Þjóðviljinn - 15.08.1976, Side 17

Þjóðviljinn - 15.08.1976, Side 17
Sunnudagur 15. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 'T' Sköpun it himinsins Onnur kenning Meö þessum myndum lýkur teikni- myndaflokki Jean Effel um sköpun himins og jarðar. En næsta sunnudag höldum viö áfram og byrjum þá á birtingu framhalds þessa flokks, sem segir frá sköpun jurta og dýra. Fyrsta vatnslitamyndin. ... og eftir allt þetta strit okkar, þá vona ég að enginn eigi eftir að segja: „Alheimurinn stafar af yfirnáttúrulegum ástæðum”... Orlofsmál fangavarða leyst Skriffinnar i bænum Suloona á Italíu duttu ofaná mikið snallræði á dögunum þegar þeir þurftu að afgreiða kröfur fangavarða borg- arinnar um sumarleyfi. Þeir töldu að fangaverðir gætu varla færri verið. Þess vegna fluttu þeir alla fanga bæjarins i annað fang- elsi meðan á sumarleyfum stóð. Verkefni fangavarðanna var nið- ur lagt meðan þeir sóluðu sig. fáir nyrna- flutningar Það kemur á daginn að nýrna- flutningur er bæði ódýrari en að láta sjúkling i gervinýra og þar að auki meiri likur til að hann lifi. Þetta tilkynnir starfshópur þýska prófessorins Friederichs Eiglers eftir sinn hundraðasta nýrna- flutning. I Noregi er nýtt nýra grætt i sjúkling i 66% tilfella, en i Vest- ur-Þýskalandi i aðeins 5% tilfella. En flestir nýrnasjúklinga vilja endilega að gerð sé tilraun með igræðslu. Erlendir kommúnista- flokkar skelfa tékknesku leynilög- regluna 1 nýlegu fréttabréfi frá Palach Press (tékkneskum útlögum) segir frá aðferðum sem leynilög- regla Tékkóslóvakiu beitir um þessar mundir i glimu sinni við andófsfólk, einkum þaðsem hefur staðið að ritsmiöum ýmiskonar sem dreift er eftir svonefndu Samizdatkerfi. Þegar menn eru kallaðir til yfirheyrslu er það prófað á vixl að beita hótunum eða láta skina i fyrirgefningu synda og er það ekkert nýtt i sjálfu sér. ,,En”, segir i fréttabréfinu, „venjulega endar yfirheyrarinn á þvi að vara við þvi, að franski og italski kommúnistaflokkurinn skipti ekki máli og muni þeir ekki geta komið neinum til hjálpar sem ör- yggislögreglan ætli að refsa. Það er einkar fróöleg heimild um ástandið i Tékkóslóvakiu nú aö leynilögregla landsins skuli skoða vestræna kommúnistaflokka sem einhverja helstu ógnun við sig”. ADOLF J. PETERSEN: 7| VÍSNAMÁL ( „Undir sól og regni” Erfiljóð voru um eitt skeið mjög i tisku, það þótti næstum sjáifsagt að kveðja hinn látna með ljóði, og þykir jafnvel enn, þó að minna fari íyrir þeim en áður. Erfiljóð vorú dálitið mis- jöfn að gæðum en allmikil að vöxtum. Margir munu kannast við þessa visu: Þórður orti þokul.jóð Þorstein eftir séra. Meiningin var máski góð, en mátti betri vera. Eftirmælaskáldin fengu sinn dóm hjá samtiðinni. Jón S. Bergmann orti um eitt þeirra: Kár á tsafoldu mun fini.ast skáldsins liki, sem að yrkir ávisun upp i himnariki. Svo voru það eftirmælin. Bólu-Hjálmar gerði talsvert að þvi að yrkja eftirmæli. Ekki reyndist það vera allt hóf svo sem þessi visa hans sýnir: Kvaddi drylla kappa fans, kviðar spilling búin, burt er frilla fúskarans fremd og sniili rúin. Sagt hefur verið að maður nokkur i Reykjavik hafi verið beðinn að yrkja erfiljóð eftir ungan mann. Til að fá upp- lýsingar lagði erfiljóðaskáldið af stað til heimilis hins látna, en rataði ekki, en kvaddi dyra á húsi Jakob Thorarensen skálds. Þar skýrði erfiljóðaskáldið frá erindi sinu. Jakob svaraði og benti á annað hús um leið: Eg held þú farir húsavillt, hér er enginn dáinn. En maðurinn þarna missti pilt. Muntu rata á náinn. Kannski verða erfiljóðin i tisku aftur, en mannlýsingar voru hér áður af ýmsu tagi. Jón S. Bergmann lýsir náunga ein- um: llla berðu fötin fin, flestum hættulegur, það er milli manns og þin meira en húsavegur. Bólu-Hjálmar lýsir konu eim i. er kastaði að honum kals- v> ji n: Sá ég fljóð með saurga hinn sú var loða, aununx:>>> gekk með hljóðum ut og inn einsog i stóði kapal'Jnn. Nú þurla bændurnir ekki lengur at ganga til hevanna með orf og ljá og það kannski á óslétt tún, en það þurfti séra Tryggvi Kvaran á Mælifelli að gera, og þótti illt einsog þessi visa hans bendir til: Til helvitis i hinsta sinn halda skvldi Ijúfur heldur e» ala aldur minn innan um tómar þúfur. Sveinn Hannesson frá Elh- vogum stóð einn viö slátt og kvað: Ergir lundu erfiðið einn ég dunda á teigi, enginn hundur ljær mér liö litla stund úr degi. Og þurrkurinn var of mikill h>á Bólu-Hjálmari þegar hann kvað: Ska>r þegar sólin skin á pólinn skorpnar ól við spikar hió Argui fólinn urgai hólinn. eru haiis tólin þegi sljó. Hei sunnanlands gera ó- þurrkarnir nú bændum mikinn skaða.en fyrir allmörgum árum var óþurrkatið á Norðurlandi um heyannir. A bæ einum i Vatnsdal i Húnaþingi var heimasæta, er Sigriður hét hag- orð vel. Hún yrti eitt sinn þá á aðkomumann og allt að þvi kenndi honum um ótiðina og kvað: llver er sá, er veörum veld- ur. viltu slika gátu ieysa? íleiði minnar margur geldur meöan regn og vindar geysa. ððkonnumaðurinn svaraði: Hönd af sterkum stofni sprottin stjórnar öllu milli skýja. Ætli það sé ekki drottinn eða Jón og Theresia. 1 ngiiúin sagði: Þo að vætan valdi tjóni við skulum ekki kalla á drottin. Ilún er eflaust öli frá Jóni (Eyþórssyni) en ekki af kvennavöldum sprottin. En þá fór sólin að skina, svo að aðkomumaðurinn kvað: Blikar sól við brúnir fjalla burtu skýjaslæ.ian fýkur. Nú er Sigga i sátt viö alla sunnan blær um dallnn strýkur. Stephan G. Stephansson var bóndi sem kunnugt er. Hann kvað: Ekki þarf i það að sjá — [jér ég aftur gegni — ég er bóndi, allt mitt á undir sól og regni. Þó að einhver þykkist mér, það er smátt i tapi. Veðuráttin aldrei fer eftir manna skapi. Að ferðast i rigningartið getur revnt bæði á andlegt og likam- legt þrek manna, en Hannes Hafstein var ekki á þvi að gefast upp. enda karlmenni mikið, enda kvað hann i sig kjarkinn þega- svo bar undir, t.d. i þessu «tefi' ‘ Þótt hann rigni, þoti ég digni, þótt hann l.vgni aldrei meir, frant skal stauta blauia braiitu. buga þraut, uns fjörið devr Sennilega hefur Hannes vertð á hestbaki þegar hann gerði þetta stef, en fleiri hafa verið á hesti, og ekki komist jafnvel fram, sem þessi gamla visa bendir til: Hlaut ég stauta blauta braut. bikkjan skrykkjótt nokkuð gekk, hún hnaut og þaut, ég hraut i laut. hnvkk nieð rykk á skrokkinn fékk.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.