Þjóðviljinn - 15.08.1976, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 15.08.1976, Qupperneq 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 Hi | r ln ii Umsjón: Mörður Árnason og Þröstur Haraldsson „Það serr f óikið viir ’ ,,Það sem fólkið vill láta æsa sig kynferðislega.” ,,B y g g ða r j a f n v æ g i i menningarmálum” gæti verið vor-slagorð ýmissa hópa fólks sem hefur fasta atvinnu á vetrum við að skemmta höfuö- borgarbúum. Þekktasta dæmiö um slikt eru leikhúsin sem r júka útúr bænum til að sýna hinum einangraða sveitavarg af- rakstur undanfarins veturs. Þess á milli skal fjalliö til Múhammeðs. Náskylt er annað fyrirbæri sem vafalaust stendur vettvangi Klásúlna nær. Þau heita gjarnan dilli-dó, hanagal eða eitthvað álika innantómt, og eru dyggilega stiluö upp á „það sem fólkiö vill”. Uppistaöan i þessu fyrirbæri eru fastráðnar danshljómsveitir viö vin- veitingahús Reykjavikur. Þegar vorar eru sveitirnar stokkaðar upp og haldið af stað i eina herlega hringferð. Nokkrum hljóöfæraleikurum af hinum ólikustu sauðahúsum og fleiri dei1iteg u n dum skemmtanaiðnaðarins er hrært saman I eina rútu, sem siðan þræðir helstu samkomuhús landsins meö sólarlandaferð I bingóvinning á hverju balli. Fullkominn menningarbiti handa sveitavargnum. Fyrri partur kvöldsins fer i að koma sér i rétt stuð fyrir ballið. Þegar fer að liða að miðnætti er sest upp i bil. Barnapian kemur hlaupandi: „Ætlið þiö ekki að taka flöskuna með?” Á tröppum samkomuhússins standa þessir eilifu vandræöa- gemlingar áfengislaganna, ung- lingarnir, og kikja yfir höfuö herðabreiðra og hálsstuttra dyravarða, i von um þó ekki væri neina lyktina af gleðskap- num. Hún er reyndar eitt af þvi óviðfelldnasta við svona böll, þvi klósettin eru staösett I and- dyrinu, en það er önnur saga. Ballið er komið vel af staö, dansgólfið hálffullt af misjafn- lega rytmiskum skrokkum og hljómsveitin að ná saman i sveiflunni. Að sjálfsögðu er þetta alhliða skemmtistaður með dansgólfi á milli sviðsins og upphækkaðra biósæta. Til að gripa stemninguna sest maöur upp með hinum djúsurunum, horfir á og hlustar. Hvers konar tónlist er svo flutt á dinglum- dangli reykviskra hljómlistar- manna um landið? Ef að þessi spurning væri lögð fyrir fremj- endur listarinnar yrði svariö vafalaust eitthvað á þá leiö að lagalistinn miöaðist viö „það sem fólkið vill heyra”. Og i gegnum svariö mætti lesa að viökomandi telur þetta ekki sina tónlist, jafnvel hljómsveitar- stjórinn hefur ekki áhuga á henni, en hefur samt sem áöur horft framan i svona böll i tuttugu eöa þrjátiu ár. Hlutverk hans er að útsetja lögin „sem fólkið vill heyra” þá og þá stundina, velja saman hljóð- færaleikara „sem fólkið vill sjá”, brandarakarla „sem fólkið vill hlægja að” og nú siöast nektardansmær „sem fólkið vill aö æsi sig upp kyn- ferðislega”. Mikiö andskoti hljóta þessir menn að vera i góöu sambandi viö „fólkiö”, þrátt fyrir það aö þeim finnst tónlist þessa sama „fólks” lltt áhugavekjandi og spili frekar af gömlum vana en af innlifun. Svo mikiö er vist aö hljómsveitin þreifar litið fyrir sér á ballinu um hvað áhorfendur vilja fá. Lag númer tólf er búiö, hljóm- sveitarstjórinn flettir nokkrum blöðum, snýr sér að næsta manni og segir númer sautján eða eitthvað álika. Það fer bylgja þvert yfir sviðið þegar hver meðlimurinn á fætur öðr- um hallar sér yfir nótnaheftið og flettir. Upphaf og endar lag- anna gefa til kynna aö ekki hafi verið lagt mikið upp úr samæfingu sveitarinnar, þessir hlutar eru heldur lausir i reipunum þótt margt sé vel gert þar á milli. Enda hæpið að væna hljóðfæraleikarana um litla hæfileika, miklu frekar um að sýna ekki hvaö þeir geta. Kannski er þetta sorglegasti hlutinn af fyrirbærinu „það sem fólkið vill”, nefnilega áhuga- leysiö. Illmannlegur grunur læðist að saklausum athuganda um að „það sem fólkið vill” sé einfaldlega að fá að borga pening. Aðgangseyri er ekki beint stillt i hóf, kostnaöi við hringferðina er haldið I lagmarki og reynt er að fá bingóið til að standa á sléttu. Takmarkið er fjölbreytni menningarbitans er að trekkja. Þegar mannskapurinn hefur borgað sig inn virðist „þaö sem fólkið vill’ fá að liggja milli hluta, hugsunin hefur breyst i að sjá um að „fólkið fái sitt fyrir peningana.” Þaö er falleg leiksýning á sviðinu. Hér er kominn vel klæddur hópur atvinnumanna sem ætlar að skemmta „fólkinu”. Það er skrýtið hvað heildarsvipurinn þarna ofan við dansgólfið er áferðarfallegur. Liklega hleypur aldrei snuröa á þráðinn og milli meðlimanna virðist aldrei hafa hrokkið styggðaryröi. Heilbrigð lifsgleði skin úr hveri ásjónu og manni gæti dottið i hug að hér væru staddar holdlegar imyndanir hins óspillta islendings. Eða hvað? Hljómsveitarstjórinn stingur dálitið við og minnir á að mannlegir brestir eru lika til i þessum bransa hversu heil- steypt sem myndin á sviðinu er. Það er hægt að misstiga sig illi- lega ef maður stekkur ofan úr efri koju með ekki ótruflað jafn- vægisskyn eftir svefnlitla nótt. Það læöist að manni óljós grun- ur, sem kannski fæst staðfestur, grunur um að frikvöldin séu ekki alltaf notuð til að slappa af. 'Einstaka sinnum finnst hlust- andanum lika að heilasellur hljóðfæraleikaranna séu ekki i fullkomnu ástandi til að skilja meðspilara sina. Slika hnökra er málað vendilega yfir. Allt er gert til aö leiksýningin beri sem minnst merki þess sem gerist utan sviðs. Það sem skiftir máli er aö lifa undir þvi sem aug- lýsingaspjaldið segir, bæði i orðum og myndum. „Fólkið vill hafa það svona”, það er þægilega fyrirhafnarlitiö og langöruggast. Spurningin er einföld: Hvað höfum við upp úr túrnum? En guð minn góður, það er hægt að skemmta sér á svona balli! Dansgólfið er eins og flest slik og allir virðast fá útrás. Lagavalið er lika miðað viö að hægt sé að dnasa: amer- Iskt sveitarokk I Lonli Blú stil, vinsæl (óskilgreind) lög, nokkrir gamlir rokkarar og sitt lagiö frá hvorum, Bitlunum og Stones. Enda er þrælgaman að skekja sig þvi rokkið er þétt og góð stemning á dansgólfinu. Timinn liður og það er rennt i gegnum númerin i nótnaheftinu þar til hljómsveitarstjórinn tel- ur að nú fái tónverkamennirnir sinn kaffitima. Til aö foröast dauðan pUnkt á kvöldin eru skemmtiatriði „sem fólkið vill” næst á dagskrá. Eitt af þvi undarlegasta sem spekú- lantar i skemmtiiðnaðinum á Islandi hafa ákveðið að „fólkið vilji”, eru innfluttar nektar- dansmeyjar. Og á balli eins og þvi sem hér um ræðir er grund- völlurinn hæpinn. Kvenmenn sem standa vanalega fyrir framan kynhungraða karlmenn og berhátta sig, standa gjarnan vesældarlegar fyrir framan vel drukkna islenska æsku sem gæti átt það til að gefa skit i svona fyrirbæri a.m.k. ef ekki væri hægt að hlægja. Alla vega er það ekki pempiuháttur og ballett- legar silkislæður sem bliva á svona samkundu. Já, minir elskanlegu, böll eru góður hlutur hvort sem maöur vill þeytast útúrdrukkinn frá dansgólfi á klósettið (þar sem alltaf er flóð), eða setjast niður og horfa á lifandi leikhús með annað óraunverulegt i hinum enda hússins. Kannski styttist bilið þar á milli ef mottóið væri ekki svona ofboðslega yfir- borðslegt. Til dæmis er hægt að spyrja hljómsveitarmeðlimi hvort ekki hafi verið ástæða til aö gera meira úr einhverju sem fékk sérstakar undirtektir „fólksins”. Iss, nei fólkið er alls ekkert að gera kröfur með undirtektum, það er bara að segja takk. „Það sem fólkið vill” var fest á blað áður en lagt varaf stað, og fólkið fær ekki að breyta þvi. Það borgar, viö skemmtum, takk fyrir og góöa nótt. m.r. Hvernig skal mál- inu beitt? Deilt á málfar klásúlna og ,,dýrðlinga” þeirra Enn finna menn hvöt hjá sér til að gera athugasemdir við skrif okkar klásúlna og sist berum við okkur aumlega yfir þvi. Hér fer á eftir bréf frá ólafi Tryggvasyni, sem viö kunnum . þvi miöur engin deili á, þar sem hanndeilirá málnotkun okkar: Þátturinn Klásúlur, Þjóðviljinn. Ég var aö lesa grein i blaðinu, sunnudaginn, 18.7.76, en þar eru nokkur orð eða réttara sagt orð- skripi, sem minna einna helst á skrif Smára Valgeirssonar i Vikuna. Fyrirsögnin visar á innihaldið „Kikk af góðu búgi- rokki” — hvað þýðir það? I greininni er einnig minnst á nokkra menn, sem ekki var hægt að nefna með fullu nafni — þannig að engir „nema þeir sem eru I bransanum” skilja. Hverjir eru Siggi Arna, öli Garðars, Diddi, Jói G„ Geiri, Gaston, — hverjir eru þessir menn? Hvað heita þeir? Þá er tillegg þáttarins til aö auðga og bæta móðurmáliö umtalsvert, og nægir að nefna orð eins og parti, band sem i greininni hefur tvenna merkingu, þannig að hætta er á ruglingi. Þá eru nokkur bransaorð, sem ég skil bara alls ekki og mér þætti vænt um að yröu skýrð i næsta þætti ykkar. Það eru orð eins og prógresslf hljómsveit, aö im- próvisera, kommersial tónlist, að hljómsveitin trekki að fólk, djömm power, fira á band, aö fila, að djóka, að virka sem binding, það vantar filinguna i djammið. Þessi orð eru sum endurtekin æ ofan i æ. Liklega ætlast höf- undar þáttarins til þess aö unga fólkið, sem les greinina læri og fari að nota þessi orð, sem þeir sjálfir nota. Svona skrif eru hrein og bein morðtilraun við is- lenska tungu. Það er skömm fyrir hvaða blað sem er — jafn- vel eins litil blöð og Þjóöviljann og Alþýðublaðið aö birta þvi- likar greinar. Ég er ekki að segja að greinahöfundarnir þurfi að hafa lokiö prófi i is- lensku við háskólann — þó það væri náttúrlega gott. Þeir þurfa aðeins að hafa almenna þekk- ingu og kunnáttu i Islensku og Þao rænir mann alveg ánægj- unni af bestu árum lifsins að þurfa slfellt að vera börnunum sinum gott fordæmi. vera ekki svo heimskir að gleypa hvert orð hrátt eftir dýrðlingunum sinum, jafnvel þóttað „einn virtasti músikant i bransanum” eigi I hlut. Þið mcgiö taka poppskrifara Moggans til fyrirmyndar! Við- taliö við Björgvin Glslason gitarleikara var vægast sagt lélegt. Með þökk fyrir annars gott sunnudagsblaö. Ólafur Tryggvason. Svar: Klásúlur þakka Ólafi gagn- rýnina, en sjá sig tilneyddar að gera við nokkra athugasemd. Það er misskilningur hjá þér, Clafur minn, að viðtalið við Bjögga I Paradis hafi verið lélegt, þvert á móti var þetta viðtal mjög gott. 1 fyrsta lagi vegna þess fróðleiks sem þar kom fram um feril þessa tón- listarmanns og þar með þessar- ar tónlistargreinar. t öðru lagi vegna þess hve viðtalið sjálft gaf greinargóða mynd af persónunni Björgvin Gislasyni, lifsafstöðu hans og félagsmótun. Stóran þátt i þvi, hversu vel heppnað þetta viötal er, á sU á- kvörðun að láta orðfæri popparans halda sér. Um smekk má lengi deila, þó held ég að klásUlur séu ólafi hjartan- lega sammála um vonsku er- lendra áhrifa i islensku máli. Enda þarf ekki aö lesa margar klásúlur til að kynnast til dæmis andstööu okkar við enska texta i islensku máli. Og er þaö þvi að hengja bakara fyrir smið að saka klásUlur um þau áhrif engilsaxa i orðfæri sem við- gangast meöal poppfólksins og eru reyndar miklu alvarlegri á ýmsum öðrum sviðum þjóðlifs- ins. En það er lika úti hött, að ætla sér, I baráttunni fyrir Is- lenskun á inntaki og umbúðum þessa menningarstraums, að reisa einhver Pótemkin-tjöld um „virtustu músikantana i bransanum” meö þvi aö krukka I orðfæri þeirra I fjölmiðlum. Hvað varðar orðfæri almennt i þáttum þessum er þetta að segja: viö umfjöllun popptón- listar og þeirra fyrirbrigða sem henni eru tengdust er ekki að furða þó teygja þurfi nokkuð á islenskunni, jafnlitla hefð og þessir hlutir eiga i islenskri þjóðarsögu. Við reynum að nota útlendar slettur eins litið og hægt er, en erum þó ekki hald- nar neinum meydómlegum for- dómum I ætt við hreintúngu- stefnuna steingeldu. Þannig hafa ýmis orð útlend unnið sér vissa hefði á þessu sviði og ekki lengur ástæða til aö am- ast við önnur má flokka undir tiltölulega meinlaust „slang”, tiskufyrirbrigði sem koma og fara. Ef Ólafur þekkir þá kynslóð sem bjó i húsum með altani, lék sér á fortóum og þvoði gólf með skúripúlveriætti hann að skilja þetta. Sú krafa sem við hljótum að gera til hverrar þjóðtungu er að hún sé lifandi, og notkun þessa þarfasta þjóns sem minnstum vandkvæðum og for- dómum bundin. Málsýn okkar á þvi að vera sem þjálust. Við eigum að beita ihaldssemi útá viö, hóflegri og ekki kreddu- bundinni, innávið hinsvegar að gefa tungunni vængi með þvi að reyna á þolrif hennar.snúahenni einstaka sinnum á haus, auðga með nýjungasmið og nota sem leikfang. Við ætlum ekki á þess- ari siðu að fara inná verksvið annarra, beinum þvi þessvegna til þeirra Kobba Ben og Geira Blöndal að semja orðabók úr poppbransanum. En ætli það að fá „kikk af góðu búgi-rokki” sé ekki eitthvað svipað þvi að „digga sándið”? Þessi þarfa umræða gæti fyllt margar siður. En vegna þess að viö ráöum aðeins einni og á henni á nú að vera gagnmerk frásögn af menningarlifi lands- byggðarinnar verður að hætta hér. Aðeins eitt að lokum, og ekki endilega til ólafs. Þeir sem gagnrýna þessa margfrægu ungu kynslóð fyrir slóðahátt i þjóðlegum efnum ættu ef til vill að lita sér nær. Og margir þeirra einnig til Miðnesheiðar og Straumsvikur. m.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.