Þjóðviljinn - 12.09.1976, Page 2

Þjóðviljinn - 12.09.1976, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 12. septeinber 1976. Xtil hnífs og skeidar Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Það getur verið forvitnilegt að glugga i innflutningsskýrslur Skattstofunnar, þar sem fært er inn hversu mikið flutt er til landsins af hinum ýmsu vöru- tegundum. Við ætluðum reynd- ar að grafast fyrir um hversu mikið væri flutt inn af tisku- varningi eins og t.d. gallabuxum, en manni sýnist að verslun með gallabuxur og ann- an denimfatnað hljóti að vera býsna gróðavænleg, þvi bara við Laugarveginn skipta þær verslanir sem selja gallabuxur tugum. En reyndar er af inn flutningsskýrslum þessum ekki hægt að sjá i fljótu bragði hversu mikið var flutt inn af gallabuxum, þar sem þær skipt- ast yfirleitt i kven-og karlbuxur og tilheyra þvi sinar hvorum tollflokknum, auk þess sem ýmsar aðrar vörur tilheyra einnig þeim flokki. Gallabuxur (eða annar fatnaður), sem hvorki telst vera eingöngu fyrir karlmenn eða drengi né fyrir kvenfólk eða telpur er settur i flokk með kvenfatnaðinum. Þannig er ekki ósennilegt að hluti af gallabuxum tilheyri kvenflokknum, þvi mikið af gallabuxum eru ætlaðar á bæði kynin jafnt. Á fyrri helmingi þessa árs (jan. — júli) voru i ár fluttar inn utanyfirflikur á karlmenn og drengi fyrir 97.963.000,- en i fyrra fyrir 72.693.000. Þetta verð er FOB - verð, þ.e. án flutningsgjalda og tryggingar og að sjálfsögðu án tolla, sem nú eru 25% miðað við EFTA- löndin, en ella 45%. Fyrir kvenfólk, telpur og smábörn var hins vegar flutt ínn af hliðstæðum fatnaði (þ.e. ekki nærföteða t.d. peysur) i ár fyrir 265.128.000.- en i fyrra á sama tima fyrir 156.582.000,- og má sjá að hér er um töluverða aukningu að ræða, hvort sem gallabuxurnar eiga nú veruleg- an þátt i þvi eða ekki. Hins vegar hefur innflutning- ur af manchettuskyrtum heldur minnkað á þessum sama tima. 1 fyrra var hann (i stykkjatali) 50.956 stk. en i ár 50.496 stk. .Langmest er flutt inn af skyrtum frá Hong Kong, eða i ár 19.747 stk.en i fyrra 12.442 stk. Tollar eru þeir sömu og á fyrr- nefndu vörunum, og er merki- legt að innflutningur frá Hong Kong skuli aukast um leið og tollar á vörur frá EFTA- löndun- um lækka, en þeir gerðu það um s.l. áramót. Á vörur frá Hong Kong þarf þvi að greiða 45% toll. En ekki minnkar sokka- buxnasalan. 1 ár er búið að flytja til landsins rúmlega 200 þúsund sokkabuxur, eða lang- leiðina eitt stykki á hvert mannsbarn. A timabilinu janú- ar til júli i ár var talan 202.641 stk., en á sama tima i fyrra 181.070 stykki. Tollar eru þeir sömu og á fyrrgreindum vörum, 45% og 25%, en langmest er flutt inn af sokkabuxum frá Þýska- landi, Bretlandi og Sviþjóð. Sokkabuxur á börn eru með i þessum tölum. Það er reyndar vert að geta þess, að við islendingar vorum komnir vel á veg með að fram- leiða sjálfir sokkabuxur fyrir landsmenn, en þær sjást nú æ sjaldnar, hvort sem framleiðsla þeirra er hætt eða ekki. Að minnsta kosti fer orðið ákaflega litið fyrir þeim i verslunum, og samkvæmt þessum tölum vex innflutningur á sokkabuxum jafnt og þétt Er það sannarlega miður, bæði vegna þess að við eyðum dýrmætum gjaldeyri i að kaupa erlendar sokkabuxur til landsins og ekki siður vegna þess að þessar islensku buxur voru (samkvæmt minni reynslu amk.) þrælsterkar. Reyndar eru sokkabuxur úr gerviefnum ekki æskilegasti klæðnaðurinn fyrir islenskt kvenfólk i Islensku roki, þvi ekki geta þær talist hlýjar, þótt þær séu skömminni skárri en nælonsokkarnir og beru lærin, sem einu sinni voru i tisku og kostuðu marga konuna heilsuna (móðurlifsbólgur og blöðrubólga orsakast mjög oft af lélegum nærfatnaði og er tal- ið að ef gamla föðurlandið væri almennt viðurkennt myndi það draga mjög úr þessum sjúkdómum). Mér hefur oft dottið i hug, að það væri vitur- legt fyrir okkur islendinga að framleiða meira af fatnaði sem hæfa vel i okkar veðráttu. Hvers vegna ekki að framleiða sokka- buxur úr þunnri ull, etv. bland- aðri sterkum gerviefnum til að auka á endinguna? Þá gætum við slegið margar flugur i einu höggi, sparað okkur gjaldeyri, aflað okkur gjaldeyris með þvi að selja þessa vöru til útlanda (Norðurlandabúar amk. myndu áreiðanlega kaupa hana, þvi þar er nú mikið rætt um gagns- leysi gerviefna, einkum i nær fatnaði ofl.), og siðast en ekki sist, fengið góðan fatnað sem hæfir islenskri veðráttu. Borgar sig að sóla? • jH ■JJf-KÍÉJSS, Ódýrar hillur E. bendir okkur á mjög skemmtilegar og ódýrar hillur, sem Gamla kompaniið fram- leiðir, en þær eru seldar hjá Skúlason & Jónsson i Siðumúla 33, en eftir mánaðamótin flytur fyrirtækið i Bildshöfða 18. Þess- ar hillur bjóða upp á ýmsa möguleika i samsetningu en verðið er 680 krónur fyrir hillu 30 x 80 cm., 390 krónur fyrir hillu 30 x 40 og 330 krónur fyrir hillu 30 x 30, en tvær seinni hillurnar eru einnig uppistöður. Járnin með nöglum, sem notuð eru til að festa hillurnar saman, kosta 75 krónur stykkið. Við sjáum að þá má gera sér úr þessu ágætis hillu fyrir aðeins nokkur þúsund krónur. úr þessu má t.d. gera bókah illur, hillu fyrir sima með sæti, bekk og hillur i barnaher- bergi, hillur i geymslur og margt fleira. Hillurnar eru i brúnleitum lit, en flestir lakka þær, mála eða bæsa. E. S. hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti fyrir hug- myndirnar um nýtingu gamalla fata i barnaföt. Sjálf sagðist hún hafa töluverða reynslu af að búa til ýmsar smáflikur úr gömlu og sagðist hafa sparað þannig drjúgan skilding, fyrir utan gleðina sem fylgdi verkinu. Hún hefur m.a. gert vettlinga og sokkabuxur úr gömlum peysum, einnig hefur hún gert húfur úr gömlum lopapeysum og jafnvel heil teppi úr peysum og öðrum ullarflikum sem klipptar hafa verið i sundur. Við þökkum E.S. fyrir góð ráð. Hvaö kosta skóviðgerðir í dýrtíðinni? Skófatnaöur hefur hækkað geysilega á siðustu árum. Nú fær maður varla góða leðurskó fyrir minna en 5.000.- og leður- stigvélin kosta ekki undir 10,000 Einmitt vegna þess að skófatn aöur er orðinn svo dýr reyna margir að láta hann endast sem lengst og láta þá frekar gera nokkrum sinnum við skóna. En það kostar lika skild- inginn. 1. júll s.i. gaf Lands- samband skósmiða út nýja verðskrá og á henni sjáum við að það kostar 2.000.- krónur að láta sóla og hæla skó (karlmanna) en 1910.- sama viðgerð á kvenskóm. Nýir hæl- ar á kvenskó geta kostað allt að 2645,- drónur, og að yfirdekkja hæla á karlmannaskóm (8-10 cm) getur kostað allt að kr. 2530. Hér eru nokkur dæmi úr verð- skránni: Karlmannaskór, tréskór: Sólning og hæla, leður .............. 2.000.00 kr. sólning, leður...........................1.400.00 kr. sólning og hæla nylon................ 1.800.00 kr. sólning nylon........................ 1.200.00 kr. hælp!. interstyle......................... 815.00 kr. hælpl. m.l st. sneiðing.............. 1.050.00kr. botnsóla undir hæl, m. slitpl........ 2.790.00 kr. lita skó............................. 1.240.00 kr. festa sóla............................. 830.00 kr. botnsóla m.svampPorep................ 2.300.00kr. sóla og hæla barnatré skó 22-35 (nr.).. 1.245.00 kr. Kvenskór, tréskór: sóla og hæla leður .................. 1.910.00 kr. sóla leður........................... 1.290.00 kr. sóla og hæla nylon.................... 1.760.00 kr. sóla nylon............................ 1.160.00 kr. minnstu tástykki........................ 750.00 kr. lita hnéhá stigvél.................... 2.820.00 kr. festa sóla.................................. 755.00 kr. botnsóla m. svamp eða Porep...........,2.210.00 kr. lækka sóla og hæla ................... 2.490.00 kr. lækka botnsóla........................ 2.810,00 kr. minnsta viðgerð............................. 320.00 kr. minnsta bót................................. 400.00 kr. I.stksmella................................. 400.00 kr. vikka legg á háum stigvélum ............. 990.00 kr. Allar viðgerðir hér á verðskránni eru reiknaðar sem algjört lágmarksverö.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.