Þjóðviljinn - 11.08.1976, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. ágúst 1976 ÞJÓDVILJINN — StDA 5
Suður-
Afríka:
óeirðir þær sem að
undanförnu hafa orðið f
blökkumannahverfum
suður-af rískra borga
gætu haft þær heimspóli-
tísku afleiðingar að
stefna bandaríkjastjórn-
ar i málefnum Afríku
sunnanverðrar missti
undan sér fæturna# segir
bandaríski blaðamað-
Kissinger og Vorster á fundinum i Bæjaralandi i júni.
Soweto breytir
myndinni
urinn Steve Talbot i grein
sem nýlega birtist i
Informatíon. Nú hafa ó-
eirðirnar blossað upp aft-
ur og ættu því orð Talbots
síðuren svoað hafa misst
gildi sitt.
En hver er þá stefna Kiss-
ingers og félaga i málefnum
Afriku? A ferð sinni um nokkur
riki blökkumanna i Afriku i vor
hvatti Kissinger til þess að kom-
iö yrði á meirihlutastjórnum
blökkumanna i Ródesiu og
Namibiu. Bandariska stjórnin
hefur áttað sig á þeirri stað-
reynd að forréttindastöðu hvitra
manna i þessum löndum verður
ekki bjargað héðan af. En um
Suður-Afriku gildir öðru máli.
Aö visu varar Kissinger hvita
minnihlutanr: við þvi að
„hundsa þau aðvörunarteikn
sem birst hafa á sl. tveim
árum” og biður hann að nrinda
af stað „friðsamlegu afnámi
hins lögbundna misréttis.” En
Kissinger virðist ekki álita það
timabært að blökkumenn Suður-
Afriku hljóti full pólitisk rétt-
indi.
Að hnýta vestræna hnúta.
Fyrir þvi eru ymsar ástæður.
Þaö sem Kissinger er efst i huga
er að hvita minnihlutastjórnin i
Suður-Afriku hefji friðsamlegar
endurbætur sem gætu vegið upp
á móti þeim áhrifum sem marx-
iskar frelsishreyfingar blökku-
manna i Ródesiu, Namibiu og
Suður-Afriku hafa. Hann vill
þrýsta á Vorster forsætisráð-
herra Suður-Afriku til að beita
sinum áhrifum til þess að i
Namibiu og Ródesiu komist til
valda hægfara umbótastjórnir
blökkumanna sem ekki eru lik-
legar til að ógna hagsmunum
Bandarikjanna i þessum heims-
hluta. Draumur hans er að i
sunnanverðri Afriku myndist
fastmótað efnahagslif bundið
Vesturlöndum sterkum
böndum, jafnt viðskiptalegum i
gegnum auðhringana sem hafa
fjárfest ómældar fúlgur i
þessum heimshluta, sem hern-
aðarlegum gegnum Nató.
Enda sagði Kissinger áður en
þeir Vorster hittust að máli á
heimaslóðum Franz-Joseph
Strauss i Suður-býskalandi sið-
ari hluta júnimánaðar: — Ég
ætla að ganga úr skugga um
hvort Suður-Afrika sé reiðubúin
til aö stuðla að hægfara og frið-
samlegri þróun mála i sunnan-
verðri Afriku. Ég ætla ekki að
gefa eftir gagnvart Vorster eða
að samþykkja stjórnkerfi hans.
Auöséð er á þeim fátæklegu
yfirlýsingum sem þeir félagar
gáfu eftir fundinn að litil sam-
staða hefur náðst um fordæm-
ingu á apartheid. Þar er bók-
staflega ekki minnst á það.
Mætti af þvi ætla að Kissinger
Sviptir
uppreisn
blökkumanna
stefnu
Kissingers
undirstöðum
sínum?
hefði litt gengið að ýta viö
Vorster.
Ekki er óliklegt að baksvið
umræöna þeirra hafi haft sin á-
hrif á gang þeirra. Einmitt
þegar þær fóru fram stóðu yfir
blóðugustu kynþáttaóeirðir i
Suður-Afriku um margra ára-
tuga skeiö. Þær hafa komið sér
illa fyrir Kissinger sem sagðist
ætla að „hrinda af stað þróun”
til að afstýra „harkalegum á-
rekstrum” i sunnanverðri
Afriku.
Áhrif óeirðanna I Soweto eru
einkum þau aö aðstaða Vorsters
til að hafa áhrif á erkiihalds-
manninn Ian Smith i Ródesiu
hefur versnað til muna. Styrkur
hans i þeim efnum var einmitt
sá að hann virtist hafa sterk tök
á blökkumönnum i sinu eigin
landi. Hann á þvi ansi erfitt með
að sannfæra Smith um að
honum sé nær að semja en að
berjast til þrautar á sama tima
og hann beitir sjálfur fullri
hörku i viðureign við blökku-
menn heimafyrir.
Nýr baráttuandi.
Af ummælum ráðamanna
apartheid-stjórnarinnar i Suð-
ur-Afriku má ráða að baráttu-
vilji og styrkur blökkumanna
kom þeim á óvart. — Við
höföum ekki búist við þviliku,
sagöi dóms- og lögregluráðherr-
ann, James Kruger, á þinginu i
Höfðaborg þegar 10 þúsund ung-
ir blökkumenn börðust við
lögreglumenn gráa fyrir
járnum á götum Soweto.
t óeiröunum kom fram aö
námsmennirnir sem voru burð-
arstoð uppreisnarinnar hafa
öðlast nýjan og áður óþekktan
baráttuvilja og eru orðnir póli-
tiskt meðvitaðir. Þeir hæddust
að lögreglunni, hrópuðu vigorð
um „Black Power” og sungu
þjóðsöng blökkumanna ,,God
Bless Africa”. Þeir kveiktu i
bilum, strætisvögnum, stjórn-
arbyggingum, kirkjum hvitra
manna, krám og skólum þar
sem stjórnvöld hugðust kenna
þeim stæröfræði og þjóðhag-
fræði á hinu hataða máli af-
rikaans sem er eitt helsta táknið
fyrir kynþáttakúgun hvita kyn-
stofnsins. I fyrri lotu óeirðanna
eyðilögðu þeir verðmæti i eigu
hvitra sem nam 34.5 miljónum
dollara og það i Soweto einni
saman. En uppreisnin var ekki
bundin við það hverfi eitt þvi
hún breiddist eins og logi yfir
akur til 20 annarra blökku-
mannahverfa um allt land. —
Þetta er uppreisn gegn apart-
heid, sagði Winnie Mandela eig-
inkona Nelson Mandela leiðtoga
Afriska þjóðarráðsins sem eru
önnur af tveim frelsissamtökum
blökkumanna i Suður-Afriku.
Mandela hefur setið um langt
árabil i fangelsi fyrir starfsemi
Og þú líka...
Það sem kemur apartheid-
stjórninni kannski enn verr er
að i uppreisninni kom i ljós að
málstaður blökkumanna á visan
stuðning langt inn i raðir hvitra
ibúa landsiris. Hundruð hvitra
stúdenta fóru i mótmælagöngur
um miðborg Jóhannesarborgar
og var þeim mætt með lögreglu-
barsmiðum og mótorhjólasveit-
Einnig urðu ýmsir frjálslyndir
stjórnmálamenn, bæði úr
stjórnarflokknum og stjórnar-
andstöðunni, til að gagnrýna
Vorster með óvanalega hressi-
legu orðbragði. Eitt stjórnar-
andstöðublaðið, Sunday Times
sem skrifað er á ensku, gerði til
dæmis grin að þeirri staðhæf-
ingu stjórnarinnar að fámennur
hópur áróðursmanna hefði stað-
ið að baki uppreisninni. —
Vissulega eru áróðursmennirnir
til staðar, segir blaðið, þeir bera
nöfn eins og fátækt, vonbrigði og
grimmdarleg kynþáttalög.
Lögin sem blaðið höfðaði til
gera m.a. ráð fyrir þvi að hrúga
blökkumönnunum — 70% þjóð-
arinnar — saman á landssvæði
sem ná yfir aðeins 13% af flat-
armáli landsins, þau skammta
blökkumönnum laun sem eru
fyrir neðan opinber hungur-
mörk, þau verja 41 dollara á ári
hverju til að mennta hvern
blökkustúdent meðan sá hviti
fær 700 dollara, þau útdeila
vegabréfum til blökkumanna
sem gera yfirvöldum kleift að
fylgjast með hverri hreyfingu
þeirra og svipta blökkumenn
frumstæðustu pólitiskum rétt-
indum. Hvita minnihlutastjórn-
in hengir sig i þessi lög og neitar
að gera á þeim hinar minnstu
breytingar.
Valkostum gæti fækkað.
Meðan svo horfir má alltaf
búast við þvi að uppreisnin i
Soweto endurtaki sig æ oftar og
breiðist út um allt land. Ef svo
fer gæti Kissinger staðið
frammi fyrir þvi einn daginn að
valið stæði ekki á milli harð-
stjórnar hvita minnihlutans og
mannúðlegri stjórn hans heldur
á milli harðstjórnarinnar og
blakkra ibúa landsins sem
krefjast réttar sins og neita að
láta halda sér lengur i skitnum.
Eflaust myndi Kissinger velja
fyrri kostinn en svo gæti allt
eins farið að hviti minnihlutinn i
Suður-Afriku færi sömu leið og
sá i Angólu. Þá er ekkert eftir
nema að biða og vona að allt fari
vel. Nú eða blása i herlúðra...
—ÞH.
Haustsýning
FÍM 1976
Haustsýning Félags islenskra myndlistar-
manna verður haldin að Kjarvalsstöðum
28. ágúst-12. september n.k.
Tekið verður á móti verkum fimmtu-
daginn 18. ágúst kl. 14-19 að Kjar-
valsstöðum.
Æskilegt er að utanfélagsmenn sendi
a.m.k. 5 verk til sýningamefndar. Mót-
tökugjald fyrir utanfélagsmenn kr.
2000.00.
Sýningarnefnd FÍM.
Orkustofnun óskar að ráða
rannsóknamaim,
karl eða konu, á rannsóknastofu sina i
Keldnaholti. Upplýsingar um aldur,
menntun og fyrri störf óskast sendar
Orkustofnun, Laugavegi 116, fyrir 18.
ágúst n.k.
Orkustofnun.
Tilkynning
til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á
þvi, að 25% dráttarvextir falla á
launaksatt fyrir 2. ársfjórðung 1976 sé
hann ekki greiddur i siðasta lagi 16. ágúst.
Fjármálaráðuneytið.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Húsavíkur óskar aö ráða nú þegar
hjúkrunarfræðinga. Upplýsingar veita fram-
kvæmdastjóri og forstöðukona í símum 96-
41333 og 96-41433.
í Húsnvib §.f.
Blikkiðjan
Asgarði 7,
Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
^ff^Blómabúðin MÍRA
Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430
Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590
Blóm og gjafavörur i úrvali