Þjóðviljinn - 02.09.1976, Side 16
DWÐVIUINN
Borgarstjórinn í
Reykjavík tók blaðamenn
með sér í árlega skoð-
unarferð um borgina í
gær til þess að sýna þeim,
að hvaða verkefnum
unnið er þessa stundina
og að hvaða verkefnum
unnið verður á næstunni.
Fyrsti viðkomustaður á
þessari ferð var i húsnæði fyrstu
heilsugæslustöðvar i Reykjavik.
Er hún að Hraunbæ 102,jarðhæð.
Húsnæðið er um 600 fermetrar
og á að þjóna allskyns likam-
legum og andlegum krankleika Hvaö er nú þetta? Jú, þetta er barnaskóli f höfuöborginni, Olduselsskóli f Breiðholti II, svonefndu Selja-
hverfi. (Ljósm. —eik)
Heilsugæslustöð í Arbæ
að komast í gagnið
Fimmtudagur 2. september 1976
6-7000 manna byggðar i Arbæ og
þeirra, sem búsetu hafa nyrst
og austast i borgarlandinu. Hús-
næðið var keypt fyrir 25 milj-
ónir, en kostnaður viö það á þvi
stigi sem það er nú er orðinn 46
miljónir. Er þá eftir um það bil
mánaðarvinna við innréttingar
og frágang húsnæðis, innrétt-
ingakaup og annað „smávægi-
legt”, og er reiknað með að
heildarkostnaður verði kominn i
um 70 miljónir þegar stöðin
tekur til starfa.
En hvenær tekur hún til
starfa?
Formaður heilbrigðismála-
ráös borgarinnar Páll Gislason
sagði undirrituðum, að ekkert
ætti að vera til fyrirstöðu hús-
næðisins vegna að hefja starf>-
Sundkennsla i
Breiðholti
verður í fyrsta
sinn i vetur
semi eftir mánaðar tima, en
öðru máli gegnir með manna-
ráðningar þvi karpað er um
greiðslu til væntanlegs starfs-
fólks, hversu mikið rikissjóður
á að greiða og hversu mikið
borgarsjóður.
Sundlaugapistill
I Breiðholti I hefur verið
komið fyrir plastlaug undir
berum himni. Er þessi laug
orðin nokkuð fræg i borgarsög-
unni, þvi upphaflega átti hún að
setjast niður við Fellaskóla i
Breiðholti III. En nú er hún sum-
sé komin i jörðina við
Breiðholtsskóla. Við hana eru
bráðabirgða búningsklefar, inn-
réttaðir úr vinnuskúrum, og fer
þvi sundkennsla fram þar i
vetur, og verður það i fyrsta
sinn, sem sund er kennt þar
efra. Kostnaöur við þetta mann-
virki er 10 miljónir króna.
Laugin veröur til frambúðar
þar sem hún er komin, en i
framtiöinni veröur byggð ný
álma út frá skólanum, og á hún
að liggja yfir laugina þar sem
hún er nú, og verða i þeirri álmu
hinir endanlegu búningsklefar
fyrir skólafólk i sundi.
Við Fjölbrautaskólann i
Breiðholti III er verið að byggja
sundlaug. Er það litið mann-
virki enn, en er aðeins hluti
mikils iþróttamannvirkis, sem i
framtiöinni ris i tengslum við
Fjölbrautaskólann. Þessi laug
verður þá kennslulaug fyrir
skólana i Breiöholti III, en i
tengslum við hana veröa gufu-
böö. Þá verða I heildarmann-
virkinu útisundlaug með heita-
vatnspottum, ætluð almenningi,
og griðarstórt iþróttahús, sem
bæöi verður hægt að nota sem
kennsluhúsnæði og keppnishús-
næði fyrir inniiþróttir ýmsar.
Þess er vænst að hægt veröi
aö hefja kennslu i þessari laug
fyrir áramótin, jafnvel strax i
október, ef lukkan veröur
borgaryfirvöldum hliðholl.
Kosningabrautin
Vegur sá, sem tengja á Breið-
holt III við Miklubraut, er enn
ekki fullgerður og enn óskirður.
Þess er vænst aö hann verði
tekinn i notkun i haust. Vegna
nafnleysis hans væri ekki úr
vegi aö skira hann Kosninga-
braut, þvi margir kjósendur
trúðu þvi við siöustu borgar-
stjórnarkosningar enda að þeim
haldiö, aö vegur þessi yrði til-
búinn til notkunar fyrir tveimur
árum.
Það mun verða nýlunda við
þann veg, að hann verður hit-
aður upp þar sem hann er bratt-
astur, og er ætlunin með þvi að
koma i veg fyrir hálku i Höfða-
brekku.
ölduselsskóli
ölduselsskóli I Breiðholti II
mun vera eini skólinn á öllu
landinu, sem er I bráðabirgða-
húsnæði, þviliku, aö hægt er að
flytja það til án nokkurs kostn-
aðar fyrirvaralitiö. Starfar skóli.
þessi I færanlegum kennslu-
stofum, samtengdum.
Grunnur hins endanlega skóla
er þó risinn og búið að steypa
plötuna yfir hann. Er ætlunin að
taka i notkun þar 16 kennslu-
stofur á næsta ári.
Marglita byltingin
Lok ferðar voru þau, aö
blaöamenn skoðuðu Grasagarö
borgarinnar i Laugardal og
gróðurhúsarækt, sem þar fer
fram. Þar eru ræktuð tré og
skrautblóm margs konar, ætluð
til þess að setja niður viðsvegar
um borgina sem litaprýði innan
um „allt flæmi grænu bylting-
arinnar” margfrægu.
-úþ
SKOÐUNARFERÐ UM B0RGINA
134 þúsund leikhúsgestir á s.l. starfsári
„Héldum að aldrei tækist að bæta
gamla metið”
— segir Sveinn
Einarsson
leikhússtjóri
Þjóðleikhússins
A sfðastliðnu starfsári Þjóð-
leikhússins voru samtals haldnar
394 sýningar og leikhússgestir
voru hvorki meira né minna en
134 þúsund talsins og raunar 90
þar til viöbótar. — Þetta er nýtt
og glæsilegt aðsóknarmet hjá
okkur, sagði Sveinn Einarsson á
blm.-fundi i gær. — Gamla metið
var um 120 þúsund manns og það
var nokkuö sem við áttum aldrei
von á að okkur tækist aö jafna,
hvaö þá að bæta um betur.
Sveinn sagöi að drjúgan þátt i
þessum ágæta árangri ættu sýn-
ingaferöalög leikhússmanna um
landsbyggðina. — Okkur var afar
vel tekið, sagði Sveinn. — Aö-
sóknin var i hámarki og það ýtir
svo sannarlega undir okkur að
halda áfram á sömu braut.
Greinilegt er að starf utan leik-
hússins á mikinn rétt á sér. t
fyrra höfðum við a.m.k. átta
fasta starfsmenn að meira eða
minna leyti „utan dyra” I þannig
verkefnum,og ekki er vafi á þvi að
reynt verður aö gera jafnvel enn
betur I ár.
„Litla sviöiö” I Þjóðleikhúss-
kjallaranum hefur nú verið notaö
I rúmlega tvö starfsár og gefið
góða raun. Einnig það á drjúgan
þátt I aðsóknaraukningunni, og
sagði þjóðleikhússstjóriað I vetur
yrðu flutt þar a.m.k. sex eða sjö
leikhússverk af margvislegum
stærðargráöum.
Atta sýningar hafa hins vegar
þegar verið ákveðnar á „stóra-
sviðinu” i vetur, auk þess sem
tekin verða upp einhver gömul
verk frá fyrra ári. Leikárið hefst
að þessu sinni með frumsýningu á
islenska leikritinu „Sólarferð”
eftir Guðmund Steinsson og
fjallar það um lif nokkurra is-
lendinga I sólarlöndum. Vafa-
laust forvitnilegt leikrit a-tarna!
1 dagskránni I vetur eru siðan
leikrit eftir Shakespeare, Georg
Búchner, Davið Stefánsson
(Gullna hliðið sem veröur jóla-
leikrit og stjórnað af Sveini
Einarssyni) og fleiri.
Iráöi er einnig að efna til söng-
leikja og ballettsýningar á borð
við Coppeliu á siðasta leikári.
Gengið hefur verið frá ráðningu
nýs b'allettmeistara en ekki vildi
Þjóðleikhússtjóri að sinni upp-
lýsa nafn hans. —gsp
Helga Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson , Stefán Baldursson, Sigmundur örn Arngrfmsson og Þórunn
Sigurðardóttir á æfingu i leikhúsinu i gær.
Sjónvarpið með starfsmann i Kaupmannahöfn i vetur
„Aukin frétta- og dagskrár-
samskipti yið Norðuflöndin
Sonja Diego verður vœntanlega ytra fyrstu mánuðina
Rikisútvarpið hefur i ráði að
hafa sjónvarpsstarfsmann að
staðaldri i Kaupmannahöfn i vet-
ur til þess að efla frétta- og dag-
skrársamskipti sjónvarpsins við
Norðurlöndin. Andrés Björnsson,
útvarpsstjóri, staðfesti I samtali i
gær, að nú væri búið að greiöa úr
flestum erfiðleikum sem staðiö
hefðu I vegi fyrir þvi, aö útvarps-
mennhrintu þessu gamla áhuga-
máii sinu i framkvæmd. Emil
Björnsson, dagskrárstjóri frétta-
og fraÆsludeildar sjónvarps, upp-
lýsti i gær, að hann hefði farið
þess á leit við Sonju Diegó, frétta-
mann, að hún færi til starfa i
Kaupmannahöfn 1. október. Komi
þessi tiiraun að eins miklu gagni
og sjónvarps- og útvarpsmenn
halda, er ætlunin að frétta- og
dagskrármenn sjónvarpsins
skiptist á um að gegna störfum
ytra og dveljast þar nokkra
mánuði i senn. Einnig er i at-
hugun að hve mikiu leyti
sjónvarpsmaðurinn i Höfn getur
þjónað hljóðvarpinu.
„Hlutverk þessa dagskrár-
manns okkar i Kaupmannahöfn
er tviþætt: 1 fyrsta lagi að auka
fréttasambandið og I öðru lagi að
skoða og velja dagskrárefni.
Hann fær aðstööu i danska
sjónvarpinu til þess að ganga frá,
klippa og tala inn á norræna
fréttapistla. Ekki sist getur hann
komið fréttunum glóðvolgum i
hendurnar á flugmönnum Flug-
leiða og þá komast þær til okkar
samdægurs tilbúnar á pönnuna ef
Framhald á bls. 14.