Þjóðviljinn - 15.08.1976, Side 9

Þjóðviljinn - 15.08.1976, Side 9
Sunnudagur 15. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Sýning úr safni Gunnars Sigurðssonar í myndlistarhúsinu á Klambratúni. Eftirtaldir listamenn eiga þar verk: Einar G. Baldvins- son, Eiríkur Smith, Hafsteinn Austmann, Hjörleifur Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Jón Gunnar Árnason, Karl Kvaran, Kjartan Guð- jónsson, Kristján Davíðsson, Nína Tryggva- dóttir, Sigurður Sigurðsson, Skarphéðinn Haraldsson, Skúli Thoroddsen, Snorri Arin- bjarnar, Sverrir Haraidsson, Valtýr Péturs- son og Þorvaldur Skúlason. EINKASAFN Mynd eftir Ninu Tryggvaaouur Mynd eftir Kjartan Ouöjónsson Greinarhöfundur hefur orðið þess áþreifanlega var að sifellt fer stækkandi sá hópur ungs fólks sem snýr sér að söfnun af ein- hverju tagi, og þá ekki sist þeirri söfnun sem prýðir veggi heimilis- ins. Hér er örugglega um að ræða meðvitað andsvar gegn sóunar- kapphlaupi og ofneyslu, andsvar gegn innihaldslitlum varningi skrums og færibands, jafnframt eðlilegri þörf til persónulegrar umhverfismótunar. Fólk er i siauknum mæli farið að skynja töfra hins máöa og slitna; hand- verkið frá liðnum timum land- búnaðar og sjávarútvegs, þeirrar menningar sem blómstraði i ein- faldleik lifsins. Þessi þróun er at- hyglisverð, og þegar höfð er til samanburðar niðurrifsstefna kaupfélaganna og heildsalanna, en þeir höföingjar bjóða sveita- fólkinu (i staðir.n fyrir gömlu munina) plastrokka með áföstum öskubakka, lambsfót með hita- mæli, dádýrshöfuð úr plasti o.s.frv. Söfnun myndlistarverka stjórn- ast af ýmsum hvötum svo sem al- þjóð veit; peningamenn með mis- jafnan smekk sanka að sér verk- um látinna „meistara”; fjár- sterkir einstaklingar gefa til safna; fagurkerar fórna öllu fyrir eignarhald á myndum; listamenn skipta við kollegana: galleristjór- ar taka myndir upp i leigur. En hvað sem aðferðum liöur og þeim tilhneigingum sem stjórna söfn- uninni, þá er það hagur mynd- listarþróuninni að sem flestir eignist myndir. Margir islendingar hafa orðið þjóðkunnir af söfnum sinum: ívar Markússon, Ragnar i Smára, Þorvaldur Guðmundsson, Storr-hjónin, Bjarnveig Bjarna- dóttir, Gunnlaugur Þórðarson, Jón Þorsteinsson, Sverrir Sig- urðsson, Margrét Jónsdóttir og Gunnar Sigurðsson. Aðrir eru frægari af verkum sinum og um- svifum: Ragnar Kjartansson, Björn Th Björnsson og Aðalsteinn Ingólfsson. En þeir eru lika til sem ekki vilja láta vitnast hvað þeim áskotnast, t.d. náunginn sem keypti allar myndirnar á minningarsýningu Kjarvals siðastliðið ár, og konan sem fjár- festi i trékössum úr flugvélinni sem fórst á Vatnajökli, — hún sat uppi með ómetanlegt safn postu- linsmuna frá liðnum öldum. Gunnar Sigurðsson Þann 7. ágúst siðastliðinn var opnuð sýning i myndlistarhúsinu á Klambratúni þar sem saman var safnað 91 verki úr eigu Gunnars Sigurðssonar i Geysi. 1 myndarlegri sýningarskrá ritar Björn Th. Björnsson aðfararorð og segir m.a.: ,,Það er eins og hver ný bylgja i listum eignist sinn hauk i horni, impressionist- arnir menn eins og tollvörðinn Victor Choquet. Nabismálararnir Nathansonsbræðurna. kúbistarn- ir Apollinaire og Stein-systkinin. og þannig mætti áfram telja. Hér heima eignaðist bylgja abstraklmálverksins einnig sinn NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST mann, og hann furðu likan hinum frægu forverum sinum: Gunnar Sigurðsson i Geysi. Slikir menn, — og það veit ég af eigin raun um Gunnar, nálgast listina af djúpri eðlisþörf, og sú birting samtim- ans sem i henni felst, hversu ögr- andi sem hún er öðrum, er þeim eins og sjálfstjáning. Þvi leita þeir heldur aldrei aftur fyrir sig. Það sem er liðið, er ekki lengur á dagskrá, og hneykslun er ekki til i þeirra orðabók, nema á þvi sem illa er gert eða með hálfqm huga. Þeir eru i senn opnir fyrir hverri nýlundu og skeleggir gagnrýn- Gunnar Sigurðsson. Mvndirnar eru úr einkasafni hans endur, þeir eru innan veggja, og listmæti verka skiptir þá öllu máli.” Vettvangur Gunnars Sigurðs- sonar varð Listvinasalurinn á horni Mimisvegar og Freyjugötu, hús og vinnustofa Asmundar Sveinssonar, þar sem núna er starfandi Myndlistaskólinn i Reykjavik. 1 þessu húsi hefur löngum sprottið fram mörg nýj- ungin; á árunum 1949-1955 var þar höfuðvigi abstraktstefnunnar og uppúr 1967 rikti þar poppstefnan og útisýningarnar frægu. Þar hafa skáld lesið úr verkum sinum og pianóleikari töfrað á- heyrendur. Gunnar Sigurðsson mun eins og aðrir galleristjór ar, hafa tekiö myndir upp i leigur. Jafnframt þvi keypti hann verk og þáði að gjöf frá þakklátum listamönnum sem virtu hann fyrir stuðninginn, ...vitandi að betra heimkynni yrði þeim ekki kosið. Þannig er þetta safn Gunnars Sigurðssonar ekki slikt sem auðmaðurinn — konnisörinn — fyllir eftir kerfi og drepur I skörðin: Það er miklu fremur lifandi dókúment skamms en mikils umbrotaskeiðs i list okkar.” Svo mælti Björn Th. Björnsson, og skilgreinir safn Gunnars Sigurðssonar i fáeinum orðum. Nú kemur það hvergi fram hversu stórt safn Gunnars er, en heiti sýningarinnar gefur til kynna að einhverju hafi verið skotið undan og þá væntanlega til þess aö rjúfa ekki þá heildar- mynd sem sýningin gefur. Burðarstólpar i safni Gunnars á Klambratúni eru: Jóhannes Jóhannesson, Nina Tryggvadótt- ir, Þorvaldur Skúlason og Snorri Arinbjarnar; þeirra verk eru per- sónulegust og jafnbest og gefa nokkuð góða sýn á framleiðslu þeirra. Valtýr Pétursson og Kristján Daviðsson eru að visu höfundar fjölda mynda, en erfitt revnist að taka þá alvarlega, sér- staklega hinn siöarnefnda sem alla tið hefur verið ofurseldur áhrifum erlendra meistara (t.d. Jean Dubuffet og Picasso). Skarphéðinn Haraldsson, Sigurð- ur Sigurðsson, Hörður Agústsson, Jóhannes Geir og Einar G. Bald- vinsson eiga þarna ágætar mynd- ir. Yfirbragð sýningarinnar er mjög heillegt og sannfærandi en skortir helst ákveðnar áherslur eða högggefandi verk til þess að orka sem skýrsla um yfirstand- andi timabil, — of margar ,,sæt- ar” myndir eru i safninu. At- hyglisvert er einnig hversu myndlausnir málaranna eru lik- ar; einn tekur við þar sem annar endar. Breiddin er mjög litil i verkefnavali málaranna, og er það kannski að vonum þegar haft er i huga hve takmörkuð abstraktlist er til persónulegrar tjáningar. En þrátt fyrir þessar aðfinnslur ,,segir sýningin satt og rétt frá” og undirstrikar orð B.Th. sem vitnað var i hér að framan. Mynd eftir Þorvald Skúlason

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.