Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. ágúst 1976 Umsjón: Þröstur Haraldsson. Almenn andstyggð t speglasalinn. Rœtt við MEGAS um vœntanlega breiðskífu Núna rétt eftir mán- aðamótin er væntanleg á markað þriðja breiðskifa Magnúsar Þórs Jónsson- ar sem þekktari er undir nafninu Megas. Af því til- efni þótti klásúlum við hæfi að kalla hann á sinn fund og eiga við hann nokkur orð um plötuna. Fyrst var Megas spurður hvort einhver rauður þráður, eitthver þema gengi í gegnum plötuna. — Ég veit ekki, það er erfitt að segja hvort einhver megin- hugsun sé ríkjandi. En ef eitt- hvað er væri það helst einskonar andstyggðarþema, almenn and- styggð á umhverfinu. Platan hefst reyndar á léttu sölulagi, Sút flö i brjóstið inn. I laginu Ekki sýnd en aðeins gefin veiðin eru hugleiðingar um fasiskar tilhneigingar sem blunda i fólki. Þar eru ma. þessar linur: Töffari strætisvagnana’ & þá yngri stelia hávaxna’ & tággranna á röndóttu in jaðmabuxunum kankast við framini hangir hún pfkuskrækj- andi’ & pálinuin Klásúlur hafa upp á siðkastið mátt þola nokkra gagnrýni, og þá sérstaklega fyrir enskuslett- ur og jafnvel vont málfar yfir- leitt. Meöal annarra hefur Helgi J. Halldórsson varið tveim þátt- um um daglegt mál til að fjalla um okkur, fyrst fyrir viðtal viö Björgvin Gislason („Kikk af góðu búgi-rokki”) og svo fyrir útskýringar Klásúlu-Marðar á málnotkun i umræddu viötali og yfirleitt hér á síðunni. Gagnrýni þessi hefur yfirleitt borið höfundum sinum það fagra vitni aðþeir leggi sig ekki niður viö að lesa um eöa hlusta á rokktónlist, og ekki ætla klásúl- ur að hefja ritdeildur við þá á gamalsaldri um þessa ömur- legu skrilmemiingu. Híns vegar er ekki úr vegi að nota gott til- efni til að minna á aöalatriöi þessa málvöndunarmáls. Klásúlur hafa ekki skapaö islenska poppmenningu og bera ekki ábyrgð 1 öðrum en sjálfum sér. Þær eru ekki I bransanum aö öðru leyti en þvi að þær elska rokk og skrifa um það af alvöru. Þær skoöa og lýsa rokkinu til þess aö læra að skilja það og forsendur þess, efnislægar og huglægar. Ef klásúlur þýddu allar greinar slnar og viðtöl yfir á gullaldarmál Helga J. Halldórssonar þá væri það vls- vitandi fölsun og allt okkar erfiði unnið fyrir gýg. Ast okkar á móðurmálinu er ekki slfk aö við teljum þaö best varðveitt I spritti uppi á hillu meö miðan- um „Snertið ekkimunina”. Hún hvetur okkur til hetjudáða og við tökum þá áhættu að nokkur ódæðisverk læðist með eins og gengur. Lltum hins vegar á piparhjúpuðum steingervisl stálrykgrátt þykkjusvipmótið Það ættu’ að vera lög það ættu’ að vera lög & röð & regla réttvísin svo heföi’ aö þessu greiðari’ aðgang þá loks fengi heiðarlegt fólk frið Napóleon Beck er óður til Rikharös Beck og annar^a vesturislendinga en lag og ljoð er unnið i samvinnu við Kristin Einarsson. Vinaminni er eigin- lega seinni hluti lagsins Síðbú- inn mansöngur sem var á fyrstu plötunni, minningar úr mennta- skóla. Jólanóttburður hefur heitið mörgum nöfnum, Frétt úr Morgunblaðinu (þaðan er hug- myndin fengin), Ofskynjanir frænku þinnar ofl., nokkurs kon- ar Mariustef. Þá er fyrri hliðin búin. Sú seinni hefst á Gömlu gasstöðinni við Hlemm. Um hana var til brandari sem margir. hafa sennilega gleymt en hann var á þá leið að eitt sinn stóð gömul gasstöð við Hlemm. Svo var hún rifin en nokkru seinna kemur Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri til skjalanna og reisir nýja gasstöð. Skirnin fjallar um Jóa skirara sem haföi heitið mér aö- stoð við aö bylta heiminum en þegar til þess kemur er hann orðinn blómafrik. I speglasalinn er hliðstæða við lagið Ef þú varnarstrlð opinberra mál- vöndunarmanna. Handhægt er að taka tvö dæmi úr slðari af tveimur fyrrnefndum þátttum Helga (en gætum þess þó betur en hann að rjúfa ekkert sam- hengi). Hann segir: „Sem betur fer er sá aflægju- háttur á undanhaldi að tónskáld dægurlaga semji söngtexta sina á ensku, enda finnst mér að Is- lendingar ættu að láta lágkúru annarra noröurlandaþjóða I þeim efnum sér að varnaði verða.” Og slöar: „Ef Islendingar halda ekki vöku sinni er hætt við að sú tunga sem eitt sinn var kölluð dönsk tunga og þær bókmenntir sem hún er lykill aö verði eftir nokkrar aldir, eða áratugi, aðeins forngripur llkt og gotn- eska og latina.” Sem betur fer...Islendingar ættu að láta...ef Islendingar halda ekki vöku sinni... — Hér örlar hvergi á skilningi á þvi hvers vegna Islensk tunga er I þessum vanda stödd, engin tilraun gerö til skýringar sem fæli I sér svariö við þvl hvað ber að gera. Oskhyggjan er eina vopn þessara spekinga I barátt- unni við ameríska menningar- heimsvaldastefnu, og vörn þeirra ósnertur meydómur i meðferö gullaldarmálsins. Þeir hengja bakara fyrir smið þegar þeir ráöast I heft á börnin sem þeir áttu að innræta málskilning og góða málvitund. Þeim væri nær að taka hann Júdas sér til fyrirmyndar. -ÞH/Freyr PS. Klásúlur tlma ekki að eyða meira plássi I karp af þessu tagi og er þvl máliö útrætt af þeirra hálfu. smælar framan i heiminn. Kvekjan að þvi er saga eftir Ray Bradbury sem segir frá dverg sem sótti mikið I spegla- salinn til að sjá sig stóran. Enn að minnsta kosti er óljós minning frá Hótel Borg, gamlir karlar aö spá I ungar stelpur eða stráka, dyraverðir og þjón- ar. Og þá er platan búin. Reyndar áttu aö vera tvö lög i viðbót á plötunni, Fram og aftur blindgötuna og Otumholtog- hólablús, en þau duttu út þegar hin lengdust. — Hvernig er þessi plata i samanburði við Millilendingu? — Hún tengist henni á marg- an hátt. En á þessari nýju gætir nokkurs afturhvarfs til óraf- magnaðra hljóöfæra (vonandi hnýtur einhver einhvern tíma um góða þýöingu á erlenda orð- inu „acoustic”). Músikin er hægari, trommuleikurinn allur rólegri. Svo er góðri hljóðblönd- un fyrir að þakka að framburð- ur texta er mun skýrari, hann Tony Cook datt niður á þaö snjallræði að færa röddina framar. Nú og svo er þessi plata nær nútimanum en Millilending. — Þú segir að textar plötunn- ar einkennist af andstyggö á umhverfinu, þú dvelur lengst við ranghverfu borgaralegs þjóöfélags. Hvar er andsvarið, byltingin, er hún ekki til á þess- ari plötu? — Ja, það vottar fyrir henni i siðasta laginu, Enn að minnsta kosti. Þá er maður búinn aö þvælast fram og aftur blindgöt- una og allt er svo vonlaust, þá koma þessar lokasetningar: en allt I lagi mamma ekkert haggastmamma (ekki’enn að minnsta kosti) Annars eru textárnir við þessa plötu snúnari en á Milli- lendingu, á henni er engin ein- faldur texti á borð viö Ég á mig sjálf.— Undirleikarar Megasar á nýju plötunni eru þeir Pálmi Gunn- arsson bassaleikari, Sigurður Karlsson trommari, Lárus Grimsson hljómborðs- og flautuleikari úr Eik og Þorkell Magnússon gitarleikari úr sömu hljómsveit. Einnig komu við sögu Birgir Guðmundsson gitarleikari úr Celcius og Aagot óskarsdóttir tónskratti sem lék erfiða partitúru á pianó. Við spurðum Megas hvernig samstarfið við þetta fólk hefði gengið. — Það gekk mjög vel, ég sá tiltölulega fljótt að ég þurfti ekki að vera með nefið ofan I hvers manns koppi, til dæmis l lék Siurður Karlsson eins og hugur manns. — Hvernig gekk Millilend- xng? — Miðað við efnið á henni gekk hún vel, einkum fyrst. — Hvernig heldurða að þessi plumi sig? — Ég veit ekki, Ingibergur (Þorkelsson útgefandi) er dálitið hræddur. Það hafa þegar komið út jafnmargar plötur og allt árið i fyrra og annaöeins er á leíðinni. En ég held að hún ætti að standa undir sér, hún var ekki mjög dýr, t.d. voru stúdió- timar fáir eöa um 60. Aö vlsu er það svo að þegar menn heyra að textar plötunnar gera einhverja kröfu um skilning verða þeir hræddir. — Nú eru liöin þrjú ár slöan þú gafst út ljóðabók og á þeim plötum sem slðan hafa komið eru svo til eingöngu ljóð úr bók- unum. Ertu hættur að yrkja ? —Nei, en meðan ég er að koma þvi á framfæri sem ég vil úr bókunum er ég stopp. Ég er með 200 titla I takinu en ég kann ekki að vinna. í staðinn fyrir aö taka hlutina I réttri röð ræöst ég á allt drasliö eins og jaröýta. — Ætlarðu aö gefa út meira úr bókunum? — Ég á eftir að gefa út eina enn, en hún verður þá að vera tvöföld. Annars fer það allt eftir viðtökunum sem þessi plata hlýtur. Nú og svo eru það Passiusálmarnir sem ég hef gert lög viö. —ÞH/gg/Guðm. Rokk- hátíð í Laugardal Eins og fram hefur komið hér i blaðinu hyggjast þeir félagar Óttar Felix Hauksson og Evald Sæinundsen efna til rokkhátið- ar á miðvikudagsk völdið næsta l.september. Þar eiga að koma fram hljómsveitirnar Paradis, Eik, Fresh, Cabaret og Celcius. Það hlýtur að vera ánægjulegt I sjálfu sér þegar einhver tekur sig til og reynir að auðga okkar fátæklega tónlistarlif með þvl að halda konsert og ber þvi að fagna þessu framtaki þeirra félaga. Einnig ber að fagna þvi tæki- færi sem þar gefst til að hlýða á helstu rokksveitir landsins, einkum fyrir þá sem gefist hafa upp á að clta sveitirnar inn á yfirfulla skemmtistaði þar sem litið næði gefst, fyrir glasa- glaum og drykkjulátum, til að vega og meta tónlistina sem upp á er boðið á þvllikum stöðum. Klásúlur munu þvi fjölmenna I Laugardalshöllina. -ÞH. Daglegt mál? i ljóðabókum (eða söngbókum) Megasar eru myndskreytingar við flest lögin. Myndirnar sem fylgja viötalinu eru fengnar þaðan. Þessi er við Vinaminni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.