Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 1
PJOÐ vmn V! V Sterkar líkur á gosi í byrjun næsta árs Föstudagur 27. ágúst 1976. — 41. árg. —189. tbl. Sjá skýrslu jarðfræðinga á 6. síðu Kaffið hœkkar um 22% Pakkinn kostar nú 275 kr. Rikisstjórnin hefur sam- þykkt hækkun á kaffi um 22,5% sem verðlagsnefnd samþykkti á fundi sl. þriðju- dag. Kostar kaffipakkinn eftir þessa hækkun 275 krón- ur, en kostaði fyrir hana 224 krónur. Kilóið af kaffi i smásölu hækkar því úr 896 krónur i 1100 krónur. Að sögn verðlagsstjóra, Georgs Ólafssonar, er hækkun þessi einvörðungu vegna erlendra verðhækk- ana, en kaffi hefur hækkað um 130% á erlendum mörk- uðum á einu ári. Stafar þessi mikla hækkun á kaffi á ver- aldarmarkaði vegna frost- skemmda sem urðu á kaffi- uppskeru brasiliskra kaffi- ræktarmanna. —úþ Þetta kort af jarðskjálftunum við Kröflu er gert af Páli Einarssyni jarðfræðingi. Strik eru dregin utan uin jarðsigssvæði frá átjándu öld, en einmitt á þvi svæði er mesta gostiðnin, og þar fara allar framkvæmdir við Kröflu fram. Litlu hringirnir á myndinni merkja djúpa skjálfta og eins og sjá má l.i'ggja þeir eftir gossprungunni frá Leirhnjúk að Bjarnarflagi. Stærð punktanna gefur til kynna styrkleika jarðskjálfta- kippanna og krossarnir á kortinu sýna staðsetningu jarðskjáiftamæla. GEÐDEILDIN: Fyrstu 15 rúmin komast í gagnið 1978-79 segir Páll Sigurðsson ráðuney tisstj óri SJÁ BAKSÍÐU Eysteinn Tryggvason um ástandið á Kröflusvœðinu: Ekki ráðlagt að halda áfram framkvæmdum Eysteinn Tryggvason jarðfræð- ingur úrskýrir kort af jarð- skjálftasvæðinu við Kröflu fyrir blaðamanni Þjóðviljans. (Mynd —eik—) — Þaö er reyndar ekki okkar að ákveöa hvað gert veröur við Kröflu og hvað ekki/ en ég myndi ekki halda áfram framkvæmd- um á svæðinu væri ég á- kvörðunaraðili/ sagði Ey- steinn Tryggvason jarð- fræðingur i samtali við Þjóðviljann í gær. — Við bendum aðeins á jarð- fræðilegar likur á gosi/ en höfum ekki verið spurðir um það/ hvort ráðlegt sé að halda framkvæmdum á- fram. Tilefni viðtalsins var skýrsla sú, sem Eysteinn hefur sent iðn- aðarráðuneytinu og Almanna- vörnum ásamt þeim Guðmundi E. Sigvaldasyni, Karli Grönvold og Páli Einarssyni. 1 skýrslunni, sem birt er i heild annars staðar i blaðinu I dag, kemur fram aö rennandi hraunkvika hefur myndast i þró sem liggur á 3-4 km dýpi undir borsvæði Kröfluvirkj- unar. Einnig kemur fram, að stöðugt bætist við hraunkvikuna i þrónni, sem túlka megi þannig að möguleiki sé á langvarandi gosi. Eysteinn kvað þessa þró vera gamla og hraunkvikuna reyndar lika. Ekki væri vitað hvaðan þessi kvika kæmi, en sennilega kæmi hún neðan frá, úr tugkilómetra dýpi þar sem alltaf er hraunkvika fyrir hendi. Liklega væri jarðveg- urinn þarna lausari i sér á þessu svæði en annars staðar i nágrenn- inu og þess vegna leitaði hraunið þangað. Þarna gæti einnig verið um að ræða tilflutning frá öðrum kvikuþróm, en engar likur hafi enn bent til að svo væri. Eysteinn kvaðst ekki geta sagt fyrir um það hvenær gosið yrði, slik þekking væri einfaldlega ekki fyrir hendi. Hins vegar færi ekki hjá að siaukin tiðni jarðhræringa á staðnum gæfi til kynna vaxandi likur. Hvort það yrði á þessu ári eða þvi næsta væri ekki hægt að segja til um. — En veturinn verð- ur mjög kritiskur sagði hann. —hm Borun í hraunkviku gæti seinkað gosi segir Eysteinn Tryggvason Vegna vangaveltna um það, hvort ekki væri hættulegt að halda áfram borunum á Kröflu- svæðinu, eftir að vitað er að fljótandi hraunkvika er þar undir borholum, spurði Þjóð- viljinn Eystein Trvggvason jarðfræðing að þvl i gær, hvort hægt væri að búast við hraun- gosi upp um borholurnar. — Nei, áframhaldandi borun hefur satt að segja engin áhrif á goshættuna. Þótt þessi hraun- eðja sé fljótandi er hún þó það þykk, að hún þrengir sér ekki i gegnum mjóar borholur. Þvert á móti er ástæða til að ætla, að frekari borun gæti jafnvel tafið fyrir gosi, vegna þeirrar kæl- ingar sem fram fer við borun- ina. Hún frystir út frá sér og kælir þannig hraunið. Eins hefur borunin engin áhrif i þá átt að veikja jarðveginn, vegna þess hve holurnar eru mjóar og jarðvegurinn fastur fyrir. —hir c W SJÍMAHtll 1 .. - WR- |“ 1 ■ ," . IðOOHj^ 1 ft — C* — 2 lcm v ■ / hiíauw— í KvribiA . 3 km Gróf þverskurðarmynd af afstöðunni fyrir norðan. A henni rná sjá, að stöövarhúsið við Kröflu er nánast beint yfir hraunkvikunni og að borholur stefna niður að henni. Myndina gerði Eysteinn Tryggvason fyr- ir Þjóðviljann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.