: 100 m hlaup: Þór Albertss. Snæf. 12,1 sek 400 >" h'aup: Þór Albertss. Snæf. 56,7 sek 1500 m hlaup: min Friörik Eyst. Þresti 4:51,8 5000 m hlaup: PálmiFrim.Snæf. 19:18,7 4x100 m boöhlaup: SvetySnæfells 49,4 sek. Laugstökk metr. Sig. Hjörleifss. Snæf. 6,21 Þristökk: Sig. Hjörl. Snæf. 12,58 Hástökk: Torfi R. Kristj. UMFG 1,65 Stangarstökk: Torfi R. Kristj. UMFG 2.90 Kúluvarp Erling Jóh. IM 13.84 Kringlukast: Erling Jóh. IM 41,41 Spjótkast Hilmar Gunnarss. Vik. 48,04 Konur: 100 m hlaup: sek Vilborg Jónsd. UMFG 14,1 400 m hlaup: Kristjana Hrafnkelsd. Sn. 69.1 800 m hlaup min Bryndls Guðm. IM 2:45,3 4x100 m boöhlaup: Sveit Snæfells 58,3 sek Langstökk: metr Sigurlaug Friðþj. Snæf. 4,68 Hástökk: Maria Guðnad. Snæf. 1,60 Kúluvarp: Maria Guönad. Snæf. 9,12 Kringlukast: Ingibjörg Guöm. 1M 29,55 Spjótkast: Maria Guðnad. Snæf. 36,62 HSHmet Stigahæsta félag varö Umf. Snæfell Stykkishólmi 91 1/2 stig, i ööru sæti Iþróttafélag Mikla- holtshrepps með 33 stig, og i þriðja sæti Umf. Grundfirðinga með 30 stig. Ungmennafélagið Snæfell varð einnig stigahæst að samanlögöum þremur mótum, þ.e. unglingamóti, barnamóti og héraðsmóti með 207 1/2 stig. Hlaut það þvi sæmdarheitið besta frjálsiþróttafélag HSH 1976. Stigahæsti einstaklingur varð Maria Guönadóttir Snæfelli með 14 stig, vann hún einnig besta afrekið samkvæmt stigatöflu, 843 stig fyrir 1,60 metra i há- stökki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.