Þjóðviljinn - 11.08.1976, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 11. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN —SIÐA 11
Lokadagur Meistaramótsins i frjálsum
Þráinn sigraði í
fimnitarþrautinni
Valbjörn Þorláksson, sá
gamalreyndi frjálsíþrótta-
garpur, leikur félaga sína f
boöhlaupssvpit KR heldur
en ekki grátt 'pessa dag-
ana. i 40x100 m boð-
hlaupinu gleymdi hann
keflinu sinu er hann lagði
af stað sl. laugardag en
KR-sveitinni var gefið
annað tækifæri sl. mánu-
dagskvöld. Þá mætti Val-
björn hins vegar ekki til
leiks og félagar hans þrír í
boðhlaupssveitinni urðu
þvi aftur að sjá af örugg-
um gullverðlaunum, því
þeir voru eina sveitin sem
hugðist hlaupa þetta hlaup
þótt skráðir væru mun
fleiri keppendur.
En i fimmtarþrautinni hjá
körlum, sem háö var i fyrrakvöld,
sigraði Þráinn Hafsteinsson eftir
harða keppni við Hrein Jónasson
sem hafði 300 stiga forystu eftir
þrjár greinar af fimm. Stigin til
keppenda i fimmtarþraut
skiptust þannig: Þráinn Haf-
steinsson HSK 3122 stig, Hreinn
Jónasson Breiðabliki varö annar
en þriðji varö Hafsteinn Jó-
hannesson Breiðabliki meö 2804
stig. Bróðir Þráins, Vésteinn Haf-
steinsson, varð fjórði og setti
hann nýtt sveinamet er hann náði
sér i 2701 stig.
—gsp
Úrslitakeppnm í
3. og 4. flokki
hefst annað kvöld
Annað kvöld, fimmtu-
dag, hef st úrslitakeppni i 3.
og 4. flokki, en þegar hafa
vestmannaeyingar tryggt
sér sigurinn í 5. flokki
Islandsmótsins í knatt-
spyrnu. Leikirnir í 3. f lokki
munu allir fara fram í
Reykjavik, Kópavogi og
Hafnarfirði en i 4. flokki
fara allir leikirnir fram á
Akranesi.
I 3. flokki hafa eftirtalin
lið sigrað í sínum riðli og
því tryggt sér þátttökurétt
i úrslitakeppninni: Leiknir
Fáskrúðsf irði, Þróttur
Reykjavík, Fram, Leiknir
Reykjavík, Tindastóll
Sauðárkróki. Leikdagar
hafa verið ákveðnir
þessir:
Fimmtudagur 12. ágúst:
Melavöllur kl. 18:
Leiknir F. — Þróttur R.
Melvöllur kl. 19:
Fram — Leiknir R.
Föstudagur 13. ágúst:
Vallagerðisv. Kóp. kl. 18:
Tindastóll — Fram
Vallagerðisv. kl. 19:
Leiknir R. — Leiknir F.
Laugardagur 14. ágúst:
Kaplakrikav. Hf. kl. 14:
Leiknir F.— Tindastóll -
Kaplakrikav. Hf. kl. 15.30:
Þróttur — Leiknir R
Sunnudagur 15. ágúst:
Melavöllur kl. 14:
Leiknir F. — Fram
Melavöllur kl. 15:30:
Tindastóll — Þróttur
Mánudagur 16. ágúst:
Vallargerðisv. kl. 18:
Leiknir R. — Tindastóll
Vallargerðisv. kl. 19:30:
Þróttur — Fram
I 4. flokki verður keppt í
tveimur riðlum og hafa
liðin dregist þannig saman
i riðlana:
A-riðill:
Bolungarvik
Þróttur Reykjavik
Leiknir Fásktúðsfirði
Selfoss
B-riðill:
Þór Akureyri
Austri Eskifirði
Breiðablik Kópavogi
Framhald á 14. siðu.
Valbjörn Þorláksson — enn i landsliði tslands þrátt fyrir að hann sé
kominn á fimmtugsaldur. Hann keppir i stangarstökki og grinda-
hlaupi.
Búið að velja
lands liðið í
frjálsum íþr.
Landslið tslands i frjálsum 21. og 22. ágúst hefur verið
iþróttum, sem á að keppa valið og er það þannig skipað:
gegn skotum og irum dagana
Sigurður Sigurðsson A 100 m, 200 m, boðhlaup
Vilmundur Vilhjálmsson KR 100 m, 200 m, 400 m, boðhl.
Bjarni Stefánsson KR 400 m, boðhlaup
Agúst Asgeirsson 1R 800 m, 3000 m hindrunarhl.
Gunnar P. Jóakimsson IR 800 m, 1500 m
Sigfús Jónsson IR 5000 m,
Valbjörn Þorláksson KR 110 m grindahl. stangarst.
Jón S. Þóröarson IR lio m grindahl. 400 m grindahl. hástökk
Þorvaldur Þórsson UMSS 400 m grindahl.
Jón Diðriksson UMSB 3000 m hindrunarhl.
Emil Björnsson ÚIA 1500 m, 5000 m.
Elias Sveinsson KR hástökk, stangarstökk, spjótkast
Friðrik Þór Öskarsson IR langstökk, þristökk
Jóhann Pétursson UMSS langstökk, þristökk
Hreinn Halldórsson KR kúluvarp
Guðni Halldórsson KR kúluvarp sleggjukast
Erlendur Valdimarsson KR kringlukast, sleggjukast
Öskar Jakobsson 1R kringlukast, spjótkast
Magnús Jónasson A boðhlaup.
Vilmundur Vilhjálmsson vann flest gullverðlaun á meistaramótinu eóa
fimm samtals.
Enn ekki ákveð-
ið hvort úrslit-
in í 3. deild fari
fram í riðlum
Enn hefur fyrirkomulag
úrslitakeppni 3. deildar ekki
veriö ákveðið, en hún fer fram
á Akureyri um aðra helgi.
Ekki hefur verið ákveöið hvort
liðin sjö, sem þar leiöa saman
hesta sina, leiki öll saman eða
hvort keppt veröi i riðlum.
Eftirtalin liö sigruðu i sin-
um riðlum i undankeppninni:
A-riöill:
Fylkir Rvik.
B-riðill:
Reynir Sandg.
C-riðill:
Afturelding Mosf.sv.
D-riðill:
Skallagr. / Vikingur öl.??
E-riðill:
KS Siglufirði
F-riðill:
Þróttur Neskst.
G-riðill:
Leiknir / Austri
Eins og sjá má eru öll mál
ekki útkljáð. Um helgina léku
t.d. Skallagrimur úr Borgar-
nesi og Vikingur Ölafsvik
úrslitaleikinn um hvort liðið
færi i úrslitakeppnina en jafn-
tefli varð i þeirri viöureign, 1-
1. Verða liöin þvi að mætast að
nýju.
I g-riðli er kærumál komið
upp á milli tveggja efstu lið-
anna. Austri hefur eins stigs
forskot á Leikni en Leiknir
hefur kært siöasta leik þeirra,
sem Austri vann. Fyrir
Héraösdómi vann Leiknir
kæruna og náöi þvi eins stigs
forskoti á Austra sem hefur
hins vegar áfrýjað dómnumtil
dómstóls KSÍ og þar situr
málið fast i bili. — gsp
Mótanefnd KSI mun
væntanlega mjög fljótlega
taka ákvörðun um fyrirkomu-
lag úrslitakeppninnar og raða
niöur leikjunum á ákveðna
daga. Ekki er seinna vænna.
—gsp
£**