Þjóðviljinn - 11.08.1976, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miðvikudagur 11. ágúst 1976
Manuela og Snorri
í Norræna húsinu
í Norræna húsinu verður
„ opið hús" fimmtudags-
kvöldið 12. ágúst. A dag-
skrá verða tónleikar og
kvikmyndasýning.
Kl. 20.30 leika Manuela Wiesler
og Snorri S. Birgisson islensk og
erlend verk fyrir flautu og pianó,
og má þar nefna m.a. Xanties
(1975) eftir Atla Heimi Sveins-
son og fjögur isl. þjóðlög, sem
Arni Björnsson útsetti fyrir flautu
og pianó. Snorri S. Birgisson á
þar pianóverkið „Slagbrandur”
og Manuela Wiesler leikur ein-
leiksverk fyrir flautu eftir Jean
Rivier, „Oiseaux tendres”.
Kl. 22.00 verður sýnd kvik-
myndin „ Sveitin milli sanda”
gerð af Osvaldi Knudsen með tón-
list eftir Magnús Bl. Jóhannsson.
í bókasafni er nú sýning á bók-
um um Isiand. Ennfremur sýnir
þar Dagmar Martas frá Sviþjóð
vatnslitamyndir.
1 sýningarsölum i kjallara •
stendur enn yfir Sumarsýningin
með málverkum eftir Hjörleif
Sigurðsson, Ragnheiði Jónsdóttur
Ream, og Snorra Svein Friðriks-
son. Sýningin er opin alla daga
fram til 15. ágúst frá kl. 14.00 til
22.00.
— Nei nú hef ég aldrei heyrt —Eftir þvi sem mér skildist þá eru nýju nágrannarnir okkar við
annað eins ...það er aldeilis að sirkusinn.
þessi kjaftasaga hefur breyst
frá þvi að ég kom henni á stað...
— Það eina sem ég veit er að þeir
koma að norðan....
— Vonandi hafið þér ekkert á móti þvi, frú min góð, þótt
ég fái tréð yðar lánað?
HUNDALÍF
— A hvern djö.... ert þú að
sussa...?
— Já, en ég er úti með hundinn.
— Ég er ekki aö kvarta yfir
geltinu f hundinum yðar — ég er
að kvarta yfir sffelldum öskrum
mannsins yðar ailar nætur, þeg-
ar hann er að skipa honum að
þegja.
— Hættu þessu ýifri.... gestirnir eru að fara eftir tvær minútur og
þá færð þú plássið þitt...
. !
(Jr verksmiðjuhúsnæði Ramma h.f. I Njarðvikum
Hægt að lækka verð á
gluggum og hurðu m
Glugga- og hurðaverksmiðjan
Rammi h.f. i Njarðvikum hefur
um þess. mundir starfaö i 10 ár
og vinna nú 25 manns hjá fyrir-
tækinu. Megintilgangur fyrir-
tækisins hefur verið að fjölda-
framieiða glugga og hurðir þann-
ig að lækka mætti verð á þessum
vörum.
Undanfarin ár hefur verð á
gluggum frá Ramma h.f. staðið
í stað þrátt fyrir almennar verð-
hækkanir. Þetta er hægt með góð-
um vélakosti og hagkvæmri
nýtingu hans. Egill Jónsson, for-
stjóri Ramma h.f., segir að ekki
sé þó allt fengið með fullkomnum
vélabúnaði og tölvustýrðum:
„Ef arkitektar, verkfræðingar,
húsbyggjendur og framleiðendur
tækju höndum saman og stuðluðu
að samræmdum glugga- og
hurðastærðum, gætum við lækkað
framleiðslukostnaðinn með
magnvinnslu og aukinni hagræð-
ingu.”
1 dag selur Rammi h.f. um það
bil 25% af gluggum, sem seldir
eru á innanlandsmarkaði.
Neyðarhúsnœði fyrir
einstœða foreldra
Félag einstæðra foreldra hefur
nýverið gengið frá kaupum á hús
eigninni að Skeljanesi 6 i
Reykjavik. Er ætlunm að þar
verði rekið eins konar aeyðarhus-
næði fyrir einstæða foreldra með
börn, er standa uppi húsnæðis-
leusir um tima af ótal ástæðum.
Einstæðir foreldrar i námi munu
einnig fá aðgang að húsnæði
þessu. bað hefur lengi verið
mikið og eriftt úrlausnarefni
FEF hversu húsnæðisvandi ein-
stæðra foreldra er gifurlegur.
M.a. með það I huga var sótt um
lóð i 2. áfanga Eiðsgrandaskipu-
lags i Reykjavik. Vegna tafa á
framkvæmdum þar taldi stjórn
FEF nauðsynlegt að reyna að
Ieysa nokkurn vanda með
kaupum á þessuhúsi.sem er stórt
og býður upp á ýmsa kosti sem
neyðarhúsnæði.
A næstunni hefjast viðgerðir og
endurbætur á húsinu og hefur
fjáröflunarnefnd FEF sent út all-
margar beiðnir til fyrirtækja um
fjárstuðning, þar sem endur-
bætur, sem aðkallandi er að gera,
eru mjög fjárfrekar. Einnig
verður óskað eftir stuðningi ein-
staklinga. Húsið verður afhent
FEF þann 15. október nX. og er
vonasttilaðhægtverðiað taka að
minnsta kosti hluta þess fljótlega
upp úr þvi i gagnið.
Velunnarar FEF geta lagt
framlög inn á sparisjóðsreikning
þess i Vagamótaútibúi Lands-
bankans 10265 eða haft samband
við stjórn félagsins. Framlögin
eru frádráttarbær frá skatti.
Leiðrétt
Ranghermtvarifrétt Þjv. fyrir
helgi að gæslukonur á barnaleik-
völlum og dagheimilum i Reykja-
vik fengju greitt samkvæmt
Sóknartaxta. Þær fá greitt eftir
launakerfi borgarstarfsmanna.
—gsp
ÚTSALA ÚTSALA
Látið ekki verðbólguúlfinn gleypa peningana ykkar i dýr-
tiðinni. Allar vörur verslunarinnar seldar með miklum af-
slætti. Allt nýjar og fallegar vörur á litlu börnin.
Barnafataverslunin Rauðhetta
Iðnaðarmannahúsinu
Hallveigarstig 1.