Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 4
4 StÐA —ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. ágúst 1976 DJÚÐVILJINN MÁLGAGN SÖSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. EINKAAÐFERÐ MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið hefur fundið leið til þess að spara rikisútgjöldin og bæta stöðu ríksissjóðs. Aðferðin er ekki fólgin í því að ætla þeim hundruðum fyrirtækja sem sleppa með skattgreiðslur að greiða tekjuskatt. Aðferðin er ekki fólgin i þvi að leggja skatta á þá framteljendur af ýmsu tagi sem hafa möguleika á þvi að skammta sér tekjur sjálfir með einhverjum hætti. Aðferðin er ekki fóígin i þvi aö spara rekstrarútgjöld rikissjóðs. Aðferðin er hvorki fólgin i þvi að skera niður fjárframlög i allskonar vitleysu á vegum opinberra aðila, né i þvi að beita aðhaldi i þvi hvernig fé rikisins er notað. Aðferðin er ekki fólgin i neinni þeirra leiða sem öllum almenningi dytti helst i hug að gripa til við slikar aðstæður. Aðferðin er þvert á móti séreign Morgunblaðsins — hún hefði aldrei getað komið fram í neinu öðru blaði en Morgun- blaðinu — sem er vel að merkja málgagn heilbrigðis- og tryggingaráðherra með meiru. Aðferðin er fólgin i þvi að veita sérstakt aðhald við greiðslu á bótum almanna- trygginga. 1 leiðara Morgunblaðsins á miðvikudag er hvatt til þessa. Og raunar er gengið mun lengra, þvi að þar er býsn- ast yfir þátttöku rikisins i kostnaði við lyfjakaup sjúklinga. Sjúkir og aldraðir eru þeir sem þarf að veita aðhald i efnahags- málum að dómi Morgunblaðsins. Þar á að spara, þar á að byrja, ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur en að hlifa há- körlunum. Þegar vinstristjórnin kom til valda 1971 setti hún bráðabirgðalög um tafarlausa framkvæmd tekjutryggingar handa öldruðum og öryrkjum. Það var i fyrsta og eina sinn sem sett hafa verið á íslandi bráðabirgðalög um að bæta kjör launa- manna. Með þessum lögum og öðrum að- gerðum vinstristjórnarinnar batnaði kaupmáttur launa viðskiptamanna al- mannatrygginga um 60%. Frá þvi að núverandi rikisstjórn tók við hefur þessi kaupmáttur rýrnað að mun og er það andstætt þvi sem gerist allsstaðar annars staðar, þar sem reynt er að gera ráðstafanir til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og sjúklinga i þjóðfélaginu. En hér á Islandi horfir málið öðru visi við — og aðalmálgagn rikisstjórnarinnar finnur þá leið helsta út úr efnahagsvandanum að skera niður greiðslur almannatrygginga. Það er reisn yfir þessari efnahagsstefnu Ihaldsns. _« I SOKN SEM FRETTABLAÐ A undanförnum árum hefur Þjóðviljinn sifellt sótt fram sem fréttablað. Þjóðvilinn fer ekki dult með pólitískt ætlunarverk sitt og hefur aldrei gert — en jafnframt hinu pólitiska hlutverki blaðsins er það frétta- miðill sem gegnir þýðingarmiklu hlut- verki. Nýjustu dæmin um þetta eru fersk — úr blaðinu þessa vikuna. Snemma i vikunni birti Þjóðviljinn fyrstur blaða fréttir um að klak allra nytjafiska hér við land hefði tekist frábærlega vel. Allir aðrir fjöl- miðlar tóku þessa frétt siðan upp eftir Þjóðviljanum — sumir þó mjög um siðir. Annað nýlegt dæmi er frétt Þjóðviljans i fyrradag um mengun frá fyrirhugaðri verksmiðju Elkem og íslenskra aðila á Grundartanga. I fréttinni kom fram að ekki er talið unnt að endumýta úrgangs- ryk frá verksmiðjunni, en þessi staðreynd hefði iför með sér stórfellda mengun fyrir allt umhverfi og hættu á skemmdum lif- rikis. En þessa frétt hafa aðrir fjölmiðlar ekki tekið upp. Hún er þess vegna eitt að ótal dæmum um það i gegnum sögu Þjóð- viljans sem senn verður 40 ára hvernig blaðið hefur sagt frá staðreyndum sem aðrir vilja fela — hvernig Þjóðviljinn hef- ur i raun verið eini f jölmiðillinn sem er ó- háður og frjáls andspænis rikisvaldi og auðvaldi á Islandi. En þessi tvö dæmi i blaðinu þessa viku sýna að Þjóðviljinn er i sókn sem frétta- blað. —s. Hver tekur mark á okkur? Bjartsýni sjávarútvegs- ráðherrans Matthias Bjarnason, sjávar- útvegsráöherra, segir i Morg- unblaðinu i gær, að nú sé ástæða til þess að vera bjartsýnni en þeir varfærnustu. Þetta segir hann í ljósi frétta um að klak helstu nytjafiska okkar hafi tek- ist sérstaklega vel i vor. Sfðan segir ráðherrann: „Ég hef leyft mér að taka mikið tillit til fiskifræðinga en þeirra visindagrein er ekki enn komin svo langt að hægt sé að byggja algjörlega á athugunum þeirra.” Þetta er þó ekki alveg rétt hjá ráöherranum. Stjórnmálamenn og ekki sist ráðherrann sjálfur hafa ætið verið reiðubúnir aö fara i einu og öllu eftir ráðlegg- ingum fiskifræðinga þegar um það hefur verið að ræða að auka aflahámark. Það er aöeins ef það á að draga úr afla, sem nið- urstöður þeirra hafa veriö vé- fengdar, og ráðlegra talið aö treysta á guð og lukkuna. Þaö stóö ekki á ráðherrum frekar en öðrum að ber ja breta i hausinn með svartsýnisspám fiskifræðinga, þegar viðræður stóðu yfir við þá um landhelgis- samninga. Útreikningar breskra fiskifræöinga voru vé- fengdir og talið ganga þjóðar- moröi næst, að veiða meira en 280 þúsund tonn af þorski I ár. Þessi skoðun byggð á niður- stöðu visindamanna islenskra, hafði áhrif á sjónarmið breta og almenningsálitið, enda stóðu Dregur saman með Ford og Carter Þessi fyrirsögn úr Dagblaðinu gæti gefið tii kynna að kærleik- urinn milli forsetaframbjóðend- anna tveggja i Bandaríkjunum væri farinn að náigast öfug- uggahátt, eða að Carter væri farinn að stiga i vænginn við frú Ford. Hið rétta er aö Ford er að sækja á i almenningsálitinu og ekki munar eins miklu á þeim og áður. ráðherrar stjórnarflokkanna fast á henni útávið. Það er þvi ekki að furða að breski þing- maðurinn John Prescott skuli benda á það, aö nú hafi íslensk stjórnvöld ákveðið að veidd verði amk. 320 þúsund tonn af þorski á Islandsmiðum i ár. Hann segist sjálfur hafa verið farinn að trúa þvi að islenskt efnahagslif gæti beðið óbætan- legt t jón ef farið yrði fram úr 280 þúsund tonnum. Nú virtust is- lensk stjórnvöld hafa tekið upp sjónarmið breskra fiskifræð- inga og upp frá þessu tæki hann persónulega litið mark á full- yrðingum islendinga um veiði- þol þorskstofnsins. Það kann ekki góðri lukku að stýra að nota niðurstöður fiski- fræöinga útávið, en véfengja þær heimafyrir. Að standa í stað Enn hefur það sannast að mengunarvandi stóriðju er ekki úr sögunni þrátt fyrir allar tækniframfarir og fé sem varið er i rannsóknir að sögn forráða- manna auðhringa. Alverk- smiðjan, Sementsverksmiðjan, Aburöarverksmiðja og Klsiliðj- an eru miklir mengungarvaldar og þrátt fyrir loforð um úrbæt- ur, virðist seint ætla að ganga að takmarka mengunina. Nú kemur i ljós aö þrátt fyrir fullyrðingar forráöamanna Union Carbide um að unnt yrði að endurnýta allt úrgangsryk frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga telja ráðamenn Elekm-Spiegerverket, arftakar bandariska auðhringsins sig engin not hafa fyrir úrgangs- rykið. Nauðsynlegt sé að binda það i kúlur með stórhættulegum bindiefnum og keyra þvi á haug. Og það er ekki neinir smá- ræðis haugar, sem um er rætt. Gert er ráð fyrir að úr meðal- verksmiöju falli til milli 10 og 20 þúsund tonn af ryki á ári. Það er haugur upp á 30 til 60 þúsund rúmmetra, og er hann að stærð á við 150 ibúða blokk, þar sem hver ibúð væri 400 rúmmetrar. Vitaö er að fullkomnar meng- unarvarnir á gömlu stóriöjurn- ar sem hér eru i gangi eru svo dýrar, aö forráðamenn þeirra telja þær varla koma til greina. Kostnaðurinn við það að eyöa eiturskýinu frá áburðarverk- smiðjunni i Gufunesi var ein- hverntima sagður jafngilda verði nýrrar verksmiðju. Sama yröi vafal. uppi á teningnum, ef hefta ætti rykmyndun I Se- mentsverksmiðjunni, bæði inn- anhúss og utan. Hún er þegar oröin mjög hvimleið Akurnes- ingum og óþægileg starfsmönn- um, auk þess sem Ingólfur Daviösson, grasafræöingur, hefur bent á hættulega gróöur- eyðingu af hennar völdum. Og nú viröist eiga að ráðast i stóriðju á Grundartanga án þess að mengunarvandamálið hafi verið leyst. Einhverntima var sagt aö mönnum væri bágt aö standa i stað, og miðaði annað- hvort áfram eöa afturábak. Stóriðjufrömuðum veitist það greinilega létt að standa I sömu sporum. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.