Þjóðviljinn - 02.09.1976, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 02.09.1976, Qupperneq 2
t 2 SÍÐA — ÞJ<®VILJINN Fimmtudagur 2. september 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Hvenœr var su hœkkun heimiluð? Ragnar Þorsteinsson, Blöndubakka 13, hringdi: í gær (mánudag) keypti ég mér strætis- vagnafarmiða í miðaaf- greiðslunni á Hlemmi. Þar er auglýst, að 12 far- miðar kosti kr. 500,00 en fyrir 1000,00 kr. fáist 34 miðar. Ég rétti af- greiðslustúlkunni 1000,- kr. en fékk í staðinn að- eins 24 miða. Mér kom þetta dkunnuglega fyrir augu, því ég vissi ekki Birtir til á Bíldudal — Fullvíst má telja, aö nú sjái loks fyrir endann á viögerö- inni á frystihúsinu hér, og var ekki vanþörf á, aö henni færi aö ljúka. Hún ætti Ifka aö hafast af nú i þessari viku og vinnsla gæti þá hafist i húsinu i næstu viku, sagöi Jakob Kristinsson á Bildudal, er blaöiö innti hann eftir þvi á þriöjudaginn hvaö liöi viögeröinni á frystihúsi þeirra bOddælinga. — Þetta er búiö aö taka lang- an tima og lokun hússins hefur verið mikið áfall fyrir atvinnu- lifið hér Húsið hætti aö taka á móti fiski um mánaðamótin sept.-okt. i fyrra og siðan hefur litið verið fyrir fólk að gera viö fiskvinnu og atvinnuleysi þvi hér, einkum i fyrravetur. Alveg sérstaklega hefur atvinnuskort- urinn þó bitnaö á kvenfólkinu. Viögerð á húsinu hefur að sjálfsögðu tekið lengri tima fyrir það, að skemmdir voru mun meiri á húsinu en búist var viö i fyrstu. En þess skal getið, aö Fiskveiðasjóður og Byggða- sjóöur studdu vel við bakið á þessum framkvæmdum. t sumar hefur fiskast hér ágætlega og það er auðvitað napurt að hafa ekki getað unnið hér úr þeim afla. Hafrún hefur landað á Bolungarvik, handfærabátarnir hér og þar og dragnótabátarnir á Súganda- firði. Með haustinu hætta bát- arnir veiðum, nema Hafrún, en útgerð, sem byggist á einum báti aðeins, þýðir aö öllum jafn- aði stopulli atvinnu. Væri þvi bráðnauðsynlegt fyrir okkur að fá hingað annan bát á borð við Hafrúnu. Höfum viðleitað fyrir okkur um það,en framboð virð- ist litið á skipum nú. En úrþviaðfrystihúsiðer nú komið i gagnið á ný birtir yfir lifinu hér. Sannast að segja var nokkurs vonleysis farið að gæta hjá fólki, þvi nú árar ekki þann- ig, að verkafólk þoli langvar- andi atvinnuleysi. Ég er ekki frá þvi, að ef ekki hefði ræst úr nú þá hefðu einhverjir farið að hyggja á brottför héðan. Það viðhorf mun nú breytast. —mhg. betur en miðarnir ættu að Þegar alþingi „leysti99 landhelgisdeiluna bráskarar úr þéttbýlinu séu að kaupa jarðir, sem venjulega efnum búnir einstaklingar ráða ekki viö að eignast, ekki heldur viðkomandi sveitarfélög. Ef svo fer fram, þrátt fyrir lögin, þá er ég smeykur um að samþ. þeirra lyftiekki siðasta þingi langt yfir önnur. Og þá er það „lausn” land- helgisdeilunnar. Nú er eins og mig minni, aö alþingi hafi ekki „leyst” neina landhelgisdeilu, þvi auðvitaö átti þingmaðurinn við deiluna við breta. Alþingi sat alls ekki að störfum þegar samningurinn við breta var gerður. Stjórnin var búin að senda þingmenn heim á sinar sveitir, meira að segja þennan ágæta þingmann einnig. Og ekki nóg með það. Þingið var alls ekki kallaö saman til þess að fjalla um saminginn, og þar með var bæði framið stjórnar- skrárbrot, að dómi færustu lög- fræðinga, og alþingi litilsvirt. Það er ofar minum skilningi hvernig hrósa má alþingi fyrir lausn á máli sem það hefur alls ekki fjallað um. Sennilega þarf nokkuð langa þingsetu til þess að öðlast svona sérkennilega skarpskyggni. Og hver er svo þessi „lausn”, ekki alþingis, heldur þeirra Geirs og Einars? Hún fyrir- finnst þvi miður ekki. Orrusta vinnst yfirleitt ekki með vopna- hléi, það einungis frestar átökunum. Samningurinn við breta leysti ekki deiluna heldur aðeins sló henni á frest, og færöi yfir á nýjan vettvang. Þessa niðurstööu Oslóarsamninganna skildu allir strax nema þá hinir misvitru samningaráðherrar okkar, — þó að menn væru aí pólitisk. ástæðum misjafnlega fúsir á að viðurkenna hana. Einar og Geir unnu i rauninni það eitt með samningi sinum, að sleppa bretum úr skamma- króknum. Það er nú þeirra „sigur”. í staö þess aö eiga viö breta fáum við nú að kljást við alla Fróðárhirðina sjálft Efna- hagsbandalagiö. Bretar telja enga ástæðu til þess að fara neitt i launkofa með þetta lengur — og hafa raunar aldrei gert. Og hafi einhver ef- ast til þessa þá ætti sjónvarps- viðtalið við Prescott hinn breska að 'hafa sannfært þá. Hann var ekkert að draga dul á að ef þetta gamla nýlenduveldi fengi ekki áfram að stunda hér sitt sjórán, þá mundi verndari smáþjóðanna skerast i leikinn og beita okkur viðskiptaþving- unum. Þeim tökumi.var bretum hinsvegar umhendis að beita okkur á meðan þeir voru beinir aðilar að deilunni^ Ég geri ekki ráð fyrir að nein- um islendingi dyljist lengur að framundan eru hörð átök við Efnahagsbandalagið. Þar munu eigast við stórveldi bandalags- ins annarsvegar og hinsvegar minnsta og varnarlausasta þjóðin i þeim göfugu samtökum. Hversu sem fer um úrslit þeirrar viöureignar mun hún leiða i ljós hversu marga andlega afkomendur Þorbjörn sálugi rindill hefur eignast á Islandi. En hvernig var það annars, var virkilega ekki búið að „leysa” deiluna? —mhg vera 34 svo ég spurði hvort búið væri að leyfa strætisvögnunum far- gjaldshækkun. Ekki kvaðst stúlkan vita það, en hún hefði hinsvegar þau f yrirmæli að af henda aðeins 24 miða fyrir kr. 1000,- Og nú vil ég spyrja for- ráðamenn strætisvagn- anna: Hvaðan kemur þeim heimild til þessarar hækkunar, sem gengur þvert á. það, sem beir sjálfir auglýsa? Svo bar við eitt sinn í sumar, að ég heyrði einn af alþingismönnum okk- ar mæla eitthvað á þessa leið: — Síðasta alþingi er hið merkasta, sem ég hef setið. Mér fáfróðum manni, var nú ekki ljóst i svipinn hvað þaö var, sem gerði þetta þing svona sér- staklega merkilegt, svo ég spuröi þingmanninn að þvi, á hverju hann byggði þessa skoðun sina. Jú, það var þá einkum tvennt að hans dómi, sem gerði þetta siðasta þjóðþing okkar islendinga svona sérstak- lega eftirminnilegt: Það hafi samþykkt jaröalögin og leysi landhelgisdeiluna við breta. Jarðalögin, jú, vist eru þaui merk löggjöf, sem átt hefði að vera búið aö samþykkja fyrir löngu, og það sem er aðal- atriðið: standa við þau I verki. Góð meining enga gerir stoð. Jarðalögin hafa þvi aðeins nokkurt hagnýtt gildi, aö á hverjum tima verði séð fyrir þeim fjármunum, sem fram- kvæmd þeirra krefst. Það er að visu ekki langur timi liöinn frá gildistöku laganna. En þau hafa þó verið samþ. Samt er frá þvi skýrt þessa dagana, aö stór- Frá Reyðarfirði — Þetta á aö veröa 800 ferm. stórt hús, og cr fyrirhugað að byggja sökklana nú i haust, sagði Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri á Reyðarfiröi er blaðiö spurði hann eftir þvi hvað liði framkvæmdum við tollvöru- geymsluna á Reyðarfirði. — Ég skal ekki um það segja, hvenær húsiö verður komið upp, en það á nokkuö i land. Að þessari byggingu standa aðilar aUt frá Vopnafirði ogtil Hafnar i Hornafirði og eru það fyrst og fremst verslanir, iðnfyrirtæki og einstaklingar. Spurning kann svo að vera um það, hvort geymslan kemur til með að nýt- ast fyrir allt svæðið, en úr þvi sker reynslan. Áformað er að safna hlutafé til byggingarinn- ar, er næmi 15 miij. kr. og er bú- ið að fá loforð fyrir langdrægt þeirri upphæö. Kostnaðaráætl- un um bygginguna liggur i raun og veru ekki fyrir. Við höfum ekki leitað eftir opinberri lána- fyrirgreiðsiu, en munum gera þaðef fjárframlög heimamanna hrökkva ekki til Þær framkvæmdir, sem sveitarfélagið hefur með hönd- um á þessu sumri erueinkum tvennskonar. Það er þá i fyrsta lagi gatnagerð en við erum að leggja þær varanlegu slitlagi og var það verk raunar hafið áður. Er meiningin að nú verði lagt á rúman km. og auk þess á 200 m af eldra slitlagi, sem farið er að skemmast. Við notum oliumöl að mestu leyti,en einnig asfalt að nokkru. Til þessa verks eru nú áætlaðar 20 milj. kr. og við reiknum með að ljúka þvi nú i vikunni. Nú, svo er það i öðru lagi byggingá iþróttahúsi. Þaöverk er skammt á veg komið, en stefnt er að þvf að húsið komist undir þak á næsta ári. Ekki ger- um við okkur vonir um aö það verði tilbúiö til notkunar fyrr en seint á árinu 1978. Á s.l. ári var sett stálþil i höfnina. Fyrirhugað er að dýpka höfnina framan við það nú i' haust og er Hákur væntan- legur hingað til þess. Eru 10 milj. kr. veittar til þessara dýpkunarf ramkv. Er þessu verkefni er lokið ættum við að hafa fengið 110 m langan við- legukant, og kemur hann sér einkum vel vegna vöru- flutninga. A Reyðarfirði er blandað efni i það slitlag, sem lagt er á götur hér austanlands i sumar, nema á Norðfirði. Verða þetta liklega ein 10 þús. tonn. Atvinnuástandið i bænum er sæmilegt. Nokkuð tregt um at- vinnu að visu fyrri hluta ársins en þokkalegt upp á siðkastið. Einkum skortir á að næg at- vinna séfyrir konur. Þörf væri á þvi að endurnýja hér skipakost að einhverju leyti a.m.k. og hef- urnokkuð veriðum þaðrætt,en ekki orðið úr framkvæmdum ennþá. — inhg Umsjón: Magnús H. Gíslason Reyöarfjörður

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.