Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Alþýðu- bandalagið á Akureyri: Hefur fest kaup á offset- prentvél Alþýðubandalagiö á Akureyri hefur um nokkurt árabil gefið út eigið málgagn. Alþýðu- bandalagsblaðið. Nú hefur verið ákveðið að breyta nokkuð til í útgáfunni og í tilefni þess hefur verið keypt offsetprentvél til prentunar blaðsins. Vélin er staðsett i Prentsmiðju Björns Jónssonar, sem prentað hefur blaðið frá upphafi, en verður hins vegar i eigu akureyrsku f lokksdeildarinnar. Steinar Þorsteinsson tannlæknir á Akureyri er i blaöstjórn AB-blaösins og hann var spurður að þvi, hvort efna- hagur blaösins væri slikur aö þaö gæti auðveldlega fariö út i svona tækjakaup. — Já, blaöið hefur gengið nokkuö vel, siöan viö urðum svo skynsamir aö innheimta á- skriftargjöld hjá áskrifendum, en þaö var ekki gert fyrr en fyrir um þrem árum. En viö erum aö hugsa um að gera meira en aöeins kaupa þessa prentvél. Til offsetprentunar þarf ýmislegt annaö en prentvélina eina saman. Þaö þarf myndavél, tæki til plötu- geröar og þess háttar. Þessi tæki höfum við hug á að eignast, ánnaö hvort i samvinnu við Prentsmiöju Björns Jónssonar eöa einir. Fyrst i staö veröum viö að kaupa plötugerðina fyrir sunnan, en það er náttúrlega ekki til frambúöar, þar sem þá yröi út- koma blaðsins um of háö veöri og vindum. Viö höfum hins vegar Offsetvél Alþýöubandalagsblaösins i Prentsmiöju Björns Jónssonar, tékknesk vél af Adust-gerð. blaösins um 2000 eintök og áskrif- endur eru ekki eingöngu bundnir við akureyringa, heldur eru þeir viða á landinu. Aðspurður um starfsemi Alþýöubandalagsins sagöi Steinar, að það hefði verið með daufasta móti undanfarið, eins verða vildi yfir sumarmánuðina. Aöalfundur verður liklega haldinn i næsta mánuði og þá kos- inn nýr formaður i stað Óttars Einarssonar, en hann mun dveljast erlendis næsta vetur ásamt fjölskyldu sinni. Sem beina afleiöingu af þvi bætti Steinar þvi við, að framkvæmdastjóra fyrir blaðið vantaði, en þvi starfi hefur Jóhanna Þorsteinsdóttir gegnt til þessa. Hún er hins vegar eigin- kona Öttars Einarssonar og þvi losnar embættið. — Það sem okkur vantar er fleira fólk til starfa, nýjan starfs- kraft. Það sannast á okkur eins og öðrum i félagsstörfum, að verkin hlaðast mest á fámennan hóp, þótt margir séu félagsmennirnir. Við höfum verið að halda ótal námskeið og fundi, starfshópar hafa komið saman og leshringir, og þetta á allt að gefa af sér aukinn starfskraft, sagði Steinar að lokum. —hm. lagt stolt okkar i að koma þvi út reglulega i hverri viku. Auk þessarar prentvélar höfum við keypt okkur IBM kúluritvél, með tveim aukakúlum, til að auka fjölbreytni i letri, en sjáum auk þess fram á að þurfa að kaupa þriðju kúluna. Þessi ritvél verður þó sennilega ekki notuð fyrst i stað, heldur verður blaðið sett og brotið um á gamla móðinn og siðan þrykkt af, ljósmyndað og lýst á plötu til offsetprentunar. Að sögn Steinars er upplag Steinar Þorsteinsson. Llfevrisréttindi Gefin hafa verið út bráða- birgðalög um breytingu á lögum nr. 101 frá 28. des. 1970 um lif- eyrissjóð bænda. Meginástæðurnar fyrir útgáfu bráðabirgðalaganna eru þær að lausn kjaradeilunnar i s.l. febrú- armánuöi gerði Alþýðusamband íslands, Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna með sér samkomulag um málefni lifeyris- sjóða, þar sem m.a. var gert ráð fyrir, að lifeyrissjóðir á samningssviði þessara samtaka veittu lifeyrisþegum sinum, sem rétt eiga samkv. lögum nr. 63/1971, sérstaka uppbót árin 1976 og 1977 þannig, að lifeyrisgreiðsl- ur þessar verði betur verðtryggö- ar en hingað til. Með lögum nr. 33 frá 20. mai 1976 um breytingu á lögum frá 1971 var þessu áformi hrundið i framkvæmd. Jafnframt var gert ráð fyrir að sambærilegar breyt- ingar yrðu gerðar á lögum um Lifeyrissjóð bænda. Ekki vannst þó timi til þess á s.l. þingi að flytja slikt frumvarp þótt ljós væri þörf þessháttar breytingar þegar á þessu sumri, en lifeyris- fjárhæðir til aldraðra félaga i Lif- eyrissjóði bænda hafa ekki hækk- að siðan á árinu 1974. Við setningu laga um Lifeyris- sjóð bænda 1970 var i veigamikl- um atriöum höfð hliðsjón af reglugeröarákvæöum hinna al- mennu lifeyrissjóða verkalýðsfé- laga, sem tekiö höföu til starfa það ár. Jafnframt voru ákvæði samrœmd rétti annarra stétta annars kafla laganna um sérstök lifeyrisréttindi til handa öldruð- um bændum og mökum þeirra sniðin eftir ákvæðum laga um eftirlaun til aldraðra félaga i Stéttarfélögunum. 1 reglugeröum hinna almennu lifeyrissjóða verkalýðsfélaga er ákvæði um takmarkaða og skilorðsbundna verðtryggingu iifeyris og samkv. lögum um eftirlaun til aldraðra félaga I stéttarfél. hefur ráöherra heimild til að ákveða árlega upp- bætur á lifeyrisgreiðslur. t lögum um Lifeyrissjáð bænda er slik á- kvæði ekki og er það grund- vallarmunur. Mismunurinn stafaði af þvi að vegna mjög ó- hagstæðrar aldursskiptingar var fjárhagsgrundvöllur Lifeyrissj. bænda talinn tiitölulega veikur og útgjöld vegna annars kafla laganna hlutfallslega mikil. Höfuðákvæði hinna nýju bráöa- birgöa laga eru ákvæði um upp- bætur á lífeyri. 1 fyrsta lagi er sjóðsstjórn veitt heimild til að verja hagnaöi af verðtryggðum skuldabréfum til uppbóta á lif- eyrisgreiðslur, en slik ákvæði eru nú i reglugeröum nokkura lif- eyrissjóða. 1 ööru lagi er kveöið á um hækkun lifeyrisgreiðslna samkv. öðrum kafla til samræmis bænda við það, sem tiökast hefur undan- farin ár um greiðslur samkvæmt lögum 63/1971 en útgjöld vegna þessara hækkana veröa borin af rikissjóöi og Stofnlánadeild land- búnaðarins, svo sem verið hefur um önnur útgjöld samkv. öðrum kafla til þessa. í þriðja lagi eru i brbl. bráðab. ákvæði um sér- staka uppbót á lifeyrisgreiðslur 1976 og 1977, sem sjóðnum er ætl- að að standa undir. Er hér um að ræða hækkun á greiöslum hlið- stæða þeirri sem ákveðin var i samkomulagi ASl og vinnu- veitenda, sem og hækkun greiðslna til annarra lifeyrisþega sjóðsins, þannig að þeir geti ekki talist verr settir. Miðað við sömu hlutfallshækkun og kveðið er á um i samkomulaginu mundu út- gjöld Lifeyrissjóös bænda verða margfalt þungbærari en þeirra sjóða sem samkomulagiö nær til. Er þvi i brbl. gert ráð fyrir nokkru minni hækkun til handa lifeyrisþegum Lifeyrissjóös bænda, en tekjur sjóðsins hins- vegar auknar nokkuð til að mæta útgjaldaaukningunni að hluta. Engu að siður er gert ráð fyrir aö ráðstafanir þessar verði mun kostnaðarsamari fyrir Lifeyris- sjóð bænda en lifeyrissjóði verka- lýðsfélaga og fyrirtækja. Það er nýmæli i þessum lögum, að ef konan fellur frá þá fær maðurinn greiddan barnalifeyri ásamt makalifeyri og er það ekki i lögum um aðra lifeyrissjóði. Þeir, sem komnir voru inn i Framhald á bls. 14. I Fylgist með verðlagi Verðsýnishorn úr HAGKAUP HAGKAUP VERSLUN A VERSLUN B Hveiti 5 Ibs 255.- Libby's tómatsósa 340 g 146.- Mixfertig kókómalt 1 kg 446.- Flóru ávaxtasafi 21 594.- Blandaðir ávextir 1/1 dós 339.- Sykur 1 kg 135.- Morrell bakaðar baunir 99.- 219 g Paxo rasp 141 g 61.- Cocoa Puffs pr pakki 259.- Snap cornflakes" 256.- Appelsínur 2 kg 270.- Fiesta eldhúsrúllur 2 stk 189.- Petal sa lernispappír 2 stk 92.- ik Ef þér versliö annars staðar, þá hafið þér hér eyðublað til að gera verðsamanburð. Opið til 10 föstudaga lokað á laugardögum. SIMI 86566 I I I I I I I I I I I I I I I I I r Iþróttakennarar iþróttakennarar óskast að barna- og gagnfræðaskólanum i Keflavik. Upplýsingar gefa skólastjórar. Skólanefnd Keflavíkur. ^BIómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali Sovéskar bækur og tímarit (á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá kl. 10—12 og 14—18 föstudaga til kl. 19, laugardaga kl. 10—12. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð. Yndisiega litla dóttir okkar og systir Sara Þórsdóttir lést á Barnaspitala Hringsins laugardaginn 21. þ.m. Bestu þakkir til alls starfsfólk Vökudeildar. Otförin hefur fariö fram. Aslaug Þorsteinsdóttir. Þór Jens Gunnarsson, Björn Markús Þórsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.