Þjóðviljinn - 02.09.1976, Síða 1
UOWIUINN
Fimmtudagur 2. september 1976.—41. árg. —194. tbl.
STÉTTARSAMBAND BÆNDA:
Öviðunandi ástand
lá ns fj ánnálum
Á aOalfundi Stéttarsambands
bænda var bent á óviðunandi
ástand sem nú er I lánamáium
landbúnaöarins, — 1 tillögum
fundarins segir meðal annars um
stofnlán:
„Vegna ört vaxandi f jármagns-
þarfar, hækkandi vaxta og versn-
andi afkomu Stofnlánadeildar
landbúnaðarins, verði þessar
ráðstafanir m.a. gerðar:
a) Stofnlánadeildin fái nægilegt
fjármagn með auknum tekju-
stofnum og lánsfé til að geta
haldið áfram að sinna nauð-
synlegum lánveitingum til
landbúnaðarins.
Schutz um
Geirfinnsmálið
Lausn
gœti
fundist
V-þýski glæpasérfræðing-
urinn, Schutz, sagði á blaða-
mannafundi vegna morðsins
sem framið vará Miklubraut
26, að sér þætti ánægjulegt
að starfa með islenskum
rannsóknarlögreglu-
mönnum, sem að hans mati
væru mjög duglegir. Sagði
hann að andrúmsloft i lög-
reglunni væri mjög gott, og
vingjarnlegt viðmót hefði
haft mikil áhrif á sig.
Sagði hann að vegna þess
að minna væri um afbrot hér
á landi en annars staðar
hefðu rannsóknarlögreglu-
menn hér minni reynslu I því
að leysa glæpamál.
Tæknideild rannsóknar-
lögreglunnar sagði Schutz að
væri langt á eftir tlmanum,
og sem dæmi umþað var frá
þvi' skýrt að blóðprufur
þyrfti að senda erlendis, svo
og annað það sem frá
mannsllkamanum kemur og
rannsaka þarf I ákveðnum
tilvikum.
Schutz sagöi aö þaö væri
hugsanlegur möguleiki að
leysa Geirfinnsmáliö, sem
svo er nefnt, en vildi þó ekki
segja frá þvi hvað málinu
miðaði.Sagðihann.en tók þó
fram að ekki væri um full-
yrðingu að ræða, að hann
teldi sig nokkuð vissan um,
að hefði hann komið fyrr til
að rannsaka hvarf Geirfinns
hefði verið auðveldara að
finna lausn á málinu
vegnaþess aðhann hefði yfir
að ráða meiri tækni en is-
lenskir rannsóknarlögreglu-
menn.
Schutz sagðist vera hingað
kominn að beiðni felensku
rlkisstjórnarinnar sem ráð-
gjafi Islenskra rannsóknar-
lögreglumanna, svo og til að
reyna að finna lausn Geir-
finnsmálsins.
—úþ
b) Stofnlánadeildinni verði
tryggðar tekjur tíl að greiða
vexti og verðtryggingu af þvi
fjármagni, sem hún fær til út-
lána, svo hún þurfi ekki að
ganga á höfuðstól sinn. En til
þess, að hin stóraukna byrði
vaxta og verðtryggingar af
lánum, sem tekin eru til fram-
kvæmda til búrekstrar á jörð-
um, lendi ekki öll á nýjum lán-
takendum, þá verði deildinni
heimilað að skipta þeirri byrði
þannig, að allt að 3/4 hlutum
hennar verði náð með verð-
jöfnunargjaldi, sem bætist við
vinnslu- og dreifingarkostnað
landbúnaðarvara, enda hefur
það ekki áhrif á útsöluverð
þeirra þar sem fjármagnsliður
verðlagsgrundvallarins ætti að
öðrum kostí aðhækka að sama
skapi.
c) Stofnlánadeildinni verði falið
að veita lán til jarðakaupa,
sem Veðdeild Búnaðarbank-
ans hefur átt að annast. Verði
upphæð þeirra lána miðuð við
50% af matsverði jarða.
d) Settar verði reglur um lán-
veitingar, sem stefni að þvi að
nýta sem best I þágu land-
búnaðarins það f jármagn, sem
til ráðstöfunar er t.d. með þvi
að taka tillit til framleiðslu og
markaðsskilyrða og að hafa
hámark á lánum til einstakra
framkvæmda.
e) Lánakjör hjá Stofnlánadeild
veröi eftirleiðis þannig, að
verði breytingar á reglum um
þau, þá nái þær einnig til eldri
lána, svo að lánskjör I hverjum
lánaflokki verði þau sömu."
Þá er i ályktun fundarins
fjallað um afurðalán og að stefnt
verði að þvi að þau nægi til að
greiða bændum fullt grundvallar-
verð sem fyrst eftír að búvörur
eru lagðar inn.
Lagt er til að rekstrarlán til
sauðfjárbænda verði stóraukin.
Stjórnarvöld eru harðlega átalin
fyrir að hafa ekki tryggt stofn-
lánadeild nægilegt fjármagn á
viðunandi kjörum.
Nánar verður sagt frá sam-
þykktum aðalfundarins I blaðinu
siðar.
Bráðabirgðasundlaugin i Breiðhoiti 1.1 framtiðinni
verður byggt yfir laugina. Frekari fréttir af fram-
kvæmdum i Reykjavik má lesa á baksiðu.
SOLARFERÐ
Fyrsta verkefni Þjóðleikhússins á
árinu er Sólarferð Guðmundar
Steinssonar. Myndin er tekin af
Þóru Friðriksdóttur og Róbert Arn-
finnssyni í hlutverkum sinum i
þessu verki, en á baksíðu eru sagðar
nokkrar fréttir frá blaðamanna-
fundi Þjóðleikhússtjóra i gær.
Guömundur
Steinsson
KR ÖFL UORKAN:
Er 200%
dýrari
Á þingi Fjóröungssambands
Noröurlands, sem lauk á Siglu-
firöi i gær, kom þaö fram, aö raf-
orkuverö á Noröurlandi veröur
um 200% hærra, þegar Kröfiu-
virkjun veröur tekin i gagniö, en
raforkuverö á svæöi Landsvirkj-
unar. Viö höföum I gær samband
við Heimi Ingimarsson, fráfar-
andi formann sambandsins, og
spuröum hann hvaö leiðandi
menn á Noröurlandi leggi til aö
gert veröi i þessu sambandi.
Heimir sagði að það væri rétt
að verð á raforku frá Kröflu-
virkjun yrði um 200% hærra en
raforkuverð á svæði Landsvirkj-
unar, þegar Kröfluvirkjun yrði að
fullu tekin til starfa, miðað við
óbreytta raforkunotkun á
Norðurlandi frá þvi sem nú er. Og
það eina sem gæti lækkað verðið
niður i það sem er á svæði Lands-
virkjunar, væri okurfrekur iðn-
aður. Sagði Heimir að fyrirtækið
Norsk Hydro hefði sýnt áhuga
fyrir þvi að reisa álverksmiöju
viðEviafiörð oe einhverjar frum-
athuganir farið fram I þvi sam-
bandi, en þó mun áhugi norö-
manna ekki vera neitt sérlega
mikill enn sem komið er og málið
allt enn óljóst.
Þá sagði Heimir ennfremur að
nefnd starfaði nú að þvi að athuga
hvernig breyta megi orkunotkun
fyrirtækja á Norðurlandi úr oliu-
notkun yfir raforku. Þar
má til nefna fyrirtæki eins
og SÍS-verksmiðjurnar á Akur-
eyri, svo og sildarverksmiðjur
viða norðanlands. Eins er talað
um að austfirðingar fái raforku
frá Kröfluvirkjun, en þó af þessu
öllu yrði raforka yrði seld til
Austfjarða og allar verksmiöjur
norðanlands skiptu úr oliuorku
yfir I raforku, yfir rafmagnsverð
á Norðurlandi samt mun dýrara
en á svæði Landsvirkjunar. Það
yrði þvi orkufrekur iðnaöur að
koma til, ef lækka ætti verðið.
„Sú hugmynd hefur komið
fram og á mikið fylgi hér á
Norðurlandi að tekin verði upp
Framhald á bls. 14.
Játaði að vera bana-
rnaðurkonunnar
Asgeir Ingólfsson, Reynimel 84
Reykjavik, sem setið hefur i
gæsluvarðhaldi siðan á laugardag
vegna morðsins á Lovísu Krist-
jánsdóttur, sem framið var sl.
fimmtudag, óskaði i gærmorgun
eftir þvl aðfá aðtala einslega við
v-þýska rannsóknarlögreglu-
manninnSchutz, ogiframhaldi af
því viðtali játaði hann að hafa
unnið á konunni.
I gærkveldi hélt rannsóknarlög-
reglan blaðamannafund, þar sem
Haraidur Ilenrysson, saka-
dómari, skýrði frá þessu og rakti
umsögn Asgeirs af atburðum.
Fimmtudaginn siðasta um
klukkan 10:30 hélt Asgeir að
Miklubraut 26. Haföi hann I fórum
sinum lykil að húsinu, sem hann
hafði látið smiða á slðasta ári.
Ætlunhans var að leita aöog taka
frimerkjasafn, sem hann vissi að
i húsinu var og hafði verið I eigu
húsráðenda i fyrra.
Ásgeir fann frimerkjasafnið,
svo og ýmsa aðra muni, svo sem
skartgripi, eftir nokkra leit. Hafði
hann með sér inn i húsið bláa
plasttösku, sem I voru verkfæri
ýmis konar, þar á meðal kúbein.
Eftir að Asgeir hafði verið
nokkurn tima i húsinu kom Lo-
visa þangað. Fór hann þá fram i
anddyri og heilsuðust þau þar,
kynntu sig hvort fyrir öðru og
ræddust við. Sagði hann henni að
hann væri með verðmæti I fórum
slnum úr ibúðinni. Bauö hann
henni að afhenda verðmætin og
lykil þann að ibúðinni, sem hann
hafði undir höndum, gegn því, að
Lovísa segði ekki til hans. Neitaði
hún þvi. Segist Asgeir hafa
endurtekið þetta boð, en hún hafi
neitað þvi þ-isvar sinnum.
Þessu næst bjóst Lovisa til
brottfarar. Þegar hún laut niður
að færa sig i skó, laust hann hana
i höfuðiö með kúbeini. Sló hann
hana nokkrum sinnum, en aö
hans sögn mun hún ekki hafa
fallið við, heldur staulast inn i
ibúðina og að stiga sem lá niöur á
neðri hæðhússins og hafi hún fall-
ið niður stigann og komið niður á
grúfu. Veitti Asgeif henni enn
nokkur högg á höfuðið þar sem
hún lá niðri við stigann.
Þegar Ásgeir hafði unnið á Lo-
vfcufórhann upp i eldhúsið, þvoði
blóð af kúbeininu og sat eftir það
all-lengi þar uppi og hugsaði ráð
sitt. Tók hann siðan þá ákvörðun
að fela þýfið og tösku þá, sem
hann lét morðvopnið I. Ók hann
með töskuna út á öskuhauga
Rvlkurborgar og faldi hana þar i
poka. Leit að henni hefur enn ekki
borið árangur. Verðmætið faldi
Ásgeir, þó ekki heima hjá sér, og
hefur það fundisteftir hans tilvis-
un og er það nú i vörslu lög-
reglunnar.
Asgeir sat I sjö daga I gæslu-
varðhaldi I desembermánuði
slöast liðnum vegna gruns um
innbroti vélsm:ðjuna Héðin. Hef-
ur hann staðfastlega neitað að
hafa framið það. og gerir enn.-
Rannsókn þessa máls er ekki
lokið.
Rannsóknarlögreglan biður
fyrir þakkir til almennings sem
veittí henni ómetanlega aðstoð I
máli þessu. Svo og lofar hún sam-
vinnuna við almennu lögregluna.
Þá telur rannsóknarlögreglan svo
skjóta lausnmálsins ekki síst aö
þakka þjóðverjanum Schutz, sem
bent hafi þeim á ófá atriði, sem
leitt hefðu til lausnar málsins.
-úþ