Þjóðviljinn - 11.08.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.08.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJEMN Miövikudagur 11. ágúst 1976 DJOÐVILIINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. tltgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 Hnur) Prentun: Blaöaprent h.f. BEÐIÐ UM SVÖR Þjóðviljinn hefur undanfarnar vikur birt greinar sem fletta ofan af stærsta hneyksli skattskrárinnar ár hvert, það er skattleysi fyrirtækja sem velta tugum þúsunda miljóna. Alls hafa i greinum blaðsins verið talin liðlega 500 fyrirtæki með um 37 miljarða veltu sem borga eng- an tekjuskatt. Fram hefur komið i grein- um blaðsins að fyrirtækin eru miklu fleiri þar sem aðeins eru tekin dæmi af þeim fyrirtækjum, sem hafa að minnsta kosti 10 þúsund krónur i aðstöðugjald. Þetta stórhneyksli er enn alvarlegra fyrir þá sök að á alþingi hefur hvað eftir annað verið flutt frumvarp um að breyta ákvæðum skattalaga til þess að loka smugum sem fyrirtæki hafa til þess að stinga undan miljónagróða. Hefur Ragnar Arnalds flutt þessi frumvörp, nú siðast á þingi i vetur. Þá var um að ræða 432 fyrir- tæki með 20 miljarða veltu sem engum tekjuskatti skiluðu. Nú eru fyrirtækin miklu fleiri — en hér er þó aðeins verið að ræða um fyrirtækin sem nefnd eru á nafn i skattskrá Reykjavikur. Með þessum hætti taldi Ragnar að rikið tapaði 3-4 miljörðum króna i tekjur i fyrra, liklega er tapið i ár 5-10 miljarð króna. Við þetta bætist það tap sem rikið verður fyrir vegna skatt- leysis einstaklinga sem stunda atvinnu- rekstur en hafa möguleika til þess að færa eigin framfærslukostnað á fyrirtækin, en ætla sjálfum sér um leið mjög lágar at- vinnutekjur. Þegar Ragnar Arnalds flutti frumvarp sitt á sl. vetri benti hann á sex leiðir sem notaðar væru til þess að sleppa við skatta fyrirtækja: 1. Mörg fyrirtæki hafa i hendi sr að meta vörubirgðir á mjög lágu verði og geta þannig velt á undan sér háum tekjum án þess að þær komi fram fyrr en löngu siðar, sem er að sjálfsögðu því hagkvæmara fyr- irtækinu sem verðbólgan er meiri. 2. Skyld þessu er aðferðin sem tryggingafélög nota að leggja tii hliðar svo og svo miklar upphæðir til „ógreiddra tjóna” eða bótagreiðslna. Þannig er vitað að tryggingafélög geta skotið undan álit- legum fúlgum. 3. Fyrirtækin hafa heimild til að leggja 25% hreinna tekna i varasjóð skatt- frjálst. 4. Heimilt er að afskrifa 15% af kaup- verði skipa, vinnuvéla, vöruflutninga- tækja og ýmiss annars lausafjár. Annað lausafé má svo afskrifa um 12,5% á ári, og fasteignir um 2-8%. Þessar reglur eru einkum hæpnar varðandi skipin, sem endast i 15-20 ár. Ennfremur er óeðlilegt að fyrirtækin fái heimild til að fyrna þann hluta eignar sem greiddur er með lánsfé. Hér á landi er það almennt að lánsfé standi undir 50-90% fjárfestingalkostn- aðar og með þvi að leyfa fyrningu á þeim hluta fyrirtækis sem keyptur er fyrir láns- fé er verið að gefa fjárfestingaraðilum fjármagn sem þeir alls ekki eiga né hafa nokkru sinni átt. 5. En til viðbótar almennum fyrningar- reglum hafa fyrirtækin ieyfi til að afskrifa samkvæmt svokölluðum verðhækkunar- stuðli og er það nefnt „óbein fyrning”. Þetta þýðir að almennu fyrninguna má á þessu ári hækka um 45% eða úr 15 i 21,75%. 6. Ofan á þetta bætist „flýtifyrningin” sem er 6% á ári. Niðurstaðan verður þvi sú að unnt er að leggja til hliðar með löglegum hætti i fyrningu, afskriftir og varasjóð um helming af hreinum tekjum fyrirtækisins. Þannig eru hinar löglegu islensku skattsvindlleiðir. Ekki þarf að taka það fram að þegar Ragnar Arnalds flutti tillögu sina á alþingi i vetur talaði enginn þingmaður né ráð- herra Framsóknarflokksins. Tveir þing- menn ihaldsins sáu ástæðu til þess að taka þátt i umræðunum — báðir til þess að verja skattasvindlið, það voru stórkaup- maðurinn Albert Guðmundsson og svo- kallaður „verkalýðsleiðtogi” Guðmundur H. Garðarson. Það sem olli þó mestum vonbrigðum var það að enginn þingmaður Alþýðuflokksins sá ástæðu til þess að fjalla um þetta frumvarp Ragnars Arn- alds — en forsenda þess að stjórnarand- stöðuflokkarnir nái árangri er að þeir standi saman um að fylgja fram stórmál- um. Og vissulega er það stórmál þegar fyrirtæki geta skotið undan miljörðum króna. Stjórnarblöðin — núorðið einnig Timinn — hafa skrifað talsvert um skattamál. En ekkert þeirra hefur gagnrýnt það hneyksli sem felst i skattareglum fyrir- tækja. Þess vegna óskar Þjóðviljinn eftir áliti þeirra allra: Er það eðlilegt að mati ritstjórna stjórnarblaðanna að fyrirtæki komist hjá að greiða almenna skatta á sama tima og jafnvel lifeyrisþegar eru skattlagðir með nýjum gjöldum hægri- stjórnarinnar? Fróðlegt verður að sjá svörin. — s. Einstœðíngsskap- ur í Reykjavík Brýn þörf er á þvi að borgar- stjórn Reykjavikur sinni mál- efnum einstæöinga I Reykjavfk. Tveir atburðir á þessu ári sýna svo ekki verður um villst að fjöl- margir einstæðingar búa i slæmu húsnæði, i mikilli einangrun án eftirlits eða eðli- legra tengsla, og skortur á skipulegri heimilishjálp virðist auðsær. Á sl. ári varð bruni i húsi við Óðinsgötu og manntjón. Þeir sem bjuggu á efstu hæöum hússins voru flestir vinnulúnir einstæðingar og húsnæðið var hreinasta eldgildra. Nú greinir lögreglan frá þvi aö sjötugur einstæðingur hafi fundist heima hjá sér eftir að hafa legið þar ó- sjálfbjarga eftir heilablóðfall i fimm til sex sólarhringa. Vegna lasleika hafði bróðir mannsins, sem einnig er á gamals aldri ekki komist tii hans alla siðustu viku. Vafalaust er erfitt að gera viðhlitandi ráðstafanir til þess aö útiloka atburði af þessu tagi. Það ættu þó að vera sjálfsögð viðbrögð borgarstjórnar aö fyrirskipa úttekt á högum ein- stæðinga i borginni og fá fram tillögur um hvernig megi betur búa að þeim og tryggja sem best að voveifleg atvik svipuð þess- um endurtaki sig ekki. Reykjavik er þrátt fyrir allt ekki það stór, að einstæðings- skapur þurfi endilega aö vera eins þrúgandi og viöa i stór- borgum erlendis. Lockheed -mútur Alltaf eru islendingar sein- heppnir. Nú á að fara að semja um kaup á Tristar-þotum frá bandarisku Lockheed flugvéla- verksmiðjunum, þegar búið er að fletta ofan af öllum mútu- greiðslum fyrirtækisins til stjórnmálam. og ekki minni menn en Tanaka, fyrrverandi forsætisráðherra Jap^ns, Öryggið ofar öllu komnir i fangelsi. Hætt er við aö þaö verði ekki feitan gölt að flá i sambandi við þessi fyrirhuguðu flugvélakauþ, fyrir þá sem eru áhugamenn um að iáta spilla sér með mútugreiðslúm. Hverjir kaupa ísl, peninga? Svarthöfði upplýsir það I Visi i gær, að talsvert sé af þvi að is- lendingar selji isl. krónur með afföllum miklum til svissneskrá banka og þeir hafi góða kúnna, sem kaupi þá upp. Sagt er frá Þaö var samdóma áiit alira umferðarlögreglumanna sem fylgdusi með ferðum fólks um verslunarmannahelgina að notkun öryggis- belta færi ört vaxandi. Sérstaklega var til þess tekið að fólk á Austurlandi virtist alltaka um njörvað I sæti sin. Og sumir eru mót- tækilegri fyrir umferðaráróðrinum en aörir og setja öryggið ofar öllu hvar sem þeir eru staddir. dularfullum aðila sem oft labbi sig inn i svissneskan banka til þess að kaupa isl. krónur og siðast þegar hann hafi farið þessara erinda hafi hann fengið þau svör að þær væru upp- seldar: „Rússarnir voru hér i gær”, var svarið. Þetta er ein- kennilegasti business sem um hefur heyrst, og er þó margt skritið i viðskiptum. Ekki verð- ur annað séð en að allir tapi á þessum viðskiptum. Það er að visu lenska á íslandi að tapa á viðskiptum, að minnsta kosti bókhaldslega, en hvað erlendir menn eru aö meina með að kaupa isl. krónur er ofvaxið vorum skilningi. Skattsvikin Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands isl. sveitarfélaga ritar glögga hug- leiöingu um „skattsvik og önnur svik” i Dagblaöiö i fyrradag. Hann ræöir meðal annars um þá áráttu stjórnvalda að flækja skattalöggjöfina stöðugt i staö þess að einfalda hana. Þá ræðir hann um skattlausa atvinnu- rekendur: „Þegar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga var lagt fram á Alþingi i janúar 1972 var gerð tilraun til að setja und- ir þann leka I áðurgildandi skattalögum, aö sjálfstæöir at- vinnurekendur gætu gert sig skattlitla eða skattlausa. 1 þessu frumvarpi var ákvæði um lágmarksálagningarstofn út- svara sjálfstæðra atvinnu- rekenda, þannig aö þeim skyldi að jafnaöi ekki reiknaðar lægri tekjur en þeir hefðu haft i þjón- ustu annarra fyrir svipuð störf. Um þetta ákvæði uröu deilur á Alþingi, og svo fór að þessu á- kvæði var breytt i heimildará- kvæði, sem aöeins yröi hægt að beita, „ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi.” Rikisskatta- nefnd hefur nú túlkaö þetta á- kvæði þannig, aö sveitarstjórnir geti ekki beitt þessu ákvæði nema skattframtal eða einstak- ir iiðir þess séu véfengdir. Þar með er búið aö gera upphaflegt frumvarpsákvæði að engu. Þetta er dæmi um viðleitni lög- gjafans til að „bæta” skatta- kerfið. Það vekur furðu margra, að skattyfirvöld virðast láta þáö gott heita, að menn (sem að- stöðu hafa til þess) telji fram litlar tekjur og litinn lifeyri. Hér áður fyrr var það algengt, að skattstjórar áætluðu mönnum viöbótartekjur vegna of lágs lif- eyris, en mér er spurn: Er hætt að beita þeim aðferðum? Hins hefur oröið vart aö ýmis skatt- yfirvöld eyða miklum tima i hreina smámuni s.s. hvort kostnaöur viö að setja rúöu i glugga eða endurnýja hrein- lætistæki sé hreint viðhald frá- dráttarbært eða aö einhverju ieyti endurbótog eignaaukning. Svo virðist sem megnið af starfsorku sumra skattyfir- vaida fari i slíkan tittlingaskit, en kikirinn sé samtimis settur á blinda augað og litt eða ekki sé hugað að eiginlegum skattsvik- um.” — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.