Þjóðviljinn - 12.09.1976, Síða 1

Þjóðviljinn - 12.09.1976, Síða 1
UOWIUINN Sunnudagur 12. september 1976. — 41. árg. —203. tbl. SUNNU- 20 DAGUR SÍÐUR Ræningjarnir gerðu stuttan stans í Keflavík í gærdag Komu um kl. 11, fóru um kl. eitt, eftir aö hafa tekiö eldsneyti. LÉTUM ÞÁ SJÁ OKKUR ALLAN TÍMANN „Viö fórum f Volksvagenrúg- brauöi meö 80 samlokur, 80 gosflöskur og 6 lengjur af siga- rettum aö beiöni flugræningj- anna. Viö reyndum aö láta þá sjá okkur allan timann til þess aö skapa ekki óvissu og flug- stjórinn var hálfur út um glugga stjórnklefans og leiöbeindi okk- ur. Hann virtist rólegur en þreytulegur. Hann var þó hinn alúðlegasti og brosti til okkar. Ég sá einn flugræningjanna vel þegar hann hallaöi sér yfir vinstri öxl flugstjórans og fylgd- ist með okkur.” Þetta sapöí HaraldurHaraldsson flugvirki, sem ásamt starfsbróöur sinum, Guöjón Guðlaugsson (t.v.) og Haraldur Haraldsson fá sér samloku i kaffiterlu Flugieiöa eftir að hafa fært flugræningjunum og far- þegunum samskonar mat. Guöjóni Guölaugssyni komst i návigi viö flugræningjanna. Tveir starfsmenn Esso, fóru einnig aö vélinni til þess aö setja á hana 17 þús. litra af bensini þeir Stefán Kristinsson og Vilberg Þorgeirsson. „Þeir létu töskurnar tvær meó dreifibréfunum siga i reipi niður úr flugstjórnarklefanum. Viö tókum þær og létum töskur okk- ar niöur i staöinn. Þegar viö vorum komnir um 2 - 300 metra frá vélinni, renndu þeir niður stiga og einn flugræningjanna kom ásamt áhafnarmeðlim til þess aö sækja matinn. Þeir Haraldur og Guöjón voru undir þaö búnir aö taka þetta verkefni aö sér og sá fyrrnefndi hefur nokkra sérþekkingu i sprengjumeöferö. Dreifiritun- um var komið yfiir i Boeing 707 fylgivélina og ætluöust ræn- ingjarnir til þess aö þeim yröi dreift yfir Lundúni og Parls, og textinn birtur I helstu blööum heims. Pétur Guðmundsson, flugvall- arstjóri, var að vonum ánægður eftir að flugvélarnar tvær fóru frá hans umráðasvæöi. Hann sagði að áætlunin sem gerð heföi verið fyrir 4-5 árum hefði staöist fullkomlega og lauk hann sérstaklega lofsorði á is- lcndingana fjóra, Esso-mennina tvo og flugvirkjana, sem lögðu sig l mikla hættu með þvi að fara að vélinni og afgreiða flug- ræningjana. Klukkan 10.57 í gær- morgun lenti á Keflavík- urflugvelli þota króatísku flugvélaræningjanna. Fyrst eftir að flugvélin lenti bönnuðu ræningjarnir alla umferðað vélinni eða í stundarf jórðung eða svo. Síðan báðu þeir um að koma blaðapakka frá vél- inni. Var síðan sett á hana eldsneyti og lauk elds- neytisgjöf um klukkan 12 á hádegi. Það var flugstjóri vélar- innar sem hafði samband við flugturninn í Keflavik. Pétur Guðmundsson flug- vallarstjóri stýrði viðbún- aði, sem var verulegur af hálfu slökkviliðs, lögreglu og almannavarnarráðs. Flugvellinum var alger- lega lokað frá klukkan 11. Flugvélaræningjarnir báðu um mat i tveimur ferðatöskum um borð í vél- ina og báðu um að þeir sem færðu þeim matinn tækju pakkann með á- róðursritunum. Um klukkan 13 hófu flugvélarnar sig á loft til óþekkts ákvörðunarstaðar, en flugræningjunum hafði verið neitað um að fá að lenda í London, en þangað hafði ferð þeirra verið heitið í upphafi. Fylgdar- vélinni var þó ætlað að fara til Lunduna með á- róðursbæklingana innan- borðs. Síðar bárust fréttir um að flugvél ræningjanna fengi einnig að lenda í London og voru vélarnar væntanlegár þangað um f jögurleytið. Allt eftir áætlun en spenna undir niöri Augnablikiö sem mestri spennu olli á KeflavikurflugveUi f gær. Tveir isl. flugvirkjar ná i tvo pakka frá flugræningjunum og færa þeim og farþegum mat. Þaö var ekki spurning hvort, heldur hvenær flugræningjar legöu leiö sina til tslands svo tiö eru flugránin og Keflavikurflug- völlur i þjóöbraut flugleiöanna. Þegar aö þessum atburöi rak var viöbúnaöur allur til fyrirmyndar og alit gekk samkvæmt fyrirfram geröri áætlun. Um 100 manns tóku þátt I athöfnum I sambandi viö viödvöl flugræningjanna hér og var aögeröum stjórnaö af islensku flugránsnefndinni, en herinn veitti tæknilega aö- stoö. Vandi Islenskra yfirvalda heföi oröiö meiri ef ræningjarnir heföu gefist upp i Keflavik, eöa gripiö til örþrifaráöa. Meöan á viödvölinni á Keflavikurflugvelli stóö höföu einungis flugstjórnar- menn samband viö flugstjóra vél- arinnar og virtist ástandiö um borö einkennast fremur af æöru- leysi en örvæntingu. Engar fréttir bárust af liöan farþeganna 54, en þegar fréttamenn stóöu um hálf- an kilómetra frá Being 727 vélinni i fylgd öryggisvaröa var þeim oft- ar en einu sinni hugsaö til þess hvernig þaö væri aö vera lokaöur inni I þessari óvissu timunum saman. Aö þvi er aöeins hægt aö leiöa getum. Sem allra minnst umferö var á flugbrautunum meöan á viödvölinni stóö og var allt gert til þess aö vekja ekki tor- tryggni flugræningjanna. Slökkviliö og sjúkravagnar biöu álengdar og var áætlaö aö viö- bragöstlmi þeirra yröu um tvær minútur, ef sprenging yrði i'vél- inni. Þaö vakti athygli aö ekki var drepiö á hreyflum vélarinnar meðan eldsneyti var sett á hana og mátti þar ekkert fara úrskeiö- is. Smá neisti heföi sett allt I bál. Eftir þvi sem næst verður komist voru orðaskiptin milli flugstjór- ans og flugumferöarmanna mjög litil, aöeins skipst á nokkrum orö- um varöandi skilaboö um mat, pakkaflutning og beiöni um iendingarleyfi I Lundúnum, sem var hafnaö. Þaö var þvi ekkert um þaö sagt hvort ræningjarnir virtust úr jafnvægi en eftir frétt- um frá New York eru þeir visir til alls.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.