Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. ágúst 1976 Háþrýstihreinsitæki — leiðsla. norsk-sænsk fröm- Pökkunarvélin sem sagt er frá i greininni. Frönsk hausunarvél Alþjóðleg sjávarútvegs sýning í Þrándheimi Beitingavél frá Mustad Beitingavélin frá Mustad var þarna á sýningunni og eru nú sagðar hafa verið gerðar á henni breytingar frá þvi fyrst að hún kom fram á sjðnarsviðið fyrir nokkrum árum. Erfitt var að komast i samband við menn sem notað höfðu vélina. Þvi þó hún sé nú komin um borð i 5 norska linu- veiðara þá voru þeir allir á hafi úti. Ahugi var hinsvegar geysi- lega mikill fyrir vélinni og höfðu þeir menn nógu að sinna sem voru til forsvars hjá Mustad. Af þessari ástæðu var fenginn linu- veiðari frá Malöy e,r kom af Hjaltlandsmiðum til að koma til Þrándheims svo menn gætu séð vélina i gangi og talað við skips- höfnina. Mustad fyrirtækið bauð mér út á Þrándheimsfjörö i fyrstu sýningarferðina. Þetta var m/s Förde frá Malöy en skipstjóri og eigandi hans var Erling Förde maður aö sjá á fimmtugsaldri. Þetta var glæsilegur yfirbyggð- ur linuveiðari smiðaður seint á árinu 1973, 230 br. tonn að stærð. Lagðir v(5sru nokkuð á annað þús- und önglar á 150 faðma dýpi úti á Þrándheimsfirði. Lagt var með 3- 4 milna ferð, og var þaö sagður venjulegur ganghraði við lagn- ingu. Einn maður raðaði makril og smokkfiski i vélina, og var haus makrilsins ýtt á undan en sporði smokkfisksins. Beitan var höfð linfreðin. Að lokinni lagningu var strax farið að draga, og var sérstakur einfaldur búnaður á spilínu sem hreinsaði beituna aT önglunum. Beita var á hverjum krók. A linunni voru notaðir öngl- ar no. 6 og það er sú önglastærð sem vélin notar. Taumalengd var lik og á islenskri liriu, og 1 m á milli tauma á ásnum. Frá spilinu gekk linan niður i stálhólk á þil- fari og eftir honum aftur i stjórn- borðsgang og upp i langan stál- linustokk sem er tengdur vélinni. Þarna stóðu tveir hásetar og lög- uðu öngla og tauma ef með þurfti. Allt virtist þetta ganga eins og i sögu, svo hvergi urðu tafir. Ég talaöi við alla fjóra hásetana sem voru um borð sinn i hvoru lagi og bar þeim öllum saman um að vél- in væri auðveld i notkun þegar menn hefðu kynnst henni. Þá átti ég tal við skipstjórann og fékk þær upplýsingar hjá honum, að hann væri búinn að nota véiina i eitt ár um borö i bátnum. Fyrst i stað lentu þeir i ýmsum erfíðleík- um með vélina sökum vankunn- áttu og æfingaleysis. En brátt komust þeir yfir það og nú geng- ur allt ems og i sögu hjá þeim hvað vélinni viðkemur. Ég spuði skipstjórann hvort vond veður og mikill sjór hefðu ekki áhrif á notkun þessa búnaðar við veiðar, og sagði hann það ekki vera nema á þann hátt að öll vinna yrði auðveldari með sliku tæki. Ég spurði um hvað mikla linu þeir notuðu? Skipstjórinn sagðist leggja linuna i stubbum og væru 3 þúsund önglar i stubb en venjulega væru lagðir 8-10 stubbar, eða upp i 30 þúsund öngl- ar. Stubburinn er dreginn á 1 1/2 klst. í allt var 11 manna áhöfn á bátnum. Miklar pantanir eru nú sagðar komnar i vélina, svo ein- hver töf getur orðið á afgreislu. 3. GREIN Sjóhlífðarföt úr nýju efni Eriksens Oljeklædefabrikk i Alasundi var með sjóhlifðarföt úr algjörlega nýju efni á sýningunni. Þetta er stakkur með hettu og buxur i rauðgulum lit. Efnið i föt- in er framleitt i Sviþjóð eingöngu fyrir þessa sjófataverksmiðju i Alasundi. Föt þessi eru fislétt. Innraborð eínisins er með eins- konar silkiáferð en ytraborðið er einhverskonar gúmmiefni. Nýj- ungin við þetta efni er, að það breytist hvorki við hita né kulda, og er þvi alltaf jafnmjúkt við- komu. Fyrstu fötin úr þessu efni komu á markað i Noregi i byrjun þessa árs og voru reynd um borð i norskum seiföngurum norður i is- hafi við 30-40 gráðu frost á selsius á sl. vetri. Landteknikk A/L Norska stórfyrirtækið Land- teknikk sem hefur aðsetur, i Oslo, Þrándheimi, Stafangri, Björgvin og Tromsöy var með margvisleg- ar framleiðsluvélar og tæki fyrir matvælaframleiðslu á sýning- unni. Þar var merkileg tækja- samstæða til nýtingar á úrgangi frá fiskframleiðslu og sláturhús- um. Hráefnið er fyrst hakkað sið- an hitað, kælt, og að endingu fryst. 1 Noregi er unnið loðdýra- og fiskafóður i þessari samstæðu, þá eru lika unnar i henni mann- eldisvörur svo sem t.d. iifrarkæfa o.fl. Þá var þetta sama fyrirtæki með pökkunarvél sem vacum- dregur og pakkar fiski og kjötvör- um i ferstrendar umbúðir i neyt- endapakkningar. Þá má nefna nýja flökunarvél frá fyrirtækinu, falellega smiði og tekur litið pláss. Þetta er V89 gerð fyrir 1- 3ja kg fisk. Vélin breytir sér á lik- an hátt og Baader vélar eftir fisk- stærð. Afköst eru 30 fiskar á min- útu. Sama fyrirtæki framleiðir slægingavél V82 og hausunarvél V88, og vél til að skera reyktan lax i sneiðar. Þá framleiðir fyrir- tækið einnig vélar fyrir loftkæl- ingu og loftfrystingu, með til- heyrandi dælubúnaði og viftum. Að siðustu skal þess getið að Landteknikk framleiðir rafeinda- viktar af öllum stærðum og gerð- um, en slikar viktar ryðja sér nú til rúms við stórframleiðslu og ýta öðru til hliðar sem áður þótti gott. Frönsk hausunarvél Franska fyrirtækið Varlet var með nýja hausunarvél á sýning- unni. Afköst 25-35fiskará minútu. Háþrýstitæki til hreinsunar Þrjár gerðir af slikum tækjum voru á sýningunni. Eitt frá Auroclan i Oslo sænsk-norsk framleiðsla, annað frá Jupiter fyrirtækinu dönsk framleiðsla og það þriðja frá vestur-þýsku fyrir- tæki. Fagmaður sem ég talaði við og sem skoðaði öll þessi tæki sagðist ekki geta gert upp á milli gæða þeirra. Þetta voru tæki fyrir fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld^ skip og litil iðjuver. Þá voru þjóðverjar og bandarikjamenn með hreinsikerfi fyrir stóriðju- ver, þannig úr garði gerð, að leiðslur iiggja um öil húsin og er hægt að opna kerfið á mörgum stöðum. Vökvadrifinn krani Norska fyrirtækið A.S. Hymas i Brumunddal sýndi þarna at- hyglisverðan vökvadrifinn kraná, sem jöfnum höndum hefur verið notaður siðan hann kom á mark- að, á stórum vöruflutningabilum, á fiskibátum og á bryggjum til losunar á fiski. Kraninn lyftir mest fimm tonnum. 2000 kg. réttir hann frá sér 4 m. 1400 kg. 5-51/2 m. 625 kg. 8m. 425 kg. 10 m og 225 kg. 12m en þá er hann kominn i lárétta stillingu. Vökvadrifin tœkni Mörg fyrirtæki sýndu vökva- drifinn búnað svo sem togspil, linuspil, kraftblokkir fiskidælur og fleiri slikan búnað. I þessum hópi má nefna fyrirtæki eins og Brattvág, Rapp, Fisk & Ships- gear, Kármöy mek. Verksted og fleiri fyrirtæki. Hin vökvadrifna tækni virðist með hverju ári leggja undir sig fleir og fleiri svið véitækninnar. Nú er t.d. farið að framleiða kraftblokkir svo litlar að þær eru orðnar við hæfi trillu- báta. Finsam Finsam sem má kallast for- ustufyrirtæki i isframleiðsluvél- um fyrir stórframleiðslu, hafði eins slika véf á útísýningarsvæð- inu. Isframieiðsluvél frá þessu fyrirtæki er nú tekin til starfa i hinu nýja fiskiðjuveri Isbjarnar- ins I örfirisey i Reykjavik, og sagði forstjóri Finsam að hún ætti að framleiða 50 tQnn á sólarhring, sem hægt væri að auka i 75 tonn. Forstjóri og sölustjóri Mustads ræða við konung Noregs, fiskimálastjórann og fleiri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.