Þjóðviljinn - 02.09.1976, Page 8

Þjóðviljinn - 02.09.1976, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. september 1976 Fimmtudagur 2. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Hluti af nýju höfninni sem gerð var uppi á þurru landi. Nýja bræöslan sést fjær. Bæjarverkfræöingurinn stendur hér áhyggjufullur vegna vatnsskorts á nýja vatnstank- Þórarinn Magnússon bæjarverkfræöingur ásamt eiginkonu sinni Sigriöi Austmann hjúkrunarkonu og Höllu dóttur þeirra. inum. Snyrtimennskan situr i fyrirrúmi. Tyrft hefur veriö yfir tankinn. Hringferð um Neskaupstað með bœjarverkfrœðingi I fyrrasumar var i fyrsta sinn ráöinn bæjarverkfræöingur til Neskaupstaðar. Hann heitir Þór- arinn Magnússon og er ættaöur frá ósi i Hrófbergshreppi i Stranda sýsiu. Þórarinn lauk verkfræðiprófi frá háskólanum i Lundi fyrir fáeinum árum, var um hriö deildarverkfræöingur yf- ir hreinsunardeild Reykjavikur- borgar þangaö til hann var ráöinn austur á Noröfjörö. Þegar blaöa- maöur Þjóöviijans var eystra fyrir helgina fékk hann Þórarin til aö aka með sér um bæinn og sýna sér helstu (ramkvæmdir. Snyrtimennska i öndvegi Þaö sem einkum vekur athygli blaðamannsins er hversu Þórar- inn lætur sér annt um snyrti- mennsku i bænum. Óhætt er aö segja aö Neskaupstaöur sé meö þrifnustu bæjum landsins. Þar kemur margt til, blómleg garö- menning stendur þará föstum og gömlum grunni, ráöamenn flestir berjast hart fyrir náttúruvernd og snyrtimennsku og Noröfjöröur er ákaflega gróinn og fagur frá náttúrunnar hendi. Ég held að sveitarstjórnarmenn viös vegar um land ættu aö gera sér ferö þangaö austur og etv. mundu þá augu þeirra opnast fyrir sóöaskap sem alltof víöa setur mark sitt á- umhverfiö, ekki sist I sjávarþorp- um. Sá maður sem á seinni árum hefur gengið fram fyrir skjöldu i fegrunar- og umhverfismálum austfirðinga er Hjörleifur Gutt- ormsson sem býr á Neskaupstaö. En þaö er kapituli út af fyrir sig sem ekki veröur ræddur hér. Vatn fyrir bœjarbúa er stórvandamál Fyrst leiöir Þórarinn mig i sannleika um vatnsveitumál noröfiröinga en þar eiga þeir viö vandasamt verkefni aö glima. Allt vatn bæjarbúa er yfirborðs- vatn sem safnaö er saman úr mörgum smálækjum sem renna niður hlíðina, allt frá vitanum fyrir utan kaupstaöinn og inn Wíöina. Miklar sveiflur eru á vatnsmagninu. í frostum á vet- urna og þurrkum á sumrin veröa þessir lækir ákaflega litlir. I sum- ar er ástandiö óven juslæmt vegna langvarandi hita. Þetta eru ein- hverjir mestu þurrkar i manna- minnum, segir Þórarinn. Þar bætist svo viö að snjór var litill í vetur. Þórarinn bendir mér á fjöllin i kring. Hvergi er skafl. Þetta hefur ekki þekkst lengi. Nýlega er búiö aö taka i notkun 600 tonna vatnstank og er svo til hver einasta spræna úr fjallinu tekin i hann og miölunartjörn austar. En i þessum þurrkum duga ekki þessar úrbætur til. Sem framtlðarlausn hefur veriö rætt um aö taka vatn úr lindum i Fannadal en viö mælingu á vatns- magni þar um daginn kom i ljós aö vatnið þar var helmingi minna heldur en minnst hefur msdst áö- ur. Hugsanlegt er Uka aÖ koma upp hreinsunarstöö við ána. Nú er búiö aö loka fyrir vatns- sölu til skipa og einnig hefur sundlauginni veriö lokaö og þvottaplönum fyrir bila. Sildarvinnslan i Neskaupstaö hefur sérstaka vatnsveitu en i þessum þurrkum þrýtur þaö lika og þá veröur bæjarfélagiö aö hlaupa undir bagga meö henni þvi aö ekki mega atvinnutækin stööv- ast. Þetta þýöir aö efri hluti bæj- arins hefur oröiö vatnslaus hluta úr degi i mestu þurrkunum i sum- ar. Þórarinn býr efst i bænum og hans hús verður fyrst vatnslaust og þaö þykir norðfiröingum gott af þvi aö hann ber ábygð á vatns- kerfinu. Þórarinn bendir mér upp i Drangaskarö. Þangað sendi ég Hér ræöir Þórarinn viö Má Sveinsson bæjarverkstjóra Settar hafa veriö graseyjar I malbikiö til mikillar prýöi. Ef vel er aö gáö sést hversu malbikið er mjúkt i hitanum. Snyrtimennska af hálfu bæjaryfirvalda er fordæmi fyrir bæjarbúa,og strax má sjá þess merki aö fólk er aö mála og hreinsa til. vinnuflokk um daginn og lét hann hlaða garð upp I skaröið. Þá hlógu norðfirðingar. Skarbið er i 700 m hæð og snarbratt. Þetta var gert til þess að kindur kæm- ust ekki frá Mjóafirði inn i bæjar- landið. Það er garöeigendum að sjálfsögðu illa viö. Nýlega hefur bæjarlandið veriö girt vandlega og þar sem fjallið er nær ófært nema um þetta skarö gripum viö til þessa ráös. Það tók ekki nema nokkra tima að hlaða I skarðið. Núer bara aö vita hvort sauðféð finnur sér aöra leiö. Malbikað fyrir 40-50 miljónir Meginframkvæmdir Neskaup- staðar i sumar er malbikun. Mal- bikaöir voru 25-30 þús fermetrar og munu þessar framkvæmdir kosta milli 40og50miljónir. Þetta er mikið fé fyrír svo iitið bæjarfé- lag. Viö erum nýbyrjaöir meö gatnagerðargjöld, segir Þórar- inn, en meginhluti þessara fram- kvæmda er fjármagnaður meö innlendum og erlendum lánum. Áðalgata bæjarins, rúmir 2 km var malbikuð og ennfremur ýmis b&aplön, umhverfis Sildarvinnsl- unnar og vel upp i allar götur út frá aðalgötunni. Ég lét gera gras- geira á ýmsum stööum i malbikið og þótti þaö flestum fásinna til aö byrja með en nú sjá menn hversu þeir prýða. Umhverfið tekur stakkaskiptum Eins og áöur sagöi leggur Þór- arinn höfuðáherslu á fagurt um- hverfi. Bæði hafnarstjórnin og kaupfélagsstjórnin eru nú aö fjar- lægja drasl af sinum lendum og gera aö sléttum grasflötum eða plöntum það sem áöur var alls kyns gamalt og nýtt drasl. Við- lagasjóður erlika aðfegra svæðið sem snjóflóðið féll á. SDdarvinnslan hefur gjörbreytt um svip við að umhverfi hennar hefur verið ýmist malbikaö eða tyrft og húsið allt málað en eins og kunnugt er er Sildarvinnsian stærsta atvinnutæki bæjarbúa. Nýstárleg höfn Næst er ekið inn aö nýju höfn- inni. Gerö hennar er nýjung hér á landi þar sem hún var gerð á þurru þeas. hún var grafin niður i landiö og siðan var sjó hleypt á i febrúar eða mars sl. Sandurinn sem kom upp úr höfninni var not- aður i' uppfyllingu og þar stendur nú nýreist bræösluverksmiðja, sem er mikið mannvirki. Þarna innfrá er nýrisiö hús yfir bifreiðaþjónustuna, en snjóflóö- in eyðilögðu húsakynni hennar. Þar er lika Málmsmiöjan Gigja með húsbyggingu. Nýtt hverfi ris Ysti bænum er nýtt hverfi, svo- kallað Bakkahverfi. Þar er bær- inn að reisa blokk með 12 leigu- ibúöum. Þarna eru lika risin 8 einbýlishús og flutt inn I nokkur þeirra. t Bakkahverfi standa enn- fremur 8 viölagasjóöshús. Þórar- inn fræbir mig á þvi að I sumar hafi veriö úthlutaö 20-30 lóöum og sébygging hafin á sumum þeirra. Leikvellir, dag- heimili, barnaskóli, sjúkrahús A leiöinni til baka inn i bæinn bendir Þórarinn á leikvöll og seg- ir að 6-7 slikir séu i bænum auk hins fullkomna dagheimilis sem á sérvartsinn fika i sambærilegum stað við Neskaupstaðog þó stærri séu. Barnaskólinn var gerður upp i fyrra og bætt viö viðbótarálmu. Hann var orðinn ljótur en er nú sem nýr. Ein helsta framkvæmdin i bæn- um er nýtt sjúkrahús sem nú er orðið fokhelt. Framkvæmdir ganga þó hægt vegna ónógs fjár- magns en mikili kostnaður er fólginn I þvi að útbúa og innrétta sjúkrahúsið. Greiðsluerfiöleikar bæjarins eru miklir nú, segir bæjarverk- fræöingurinn og telur aö tekjur hans hafi innheimst óvenjuilla i ár. Félagshyggja og framkvœmdahugur Aö lokinni þessari hringferö I 25 stiga hita er blaöamaöur sann- færður aö Neskaupstaður sé eitt- hvert snotrasta og framsæknasta pláss landsins. Þar virðist fara saman mikill framkvæmdahug- ur, auga fyrir þvi að hafa um- hverfið fagurt og félagshyggja i atvinnurekstri og opinberri þjón- ustu. Tveir strætisvagnar ganga um bæinn og sækja fólk til vinnu en öll atvinnútækin eru innst i þessum langa kaupsaö. Þórarinn álitur að feröir þessara vagna spari bæjarfélaginu miljónir vegna viðhalds gatna. Meö þessu möti helst einkabilaumferð i lág- marki. Þannig er margttil fyrirmynd- ar i þessum bæ þó aö smátt sé sumt. Margt fleira bar fyrir augu og á góma og gefst tækifæri til þessaðsegja frá sumuþvi i næstu Þjóðviljum. -----•---------;---------------> Texti og myndir: GFr. ■ ggjl 1 Nýtt hverfi yst i Neskaupstaö, Bakkahverfi Nýja sjúkrahúsiö er oröiö fokhelt. Búiö er aö malbika handboltavöll.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.