Þjóðviljinn - 15.08.1976, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. ágúst 1976
ÓLAFUR JÓNSSON:
■ *
-m
Verkamannabústaðir i Seljahverfi
framkvæmdanefndin beitti sér
fyrir i byggingaraðferðum og
margir aðrir framkvæmdaraðil-
ar hafa lært af.
Leiguibúðir sveitarfélaga.
Helsti annmarki samkomu-
lagsins um Breiðholtsbygging-
arnar var að sjálfsögðu sá, að það
tók aðeins til Reykjavikursvæðis-
ins. Landsbyggðin var eftir skilin
og bygging verkamannabústaða
lá að mestu leyti niðri viðreisnar-
áratuginn. Þegar uppbygging at-
vinnulifsins hófst um allt land,
eftir að vinstri stjórnin tók við
völdum, varð þörfin fyrir ibúða-
byggingar þar mjög knýjandi.
Voru þvi samþykkt á Alþingi 1973
lög um að byggja 1000 leiguibúðir
á vegum sveitarfélaga utan
Reykjavikursvæðisins Þau lög
voru ótvirætt sett til þess að jafna
Hugleiðingar utn húsnæðismál
Fátt lýsir betur dugnaði og at-
orku islensku þjóðarinnar en sú
stórfellda uppbygging á ibúðar-
húsnæði, sem hér hefur farið
fram. Á einum mannsaldri hefur
þjóðin byggt næstum aUt sitt
ibúðarhúsnæöi frá grunni. Þaö
höfðu að visu allar kynslóðir fyrri
alda áður gert, en nú er i fyrsta
sinni byggt úr varanlegu efni. Að-
eins 5% af þeim ibúðarhúsum,
sem nú eru i notkun eru siðan
fyrir aldamót, 33% eru byggö á
timabilinu frá 1900 til 1944, en 62%
á siðustu 30 árum. Ekki verður
þvi um það deilt, að þjóðin býr nú
við góðan húsakost þó að þar sé
gæöum lifsins ekki jafnt skipt
fremur en á öðrum sviðum og
viða sé enn búið þröngt.
Mjög hefur uppbygging ibúðar-
húsnæðis gengið i öldum á siðustu
áratugum eins og fleira i okkar
efnahagslifi, og má þar greini-
lega merkja pólitiskar sveiflur og
áhrif einstakra rikisstjórna.
Fyrsta stórátakið i ibúðabygg-
ingum var unnið i framkvæmda-
gleði nýsköpunaráranna. Siðan
kom afturkippur og fram-
kvæmdahömlur, en stöðugt var
þó mikið byggt og 1959 var metár
en þá voru fullgerðar 1526 ibúöir á
öllu landinu.
Siðasta áratuginn hefur tala
fullgerðra ibúða verið sem hér
segir:
1965 ......................... 1518 Ibúöir
1966 ..........................1693 Ibúðir
1967 ......................... 1767 fbúðir
1968 ..........................1779 ibúðir
1969 ..........................1460 ibúðir
1970 ..........................1329 Ibúðir
1971 ..........................1362 Ibúðir
1972 ..........................1930 tbúðir
1973 ..........................2220 Ibúðir
1974 ..........................2193 Ibúðir
1975 ..........................2050 Ibúðir
íbúðaþörfin.
Framkvæmdastofnun rikisins
hefur áætlað samkvæmt ýmsum
mismunandi gefnum forsendum,
að til þess að fullnægja þörf þjóð-
arinnar fyrir ibúðir, þurfi árlega
að byggja 2468 ibúðir. Ekki skal
hér dæmt um réttmæti þeirrar
tölu, en flest bendir þó til þess, aö
ekki sé lengur réttmætt að tala
um verulegan skort á ibúöum hér
á höfuðborgarsvæðinu. 1 Reykja-
vik voru t.d. fullgerðar á árinu
1975 743 ibúðir á sama tima og
ibúum borgarinnar fjölgaði að-
eins um 84.
Fólksfjölgun á öllu landinu hef-
ur siðustu 3 árin verið sem hér
segir:
1973 ...................2724
1974 ...................3129
1975 ...................2450
Að meðaltali hafa þvi verið
byggðar 778 ibúðir fyrir hverja
1000 nýja ibúa siðastliðin 3 ár.
Virðist þvf sæmilega tekið á móti
nýjum borgurum ef á heildina er
litið.
Þrátt fyrir þessar miklu bygg-
ingar siðustu árin er verulegur
skortur á ibúðum á allmörgum
stöðum úti á landi, þar sem upp-
bygging atvinnulifsins er i fullum
gangi. Stafar það ekki sist af þvi,
hve fáir iðnaðarmenn eru búsettir
i smærrri þorpum og að fólk hefur
hreinlega ekki tima til þess að
byggja vegna anna við fram-
leiðslustörfin. Er þvi mjög mis-
ráðið af stjórnvöldum hvað hægt
hefur verið farið i að framkvæma
lögin um' byggingu 1000 ibúöa á
landsbyggðinni.
Til þess að bæta úr bráðustu
ibúðaþörfinni i sjávarþorpum
væri fljótvirkast að efla þá aðila,
sem nú framleiða einingahús og
gera þeim fjárhagslega mögulegt
að skila þeim fullbúnum á bygg-
ingarstað. Slikar byggingar þarf
ekki að fjármagna allar á sama
hátt og verkamannabústaði,
heldur ætti hér að koma til hluti af
þvi fjármagni, sem ætlað er til
þess að halda jafnvægi i byggð
landsins. Of hljótt hefur verið til
þessa um þennan mikilvæga þátt
húsnæðismála þjóðarinnar.
Lánveitingar til íbúða-
bygginga.
Allt siöan lögin um Húsnæðis-
málastofnun rikisins voru sett
hefur nokkru fé veriö varið til
lánveitinga til þeirra, sem byggja
nýjar ibúðir. Allar tölur til skýr-
inga á þvi fjármagni eru úreltar
vegna verðbólgunnar, en hæst
hafa lán frá Húsnæðismálastjórn
komist i 37% af byggingarkostn-
aöi meðalibúöar árið 1971. Siðan
hafa lifeyrissjóðir verkalýðsfé -
laganna komið til viðbótar fyrir
þá, sem þar hafa réttindi. Áætla
má, að þeir sem nú byggja ibúðir
eigi rétt á lánum fyrir 40% af
kostnaðarverði ibúðarinnar.
Vantar mikið á, að það sé sam-
bærileg fyrirgreiðsla og veitt er á
hinum norðurlöndunum.
Þar sem byggðir eru verka-
mannabústaðir koma til viðbótar
lán úr Byggingasjóði verka-
manna þar tii lánin ná samtals
80% af byggingarkostnaði. Allt of
litið hefur verið byggt af verka-
mannabústöðum á siðustu árum
og veldur þar einkum skammsýni
og tregða bæjar- og sveitar-
stjórna við aö greiða sinn hluta af
framlagi i byggingarsjóð verka-
manna.
Hætta á samdrætti.
Stórfelldar hækkanir á bygg-
ingarkostnaði valda þvi, að nú er
veruleg hætta á samdrætti i
ibúðabyggingum. Tregða á lóða-
úthlutun hjá Reykjavikurborg og
öðrum bæjarfélögum og ýmsar
aðgeröir i fjármálum benda til
þess, að slikur samdráttur sé
skipulagður af stjórnvöldum. Að-
eins spákaupmenn og húsabrask-
arar hagnast á samdrætti i bygg-
ingaiðnaði. Það er þjóðhagsLega
hagkvæmt að halda áfram að
nýta þá tækni, sem nú er fyrir
hendi og það vinnuafl, sem nú er i
byggingariðnaði.
Ollurn kreppuboðskap og upp-
gjafarhug þarf verkalýðshreyf-
ingin að mæta með nýrri sókn og
kröfum um varanlega lausn i hús-
næðismálum.
Þeir iðnaðarmenn og aðrir,
sem vinna við byggingariðnaðinn
eiga kröfu á þvi, að þeirra at-
vinnugrein sé vernduö fyrir þeim
sveiflum, sem yfir hana hafa
gengið.
1 öðru lagi er brýn þörf á þvi að
örva íbúðarbyggingar á nokkrum
stöðum úti á landi eins og áður
var að vikið.
1 þriðja lagi þarf að stórauka
byggingar verkamannabústaða
vegna þeirra, sem ekki hafa efni
á þvi að kaupa ibúðir á þvi verð-
lagi og með þeim lánakjörum,
sem nú gilda á hinum almenna
markaði.
Þó að mikið sé byggt af hag-
kvæmum ibúðum og þó að bygg-
ingameistarar og byggingafélög
selji ibúðir aðeins á kostnaðar-
verði, þá er það ljóst, að allstór
hópur fólks, sem nauðsynlega
þarf ibúðir, hefur enga möguleika
til þess að kaupa ibúðir á þeim
kjörum, sem fasteignasalarnir
bjóða. Þessi hópur fólks minnti
eftirminnilega á sig þegar yfir
eitt þúsund umsóknir bárust um
308 ibúðir i verkamannabústöðum
i Reykjavik. Þeir sem önnuðust
úthlutun ibúðanna lentu i veru-
legum vanda, þvi það var viður-
kennt, að allir umsækjendurnir
þurfa ibúöir og flestir uppfylltu
þau skilyrði, sem sett voru. Það
er þessi hópur efnalltils launa-
fólks, sem verkalýöshreyfingin
og verkalýðsflokkarnir hafa verið
að vinna fyrir þegar settar hafa
verið fram kröfur um félagslegar
úrbætur I húsnæðismálum.
Það er þvi ekki fyrir tilverknað
Sjálfstæðisflokksins eins og oft er
haldið fram I áróðri, hvað margir
búa hér i eigin ibúðum, heldur
fyrir langa og kröftuga baráttu
verkalýðshreyfingarinnar og
stjórnmálaflokka, sem hana hafa
stutt á liðnum árum.
Leiguíbúðir.
Ekki er ástæða til að gleyma
þvi, að verkalýðsflokkarnir hafa
jafnframt beittsér fyrir byggingu
leiguibúða.
• Það er staðreynd, sem allir
verða að viðurkenna að hvað vel,
sem fólk er aðstoðað til þess að
eignast ibúðir, þá er alltaf nokk-
ur hópur fólks, sem af heilsufars-
ástæðum og fleiri orsökum hafa
enga möguleika á þvi að eignast
ibúð.
Það er félagsleg skylda, sem
ekkert sveitarfélag má undan
vikjast aö sjá til þess, að slikt fólk
geti fengiö leiguibúðir, þar sem
það getur búið með nokkru ör-
ýggi-
Uppbygging verkamanna-
bústaöa.
Með vaxandi dýrtið og verð-
bólgu verður stöðugt erfiðara
fyrir efnalitið fólk að leysa sin
húsnæðismál. Einkum kemur sá
vandi hart við unga fólkið, sem er
að byrja búskap. Verkalýðshreyf-
ingin mun þvi vafalaust setja
fram harðar kröfur við þá endur-
skoðun á gildandi lögum um hús-
næðismál, sem nú stendur yfir.
Sérstaklega mun hún leggja
áherslu á, að byggingar á félags-
legum grundvelli verði auknar.
Það er þvi nokkur ástæða til þess
að rifja upp fyrri baráttu verka-
lýðshreyfingarinnar á þessu
sviði.
Það hefur jafnan verið snar
þáttur i kjarabaráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar að vinna að
endurbótum I húsnæðismálum
félagsmanna sinna. Má þar fyrst
minna á baráttu Héðins
Valdimarssonar, sem þá var for-
maður Dagsbrúnar, þegar hann
fékk samþykkt á Alþingi fyrstu
lögin um verkamannabústaði. Má
ótvirætt telja það ein merkustu
lög, sem sett hafa verið hér á
landi. Mætti segja, að þau lög
væru upphafið að þvi, að verka-
menn eignuðust nýjar ibúðir.
Samkvæmt þeim lögum voru all-
margar ibúöir byggðar viðsvegar
um landið og meö þeim var
viðurkennt af löggjafanum, að
lausn húsnæðismála væri sam-
félagslegt verkefni. Engin ihalds-
stjórn hefur þorað að afnema lög-
in um verkamannabústaði, en
þau voru hinsvegar oft gerð óvirk
árum saman með skorti á fjár-
magni. Verkalýðshreyfingin hélt
þó jafnan uppi stöðugri baráttu
fyrir þvi að fá aukið fjármagn til
húsnæðismála og jafnan með
nokkrum árangri, þegar staða
hennar var sterk á Alþingi, enda
eru nú verkamannabústaðir i öll-
um kaupstöðum og flestum stærri
kauptúnum landsins.
Breiðholtsframkvæmdirn-
ar.
Þegar að þvi kom i sambandi
við gerð kjarasamninga 1965, að
verkalýðshreyfingin knúði fram
verulegar úrbætur I húsnæðis-
málum, þá höfðu forsvarsmenn
verkalýösféiaganna misst svo
trúna á, að verkamannabústaða-
kerfið leysti nokkurn vanda, að
samið var um að stofna nýtt kerfi,
Framkvæmdanefnd byggingar-
áætlunar, sem aðeins átti aö
starfa á félagssvæði verkalýðs-
félaganna i Reykjavik, og var
ætlað að byggja 1250 ibúðir á
næstu 5 árum.
Miklar vanefndir urðu af hálfu
viðreisnarstjórnarinnar á þvi að
útvega fjármagn til Breiðholts-
framkvæmdanna og er þeim enn
ekki aö fullu lokið. Allmikið hefur
verið deilt um störf og byggingar
Framkvæmdarnefndar bygg-
ingaráætlunar og vissulega heföi
þar margt mátt betur fara. Þó
eru þær framkvæmdir ótvirætt
stórmerkur áfangi i baráttu
verkalýöshreyfingarinnar fyrir
endurbótum I húsnæðismálum og
fullvist er, að mikill hluti þeirra
1000 fjölskyldna, sem þar hafa
eignast Ibúöir hefðu ekki leyst
þann vanda með öðrum hætti.
Hitt var lika mikilvægt, að
þetta átak i húsnæðismálum, sem
verkalýöshreyfingin knúði fram,
varð til þess að losa höfuðborg
landsins við þann smánarblett, að
mörg hundruð fjölskyldur byggju
i hermannabröggum við ósæmi-
legar aðstæður, eins og viðgengist
hafði i tvo áratugi. Við fram-
kvæmd samkomulagsins um
Breiðholtsbyggingarnar var vel
fyrir þvi séð, að þeir einir fengju
þar ibúðir, sem ekki gátu eignast
ibúðir með öðrum hætti. Að þvi
leyti gerðu þær sama gagn og
verkamannabústaöirnir.
Ekki má heldur gleyma þeim
margvislegu nýjungum, sem
metin gagnvart Reykjavikur-
svæðinu og til þess að mæta sömu
þörfum á landsbyggðinni og
Breiðholtsbyggingarnar gerðu i
Reykjavik, enda er nú búið að
heimila sölu á hluta leiguibúð-
anna til láglaunafólks.
1 sambandi við kjarasamning-
ana 1974 féllst verkalýðshreyfing-
in á, að launaskattur væri hækk-
aöur um 1% til þess að
fjármagna þessar framkvæmdir.
Þrátt fyrir það hafa nú aðeins
verið greidd lán til 284 ibúða sam-
kvæmt þessum lögum og ákveöið
að dreifa byggingu hinna á næstu
5 ár. Má þvi með réttu segja, að
byggingar þeirra ibúða, sem um
er samið af verkalýðshreyfing-
unni séu framkvæmdar meö
tregðu og hangandi hendi af rikis-
valdinu.
Eins og fram hefur komið hér
að framan, þá eru nú i gangi þrjú
kerfi, sem hafa það hlutverk að
byggja ibúðir fyrir efnalitið fólk.
Þessu þarf sem fyrst að breyta og
sameina þessa starfsemi. Eðli-
legast er, að verkalýðshreyfingin
taki þar forystuna að nýju og geri
kröfu um, að lögin um verka-
mannabústaði verði endurskoðuð
og gerð virkari. Virðist þar helst
þörf á að minnka hlut sveitar-
félaga i fjármögnun Byggingar-
sjóðs verkamanna, t.d. i 33% úr
50% eins og nú er. Stórauknar
byggingar verkamannabústaða
eru að verða eina von unga fólks-
ins til þess að eignast ibúðir.
Endurskoðun laga um hús-
næðismál.
Fyrir meira en einu ári skipaði
félagsmálaráðherra 7 manna
nefnd til að endurskoða i heild
gildandi löggjöf um Húsnæðis-
málastofnun rikisins. Er hér um
mikilvægt verkefni að ræða og er
mest um vert að félagsleg sjónar-
mið verði þar höfð að leiðarljósi.
Litið hefur frést af starfi nefnd-
arinnar á liðnu ári og virðast þeir,
sem ferðinni ráða við þau störf
ennþá vera að leita að einhverri
stefnu i húsnæðismálum.
Verkalýðshreyfingin á aðild að
þessari endurskoðun laganna.
A.S.l. tilnefndi tvo menn i nefnd-
ina. Það hlýtur að koma i hlut
þeirra að láta á það reyna i starfi
nefndarinnar, hvort hugur fylgir
máli þegar félagsmálaráðherra
lofar þvi fyrir hönd rikisstjórnar-
innar að standa við loforð vinstri
stjórnarinnar um að auka veru-
lega ibúðabyggingar á félags-
legum grundvelli. Þar má ekki
vera um neinn undanslátt að
ræða, heldur þarf nú af fullum
myndugleika og reisn að endur-
nýja þá grundvallarstefnu verka-
lýðshreyfingarinnar, að rikis-
valdinu og sveitarstjórnum beri
að aðstoða efnalitið fóik i lág-
launastéttum til þess að eignast
góðar ibúðir.
Við núverandi aðstæður er þó
miklu liklegra, að verkalýðs-
hreyfingin verði ennþá einu sinni
að fylgja kröfum sinum eftir með
krafti samtaka sinna og atfylgi
þeirra stjórnmálalokka sem kröf-
um hennar styðja á Alþingi.